Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 34

Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bragi Rafn Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 24. janúar 1928. Hann lést í Fredrikshavn í Danmörku 7. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jó- hanna Sigurðardótt- ir húsmóðir, f. 27.2. 1896, d. 14. septem- ber 1961, og Guð- mundur Valdemar Tómasson bifreiða- stjóri, f. 13.9. 1896, d. 3 4. 1987. Bragi var sjöundi í röð 12 systkina, en börn þeirra Jóhönnu og Guðmundar eru: Margrét f. 29.3. 1919, d. 1997, Sigríður Fjóla, f. 6.9. 1920, Unnur Hrefna, f. 13.3. 1922, d. 1996, Jóhannes Hörður, f. 28.10. 1923, d. 29.10. 1998, Dóra Björg, f. 3.2. 1925, Valdemar Númi, f. 17.6. 1926, d. 14.3. 1972, Bragi Rafn, f. 24.1. 1928, d. 7.8. 2003, Hafdís Hanna, f. 2.11. 1930, Auður Berþóra, f. 1.11. 1931, Skarphéðinn, f. 29.4. 1933, Ragnheiður Erna f. 17.2. 1935, Elísa Edda, f. 11.7. 1936. Árið 1948 gekk Bragi að eiga fyrri konu sína, Lilian Agnetu Mörk, f. í Þórshöfn í Færeyjum 25. maí 1926. (Þau skildu 1961). Saman áttu þau sjö börn. Þau eru: 1) Valdimar, búsettur á Selfossi, f. 31.8. 1948, kvæntur Hafdísi Marvinsdóttur og eiga þau fjóra syni og þrjú barnabörn. 2) Jó- hannes Hörður, búsettur í Eng- landi, f. 6.1. 1950, kvæntur El- ísabeth Bragason hann á fjögur börn og þrjú barna- börn. 3) Jóhanna Sigurbjörg, búsett í Texas, f. 6.8. 1953, gift Joseph Mond- rago hún á þrjú börn og þrjú barna- börn. 4) Jón Sverrir, búsettur í Reykja- vík, f. 24.5. 1955, kvæntur Ragnheiði Viðarsdóttur, hann á þrjú börn. 5) Ester Sunrid, búsett í Dan- mörk, f. 17.10. 1957, gift Lars Rokjær, hún á þrjú börn. 6) Ingibjörg Rakel, búsett í Reykja- vík, f. 16.8. 1959. 7) Ari Mörk, bú- settur í Reykjavík, f. 1.5. 1961, kvæntur Lísu Bragason og eiga þau eitt barn. Seinni kona Braga var Guðrún Andrésdóttir, f. í Fredrikshavn í Danmörku 19. nóvember 1935, d. 29. mars 1989. Þeirra börn eru: 1) Ragnar Rafn, búsettur í Noregi, f. 14.5. 1961, og á hann tvö börn. 2) Hafsteinn, búsettur í Brasilíu, f. 23.1. 1963, kvæntur Lenu Braga- son og eiga þau fjögur börn. Bragi Rafn ólst upp í Reykjavík og bjó þar lengst af og einnig í Hveragerði. Hann fór ungur að aka vörubíl og vann lengi við akstur hjá Vegagerðinni en var einnig til sjós. Árið 1977 fluttist hann með seinni konu sinni til Danmerkur og bjó í Fredrikshavn upp frá því. Útför Braga var gerð frá Fladestrandskirke í Fredriks- havn þriðjudaginn 12. ágúst. Þegar við bræður fréttum lát föð- ur okkar sl. fimmtudag, 7. ágúst, ákváðum við strax að vitna í minn- ingargrein til kvæðis Jóns Helgason- ar, Áfangar, þar sem segir: Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði; áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. En það var þannig með pabba að seinasta aldarfjórðunginn sem hann lifði bjó hann erlendis, fjarri fjöllum og ósnortinni íslenskri náttúru, sem var honum mjög kær. Þegar fundum okkar bar saman hafði hann jafnan á hraðbergi hendingar og kvæði þar sem stórbrotinni náttúru Íslands er lýst og Áfangar voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Töfrum Ís- lands hafði hann kynnst óvenju vel á fyrri helmingi ævi sinnar þegar hann vann hjá Vegagerðinni á vegheflum og snjóplógum og síðar sem flutn- ingabílstjóri og fór með vélar og efni víða um land um vegi og vegleysur. Einnig vann hann lengi við virkjana- framkvæmdir á hálendinu þannig að staðir þeir sem nefndir eru í Áföng- um voru honum vel kunnir. Þá þekkti hann sjómennskuna býsna vel því marga túra fór hann á Græn- landsmið og til Nýfundnalands. Hann var t.d. á togaranum Jóni Baldvinssyni er hann strandaði við Reykjanes, en þar björguðust allir giftusamlega. Pabbi hafði iðulega samband sím- leiðis við börn sín hér uppi á Íslandi og innti eftir líðan ættingja og vina, spurði um ganginn í fótboltanum og veiðinni, en þar var hann sérstaklega áhugasamur og fylgdist vel með afla- brögðum. Dýrmætar minningar eig- um við bræður er við dvöldum með pabba á fjöllum við veiðar í nóttlausri veröld. Þær stundir eru ógleyman- legar enda mörg atvik þar efra inn- bundin í rím og stuðla, því hann átti auðvelt með að kasta fram stökum á góðum stundum. Þá var hann ótrú- lega fróður um landið, staðhætti og sögu jafnt í óbyggðum og í byggð og hafði gaman af að miðla því. Tengdi það gjarnan skemmtilegum frásögn- um af atburðum sem höfðu hent hann á ferðum sínum. Eftir að hann flutti út með seinni konu sinni kom hann nokkrum sinn- um heim til Íslands í stuttar heim- sóknir. Þá voru fagnaðarfundir. Einnig voru þau einstaklega elsku- leg heim að sækja og stóð heimili þeirra opið öllum vinum og vanda- mönnum. Seinustu misserin í lífi pabba voru honum erfið, aleinn dvaldi hann veik- burða fjarri ættingjum og vinum, en ekki var kvartað. Hann bar þrautir sínar í hljóði og við slíkar aðstæður er dauðinn líkn. