Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 25
TVÖ meistaraverk eftir síðasta
stórundrabarn tónsögunnar voru á
boðstólum á tónleikunum í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar á
sunnudag. Munaði þó miklu um út-
breiðslu þeirra hér á landi, því
meðan Es-dúr tríóið heyrist sára-
sjaldan (í nærvist undirritaðs síð-
ast fyrir sex árum), liggur við að
Silungakvintettinn sé offluttur.
Virðist ekki vanþörf á því að
hvetja flytjendur til að leita aðeins
lengra yfir skammt þegar áhöfn
fyrir píanó og strengjatríó með
kontrabassa er anars vegar, því
ekki munu síðri slík verk til eftir
Dvórák og Hummel (hinn frábæri
kvintett Op. 87 hlaut líklega ís-
lenzkan frumflutning sl. nóvem-
ber), og gætu vel reynzt fleiri ef
nánar er að gáð.
Píanótríó Schuberts frá 1827 í
Es-dúr Op. 100 (er segir minna en
Deutsch-númerið 929, enda 8 árum
eldri en Silungakvintettinn (D667)
titlaður „Op. 114“) er mikið verk
og langt – hér hátt í 50 mín. – og
að sama skapi vandmeðfarið, sér-
staklega fyrir „ad hoc“ lausa-
mennskuhóp án áralangrar sam-
spilsreynslu. Úrvinnsludýpt
Schuberts í lengstu og þroskuð-
ustu verkum hans krefst samsvar-
andi breiddar í mótun, og skilur
þar sameiginleg hópreynsla milli
feigs og ófeigs, alveg fyrir utan
getu hins einstaka spilara.
Þetta kom glöggt fram af túlkun
þeirra þremenninga, einkum hvað
tímamótun varðar.
Tríóið var að mörgu leyti vel og
örðulítið leikið, og víða með góðri
dýnamískri snerpu.
En hin agógíska útfærsla, sem
nauðsynleg er til að ljá viðamiklu
verki dulúð og spennu – þ.e.a.s.
hvers konar ris og hnig í hraða,
sem gróft sagt má tengja við „rúb-
ató“ og jafnan reynast með tíma-
frekustu atriðum í samæfingu –
var af fullskornum skammti. Þegar
við bættist oft varfærið hraðaval
(nema í Andante con moto (II)
sem var í hraðasta lagi), fór ekki
hjá því áður en lauk að útkoman
yrði frekar vélræn, og fyrir vikið
svolítið langdregin.
Sama gilti að nokkru leyti um
Silungakvintettinn, sem kannski
hefði verið heppilegra að byrja á,
því selló og einkum fiðlu munaði
heyranlega um upphitunina í
seinna atriðinu miðað við hvað dró
þar mikið úr hráleikavotti þeim er
stundum vildi einkenna hið fyrra.
En einnig fyrir þá sök að kvintett-
inn er hlutfallslega miklu meira
skemmtiverk – dívertimentó – sem
minna þarf að gæla við hvað tíma-
mótun snertir en á dýpri miðum
tríósins.
Þar var margt fallega leikið.
Hraðavölin voru flest músíkalskt
sannfærandi, þó að bæri á ákveð-
inni ýtni í Prestoinu (III) og Fín-
alnum, Allegro giusto (er datt hins
vegar fljótt niður í eðlilegra
tempó). Í þessu verki mæðir óþarf-
lega mikið á píanói og fiðlu, en
þrátt fyrir stundum óhreina inn-
tónun á berskjölduðustu stöðum
stóð strengjaleiðarinn sig ágæt-
lega. Adrienne Kim reyndist hér
sem fyrr tilvalinn kammerpíanisti
og gætti kjörins jafnvægis í hví-
vetna án þess að missa niður
þokka og snerpu. Sellistinn var
syngjandi tær, sem og Guðrún
Þórarinsdóttir í heldur afskiptri
víóluröddinni, og kontrabassaleik-
ur Þóris Jóhannssonar hélzt út í
gegn hinn snyrtilegasti.
Orgelbland í poka
Seinna sama sunnudag hélt Jo-
hannes Skudlik velsótta tónleika í
Hallgrímskirkju í röðinni Sumar-
kvöld við orgelið. Skudlik er org-
anisti í Landsberg í Bæjaralandi
og á að sögn yfir 20 geisladiska að
baki, ýmist sem orgelleikari,
sembalisti eða stjórnandi. Verk-
efnaval hans var fjölbreytt og
skemmtilegt, en í heild svolítið
ósamstætt.
