Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 17 MIKILL eldur braust út í olíuleiðslu fyrir norðan Bagdad í gær og stóðu logarnir hátt í loft upp. Þá týndi einn bandarískur hermaður lífi í sprengju- tilræði og annar særðist er ráðist var á lest herbíla. Logarnir í olíuleiðslunni stóðu allt að 60 metra í loft upp en bandarískir hermenn ráku burt fréttamenn og einnig íraska slökkviliðsmenn, sem reyndu að nálgast staðinn. Kvörtuðu þeir og aðrir undan harðneskju her- mannanna en engin sérstök skýring var gefin á henni. Talsmaður banda- ríska hersins staðfesti aðeins, að eld- ur væri í olíuleiðslunni en hafði ekkert um það að segja hvort um hefði verið að ræða skemmdarverk eða slys. Fréttir eru þó um, að komið hafi leki að leiðslunni og síðan komist eldur í hana af einhverjum ástæðum. Lagði mikinn reykjarmökk yfir Bagdad- borg í gær. Bandarískur hermaður lést er þrjár sprengjur, sem voru tengdar saman og ætlað að springa hver á fæt- ur annarri, sprungu við vegarbrún í Ramadi, sem er 100 km vestur af Bagdad. Særðust tveir hermenn og einnig sá þriðji er skotið var á lest herbíla í Fallujah, 60 km vestur af höfuðborginni. Talsmaður Bandaríkjahers sagði í gær, að hann teldi að samskiptin við írösku lögregluna hefðu ekki beðið hnekki þótt bandarískum hermönn- um hefði orðið það á að drepa tvo þeirra fyrir misskilning í fyrradag. Sagði hann að rannsókn væri hafin á atburðinum en hingað til hefur nið- urstaða slíkra rannsókna Bandaríkja- manna verið Írökum lítt að skapi. Sagði Írak „hersetið“ land Ibrahim Jafari, fyrsti forseti íraska framkvæmdaráðsins, sagði í gær að framferði bandarískra hermanna myndi aðeins verða til að kynda undir hatri á þeim meðal landsmanna og það vakti athygli að hann talaði um Írak sem „hersetið land“. „Blóð landa okkar er heilagt í okkar augum, eink- um þegar hermenn drepa saklausa borgara,“ sagði Jafari. Hundruð atvinnulausra Íraka hafa síðustu 10 daga efnt til mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad og krefst fólkið atvinnu eða 100 dollara, rúmlega 7.800 ísl. kr., í at- vinnuleysisstyrk. „Engin atvinna, engir peningar, enginn matur, ekkert öryggi, ekkert rafmagn. Er þetta frelsið?“ sagði á borða, sem fólkið var með en það kvaðst tala fyrir munn milljóna Íraka. Fyrrverandi liðsmenn í írösku leyniþjónustunni höfðu einnig uppi kröfur í bænum Baquba í gær þegar 50 manna sendinefnd lýsti yfir að fengju þeir ekki laun, myndu þeir sjá til að Bandaríkjamenn gætu ekki sof- ið rólegir. „Við höfum fengið þjálfun í með- ferð alls konar vopna og erum tilbúnir til að nota þau ef þessu heldur áfram,“ sagði talsmaður hópsins. Þegar bandarískir hermenn vísuðu honum burt hrópaði hópurinn slagorð til stuðnings Saddam Hussein og gegn Bandaríkjunum. Mikill eldur í íraskri olíuleiðslu Forseti íraska framkvæmdaráðsins segir harðneskju bandarískra hermanna kynda undir hatri AP Tveir Írakar á hestvagni með reykjarmökkinn frá eldinum í olíuleiðslunni yfir sér. Al-Taji, Bagdad. AP, AFP. FRÉTTAMAÐUR BBC, Andrew Gill- igan, bar í gær vitni vegna rannsóknar á dauða vopnasérfræðingsins David Kelly. Við vitnaleiðslurnar varði hann umdeilda frétt, sem hann var höfundur, að um meðhöndlun stjórnvalda á leyni- þjónustuupplýsingum í aðdraganda Íraksstríðsins en viðurkenndi þó að orðalagið í fréttinni hefði ekki verið „fullkomið“. Gilligan sagðist í gær hafa átt þrjá fundi með Kelly frá árinu 2001. Hann kvað vopnasérfræðinginn hafa sagt sér 22. maí sl. að skýrslu stjórnarinnar um gereyðingarvopn Íraka hefði verið „breytt viku áður en hún kom út til að gera hana æsilegri“. Að sögn frétta- mannsins hafði Kelly sagt flestar full- yrðingar í skýrslunni vera byggðar á tveimur heimildum en staðhæfing þess efnis að Írakar gætu beitt gereyðingar- vopnum með 45 mínútna fyrirvara hefði á hinn bóginn einungis verið byggð á einni heimild. Þá kveðst Gilligan hafa spurt Kelly hvort staðhæfing þar að lútandi væri uppspuni og hann svarað: „Nei, upplýs- ingarnar voru raunverulegar en óáreið- anlegar. Þær voru í skýrslunni í trássi við óskir okkar.