Morgunblaðið - 13.08.2003, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
AÐ undanförnu höfum við heyrt
sagt frá óvenjulegum hitum í Evr-
ópu. Hitabylgjur koma alltaf öðru
hverju og vara fremur stutt, en nú
bregður svo við að allt sumarið er
undirlagt þungbærum hita. Hvað
er eiginlega að gerast? Munu
gróðurhúsaáhrifin margumræddu
af mannavöldum vera hér að
verki? Eru mennirnir að gera jörð-
ina óbyggilega? Hiti er að mínum
dómi ekki þægilegur fari hann yfir
20–25 gráður á Celcius. Í sumar
hefur hiti víða í Evrópu farið í 40
stig. Slíkt veðurfar er hreinasta
víti fyrir flesta. Ég hef upplifað
mesta hita sem mælst hefur í Dan-
mörku, 36,5 C.
Gerðist það í ágúst 1975. Þá var
ekki þægilegt að bera neina flík,
enda gerðu það fæstir.
Ég hef verið í 40 stiga hita í
Bandaríkjunum. Þá varð mér
hugsað heim til míns ástkæra föð-
urlands, þar sem aldrei er of heitt
eða of kalt. Datt þá í hug eftirfar-
andi:
Sælt var oft í sólargliti,
sumardýrðin mild og góð.
Ekki þessi ógnarhiti,
eins og hér á suðurslóð.
Víða erlendis er ekki líft í hús-
um um sumartímann, nema loft-
kælingar njóti við.
Fegin megum við vera hér á
landi að komast af án hennar. Yf-
irleitt er afar þægilegt veðurfar
hér miðað við mörg önnur lönd.
Undarlega mega þeir vera gerðir
sem sækjast helst eftir sem mest-
um lofthita. Hann er hið mesta
kvalræði sem hugast getur. Fötin
eru límd við líkamann og svitinn
þrúgandi. Þá vil ég heldur vera
hér heima á Fróni. Veðráttan er
mér að skapi. Lýk ég svo þessu
rabbi með einni í fjórum línum:
Ég elska hið íslenska veður,
sem aldrei er heitt né kalt.
Það huga minn hressir,
gleður, – svo hæfilega svalt!
Við megum vera þakklát fyrir
veðurfarið hér á landi.
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Ég elska hið
íslenska veður
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
EKKI veit ég hvort grein mín um
óheyrilegan lækniskostnað hafi náð
eyrum þínum en ég vildi bæta þessu
við greinina því af nógu er að taka…
Ég held barasta að aumingja
læknarnir ættu að fara á jötuna eins
og allavega lunginn af þjóðinni minni
er núna. Þú mátt ekki eignast börn,
leigja íbúð, tala nú ekki um ef þú
kaupir, þurfa að fara til læknis eða
bara að ná ekki endum saman um
hver mánaðamót. Allir eru á bótum.
Sem minnir mig á það að rönt-
genframköllunartæki tannlækna
sem minnir mig nú helst á skókassa,
hlýtur að halda uppi mörgum tann-
lækninum. Því ég veit ekki hvað ég
þarf að borga marga þúsundkalla í
hvert sinn sem það er notað á mig og
aðstoðarmaðurinn hefur lært á að
nota og framkallar innan nokkurra
mínútna. Ætli borasettið kosti svo
mikið sem þeir nota að þeir séu ekki
búnir að fá það margfalt borgað til
baka eða píningartækin sem halda
mætti að fundin hafi verið upp í
Auswitsch í seinni heimsstyrjöldinni.
Ég hálfpartinn skammast mín fyr-
ir að ná ekki einu sinni þúsundkall-
inum á tímann þó að ég geti stundum
stundað mína vinnu, þarf að vísu að
hafa bíl og kosta til nokkru af verk-
færum. Kannski ætti að banna mér
að keyra bílinn minn í umferðinni því
að útsýnið úr honum er varla meira
en nokkrir metrar því þessir stóru
lúxusjeppar byrgja mér yfirleitt sýn,
og ég reyni allt sem ég get til að
lenda ekki fyrir þeim sem myndi
varla meira en rispa á þeim stuð-
arann.
Allur þessi kostnaður, hvað sem
maður lætur gera fyrir sig er bara
hreinlega úr takti við kaup venjulegs
dauðlegs fólks. Þessar endalausu
bætur eru bara til að halda niðri
kaupinu svo allir geti skrimt og deyi
ekki án þess að borga bankalánin.
En bankarnir eru bara að lána mér
peningana þína. Ég satt að segja
sakna gamla tímans þegar bankarn-
ir voru að græða þetta 2–300 millj-
ónir á ári enda ríkisreknir og þóttu
nokkuð vel reknir. Nú græða þeir
þetta nokkra milljarða við öll hálfs-
árs uppgjör. Er þetta það sem við
viljum.
Ég held ég verði líka að minnast á
þetta svokallaða góðæri. En skýr-
ingin á því er að mínu mati nokkuð
augljós og ekki flókin. Þegar þáver-
andi ríkisstjórn ákvað skattalækkun
á fyrirtæki gerðust skrýtnir hlutir.
Fyrirtækin fóru allt í einu að græða
mun meira og meiri peningar fóru að
renna inn í skattkerfið. Fyrirtækin
sáu sér allt í einu fært að gefa meira
upp án þess að borga af því skatta.
Hagtölurnar tóku kipp og hægt var
að eyðu meiru. Lögfræðingar og
slíkir ómissandi menn peninga-
mannanna eru nú komnir í önnur
störf eða að rukka almúgann sem
ekkert er að græða lengur, því þeir
nenna ekki að vinna næturvinnu og
halda heim snemma í fang fjölskyld-
unnar.
En eitt er alveg víst að allir verða
að lifa og ef kökunni væri skipt rétt-
látar væri hér mun meiri velmegun
fyrir fleiri, því við erum og höfum
alltaf verið með ríkustu þjóðum
heims …
ERLENDUR MARKÚSSON,
Laufengi 5, 112 Rvík.
Enn og aftur …
Frá Erlendi Markússyni: