Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 18

Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓTBOLTINN er sívinsæl íþrótt meðal ungu kynslóðarinnar. Hann er einnig hin heilbrigðasta útivist og alltaf þörf á nýjum völlum fyrir börn að leika sér á. Íþrótta- og tóm- stundaráð reykjavíkur opnaði í gær sparkvöll, eða svonefndan batta- völl, við Réttarholtsskóla, en batta- völlur er gervigrasvöllur sem er í handboltavallarstærð, með veggj- um upp að ákveðinni hæð hringinn í kringum völlinn. Á vellinum eru bæði mörk og körfur. Ungir knatt- spyrnukrakkar úr Víkingi léku fyrsta leikinn og vígðu þannig völl- inn til almennrar notkunar. „Við opnuðum einn battavöll fyr- ir tveimur árum við Austurbæjar- skóla og hann hefur reynst okkur afar vel,“ segir Steinþór Einarsson, markaðsstjóri Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Steinþór segir áætlað að byggja fleiri batta- velli á næstu árum. „Þetta er hugs- að sem framtíðarleiksvæði fyrir börnin. Reynslan af vellinum við Austurbæjarskóla er góð, það er engin mold og drulla sem krakk- arnir eru að veltast upp úr þannig að það er hægt að leika sér þarna árið um kring. Þetta eru sem sagt fjölnota útivistarvellir.“ Völlurinn er upphitaður og lýst- ur með ljósakösturum sem stað- settir eru á íþróttahúsi Réttarholts- skóla. Áætlaður kostnaður við völlinn var um sextán milljónir króna. Morgunblaðið/Árni Torfason Það skorti ekki einbeitinguna hjá þessum unga fótboltamanni og var ánægjan mikil með nýja íþróttavöllinn. Ungir Víkingar sprikla og sparka á nýjum battavelli Reykjavík BÓKASAFN Seltirninga var flutt yfir á efri hæð verslunarkjarnans við Eiðistorg þann 17. júní síðast- liðinn. Síðan þá hefur aðsókn á safnið verið gríðargóð og aukist til muna frá því sem áður var. Safninu er ætlað vaxandi þjónustuhlutverk í bæjarlífi Seltjarnarnesbæjar og var því eldra húsnæðið farið að reynast nokkuð þröngt. Verslunar- menn á Eiðistorgi hafa einnig lýst yfir ánægju sinni með þessa viðbót við þjónustukjarnann og fagna þeir aukinni umferð almennings og þar með auknum viðskiptum. Tala sumir þeirra um að Eiðistorg hafi gengið í endurnýjun lífdaga og stemningin á torginu sé eins og þegar það var vígt. Aðsóknin að bókasafninu hefur í raun verið langt umfram áætlanir bókavarða og fjöldi nýrra lánþega í sumar langt umfram það sem venjulega gerist. Bæjaryfirvöld telja að greinilega hafi myndast þörf fyrir viðameira bókasafn á Seltjarnarnesi og flutningurinn hafi komið á hárréttum tíma. Gest- ir sækja einnig meira í nýja og breytta þjónustu sem er til staðar eins og tölvu- og myndbandakost. Efling safns og miðbæjar Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, segist afar ánægður með þessa þróun mála. „Við fórum sérstaklega í þessa að- gerð til þess að efla safnið og einnig til þess að styrkja miðbæinn okkar, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Skemmst er frá því að segja að bæjarbúar, og vænt- anlega vesturbæingar líka hafa tekið þessu einstaklega vel. Að- sóknin hefur verið fram úr björt- ustu vonum og gefur tilefni til þess að ætla að efling bæði safnsins og Eiðistorgsins hafi tekist vel.“ Morgunblaðið/Arnaldur Aðstaða bókasafnsins hefur batnað til muna eftir flutninginn. Aðsókn framar björtustu vonum Seltjarnarnes Bókasafn Seltirninga flutt MOSFELLINGAR verða að bíða einhvern tíma með að halda upp á 16 ára afmæli Mosfellsbæjar, en hátíðahöldum sem áttu að fara fram síðasta laugardag var frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Mikil dagskrá hafði verið undirbúin og meðal annars átti að vera varð- eldur og grill og ýmiss konar uppá- komur, en veðrið á laugardaginn setti strik í reikninginn og gerðu áform Mosfellinga að engu. Þó- nokkrir harðgerir Mosfellingar höfðu mætt á afmælishátíðina, en veðrið reyndist þeim ofjarl að þessu sinni. „Við verðum að fresta afmælis- hátíðinni um einhvern óákveðinn tíma,“ segir Linda Reynisdóttir, þjónustustjóri Mosfellsbæjar, en tekur þó fram að ekki muni líða langur tími þar til haldið verður upp á afmælið. „Við þurfum að taka tillit til menningarnætur í Reykja- víkurborg sem verður næstu helgi, en síðan getum við væntanlega far- ið að hugsa okkur gott til glóð- arinnar. Þeir sem ekki mættu á laugardaginn vegna veðurs þurfa ekki að örvænta yfir því að hafa misst af neinu, því þetta verður allt gert með pomp og pragt þegar góð- ur tími finnst og veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.