Morgunblaðið - 13.08.2003, Side 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
É
g hef oft velt því fyr-
ir mér hverjir ráði í
raun og veru tísk-
unni, t.d. fatatísk-
unni og útlitstísk-
unni. Jú, líklegast eru það fata-
og útlitshönnuðir úti í hinum
stóra heimi. Frægar fyrirmyndir
hafa svo auðvitað sín áhrif, t.d.
þekktar poppstjörnur og kvik-
myndaleikarar.
En hverjir svo sem stjórna
tískunni í raun og veru þá er víst
að hún, eða réttara sagt „bissnes-
inn“ í kringum hana veltir millj-
örðum á ári hverju. Og til að
halda þeim „bisness“ gangandi
þykir greinilega nauðsynlegt að
hverri árstíð fylgi ný tíska. Við
neytendurnir, látum heldur ekki
okkar eftir liggja, við tökum þátt;
fylgjumst með
og tileinkum
okkur, misvel
þó, nýja og
nýja strauma.
Skv. mínum
bestu fáan-
legu upplýsingum skilst mér t.d.
að stutt pils séu í tísku þetta
haustið, sömuleiðis lágir hælar og
bolir með ýmsum slagorðum. Þá
er aðeins fátt eitt nefnt. Og jú
ekki má gleyma legghlífunum,
þessum „prjónuðu strokkum sem
krumpast niður kálfana,“ eins og
það var orðað í Morgunblaðinu
fyrir skömmu. Mér skilst að þær
séu vinsælar meðal stelpna á
aldrinum 11 til 19 ára. (En hvað
um það. Eitt er nefnilega víst: ég
mun aldrei ganga um í slíkum
hlífum, hvað sem tískunni líður –
enda hallærislegar með endem-
um.)
Ég viðurkenni vel að ég er ein
þeirra sem fylgist vel með fata-
tískunni, en neita ég því alfarið
að ég láti hana stjórna mér,
a.m.k. „ekki mjög mikið.“ T.d.
var ég ekki ein þeirra sem festi
kaup á rifnum gallabuxum þegar
þær voru í tísku hér um árið.
Jú, alveg satt: það var víst
hægt að kaupa rifnar gallabuxur.
Það þótti flott þá, en kannski
ekki eins smart þegar margir
voru í eins gallabuxum, þ.e. í
buxum með gati á nákvæmlega
sömu stöðunum.
Ég á þó vinkonur sem fylgja
tískunni betur en ég. T.d. þekki
ég eina sem keypti sér gallabux-
ur fyrir einhverjum mánuðum
sem voru: „natural dirty,“, þ.e.
„náttúrulega skítugar.“ Þá var
m.ö.o. í tísku að vera í gallabux-
um sem litu út fyrir að vera svo-
lítið sjúskaðar, jafnvel skítugar.
Til að ná því útliti þvoðu því
framleiðendurnir efni buxnanna
upp úr sérstöku efni, sem ég
kann engin skil á. Nema hvað,
eftir því sem vinkonan þvoði
„náttúrulega skítugu“ buxurnar
sínar, því hreinni urðu þær.
Smám saman fór því skítuga
áferðin af!! Og þar með voru bux-
urnar komnar úr tísku! Ég fór að
rifja þetta upp í vikunni og
spurði vinkonuna hvort hún hefði
nú ekki með þessum kaupum sín-
um gengið of langt. Ég meina:
Hverjum dettur í huga að kaupa
skítugar buxur? „Nei, nei“, svar-
aði vinkonan að bragði, „bux-
urnar líta jú út fyrir að vera
hreinar, en skítugu buxurnar eru
komnar úr tísku, svo ég get auð-
veldlega notað buxurnar, sem áð-
ur voru skítugar, en eru nú orðn-
ar hreinar og því komnar í tísku.
Þetta voru því þrátt fyrir allt af-
ar hagstæð kaup.“ Það var nefni-
lega það!
Jæja, ég er svo sem ekki alltaf
sjálf hagsýn í kaupum mínum.
T.d. er ég veik fyrir skóm og
fagna hverri skóbúð sem opnar
hér á Reykjavíkursvæðinu.
Margoft hef ég farið í versl-
unarferðir í þeim tilgangi að
kaupa góða og þægilega
gönguskó, til að nota í vetrar-
snjónum eða í vinnunni, en iðu-
lega kem ég heim með háa og tá-
mjóa og kannski svolítið
„óhentuga“ skó ef út í það er far-
ið. En um leið afskaplega fallega
og „bráðnauðsynlega“ – a.m.k. á
þeirri stundu sem þeir voru
keyptir.