Hann byrjaði með Tokkötu,
adagio og fúgu Bachs í C-dúr
BWV 564, glæsilegu verki gætt til-
komumiklum pedaleinleik í tokköt-
unni, tilfinningaþrunginni aríu í
miðju og stórsveiflandi dansfúgu í
lokin. Leikurinn var sprækur og
loftkenndur, m.a. fyrir styttri
áherzlunótur en eldri menn muna
frá rómantískari virtúósum á við
Walcha, og lipurt útfærður, þó að
hratt tekin fúgan jaðraði á köflum
við göslarahátt í síðasta hluta,
ásamt þónokkrum feilnótum.
Sparneyttur einfaldleikinn blasti
við í tveim hæku-kenndum þáttum
Pièces furtives eftir Jean Guillou
(f. 1930).
Liggjandi tvíundir einkenndu
Poètico e sognando og kengúru-
prikshoppandi 4/4 taktfesta Gioc-
óndo. Báðir þættir voru stuttir og
útheimtuðu því litla efnisúrvinnslu.
Eftir belgíska rómantíkerinn
Nicolas Jacques Lemmens (1823-
81; m.a. kennara Widors) kom síð-
an hressilegt þríþætt verk,
Fanfare, Cantabile og Finale.
Allir þættir voru í ABA formi;
skemmtileg en vel samin blanda af
barokk og rómantík sem Skudlik
lék og raddvaldi af smellandi vök-
urð og lunknum lúðrasveitarhúm-
or, þrátt fyrir nokkrar smáörður í
miðþætti. Þær virtust að hluta
sprottnar af nótnaflettun, og kom
sá vandi raunar svo oft upp – bæði
á undan og eftir – að maður undr-
aðist fjarvist aðstoðarflettara.
Næst var hið yndisljúfa verk
Césars Francks, Prélude, Fugue
et Variation, er hófst á n.k. barna-
gælu í 9/8. Eftir fylgdu einföld
fúga, og loks var barnagælan end-
urtekin, en með skreytingum, og
var allt leikið af mikilli natni.
Síðasta atriðið var Prelúdía og
fúga Franz Liszt um tónana B-A-
C-H frá 1855. Þetta á köflum
furðulega verk, er yfirfærir píanó-
snilld Liszts á orgelið og krefst því
ekki lítils af organistanum, mætti
alveg eins kalla konsertrapsódíu,
enda þótt smíðin hangi betur sam-
an á efnisgrindinni en virðist við
fyrstu heyrn.
Það gekk samt ekki lítið á, og
gat maður stöku sinni ekki varizt
brosi yfir kostulegum og ósjaldan
ofhlöðnum uppátækjum ungverska
píanóljónsins, ekki sízt í ljósi
„sögulega upplýsts“ leikmáta nú-
tímans, jafnvel þótt Liszt væri að-
eins að tjá hug sinn og aðdáun til
orgelmeistarans frá Eisenach inn-
an ramma síns eigin tíma.
Var altjent erfitt að láta sér
leiðast, þökk sé líflegri spila-
mennsku Skudliks, er greinilega
var ekki við eina stílfjölina felldur,
þótt ekki leiddist hann út í aukalög
að leikslokum. Hvað þá að spinna
af fingrum fram.
Ofþekkt og
vanþekkt
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Schubert: Píanótríó í Es D929. Píanó-
kvintett í A D667 (Silungakvintettinn).
Adrienne Kim píanó, Hlíf Sigurjónsdóttir
fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir víóla, Robert
La Rue selló, Þórir Jóhannsson kontra-
bassi. Sunnudaginn 10. ágúst kl. 17.30.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
J. S. Bach: Tokkata, adagio og fúga í C,
BWV 564. Guillou: Piéces furtives.
Lemmens: Fanfare, Cantabile og Finale.
Franck: Prélude, Fugue et Variation Op.
18. Liszt: Prelúdía og fúga um B-A-C-H.
Johannes Skudlik orgel. Sunnudaginn
10. ágúst kl. 20.