“ Veðrið seinkar afmæl- ishátíð Mosfellsbær SNEMMSUMARS var opnuð í Mos- fellsbæ heildsala sem verslar með alls kyns gjafa- og skreytingar- vöru. Skrautfríður Skreytiskjóða heitir heildsalan og sérhæfir hún sig í vörum fyrir blómabúðir, útstilling- arglugga verslana, veitingastaði, veislu- sali og aðra staði þar sem aðlaðandi um- hverfis er þörf. Linda B. Sverris- dóttir er eigandi Skrautfríðar og tekur hún að sér skreyting- ar og útstillingar fyrir fólk, félög og fyrir- tæki. „Þetta er eitt- hvað sem er búinn að vera draumur í dálít- inn tíma hjá mér, að fara út í skreytinga- geirann og lifa á því að fegra umhverfi. Mér þótti góð tilhugs- un að hoppa út af skrifstofunni og fara að gera eitthvað skapandi.“ Skreytingaþjónusta fyrir alla Linda hefur sótt mörg nám- skeið, meðal annars í skreytingum og gluggaútstillingum og segist hún hafa fundið sig í heimi skreyt- inga og fegrunar. „Við opnuðum hér 18. júní og síðan hafa viðtök- urnar verið afar góðar auk þess sem þetta hefur spurst mjög vel út og fólk er sérstaklega forvitið um þessa heildsölu. Þótt ég þurfi að einskorða sjálfa vörusöluna við önnur fyrirtæki, stendur skreytingaþjónustan til boða fyrir alla, einstaklinga jafnt sem aðra aðila.“ Linda segir allt opið í skreyt- ingum og miklar tískusveiflur ríkja í þeim málum. „Allt er leyfilegt þegar kemur að því að setja upp áhugaverðar skreytingar, þrátt fyrir að sumir hlutir komi og fari, og þá er það fyrst og fremst til- efnið og hugmyndaauðgin sem ræður ferðinni.“ Hugmyndaauðgin ræður ferðinni Skreytingar Lindu eru af margvíslegum toga, bæði litríkar og aðlaðandi. Mosfellsbær Heildsala með gjafa- og skreytinga- vöru opnuð í Mosfellsbæ ÁFORM eru uppi um nýtt útibú Borgarbókasafns í Árbæjarhverfi. Útibúið verður á efri hæð Hraunbæj- ar 119. Að sögn Önnu Torfadóttur borgar- bókavarðar hafa íbúar Árbæjar beðið eftir þessu safni í tvo áratugi og þörf- in verið afar brýn. „Íbúar í hverfinu hafa ýtt mikið á eftir þessu og sýnt útibúinu mikinn áhuga.“ Árbæjarbú- ar hafa um langa hríð þurft að nýta sér þjónustu bókasafnsins í Gerðu- bergi og Foldasafns í Grafarvogs- kirkju, auk þess sem bókabíll hefur þjónað hverfinu, en nú horfir til breytinga á þessu ástandi. Anna segir að hægt eigi að vera að opna nýja útibúið snemma árs 2004, ef allur undirbúningur gangi vel. „Það þarf að kaupa bækur og annan safn- kost auk innréttinga, tölva og tækja. Húsnæðið er fallegt, gott og bjart auk þess sem það er rúmgott, um 530 fermetrar og ætti því að geta þjónað íbúum Árbæjar vel. Það er einnig í þjónustukjarna, miðsvæðis í Árbæn- um og aðgengið er mjög gott.“ Mikil breidd þjónustu Í safninu verður hægt að fá mynd- bönd, DVD-diska og tónlist að láni auk þess sem netaðgangur verður í boði eins og í öðrum söfnum Borg- arbókasafnsins. „Við tölum oft um raunbókasafnið sem eru bækurnar, tímaritin og allt sem hægt er að taka út, og síðan sýndarbókasafnið sem er á Netinu, því þar má finna ógrynni upplýsinga. Menn tala gjarnan um að nútímabókasöfn séu blendingsbóka- söfn, þ.e.a.s. bæði raun- og sýndar- bókasöfn.“ Hlutverk bókasafna hefur þannig víkkað mjög undanfarin ár og er starf bókavarða orðið mun fjölbreyttara en áður. „Flestir sem koma í fyrsta skipti á bókasafn eru alveg steinhissa á því úrvali þjónustu og upplýsinga sem er í boði. Margir gera sér ekki grein fyrir þeirri breidd sem er í bókasöfnum í dag.“ Nýtt bóka- safn í Árbæ Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.