En talandi um þetta, þá má ég
til með að koma því á framfæri,
að ég hef „óvart“ keypt flík, sem
ekki var hægt að nýta. En það
var ekki mér að kenna heldur
verslunareigandanum. Þannig
var nefnilega mál með vexti að ég
keypti mér mjög sérstakan kjól í
fyrra sem hentað vel mínum
aldri. En eftir nokkra mánuði var
verslunin farin að auglýsa sömu
gerð af kjólum sem „fermingar-
kjólana í ár“. Frekar „pirrandi“
svo ekki sé meira sagt. Nú hang-
ir þessi fermingarkjóll, nánast
ónotaður inni í skáp. (Kannski ég
gefi dóttur minni hann þegar hún
kemst á fermingaraldur.)
Já, vel á minnst, ég ætla að
geyma öll fötin mín, þar til dóttir
mín verður orðin stór. Ef ske
kynni að þau komist aftur í tísku.
A.m.k. hefur móðir mín ósjaldan
sagt: „Nei, er þetta komið aftur í
tísku. Ég átti einmitt svona
kjól… “ En svo bætir hún því
alltaf við að hún hafi fleygt flík-
inni. Því miður.
Af þessu má þó ljóst vera að
það sem var í tísku í gær verður
líklega aftur komið í tísku á
morgun. Kannski með smá breyt-
ingum þó. Og við, sem erum
fylgjendur tískunnar, látum til-
leiðast; kaupum tískuvöruna, oft
– kannski alltof oft – af þeirri
ástæðu einni að hún er í tísku.
Ég verð þó að segja, hönn-
uðum fatatískunnar það til hróss,
að þeir eiga sínar „praktísku“
hliðar. Fatatískan gengur t.d.
ekki eingöngu út á að nálgast hið
„eina rétta útlit.“
Það sama get ég þó ekki sagt
um snyrtivörubransann. Þar
virðist allt ganga út á „staðlað út-
lit“. Skilaboðin eru t.d. þau að
hrukkur og grá hár séu lýti sem
beri að forðast í lengstu lög og í
því skyni eru auglýst ógrynni af
hrukkukremum og hárlit-
unarvökvum. Og eftir því sem við
neytendur tökum betur á móti
þeim skilaboðum því meiri fjár-
munum veltir „hrukkukrema-
bransinn.“ Já og „lýtaskurð-
læknabransinn“ ef út í það er
farið.
En þrátt fyrir að við séum
mörg hver duglegir neytendur er
ekki úr vegi að staldra við og
velta því fyrir okkur hvort við
ættum ekki frekar að stjórna
tískunni fremur en að láta hana,
eða hönnuði hennar, stjórna
okkur.
Tískan, já
tískan
„ …Svo ég get auðveldlega notað
buxurnar, sem áður voru skítugar,
en eru nú orðnar hreinar og
því komnar í tísku.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
Í MÁNUDAGSBLAÐI Morgun-
blaðsins er viðtal við Eamonn
Butler, framkvæmdastjóra Adam
Smith Institute í
London. Hann var
hér í boði Versl-
unarráðs Íslands til
að sýna fram á
ágæti einkavæð-
ingar. Málflutn-
ingur Eamonns
Butlers virtist harla mótsagna-
kenndur. Hann sagði að með
einkavæðingu batnaði þjónusta og
einnig var svo að skilja að launa-
kjör og starfsskilyrði á vinnustað
stórbötnuðu. Eamonn Butler fór
mörgum orðum um lág laun opin-
berra starfsmanna í Bretlandi og
mátti skilja að ríkisrekstur héldi
launakjörum þeirra niðri. Hann til-
greindi sérstaklega dæmi um hve
erfitt reyndist að fá fólk til starfa
vegna bágra launakjara í mennta-
og heilbrigðiskerfi og bætti því við
að eftir því sem hann þekkti til hér
á landi ættum við einmitt „talsvert
verk óunnið á sviði heilbrigðis- og
menntamála“.
En það væri þó hægara sagt en
gert að einkavæða á þessum svið-
um. Þessir málaflokkar eru að
sögn Butlers „erfiðir vegna þess
hve nátengdir fólki þeir eru“.
Framleiðslufyrirtæki séu til að
mynda fremur fjarlæg fólki og þar
starfi tiltölulega fáir. Heilbrigðis-
þjónustan sé aftur á móti mjög
nærri fólki, því það viti að það
muni þurfa á henni að halda. Sömu
sögu sé að segja um menntun, sér-
staklega á Íslandi vegna þess að
þjóðin sé ung og börn mörg. Af
þessum ástæðum þurfi að vanda
sérstaklega vel til verka þegar far-
ið sé út í einkavæðingu á þessum
sviðum.
