Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 31 Elskulega mamma og amma okkar var fædd hinn 13. ágúst og í tilefni af því langar okkar að minnast hennar með þessum ljóðum: Þerraðu tárin þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höf. ók.) Elskulega amma njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá. Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkæra amma, far þú í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Kristín og Guðný. Elsku mamma mín. Mig langaði að senda hér gamalt ljóð sem ég fann í kommóðuskúffunni þinni. Ljóð sem hafði verið gert fyrir þig er þú varðst fimmtug. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Sigrún Stefáns-dóttir fæddist í Landbrotum í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 13. ágúst 1940. Hún and- aðist 18. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey frá Garðakirkju 25. apríl. Þú ert móðir mín vænsta og besta, þú ert vorkoman lífinu í og vináttuböndin ei bresta þó baði okkur mótlætis ský. En öll él birtir upp um síðir og sólin á móti oss hlær svo baða okkur geislarnir blíðir er göngum við stíginn við tvær. Og brátt munu bjöllurnar hljóma, ég býð þér í afmælisdans og síðustu söngraddir óma söngraddir almúgans. (Sigríður Klingenberg.) Ég veit að þér líður vel núna, mamma mín, og það er það eina sem skiptir máli. Þín dóttir, Sesselja Sigríður. Elsku amma mín hefði orðið 63 ára í dag. Minningarnar streyma í gegnum huga minn og ég veit varla hvar ég á að byrja. Þó að við værum ekki oft sammála lærði ég rosalega mikið af henni. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, en alltaf hafði hún yfir sér þennan drottningarþokka. Amma hafði sérstakt dálæti á hröfn- um. Ég man að hún sankaði stund- um að sér svínaspiki til að færa hröfnunum og þá var viðkvæðið hjá henni alltaf: „Guð launar fyrir hrafn- inn.“ Það var eins og með hrafninn að enginn fór út svangur frá ömmu. Við vorum ekki alltaf sammála í póli- tískum umræðum og stundum varð okkur heitt í hamsi í þeim viðræðum. En amma hafði skýrar skoðanir á öllu. Hún smjaðraði ekki fyrir nein- um og lét fólk hafa það óþvegið, ef því var að skipta. Hún var fædd í ljónsmerkinu, falleg, hnarreist og skoðanamikil. Í mínum huga er heimurinn svo sannanlega fátækari án hennar. Ég vildi ég gæti og mætti svo margt, sem mér finnst að þyrfti að gera, sem gæti engan skaðað, og gott er og þarft, en Guð hefur samt látið vera. Þá skyldi ég létta þau mannanna mein, sem meiningarlaust er að bera, og kasta af brautinni burtu þeim stein, sem beið þar, en átti ekki að vera. (Sigurður Jónsson.) Sigrún Erla. Okkur langar að skrifa svo margt um þig, elsku amma Rúna, en orðin standa í hálsinum og tárin hrynja niður kinnar okkar. Þú sem gafst okkur svo mikla hlýju og fölskva- lausa vináttu. Þú hefðir átt afmæli í dag og hugsum við öll hlýtt til þín. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Kveðja. Þín dóttir og barnabörn, Marta, Stefán og Arna. ✝ Ásta Kristjáns-dóttir Wiium fæddist í Fagradal í Vopnafirði 16. desem- ber 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 4. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristján Wiium Níels- son, f. 23. apríl 1881, d. 1. júní 1932, og Oddný Wiium Sveins- dóttir, f. 26. maí 1884, d. 2. maí 1976, þau voru bændur í Fagra- dal. Ásta var næst- yngst fimm systra, þeirra Svein- bjargar Ingileifar, f. 22. febrúar 1907, Þórdísar, f. 23. maí 1910, og Guðbjargar Ólafar, f. 29. júlí 1914 en þær eru báðar látnar, og Elsu Kristínar, f. 29. desember 1923. Ásta fluttist til Reykjavíkur í seinna stríði og lærði saumaskap hjá Henný Ottóson auk þess að vinna í blómabúðinni Flóru. Hún hélt síðar saumanámskeið í Vest- mannaeyjum, á Seyðisfirði og fleiri stöðum. Hinn 29. desember 1948 giftist Ásta Hauki Snorrasyni, f. 14. júlí 1917, frá Eskifirði. Foreldrar hans voru Snorri Jónsson, kaupmaður á Eskifirði, f. 2. júlí 1885, d. 8. janúar 1959, og Stefanía Stefánsdóttir, húsmóðir, f. 14. september 1891, d. 4. febrúar 1981. Ásta og Haukur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Oddný Halla, f. 25. apríl 1949, sambýlis- maður hennar er Sig- urður Jónsson. 2) Snorri, f. 20. júlí 1950, fyrrverandi eiginkona hans er Hulda Ragnarsdóttir og synir þeirra eru Ragnar, Haukur og Atli, sambýliskona Snorra er Soffia E. Egilsdóttir. 3) Stefán Örn, f. 30. janúar 1954, sambýliskona hans er Helga Rúna Gústafsdóttir og dætur þeirra Hrefna, Berglind Sunna og Birna. 