Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 42
ÍÞRÓTTIR
42 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STEVE Bruce, knattspyrnustjóri
Birmingham, mun á næstu dögum
skrifa undir nýjan fimm ára samning
við félagið. Bruce náði frábærum ár-
angri með nýliða Birmingham á síð-
asta tímabili þegar liðið endaði í 13.
sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birming-
ham hefur verið duglegt að fá nýja
leikmenn í sumar en tólf nýir leik-
menn mæta til leiks með liðinu þegar
deildin byrjar um næstu helgi.
BARCELONA hefur fengið varnar-
manninn Mario að láni frá Valladolid.
Mario er 21 árs gamall og ef hann
stendur sig vel hjá Barcelona kaupir
liðið hann líklega eftir næsta tímabil.
Hann er annar varnarmaðurinn sem
kemur til liðs við Barcelona en Rafael
Marquez gekk til liðs við félagið fyrr í
sumar.
DAVE Jones, knattspyrnustjóri
Wolves, mun að öllum líkindum
ganga frá kaupum á franska miðju-
manninum Olivier Echouafni frá
Rennes. Jones hefur þegar fengið sjö
nýja leikmenn til liðs við sig en Úlf-
arnir leika nú í efstu deild í fyrsta
skipti í 19 ár.
WBA verður að greiða Stoke
300.000 pund eða sem svarar 38 millj-
ónum króna fyrir James O’Connor,
nái hann að spila 30 leiki fyrir félagið.
Sérstakur félagaskiptadómstóll
enska knattspyrnusambandsins
ákvað þetta. Nái O’Connor að vinna
sér sæti í írska landsliðinu þarf WBA
að greiða Stoke 50.000 pund til við-
bótar.
ROMAN Abramovich hinn
rússneski eigandi Chelsea segir í við-
tali við breska blaðið The Sun að hann
geri sér grein fyrir því að velgengni
Chelsea á knattspyrnuvellinum verði
ekki til á einni nóttu þrátt fyrir að fé-
lagið hafa sankað að sér afburða-
knattspyrnumönnum. Abramovich,
sem hefur keypt nýja leikmenn fyrir
um 9 milljarða íslenskra króna, segir
að tíma geti tekið að stilla liðið saman
og menn verði að vera þolinmóðir.
RÚMENINN Dan Petrescu, fyrr-
um bakvörður hjá Chelsea, hefur lof-
að stuðningsmönnum Lundúnaliðsins
að landi sinn, Adrian Mutu, eigi eftir
að skora mörg mörk fyrir félagið á
komandi tímabili en Chelsea innsigl-
aði samning við Mutu í fyrradag og
greiddi Parma 15,8 milljónir punda.
„Mutu er mjög hæfileikaríkur. Hann
er fljótur, mikill markaskorari og er
ákaflega sparkviss,“ segir Petrescu.
MUTU er 24 ára gamall og skoraði
18 mörk fyrir Parma í ítölsku A-deild-
inni á síðustu leiktíð og varð annar
markahæsti leikmaður deildarinnar á
eftir Christian Vieri.
EVERTON hefur gengið frá kaup-
um á kínverska landsliðsmanninum
Li Tie. Tie, sem var í láni hjá Everton
á síðustu leiktíð, hann gerði þriggja
ára samning við þá bláklæddu.
FÓLK
Hluti íslenska hópsins heldur ut-an á sunnudag en það verður
ekki fyrr en síðdegis á mánudaginn
sem allur hópurinn
kemur saman í Þórs-
höfn þar sem sex úr
18 manna landsliðs-
hópnum verða í eld-
línunni með liðum sínum á sunnu-
dag. Arnar Grétarsson, Arnar Þór
Viðarsson, Rúnar Kristinsson og
Marel Baldvinsson leika á sunnudag
með Lokeren á móti Standard, Eið-
ur Smári Guðjohnsen með Chelsea
gegn Liverpool og Hermann Hreið-
arsson leikur sinn fyrsta leik fyrir
Charlton þegar liðið mætir Man-
chester City.
Tilbúnir með varaplan
„Jú, auðvitað er maður með í
maganum hvernig strákunum reiðir
af en við verðum bara að taka á því
ef eitthvað kemur upp. Við erum
með varaplan og erum tilbúnir í að
kalla menn í hópinn ef eitthvað fer
úrskeiðis. Við vonumst eftir því að
strákarnir sem spila á sunnudegin-
um verði allir í góðu standi þegar
þeir koma til Færeyja,“ sagði Ás-
geir í samtali við Morgunblaðið.
Ásgeir og Logi Ólafsson völdu á
dögunum 18-manna hóp en Ásgeir
segir að þeir séu með nokkur nöfn á
blaði til vara ef einhver forföll kunna
að verða í hópnum.
Pétur H. Marteinsson er líklega á
blaði landsliðsþjálfaranna en Ásgeir
sá Pétur leika mjög vel fyrir Stoke á
móti Derby um liðna helgi og sagð-
ist Ásgeir vona að Pétur fengi að
spreyta sig áfram hjá liðinu.
Ásgeir sagði að undirbúningurinn
fyrir þennan mikilvæga leik gegn
Færeyingum væri ekki sá allra
heppilegasti en við þessu væri ekk-
ert að gera.
„Við hefðum að sjálfsögðu kosið
að fá allan hópinn saman á sunnu-
daginn í stað þess að fá hluta hans á
mánudaginn eftir að hafa verið bú-
inn að spila leik á sunnudeginum.
Undirbúningurinn riðlast óhjá-
kvæmilega og æfingarnar fyrir leik-
inn verða færri en við hefðum kosið.
Ég á ekki von á að við getum æft all-
ir saman fyrr en á þriðjudeginum
þar sem við viljum fara hægt í sak-
irnar með strákana sem spila á
sunnudag.“
Það hefur ekki komið til tals að fá
leiknum hjá Lokeren frestað eða
færðan til þar sem fjórir landsliðs-
menn eru til staðar?
„Það er bara ekkert hægt. Við
hefðum getað fengið frestun á leikn-
um ef hann hefði verið á leikdegi hjá
okkur en svo er ekki. Þegar spilað
er helgina á undan landsleik er ekk-
ert hægt að hrófla við hlutunum. Ég
hef samt engar áhyggjur af þessum
leikmönnum sem eiga leik á sunnu-
deginum. Þeir eru vanir svona törn-
um og eiga að vera vel undirbúnir.
Auðvitað geta komið upp meiðsli en
hvað líkamlegt form varðar þá held
ég að þeir verði klárir í átökin við
Færeyinga.“
Lárus Orri ætti að verða klár
Lárus Orri Sigurðsson varð fyrir
meiðslum í baki í leik með WBA á
móti Walsall á laugardag en Ásgeir
er vongóður um að Lárus verði klár
í slaginn fyrir Færeyjaleikinn.
„Við töluðum við Lárus í gær. Það
kom í ljós að taug í baki hans
klemmdist og hann hefur verið í
meðferð hjá hnykkjara. Við munum
fylgjast með gangi mála hjá honum í
vikunni en við gerum fastlega ráð
fyrir því að hann verði í lagi.“
Þegar 18 manna-hópurinn sem
þeir Ásgeir og Logi Ólafsson völdu
fyrir átökin við Færeyinga er skoð-
aður kemur í ljós að tveir leikmenn
hafa lítið spilað í sumar, Árni Gaut-
ur Arason og Jóhannes Karl Guð-
jónsson. Árni fékk að vísu að
spreyta sig í deildarleik með Rosen-
borg á dögunum en hann hefur að
mestu vermt varamannabekkinn og
framtíð Jóhannesar Karls er í lausu
lofti hjá Real Betis. Jóhannes lék
æfingaleik með Dortmund fyrir
skömmu en hefur lítið leikið meira
en það.
Skoðum Jóhannes
„Ég er svekktur yfir stöðu Jó-
hannesar og þetta getur sett strik í
reikninginn að hann skuli ekki vera
búinn að koma sér í leikform. Við
vitum hins vegar alveg hvaða kar-
akter Jói hefur að geyma og við
munum skoða ástand hans þegar við
komum saman.“
„Við sem stýrum liðinu og strák-
arnir gerum okkur vel grein fyrir
mikilvægi leiksins við Færeyinga.
Með sigri skjótumst við í toppsæti
riðilsins og eigum í vændum tvo úr-
slitaleiki við Þjóðverja. Það er því
mikið í húfi og ég trúi ekki öðru en
að menn leggist á eitt og sæki þau
stig sem eru í boði í Færeyjum. Það
er alveg ljóst að við verðum að hafa
fyrir hlutunum og það er engin
spurning í mínum huga að við erum
að fara út í mjög erfiðan leik. Fær-
eyingum hefur fleygt fram og við
vitum að þeir koma til með að leggja
allt í sölurnar til að leggja okkur að
velli. Þá hefur dreymt um það í
mörg ár að sigra Ísland og ég tala
nú ekki um í stórkeppni á borð við
þessa. Við Logi settum okkur mark-
mið þegar við tókum við liðinu að fá
níu stig út úr leikjunum tveimur við
Færeyjar og Litháen og í versta falli
sjö. Sex stig eru komin í hús og það
er góður möguleiki að fá fullt hús en
til þess verðum við að ná fram góð-
um leik í Þórshöfn.
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari um viðureignina við Færeyinga í Þórshöfn
Undirbúningurinn
ekki sá heppilegasti
ÁSGEIR Sigurvinsson, lands-
liðsþjálfari í knattspyrnu, segist
krossleggja fingur og vonast til
þess að landsliðsmennirnir
sleppi heilir frá leikjum helgar-
innar en eftir rétta viku mætast
Íslendingar og Færeyingar í
undankeppni Evrópumótsins í
Þórshöfn í Færeyjum. Leikurinn
er Íslendingum ákaflega mikil-
vægur en með sigri skjótast
þeir upp fyrir Þjóðverja í efsta
sæti riðilsins en Íslendingar og
Þjóðverjar eiga eftir að leiða
saman hesta sína tvívegis, á
Laugardalsvelli 6. september
og í Þýskalandi 11. október.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið/Arnaldur
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson.
TVEIR landsliðsmenn Færeyja,
Jákup á Borg og Fróði Benjamin-
sen, eru í leikbanni og leika því
ekki með Færeyingum gegn Íslend-
ingum Evrópuleikinn í Þórshöfn
miðvikudaginn 20. ágúst. Henrik
Larsen, landsliðsþjálfari Færeyja,
hefur valið einn nýliða í lands-
liðshóp sinn, Tór-Ingar Akselsen úr
HB og þá hafa Hans Fróði Hansen
úr B68 og Helgi L. Petersen, NSÍ,
verið valdir á ný í hópinn.
Landsliðshópur Færeyja er
þannig skipaður, að verkverðir
verða Jákup Mikkelsen, Partick
Thistle og Jens Martin Knudsen,
NSÍ
Aðrir leikmenn:
Óli Johannesen, TB
Jóhannis Joensen, FS Vágar
Jón Rói Jacobsen, Brøndby
Hans Fróði Hansen, B68
Pól Thorsteinsson, B36
Atli Danielsen, KÍ
Súni Olsen, GÍ
Tór-Ingar Akselsen, HB
Julian Johnsson, ÍA
Jann Ingi Petersen, B68
Rógvi Jacobsen, HB
Hjalgrím Elttør, KÍ
Helgi L. Petersen, NSÍ
Christian Høgni Jacobsen, Vejle
Andrew av Fløtum, HB
John Petersen, B36.
Færeyingar hafa leikið tvo leiki
heima í EM. Skotar náðu þar jafn-
tefli á elleftu stundu, 2:2, og Þjóð-
verjar fögnuðu sigri með tveimur
mörkum á lokamínútunum, 2:0.
Tveir Færeyingar verða í leikbanni
TVEIR leikmenn úr
úrvalsdeild karla voru
í gær úrskurðaðir í
eins leiks bann af aga-
nefnd KSÍ vegna fjög-
urra gulra spjalda.
Það voru þeir Gestur
Gylfason úr Grindavík
og Guðfinnur Ómars-
son úr Þrótti. Báðir
taka þeir bannið út í
14. umferð deildar-
innar, Gestur gegn FH
á sunnudaginn og
Guðfinnur gegn Fylki
á mánudaginn.
Sex leikmenn úr 1.
deild fengu bann og auk þess Guðjón
Björnsson, aðstoðarþjálfari HK, sem
var úrskurðaður í tveggja leikja bann.
Leikmennirnir eru Andri
Sveinsson og Edilon
Hreinsson úr Haukum og
Ólafur Gunnarsson úr
Stjörnunni vegna fjög-
urra gulra spjalda og þeir
Olgeir Sigurgeirsson,
Breiðabliki, Árni Thór
Guðmundsson, Leiftri/
Dalvík, og Stefán Egg-
ertsson, HK, vegna brott-
vísana.
Þá voru tveir leikmenn
úr úrvalsdeild kvenna úr-
skurðaðir í eins leiks bann
vegna brottvísana. Það
voru þær Guðrún Sveins-
dóttir úr FH og Guðrún Inga Sívertsen
úr Þrótti/Haukum en þær taka báðar
út bannið í leikjum liða sinna í kvöld.
Gestur og Guðfinnur í banni
í 14. umferðinni
Gestur Gylfason
REIKNAÐ er með að um 20.000 manns verði á Britannia-
leikvangnum í Stoke í kvöld þegar heimamenn í Stoke taka á
móti Englandsmeisturum Manchester United í vináttuleik, sem
er jafnframt er fjáröflunarleikur. Þetta verður lokahnykkur í
undirbúningi Manchester United fyrir leiktíðina en liðið
tekur á móti Bolton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeild-
arinnar á laugardaginn. Sir Alex Ferguson mun
væntanlega tefla fram sínu sterkasta liði til að
byrja með en hann mun svo gera breytingar
á liði sínu þegar á leikinn líður.
Ef að líkum lætur fær Pétur Hafliði
Marteinsson að spreyta sig gegn Ruud
Van Nistelrooy og samherjum hans í Unit-
ed-liðinu, en Pétur átti mjög góðan leik
þegar Stoke lagði Derby í fyrstu umferð
1. deildarinnar um liðna helgi, 3:0. Spurn-
ingin er hvort að Pétur Hafliði feti í fót-
spor Guðna Bergssonar, fyrrverandi fyr-
irliða Bolton, og haldi Van Nistelrooy
niðri?
Lokaundirbúningur
Man. Utd gegn Stoke
Pétur Hafliði Marteinsson