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp hefðum við auðvitað viljað eyða meiri tíma með föður okkar en raun varð á, en atvikin höguðu því svo að þess var ekki kostur. Við kveðjum hann með virðingu og þökk og send- um ástvinum hans öllum samúðar- kveðjur. Valdimar og Jón Sverrir Bragasynir og fjölskyldur. BRAGI RAFN GUÐMUNDSSON Þó að ég vissi, að Jóna Kristín væri hald- in alvarlegum sjúk- dómi, kom mér andlát hennar á óvart. Ég var staddur í flugvél til Stokkhólms 25. júlí, er ég las andláts- fregn hennar í Morgunblaðinu. Hún lést í Landspítalanum tveimur dögum á undan réttra 70 ára. Varð það ein- mitt þremur vikum fyrir andlát sitt. Ekki varð henni aldurinn að meini, fremur en mörgum sem við lesum um í blöðunum við leiðarlok. JÓNA KRISTÍN BJARNADÓTTIR ✝ Jóna KristínBjarnadóttir fæddist í Bæ í Hrúta- firði 2. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítala í Landa- koti 23. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 1. ágúst. Kynni mín af Jónu Kristínu voru orðin nokkur. Ég var ná- granni hennar í höfuð- borginni og einnig fé- lagsmaður í hópi, sem hún veitti forstöðu um skeið, Kvöldvökufélag- inu Ljóði og Sögu, og starfaði um fjóra ára- tugi; stofnað 1961. Jóna stjórnaði lengi kór, sem varð til innan félagsins og nefnist Kvöldvöku- kórinn. Hefur hann mikið látið að sér kveða, bæði innan félagsins Ljóðs og Sögu og á opinberum vett- vangi. Kórinn sendi frá sér tvo geisla- diska, 1995 og 2000. Bera þeir heitin „Blíður sunnanblær“ og „Gullnu vængir“ Eru á þeim alls 35 valin lög, innlend og erlend. Jóna Kristín safn- aði saman völdu söngfólki, körlum og konum, og vann merkilegt menning- arstarf, sem ekki gleymist. „Sumir deyja og síðan ekki söguna meir, – aðrir með söng, er aldrei deyr“, orti Þorsteinn Valdimarsson skáld eftir vin sinn, Inga T. Lárusson tónskáld. Með söngstjórn Kvöldvökukórsins og útgáfu fyrrnefndra geislaplatna hefur Jóna Kristín reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Einmitt meðan ég er að skrifa þessi minningarorð um mæta konu og lífsstarf hennar, hlýði ég á söng Kvöldvökukórsins, og rifjast þá upp ótal góðar stundir, þegar Jóna Kristín kom fram með kórinn sinn og skemmti félagsmönnum Ljóðs og Sögu. Mikið starf liggur að baki jafn fáguðum og tilþrifamiklum söng og Kvöldvökukórinn flutti um tvo ára- tugi. Söngstjórinn var vel menntaður á sínu listasviði og hugsjónin djörf og lifandi. Dugnaður Jónu Kristínar var einstakur og áhuginn ríkur. Hann lyfti undir kórfélagana að gera jafn vel og raun ber vitni. Mikill mann- skaði hefur orðið við andlát Jónu Kristínar Bjarnadóttur. Hún lifir hins vegar í verkum sínum og í hugum samstarfsfólks um langt árabil. Hennar verður því lengi minnst. Blessuð sé minning hennar. Auðunn Bragi Sveinsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birt- ingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bil- um) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNSSON fyrrv. verkstjóri hjá Eimskip, Austurbyggð 17, Akureyri, sem lést mánudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Guðný Jónsdóttir, Knútur Óskarsson, Oddný H. Jónsdóttir, Jón H. Lárusson, Karla H. Karlsdóttir, afabörn og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÁLFHILDUR GUNNARSDÓTTIR, Núpskötlu, Melrakkasléttu, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, að kvöldi þriðjudagsins 5. ágúst sl. Útförin fer fram frá Snartarstaðakirkju fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 14.00. Haraldur Sigurðsson, Hulda Berglind Valtýsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrafnhildur Einarsdóttir, Vigdís Valgerður Sigurðardóttir, Eiríkur Kristjánsson, Kristbjörg Sigurðardóttir, Óli Björn Einarsson, ömmubörn, langömmubörn og Halldóra Gunnarsdóttir. Elskuleg sambýliskona mín og móðir, SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Asparfelli 2, Reykjavík, sem varð bráðkvödd á heimili sínu, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Eyjólfur Þorsteinsson, Haukur Haraldsson og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGRÚN BJARNADÓTTIR, Akraseli 18, andaðist á heimili sínu 8. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 15. ágúst nk. kl. 15.00. Nanna Mjöll Atladóttir, Gyða Björk Atladóttir, Edda Hrönn Atladóttir, Arnór Sighvatsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR, Vesturbergi 143, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Kristín Hinriksdóttir og fjölskylda, Ragnheiður Hinriksdóttir, Örn Andrésson og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLA JÓHANNESAR SIGURÐSSONAR, Hauksstöðum, Jökuldal. Guðný Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.