Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 13.08.2003, Síða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 43  ENSKU meistararnir í Man- chester United innsigluðu í gær samning við portúgalska táninginn Christiano Ronaldo og skrifaði hann undir fimm ára samning við félagið. Ronaldo, sem er 18 ára gamall framherji, kemur til Man- chester United frá Sporting Lissabon og er hann fimmti leik- maðurinn sem Sir Alex Ferguson fær til liðs við sig fyrir tímabilið. Hinir fjórir eru Eric Djemba- Djemba, David Bellion, Tim How- ard og Brasilíumaðurinn Kleberson, sem einnig skrifaði undir fimm ára samning í gær.  DAVE Jones, knattspyrnustjóri Wolves, heldur áfram að safna liði og ætlar að kaupa tvo nýja leik- menn á næstu dögum. Olivier Echo- uafni, miðvallarleikmaður hjá franska liðinu Ranners, er við æf- ingar hjá Úlfunum, sem vilja fá Lu- cien Mettomo, varnarmann og landsliðsmann Kamerún, frá Man- chester City. Þá er miðherjinn Kris Boyd, 21 árs, leikmaður skoska liðs- ins Kilmarnock, við æfingar hjá Wolves.  SÆNSKI handknattleiksmaður- inn Stefan Lövgren hjá Kiel í Þýskalandi meiddist illa á fæti á æf- ingamóti um sl. helgi. Hann var lagður inn á sjúkrahús og aðgerð gerð. Lövgren, sem er 32 ára og hefur leikið 215 landsleiki fyrir Svía, verður frá keppni í fjórar til sex vikur. Þess má geta að Kiel lék til úrslita við Gummersbach á mótinu og mátti þola tap, 30:28.  ROMAN Abramovic, eigandi Chelsea, er langt frá því að vera hættur að kaupa nýja leikmenn til félagsins. Nú er Rússinn nýríki sagður hafa augastað á landa sínum Alexei Smertine, 28 ára gömlum varnarmanni sem leikur með Bord- eaux í Frakklandi. Franska íþrótta- blaðið L’Equipe segir Abramovich mikinn aðdáanda Smertine, sem á að baki 29 landsleiki fyrir Rússa.  FJÓRIR fyrrverandi Evrópu- meistarar verða í eldlínunni í kvöld í 3. umferð undankeppni Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu sem er síðasta hindrunin áður en að riðlakeppninni kemur. Liðin fjögur sem öll hafa hampað Evrópumeist- aratitli eru Benfica, Celtic, Mars- eille og Dortmund.  BENFICA, sem varð meistari 1961 og 1962, á erfiðan leik fyrir höndum á móti Lazio í Róm. Dort- mund, sem fagnaði sigri árið 1997, á í höggi við Club Brügge í Belgíu. Marseille, sem fagnaði sigri 1993, fer til Austurríkis og leikur gegn Austria Vín. Þá mætir Celtic, sem varð Evrópumeistari bikarhafa 1967, MTK Budapest frá Ungverja- landi. FÓLK Morgunblaðið/Kristján Bernburg Íslensku landsliðsmennirnir hjá Lokeren ásamt Paul Put, þjálfara liðsins. Marel Baldvinsson, Arnar Grétarsson, Arnar Þór Við- arsson, fyrirliði liðsins og Rúnar Kristinsson. Þeir leika tvo leiki með Lokeren áður en þeir mæta til landsleiksins í Færeyjum. Leikmenn Chelsea héldu fráLondon í gær Slóvakíu. Með í för voru flestar skærustu stjörnur liðsins, en eins og flestir vita hafa margir nýir leikmenn bæst í leik- mannahóp Chelsea frá því Rússinn Roman Abramovich keypti félagið. Frakkarnir William Gallas og Emmanuel Petit verða ekki með þar sem þeir eru meiddir. Heldur ekki Króatinn Mario Stanic og Hol- lendingurinn Boudewijn Zenden, en þeir hafa verið á sjúkralistanum. Það kemur ekki að sök því leik- mannahópur Lundúnaliðsins er gíf- urlega öflugur enda búið að fjár- festa í nýjum leikmönnum fyrir um 9 milljarða króna. Stuðningsmenn Chelsea bíða mjög spenntir eftir því að sjá Arg- entínumanninn Juan Sebastian Veron í sínum fyrsta leik fyrir fé- lagið, eins og Joe Cole. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur úr vöndu að ráða með að stilla upp byrjunarliði enda mannvalið mikið. Leikmannahópur Chelsea í leikn- um í kvöld er þannig skipaður: Carlo Cudicini, Glen Johnson, Marcel Desailly, Frank Lampard, Jimmy Floyd Hasselbaink, Joe Cole, Damien Duff, Geremi, Mario Melchiot, Wayne Bridge, Juan Seb- astian Veron, Eiður Smári Gudjo- hnsen, John Terry, Jesper Gronkja- er, Carlton Cole, Ambrosio. Það er skammt stórra högga á milli hjá Chelsea en á sunnudag mætir liðið Liverpool á Anfield í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Zilina-liðið lék stífan varnarleik þegar það sló út Maccabi Tel Aviv frá Ísrael á dögunum. Leikmenn liðsins fögnuðu sigri heima, 1:0, en jafntefli varð í seinni leiknum, sem fór fram í Búdapest í Ungverja- landi, 1:1. Þjálfari Zilina er Milan Lesivky og er hann fjórði þjálfari liðsins á einu ári, þannig að einhver undiralda er í herbúðum þess. Besti leikmaður liðsins undanfar- in ár, Marek Mintál, var seldur til Nürnberg í Þýskalandi fyrir nokkr- um vikum, en í stað hans kom Bras- ilíumaðurinn Orshtes Junior Alves, sem var keyptur frá Santos. Það er ekki reiknað með að leik- menn liðsins verði erfið fyrirstaða fyrir leikmenn Chelsea. Hvað gerir Chelsea í Slóvakíu? Reuters Eiður Smári Guðjohnsen er hér kominn fram hjá Sinisa Miahjl- ovic, leikmanni Lazio, í æfingaleik í sumar í Róm, en Miahjlovic tók til þess ráðs að fella Eið Smára. EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar hans í „milljarðaliði“ Chelsea verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í Slóvakíu kvöld en þá mæta þeir MSK Zilina í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Leikurunn fer fram í Zilina, sem er þriðja stærsta borg Slóvakíu með um 870 þús. íbúa og er um 150 km norðaustur af Bratislava, við landamæri Póllands. Leikið verður á Pod Dubnom-vellinum, sem tekur aðeins 6.311 áhorfendur. SKÍÐASAMBAND Íslands hefur gert samning við sænska skíða- sambandið fyrir hönd Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur um að hún æfi með sænska heimsbikarliðinu í vetur. Dagný er þegar búin að vera við æfingar í Sviss og er hér í stuttu stoppi. Dagný fer af landi brott á morgun og kemur ekki til landsins fyrr en um jól vegna æf- inga og keppni sem fram undan er. Á nýútkomnum heimslista alþjóðaskíðasambandsins hefur Dagný stórbætt stöðu sína og er fremst Íslendinga. Hún er númer 86 í risastórsvigi, 101 í bruni og 207 í stórsvigi. Dagný æfir með Svíum í vetur ÞAÐ er ljóst að Steve McManam- an, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og Liverpool, á ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Real Madrid. Búið er að tilkynna hon- um að hann sé ekki inn í framtíð- arplaninu á Bernabeu. Jorge Valdano, ráðgjafi hjá Real, segir að liðið bíði eftir að selja nokkra leikmenn áður en nýir verða keyptir, en það er ljóst að Spán- armeistararnir þurfa á sterkum varnarmanni að halda til að koma inn fyrir Fernando Hierro, fyrr- verandi fyrirliða, sem fékk ekki nýjan samning eftir sl. keppnis- tímabil. Real var búið að tryggja sér Argentínumanninn Gabriel Milito, en hann féll síðan á lækn- isskoðun. Miklar líkur eru á að McMan- aman, 31 árs miðvallarleikmaður, haldi heim á ný. Everton og Man- chester City vilja fá hann til sín. McManaman og nokkrir aðrir leikmenn Real sem fóru með liðinu í Asíuferðina, fengu ekki að spreyta sig og þá var ljóst að þeir áttu enga framtíð fyrir sér. Allt frá því að hann fór frá Liverpool í júlí 1999, án þess að Liverpool fengi krónu fyrir hann, hefur McMan- aman átt í erfiðleikum með að tryggja sér fasta stöðu í liði Real og nú þegar David Beckham er kominn til Real, er framtíð McManaman ráðin. Spánverjinn Pedro Munitis, sem er einnig miðvallarleikmaður, á heldur ekki framtíð fyrir sér hjá Real og ljóst að þeir félagar haldi á braut á næstu dögum. Real vill losna við McManaman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.