Mótsagnakenndur
málflutningur
Nú er mér spurn. Ef hægt er að
sýna fram á að einkavæðing tryggi
betri þjónustu, hvers vegna ætti þá
að vera erfitt að innleiða hana á
þeim sviðum sem snertir marga?
Ætti það ekki að vera auðveldara?
Og ef staðreyndin er sú að launa-
kjör og starfsskilyrði batna með
einkavæðingu, ætti einkavæðingu
þá ekki að vera tekið fagnandi af
starfsfólkinu? Þetta hljómar óneit-
anlega mótsagnakennt.
Gæti verið að veruleikinn sé allt
annar en Eamonn Butler vill vera
láta? Það vakti sérstaka athygli
mína að í viðtalinu við Morgun-
blaðið nefnir Eamonn Butler fang-
elsi sem sérstaklega vel heppnaða
einkaframkvæmd í Bretlandi, þar
hafi náðst „bestur árangur“.
Í rannsóknarskýrslu sem gerð
var á vegum bresku verkalýðs-
samtakanna Unison um reynsluna
af einkavæðingu í almannaþjón-
ustu kom fram að þjónusta þótti
almennt hafa versnað jafnframt
því sem hún reyndist greiðendum
hennar miklu þyngri baggi en
reiknað hafði verið með. Á þessu
var þó ein undantekning. Í nokkr-
um fangelsum hafði tekist að ná
kostnaði verulega niður. Ástæðan
var stórfelld fækkun í starfsliði og
rýrnun launakjara!
Reynslan önnur en látið
er í veðri vaka
Þetta kemur heim og saman við
reynsluna annars staðar frá. Lak-
ari starfskjör hafa yfirleitt verið
fylgifiskur einkavæðingarinnar
nema þá fyrir æðstu toppana og
þeirra hirð. Gestafyrirlesari Versl-
unarráðsins segir að árangurinn í
einkavæddum fangelsum megi
skýra í ljósi þess að þau séu á
vegum einkaaðila að öllu leyti.
Vandinn í sjúkrahúsunum og skól-
unum sé sá, að aðeins afmarkaðir
þættir séu einkavæddir „svo sem
viðhald eða ræstingar“. Þetta
þekkjum við hér á landi einnig. Í
skólum og sjúkrahúsum hefur
ræstingin verið boðin út í sívax-
andi mæli. Þeir sem til þekkja vita
að ekki hefur þetta haft í för með
sér kjarabætur fyrir þá starfshópa
sem þarna eiga í hlut nema síður
sé. Enda er það svo að einhvern
veginn þarf Eamonn Butler að ná
kostnaði niður um 20%–40% sem
hann fullyrðir að einkavæðingin
hafi í för með sér. Við skulum ekki
gleyma því heldur að fjárfestarnir í
einkavæddri þjónustu ætla sér vel
útilátinn arð.
Ósannfærandi
málflutningur
Það væri fróðlegt að heyra
Eamonn Butler og félaga hjá
Adam Smith Institute, útlista
hvernig þeir ætla að stórhækka
laun en jafnframt ná 20%–40%
sparnaði í starfsemi þar sem launin
vega 70% af rekstrarkostnaði. Í
Morgunblaðsviðtalinu vísar Ea-
monn Butler á stjórnunarvanda í
þessu samhengi, þetta snúist um
að taka á honum. Þetta er ósann-
færandi málflutningur. Og nú þarf
aftur að spyrja: Á að bera þetta á
borð fyrir starfsmenn íslensku
heilbrigðisþjónustunnar? Heldur
dr. Eamonn Butler að starfsfólk ís-
lenskra sjúkrastofnana sé að
snyrta á sér neglurnar í vinnunni?
Staðreyndin er sú að einkavæð-
ing innan almannaþjónustunnar í
Bretlandi hefur haft í för með sér
verri þjónustu fyrir þá sem hennar
eiga að njóta, kostnaðarsamari fyr-
ir þá sem borga brúsann og lakari
kjör fyrir starfsfólk.
Verslunarráð Íslands er hags-
munaaðili og baráttuvettvangur
fyrirtækja sem vilja hasla sér völl
innan almannaþjónustunnar. Þar
er að hafa mikla fjármuni og því
mikið í húfi að sannfæra okkur um
ágæti einkavæðingarinnar. Það er
hins vegar lágmarkskrafa að áróð-
ursmenn fyrir einkavæðingu segi
satt og rétt frá og dragi upp sanna
og trúverðuga mynd máli sínu til
stuðnings. Góður málstaður þolir
allan sannleikann. Hvers vegna
fengum við ekki að heyra hann hjá
gestafyrirlesara Verslunarráðs Ís-
lands?
Hvers vegna fáum við ekki að heyra sannleikann?
Eftir Ögmund Jónasson
Höfundur er alþingismaður
og form. BSRB.