4) Margrét Hafdís, f. 27. ágúst 1956, eiginmaður hennar er Friðrik Þ. Stefánsson og sonur þeirra Elvar Örn. 5) Ásta Kristín, f. 10. júní 1964, sonur Ástu og Ugga Jónssonar er Egill, sambýlismaður hennar er Kristján G. Arngríms- son og dóttir þeirra Margrét Kristjánsdóttir. Ásta vann sem saumakona með húsmóðurstarfinu lengi framan af en seinni árin ýmis störf hjá heil- brigðisstofnunum, síðast á geð- deild Borgarspítalans í Arnarholti. Útför Ástu verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með örfáum orðum langar mig að kveðja þig, elsku mamma mín. Mig langar til að þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem þú hefur gefið mér. Þegar ég var barn varst þú allt- af til staðar fyrir okkur systkinin, reiðubúin að hugga og kæta. Ég sofn- aði út frá röddinni þinni eða suðinu í saumavélinni þar sem þú sast við að sauma föt á okkur systkinin eða kjól á einhverja frúna. Ég vaknaði aftur að morgni við röddina þína eða suðið í saumavélinni eða ryksugunni þar sem þú varst að þrífa. Þú varst alltaf til staðar. Þú tókst mig í fangið og huggaðir ef ég var sorgmædd og bentir mér á jákvæðu og skoplegu hliðarnar á málunum. Þú kenndir mér að sauma á brúðurnar mínar og síðar á sjálfa mig. Í fyrsta skiptið sem ég fór til útlanda fórst þú með mér og við skemmtum okkur konunglega saman. Við fórum líka oft saman í göngutúra og þá þurfti ég að hafa mig alla við því þú varst svo frá á fæti. Þú varst mikill náttúruunnandi og fannst ekkert betra en að ganga um heiðar og dali. Þegar við fórum sam- an í ferðalög hér heima áttir þú til að gleyma þér í gönguferð uppi á ein- hverri heiðinni og ég man alltaf hvað ég varð fegin þegar þú komst aftur. Síðustu árin varstu mikið veik en þrátt fyrir það var alltaf stutt í kímn- ina og stríðnina og alltaf gátum við fundið hvað þér þótti vænt um okkur. Mig langar líka til að þakka þér, elsku mamma, fyrir allar góðu minn- ingarnar sem þú hefur gefið drengn- um mínum sem alltaf var svo velkom- inn hjá ykkur pabba og fyrir þá hlýju og þann heiðarleika sem ég veit að þú átt stóran þátt í að rækta með hon- um. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þegar mér gekk illa að sofna sem barn hafðir þú þessa ljúfu bæn yfir og straukst ennið á mér. Þá ég leið inn í draumalandið. Með henni langar mig að kveðja þig, elsku mamma. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja föður minn, systkini mín, fjölskyldur okkar og alla ástvini. Takk fyrir allt. Margrét Hafdís. Mamma mín. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (M. Joch.) Þakka þér fyrir, mamma, minning þín lýsir mér og mínum. Ásta Kristín. ÁSTA KRISTJÁNS- DÓTTIR WIIUM MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGA P. SÓLNES, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 11. ágúst síðastliðinn. Júlíus Sólnes, Sigríður María Sólnes, Gunnar Sólnes, Margrét Kristinsdóttir, Jón Kr. Sólnes, Halla Baldursdóttir, Inga Sólnes, Jón Sigurjónsson, Páll Sólnes, María Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, systir, móðir, tengdamóðir og amma okkar, RAGNHILDUR GESTSDÓTTIR, Snældubeinsstöðum, Reykholtsdal, lést á Dvalarheimili aldraða Borgarnesi mið- vikudaginn 30. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Magnússon, Jóhannes Gestsson, Gestur Helgason, Anna Karen Kristinsdóttir, Þóra Helgadóttir, Jón Dan Einarsson, Arnheiður Helgadóttir, Árni Múli Jónasson, Magnea Helgadóttir, Guðjón Guðmundsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, GUÐLAUG SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 11. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 18. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð F.S.A. Gunnlaugur Guðmundsson, Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Gestur Geirsson, Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Friðrik G. Guðnason. Móðir okkar, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Brúnastöðum, Skagafirði, sem andaðist fimmtudaginn 31. júlí sl., verður jarðsungin að Víðimýri föstudaginn 15. ágúst og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigurður Sigurðsson, Stefán Oddgeir Sigurðsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MAGNÚSSON frá Geirastöðum, Kleppsvegi 132, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 12. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín H. Aspar, Kristbjörg Jónsdóttir, Jón G. Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.