“ Fréttamaðurinn sagð- ist þá hafa borið þessa fullyrðingu Kellys undir tvo háttsetta tengiliði sína innan bresku stjórnarinnar sem hvorki hefðu getað „neitað“ henni „né stað- fest“. Hann sagði báða þessa menn vera í aðstöðu til að vita hvort skýrsl- unni hefði verið breytt. Við vitnaleiðslurnar í gær var lagður fram tölvupóstur þar sem einn ritstjóra BBC segir frétt Gilligans um með- höndlun stjórnvalda á leyniþjónustu- upplýsingum í að- draganda Íraks- stríðsins vera „dæmi um góða rannsóknarblaða- mennsku“ sem hafi verið eyðilögð með „loðnu orðalagi og dómgreindar- leysi“. Viðurkenndi Gilligan að orðalag hans í umfjöllun um viðbragðsflýti Íraka við beitingu gereyðingarvopna hefði verið „ófull- komið“. Susan Watts, annar fréttamaður BBC, sagði við vitnaleiðslurnar í gær að Kelly hefði sagt sér að Alastair Camp- bell, almannatengslastjóri Tonys Blairs forsætisráðherra, hefði borið ábyrgð á því að fullyrðing um viðbragðsflýti Íraka var sett inn í skýrsluna. Hún sagðist í fyrstu hafa talið staðhæfingar Kellys vera „slúður“ sem hann hefði skotið inn í samtal þeirra en síðar áttað sig á því að þær sýndu fram á „óvenju- legan aðgang“ hans að þeim opinberu upplýsingum sem skýrslan var byggð á. Watts mun aftur bera vitni í dag. Í gær var annar dagur rannsóknarinnar á dauða Kellys en talið er að hann hafi framið sjálfsvíg eftir að opinberað var að hann hefði hugsanlega verið heimild- armaður að fyrrnefndri frétt Gilligans. Gilligan ber vitni í Kelly-rannsókn Viðurkennir „ófullkomin“ vinnubrögð London. AFP, AP. Andrew Gilligan AÐ minnsta kosti 100 manns hafa látist í Frakklandi vegna hitanna þar að undanförnu, að því er franskur læknir, Patrick Pelloux, heldur fram. Pelloux sem er formaður Samtaka sjúkrahúslækna á bráða- móttökudeildum í Frakklandi sagði á sunnudag að ekki færri en 50 manns hefðu dáið vegna hitanna í París einni en orð hans urðu til að kveikja heitar um- ræður um hvort stjórnvöld hefðu gert nægilegar ráðstafanir vegna hitanna. Sjúkrahús í Frakklandi hafa verið yfirfull af eldri borgurum sem leita meðferðar vegna kvilla sem tengjast hitunum en ástand- ið má að nokkru leyti rekja til þess hversu margir starfsmenn sjúkrahúsa eru í sumarfríi um þessar mundir. Læknar hafa viljað lýsa yfir neyðarástandi vegna hitanna og gagnrýna heil- brigðisyfirvöld fyrir að taka ástandið ekki nógu alvarlega. Pelloux bað Rauða krossinn eða jafnvel herinn um að rétta sjúkrahúsunum hjálparhönd. Hitamet hafa víða verið slegin í Evrópu síðustu daga. Hæstur var hitinn í Portúgal eða 47,3 gráður í þorpinu Amareljo við spænsku landamærin þann 1. ágúst, á Spáni fór hitinn í 46 gráður sama dag og er það nýtt met þar í landi. Á sunnudag var hitinn í Bretlandi 37,8 gráður í fyrsta sinn í sögunni. Hitabylgjan hefur valdið mikl- um vandræðum í kjarn- orkuverum og sums staðar hefur hún leitt til orkuskorts. Vegna þessa hafa yfirvöld í Frakklandi og Þýskalandi slakað á reglum sem segja til um hversu heitt vatnið sem kemur frá kjarn- orkuverum má vera og veitt þeim leyfi til að hleypa mun heitara vatni í ár en leyfilegt er við venjulegar aðstæður. Um- hverfisverndarsinnar hafa mót- mælt þessum ráðstöfunum harð- lega og óttast að heita vatnið skaði lífríki ánna. Þá hefur vinnsla í sumum kjarnorkuverum farið niður í 80% vegna þess hve vatnið sem notað er til að kæla kjarnaofnana er heitt og í Frakklandi hefur kjarnorku- framleiðsla á nokkrum stöðum verið stöðvuð. Yfirvöld og raforkufyrirtæki hafa beðið viðskiptavini um að spara rafmagn eftir fremsta megni en raforkunotkun hefur aukist mikið vegna hitans. Þann- ig hefur raforkunotkun á Spáni verið 15% meiri en á sama tíma í fyrra og á ferðamannastöðum t.d. í Andalúsíu hefur hún aukist um 21% frá því sem venja er. Björguðu fiskum úr árfarvegi Umhverfisstofa Bretlands sagðist í gær hafa bjargað 1.000 fiskum úr farvegi uppþornaðrar ár í vestanverðu Englandi en þeir höfðust við í litlum pollum þar sem súrefni var af skornum skammti. Vínuppskera í Beaujolais- héraðinu í Frakklandi er nú tilbúin, mörgum vikum fyrr en venjulega, vegna sólarinnar og hitans en vinnsla hefur aldrei hafist svo snemma. Veðurfræð- ingar í Evrópu spá því að draga muni úr hitanum á fimmtudag og föstudag. Vandræðaástand í Evrópu vegna hitabylgjunnar Franskur læknir segir minnst 100 manns látna Eldri kona er flutt á St. Antoine- sjúkrahúsið í París til aðhlynningar vegna hita. Þar þurfa sjúklingar að dvelja á göngum vegna þrengsla. Um 50 manns hafa dáið í París vegna hita á síðustu fjórum dögum. París, Berlín. AP, AFP. AP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.