ORGELTÓNLEIKAR
KLÚBBUR forystusveitar smá-
bátasjómanna og sveitarstjórnar-
manna á Vestfjörðum sendi út
neyðarkall fyrir
nokkrum dögum til
ríkisstjórnarþing-
manna sinna í
Norðvesturkjör-
dæmi vegna
meintra svika sjáv-
arútvegsráðherra.
Það er nefnilega útlit fyrir að
hann og ríkisstjórnin ætli ekki að
standa við gefin fyrirheit um línu-
ívilnun.
Átakanlegt er að fylgjast með
þessu frumkvæði þeirra sjálfstæð-
ismanna sem fara fyrir smábáta-
mönnunum fyrir vestan og þátt-
töku sveitarstjórnarmannanna þar
líka. Hvað eiga stjórnarþingmenn-
irnir að gera? Eiga þeir að ráðast
á Davíð Oddsson og Árna Matt
fyrir að svíkja gefin loforð? Eiga
þeir að fara niður í stjórnarráð og
skella þar hurðum og hóta öllu
illu? Eiga þeir Magnús Stefánsson
og Sturla Böðvarsson að fara og
vera óþægir eða þá hinir þing-
mennirnir sem eru í stuðningslið-
inu við ríkisstjórnina?
Ég held að nær hefði verið að
kalla á þingmenn stjórnarandstöð-
unnar og fá hana til liðs við sig.
(Sveitarstjórnarmennirnir hefðu í
sjálfsagðri kurteisi átt að koma
með þá hugmynd að allir þing-
menn kjördæmisins væru boðaðir
á slíkan fund.) En þessir sveitar-
stjórnarsjálfstæðismenn eru því
miður ekki fyrir stjórnarandstöðu
enda búnir að gleyma tillögum
stjórnarandstöðuþingmannanna
frá síðustu þingum um að afnema
ekki „ýsu-, steinbíts-, löngu- og
keilufrelsið“. Þeir eru líka búnir
að gleyma því frumkvæði sem
stjórnarandstaðan hafði í því að
koma á klukkustundakerfinu hjá
dagabátunum. Stuðningur þessa
fólks við uppbyggjandi tillögur
stjórnarandstöðunnar um styrk-
ingu smábátanna, þorskeldi, kræk-
lingrækt, ferðamál og fleira hefur
verið sorglega lítill. Það er út af
því að hlýðnin við flokkinn er
númer eitt svo kemur hitt á eftir.
Regla númer eitt er sem sagt:
„ekki hleypa stjórnarandstöðunni í
þessi mál, við verðum að halda
þeim fyrir utan þetta, annað getur
sært viðkvæm hjörtu ríkisstjórn-
arinnar. Byggðamál fyrri vestan
eru einkamál ríkisstjórnarflokks-
ins.“
Þessi hegðun minnir mig á hinn
mikla fund sem haldinn var á Ísa-
firði um atvinnu- og byggðamál á
Vestfjörðum fyrir rúmum tveimur
árum. Sjálfsagt stærsti fundur á
Vestfjörðum fyrr og síðar. Þar
voru saman komnir um 800 Vest-
firðingar hvaðanæva úr fjórð-
ungnum. Ég var á þessum fundi
og ég fann þann mikla kraft og
anda sem ríkti í hópnum öllum.
En viti menn, ekki mátti leggja
fram neina ályktun á fundinum
Ekki mátti fundurinn segja neitt
orð sem styggt gæti ráðherra eða
ríkisstjórnina.
Þeim sem stóðu að fundinum
um daginn hefði verið nær að leita
til þingmanna stjórnarandstöð-
unnar. Því þá hefði gripið um sig
ótti hjá ríkisstjórnarþingmönn-
unum. Hugsum okkur ef fréttin
hefði verið „Formaður Eldingar
og sveitarstjórnarmenn á Vest-
fjörðum hafa boðað þingmenn
stjórnarandstöðunnar á sinn fund
vegna svika ríkisstjórnarinnar um
línuívilnun.“ Hætt er við að þá
hefði farið um sálir Einars Krist-
ins, Kristins H. Gunnarssonar og
Einars Odds og hinna kannske
líka. Eldingarstjórnin og sveitar-
stjórnarmennirnir hefðu líka getað
hvatt ríkistjórnarþingmenn sína til
að slíta stjórnarsamstarfinu. Því
nú ætti að vera komið nægt lið í
þann gerning ef við teljum með þá
ríkisstjórnarþingmenn sem eru úr
Norðausturkjördæmi og drúpa
höfði í undrun vegna svikinna lof-
orða um framkvæmdir í jarð-
gangagerð frá Ólafsfirði til Siglu-
fjarðar.
Neyðarkall frá Vestfjörðum
Eftir Karl V. Matthíasson
Höfundur er fv. þingmaður í Norð-
vesturkjördæmi.
ÞAÐ ER ekki hægt annað en að
brosa út í annað þegar maður les í
dagblöðum hversu ánægður sjávar-
útvegsráðherra rík-
isstjórnarinnar er
með stefnu ESB á
vettvangi Alþjóða-
viðskiptastofnunar-
innar WTO varðandi
fisk og fiskafurðir.
Þar fer að hans sögn
alveg saman skoðun Íslands og ESB
um að frjáls verslun eigi að ríkja
varðandi verslun með fisk og afnema
eigi alla styrki og niðurgreiðslur til
sjávarútvegsins. Vissulega skal hér
tekið undir þetta sjónarmið sem gott
og gilt markmið.
Á hinn bóginn er sama ríkisstjórn
á því að helst eigi engu að breyta
varðandi íslenskan landbúnað og
viðskipti með landbúnaðarafurðir og
má telja víst að fyrirmæli hennar til
fulltrúa í sendinefnd Íslands á næsta
samningafundi WTO í Kankún í
Mexíkó í næsta mánuði muni verða
þau að draga lappirnar í öllu er varð-
ar að draga úr styrkjum og stuðn-
ingi við íslenskan landbúnað, t.d.
með afnámi eða mikilli lækkun
verndartolla á innfluttar landbún-
aðarvörur. Þessi afstaða er réttlætt
með tilvísun til byggðamála, fæðu-
öryggis og eflaust fleiri ástæðna,
sem standast varla gagnrýna skoðun
í ljósi samtímans og aðstæðna í land-
inu.
Líklegast er að sendifulltrúar Ís-
lands á fundinum í Kankún verði að
almennu athlægi þegar þeir flytja
boðskap ríkisstjórnarinnar sem er
eins og svart og hvítt eftir því hvort í
hlut á fiskur eða landbúnaðarvörur.
Minnir þetta óneitanlega á umskipt-
inginn Hyde í vel þekktri sögu eftir
Robert Louis Stevenson. Fulltrúar
landsins þarna verða ekki öfunds-
verðir. Ef heildarhagsmunir og heil-
steyptur málflutningur væri hafður í
fyrirrúmi er ljóst að sendifull-
trúarnir mæltu gegn því að fé skatt-
borgaranna færi í styrkjagreiðslur
til sjávarútvegs jafnt sem til land-
búnaðar. Mikið væri óskandi að slík-
ar fréttir bærust af fundinum.
Dr. Jekyl og
hr. Hyde
Eftir Sigurð Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
SVÞ – Samtaka verslunar og þjón-
ustu.
LISTIR
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í sími 588 4477.
Í einkasölu ca 110 fm glæsileg neðri
sérhæð ásamt 31 fm bílskúr. Íbúðin er
að mestu öll endurnýjuð að innan á
vandaðan hátt, eldhús, baðherbergi,
gólfefni (massíft eikarparket), gler og fl.
Sérþvottahús. Útgengi er af svölum og
niður í garð. Eign í sérflokki. Sérinn-
gangur. Áhv. húsbréf kr. 6,9 millj. Verð
18,5 m.
Víðimelur - bílskúr.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í 896 5221.
Leitum fyrir trausta kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra
herb. íbúðum í Reykjavík og Kópavogi.
Upplýsingar í síma 588 4477 eða í gsm-síma sölumanna okkar,
Bárður 896 5221, Bogi 699 3444 og Ingólfur 896 5222.
Það kostar ekkert að hafa samband -
ekkert skoðunargjald.
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir óskast
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð sem snýr í
suður og vestur, parket og þvottahús á hæð.
Verð 11,8 millj.
Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason
í s. 896 5221 og 588 4477.
ENGIHJALLI 25 - KÓPAVOGI