FRÁ upphafi vega hefir það verið
aðall heiðarlegra manna að standa
við orð sín. Það voru mikil hrósyrði ef
sagt var um mann, að
ádráttur hans jafn-
gilti loforði. Sá, sem
sveik eða gekk á bak
orða sinna, skyldi
hvers manns níð-
ingur heita.
Slíka nafngift hefir
ráðstjórnin íslenzka nú berlega kosið
sér.
Það er ekki þar fyrir að ráð-
stjórnin hafi ekki áður beitt fyrir sig
meiriháttar blekkingum. Og enginn
kemst með tærnar þar sem aðalritari
hefir hælana í hagræðingu sannleik-
ans. Í þeim efnum er hann snillingur,
enda margur í fjölmiðlastétt reiðubú-
inn að ganga undir hagræðingunni.
Skammt er að minnast óskamm-
feilni stjórnarherranna fyrir kosn-
ingarnar 1999, þegar þeir lofuðu sátt-
um í fiskveiðimálum. Enginn, sem
fylgist með í þjóðmálum, er í vafa um
að sú blekking átti drjúgan þátt í að
fleyta ríkisstjórnarflokkunum yfir al-
þingiskosningarnar þá.
Þeim héldust svikin uppi, enda
héldu áhrifaríkustu fjölmiðlarnir því
fram, að fiskveiðideilan væri leyst. Af
henni þyrftu menn ekki lengur að
hafa áhyggjur. Því fór sem fór og
kjósendur uggðu ekki að sér.
Það verður þeim list er leikur,
enda var vegið í sama knérunn í
kosningunum í maí sl. Gefin voru
skýr loforð um ívilnanir til handa
línuveiðimönnum. Kristinn H. Gunn-
arsson, þingmaður Framsóknar-
flokksins í Norðvesturkjördæmi,
lýsti þeirri skoðun sinni í sjónvarpi
fyrir alþjóð, að út á þau loforð myndi
ráðstjórnin hafa haldið velli í kosn-
ingunum. Hann getur úr flokki talað,
þar sem hann er í kjördæmi, þar sem
svikaloforðin höfðu vafalaust mest
áhrif. Það má því ætla, að hvorki
hann né Einar Oddur Kristjánsson
hefðu náð kjöri nema fyrir launráðin.
Þá gengu frambjóðendur ráð-
stjórnarflokkanna í Norðaust-
urkjördæmi berserksgang í at-
kvæðasmölun út á loforð um
gangagerð milli Siglufjarðar og
Eyjafjarðar. Loforð, sem fyrirfram
var búið að ákveða að standa aldrei
við.
Sá, sem hér heldur á penna, ætlar
ekkert að meta verðmæti línuíviln-
unar né heldur gerð Siglufjarðar-
ganga hinna nýju. Það er ekki erindi
þessa greinarstúfs. Þótt vægi þess-
ara mála kunni að vera mikið eru þau
þó hjóm eitt í samanburði við vinnu-
brögð ráðamanna.
Hvar á vegi er sú þjóð stödd, þar
sem valdhöfum tekst með skrumi og
ósannindum að halda völdum í landi
hennar? Hvers má hún vænta af slík-
um ráðamönnum? Hvaða virðingu
ætli þeir beri fyrir þegnum sínum?
Og hvað um fordæmin sem þessi
býsn boða? Til hvers munu þau leiða
fyrir þjóðfrelsið í landinu?
Meistari Jón segir á einum stað, og
vitnar í Sírak: ,,að líðanlegri sé þjóf-
urinn en lygarinn, þó muni báðir til
ólukku verða“. Þessi orð liðu um
munn meistarans á öld sem tók mikl-
um mun harðara á stuldi en síðar
varð.
Lygamerðirnir eiga sér enga af-
sökun. Öll þeirra vörn er fyrirsláttur
og yfirdrepsskapur, sem venjulegir
menn myndu í öllu falli veigra sér við
að beita.
Lokaspurning: Hvernig má það
vera að stjórnmálaforingjar láti
standa sig að slíku framferði?
Svar: Þeim hefir haldizt það uppi
áður. Og munu beita því aftur ef þeim
býður svo við að horfa.
Ekkert getur stemmt stigu við
þessari óvissu nema fólkið sjálft sem
byggir landið.
Ótíðindi
Eftir Sverri Hermannsson
Höfundur er fv. þingmaður
Frjálslynda flokksins.
Steypusögun
Vegg- og gólfsögun
Múrbrot
Vikursögun
Malbikssögun
Kjarnaborun
Loftræsi- og lagnagöt
Hreinlæti og snyrtimennska
í umgengni
BT-sögun
Sími 567 7544
Gsm 892 7544