Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 41 DAGBÓK Dagskrá: Fimmtudagur, 21. ágúst 2003: Kl. 8.30: Skráning þátttakenda hefst. Kl. 10.45: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setur ráðstefnuna. Karlakórinn Fóstbræður syngur nokkur lög. Stjórnandi Árni Harðarson. Kl. 11.45: Hádegisverður. Kl. 13.30: Ráðstefnuerindi - tveir vinnuhópar: Vinnuhópur I: Rätten til domstolsprövning när forvaltningen är passiv. Framsögumaður: Dr. Outi Suviranta (Finnlandi). Andmælandi: Eiríkur Tómasson (Ísland). Fundarstjóri: Claes Nilas (Danmörku). Vinnuhópur II: Uavhengige forvaltningsorganer. Framsögumaður: Eivind Smith (Noregi). Andmælendur: Anders Lindbom (Svíþjóð) og Kristján Andri Stefánsson (Íslandi). Fundarstjóri: Matti Niemivuo (Finnlandi). Kl. 16.00: Lok fyrri ráðstefnudags. Kl. 19.30: Hátíðarkvöldverður á Hótel Selfossi. Danshljómsveit og skemmtiatriði. Skemmti- og skoðunarferðir maka og annarra sem ekki taka þátt í vinnuhópum hefjast kl. 13.00. Farið frá Hótel Selfossi. Föstudagur, 22. ágúst 2003: Kl. 10.00: Ráðstefnuerindi - þrír vinnuhópar: Vinnuhópur III: Offentligt erstatningsansvar - udvikling i det sidste år. Framsögumaður: Jakob R. Möller (Íslandi). Fundarstjóri: Skúli Magnússon (Íslandi). Vinnuhópur IV: Avtalet som styrmedel i offentlig sektor - faror och möjligheter ur konstitutionellt perspektiv. Framsögumaður: Thomas Bull (Svíþjóð). Andmælandi: Dr. Olli Måenpåå (Finnlandi). Fundarstjóri: Annemor Kalleberg (Svíþjóð). Vinnuhópur V: Ombudsmandens tilsyn med kommunerne. Framsögumaður: Hans Gammeltoft-Hansen (Danmörk). Andmælendur: Arne Fliflet (Noregi) og Tryggvi Gunnarsson (Ísland). Fundarstjóri: Hans Ragnemalm (Svíþjóð). Kl. 12.15: Hádegisverður. Kl. 13.30: Almennt efni og umræður: Almennt efni: Den Europeiske Menneskerettighetskonvensjon m.v. - utfordringer for de nasjonale forvaltningsorganer. Framsögumaður: Sven Ole Fagernæs (Noregi). Fundarstjóri: Björn Friðfinnsson (Ísland). Kl. 15.15: Ráðstefnuslit. Kl. 17.00: Skemmti- og skoðunarferð fyrir þátttakendur og maka. Kvöldverður á Stokkseyri. Heimasíða ráðstefnunnar: www.congress.is/naf. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar og skrá sig til þátttöku. Einnig er hægt að senda rafpóst á birna@congress.is og robertrs@hi.is Dagskrá 27. almenna ráðstefna Norræna stjórnsýslusambandsins (Nordisk Administrativt Forbund), Hótel Selfossi, 21.-22. ágúst 2003. EFTIRLIT MEÐ STJÓRNSÝSLUNNI: RÉTTARÚRRÆÐI OG RÉTTARÖRYGGI STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þig skortir ekki athyglis- gáfur, sem að sama skapi auka á vit þitt. Þú hefur mikið siðferðisþrek og íhugar þætti lífsins vandlega. Þú hneigist til lista og þín bíður hlutverk lærimeistara eða leiðtoga. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag sækir á þig löngun til daðurs og glens. Af þeim sök- um skaltu gæta þess að gefa þér tíma til notalegrar einveru. Farðu í bíó, íþróttir eða hittu vin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð góðar hugmyndir í dag um hvernig þú getur fegrað umhverfi þitt. Gerðu það sem þú getur en ekki kaupa hús- muni í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hraður lífstíll þinn heldur þér á þönum í dag. Ekki gera stór- innkaup eða taka mikilvægar ákvarðanir í dag því hlutirnir eru á iði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þó að í dag sé dagur sköpunar er dagurinn fjárhagslega nei- kvæður. Ekki fallast á nokkurn hlut í dag og ekki skrifa undir samninga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er slæmur dagur til að versla. Það sem þú getur gert eða átt frumkvæðið að mun lík- lega valda vonbrigðum. Svo ef þú kaupir eitthvað mun það varla koma þér að notum í framtíðinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn í dag hentar vel til rannsókna og sköpunar. En dagurinn hentar illa til að gera skuldbindingar, sérstaklega við fjölskyldumeðlimi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þú fæst við hóp fólks í dag skaltu ekki fallast á skilafresti eða markmið. Hikaðu ekki við að ræða málin en bíddu til morgundagsins með ákvarð- anir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Aðrir gefa orðum þínum gaum í dag því þú ert í sterkri stöðu í starfi. Það er áríðandi að sjá að í dag er ekki dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Á þig sækir ferðalöngun og vilji til að taka þátt í útgáfu- málum, fjölmiðlun og fást við framandi lönd. Þó að tímasetn- ingin sé góð skaltu forðast ákvarðanir um þessi mál. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Gættu þess bara að skrifa undir mik- ilvæg skjöl í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við förunauta þína eru mikilvægar í dag. Í dag er rétti tíminn til að tjá hug sinn, en ekki samþykkja nokkurn hlut. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Haltu áfram að leggja hart að þér við vinnuna og skipulegðu þig heima og í vinnunni. Ef þú þarft að kaupa eitthvað til að ná þessum markmiðum, bíddu þá með það til morgundagsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Atburð sé ég anda mínum nær, aldir þó að liðnar séu tvær. Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð. Hver er sá, sem stynur þar á beð? Maðkur og ei maður sýnist sá. Sár og kaun og benjar holdið þjá, blinda hvarma baða sollin tár, berst og þýtur yfir höfði skjár. Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart, himinhvelft er ennið, stórt og bjart, hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún, skrifað allt með helgri dularrún. – – – Matthías Jochumsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Fimm-tugur er í dag, mið- vikudaginn 13. ágúst, Bjarni M. Guðmundsson, Garða- braut 3, Akranesi. Hann og eiginkona hans Þórlína Sveinbjörnsdóttir taka á móti gestum á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd laugar- daginn 16. ágúst frá kl. 20. 90 ÁRA afmæli. Mar-grét Þórunn Helga- dóttir frá Þyrli í Hvalfirði, Árskógum 8, er níræð í dag, miðvikudaginn 13. ágúst. Eiginmaður hennar Ragnar Þorgrímsson, frá Laugar- nesi, lést árið 2000. Hún verður með heitt á könnunni fyrir ættingja og vini frá kl. 16 á afmælisdaginn, í saln- um, Árskógum 6–8. Hún af- þakkar gjafir og blóm, en hlýtt handtak er velþegið. LÍKINDAFRÆÐIN kemur oft á óvart. Suður spilar þrjú grönd og þarf fjóra slagi á líflitinn, sem er K9 í blindum og ÁGxxx heima. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á863 ♥ Á53 ♦ K9 ♣8732 Suður ♠ K4 ♥ K62 ♦ ÁG643 ♣K54 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með laufdrottningu og austur tekur með ás og spilar laufi um hæl. Suður dúkkar, fær næsta slag á laufkóng, en austur hendir hjarta. Jæja, nú er að fara í tíg- ulinn. Á að taka á kónginn og svína gosanum eða spila litlu á níuna? Fjórir slagir nást aldrei ef liturinn brotnar illa, 6-0 eða 5-1. Þeim möguleikum má því henda út um gluggann. Ennfremur fást alltaf a.m.k. fjórir slagir í 3-3 legunni. Samanburð- urinn snýst því um 4-2 leg- una. Byrjun á D10xx. Ef austur á slíkan lit verður að taka kónginn og svína gos- anum, en ef hann er í vestur þarf að spila á níuna. Þessi lega sléttast því út. Þá er 10x og Dx. Þar koma fjórar legur við sögu og þær eru settar upp í AV hér að neðan: Norður ♠ Á863 ♥ Á53 ♦ K9 ♣8732 Vestur Austur (1) 10x (1) Dxxx (2) Dx (2) 10xxx (3) 10xxx (3) Dx (4) Dxxx (4) 10x Suður ♠ K4 ♥ K62 ♦ ÁG643 ♣K54 (1) Báðar leiðir skila 4 slögum. (2) Nauðsynlegt að spila litlu á níuna. (3) Báðar leiðir skila 4 slögum. (4) Hvorug leiðin skilar fjórum slögum (það vantar áttuna). Niðurstaðan er því sú að rétt er að spila litlu á níuna og það ræðst af möguleika (2). Líkur á fjórum slögum eru annars 68%. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 Bg7 4. dxc5 Da5+ 5. Rc3 Bxc3+ 6. bxc3 Dxc3+ 7. Bd2 Dxc5 8. Bd3 d6 9. 0-0 Rf6 10. Bh6 Rbd7 11. Hb1 Rg4 12. Bg7 Hg8 13. Bd4 Dh5 14. Be2 Dh6 15. Bb5 f6 16. h3 Rge5 17. Bxe5 fxe5 18. Dd5 Hf8 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki alþjóðlegs skákmóts í Árósum í Dan- mörku sem lauk fyr- ir skömmu. Pólska skákkonan Johanna Dworakowska (2.382) hafði hvítt gegn Karsten Ras- mussen (2.437). Svartur hafði ásælst peð snemma tafls og látið undir höfuð leggjast að sinna liðsskipan sinni. Hvítur refsaði honum fyrir þetta með snotrum hætti. 19. Rxe5! dxe5 20. Hfd1 Hf6 21. Bxd7+ Bxd7 22. Dxd7+ Kf8 23. Dxb7 He8 24. Dxa7 Df4 25. f3 Hc6 26. Hb8 Df7 27. Da8 Hxb8 28. Dxb8+ Kg7 29. Dxe5+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. NÝLEGA héldu þrjár ungar stúlkur hlutaveltu á Ak- ureyri til styrktar barnadeild FSA og söfnuðust 5.571 kr. Á myndinni eru tvær stúlknanna, Bryndís Pálína Jóhannsdóttir og Eydís Ósk Jóhannsdóttir, en á mynd- ina vantar Ölmu Karen Sverrisdóttur. HLUTAVELTA Þá það, frú mín góð. Þetta var mín sjúkdómsgrein- ing. Hvernig hljóðar þín? KIRKJUSTARF Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun- verður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla mið- vikudagsmorgna undir stjórn Arnar Sig- urgeirssonar. Öllu fólki velkomið að slást í hópinn. Óháði söfnuðurinn: Fjölskylduferð í Við- ey kl. 18.30. Mæting á bryggju í Sunda- höfn með nesti. Neskirkja: Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 12. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar vel- komnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróð- leikur og samvera. Allt ungt fólk velkom- ið. Kristniboðssalurinn, Samkoma í kvöld kl. 20. „Sælir eða vansælir“. Lúk. 6,20–26, ræðumaður Birna G. Jónsdóttir. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.