Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT AIK hóf deildakeppnina í vormeð látum og eftir átta um- ferðir var liðið á toppnum en held- ur hefur hallað undan fæti hjá Stokkhólmsliðinu. Liðið hefur að- eins innbyrt fimm stig í síðustu átta leikjum og hefur þar að leið- andi sigið niður töfluna. Mikil meiðsli hafa herjað á leik- mannahóp AIK á tímabilinu og það ásamt leikbönnum er skýr- ingin á hversu hallað hefur undan fæti hjá liðinu. Eins og fram kem- ur annars staðar í blaðinu er þekktasti leikmaður liðsins, Andr- eas Andersson, á sjúkralistanum, og þjálfari liðsins, Englendingur- inn Richard Money, hefur nær undantekningalaust þurft að gera hrókeringar á liði sínu á milli leikja. Að mati sænskra sparkspekinga hafa vandamál AIK-liðsins verið mest á miðsvæðinu og eins hefur markaskorunin verið áhyggjuefni liðsins. Til að sporna við þessum vandamálum fékk AIK tvo leik- menn frá Ghana til liðs við sig á dögunum, framherja og miðju- mann, og er þeim ætlað að hressa upp á sóknarleik liðsins. Kwame Quanash er framherjinn sem kom frá AIK og miðjumaðurinn er Der- ek Boateng landsliðsmaður, sem ekki kemur þó til að leika á móti Fylkismönnum þar sem hann er ekki orðinn löglegur. Hefur leikið tvo Evrópuleiki á Íslandi AIK, sem kemur frá Solna, út- borg Stokkhólms, hefur tvívegis mætt íslenskum liðum í Evrópu- keppninni. Í fyrra mætti það ÍBV í UEFA-bikarnum og hafði AIK betur í báðum leikjunum á móti Eyjamönnum, 2:0, á heimavelli og 3:1 í Eyjum. Árið 1996 lenti AIK í kröppum dansi á móti KR-ingum. AIK vann 1:0 á Laugardalsvelli en 1:1 jafntefli varð niðurstaðan á Råsunda, heimavelli AIK. Mótherjar Fylkis á niðurleið? SÆNSKA liðið AIK frá Stokkhólmi, andstæðingur Fylkismanna í UEFA-bikarnum annað kvöld, hefur um árabil verið í fremstu röð í sænsku knattspyrnunni og hefur tíu sinnum hampað meistaratitl- inum, síðast 1998 og sjö sinnum bikarmeistaratitlinum, síðast 1999. AIK er sem stendur í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 1:1 jafntefli við Halmstad í fyrrakvöld. AIK hefur 25 stig eftir 16 leiki og er tólf stigum á eftir forystusauðunum í Djurgården. MAGNÚS Lárusson, kylfingur úr GKj, tapaði á átjándu holu fyrir Craig Vaugh á Meistara- móti ungra áhugamanna sem haldið er þessa dagana í Liverpool. Magnús er þar með úr leik en hann, ásamt Inga Rúnari Gíslasyni, þjálfara sínum, verður í Bretlandi fram á sunnudag og ætla þeir að bregða sér aðeins í golf. „Ég fer reyndar í átján holu höggleik á morgun, en það er mót fyrir þá sem féllu út í fyrstu umferð- inni,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta var ekki minn dagur og auk þess spilaði mótherjinn mjög vel þannig að ég svekki mig ekkert á þessu. Hann átti tvær holur eftir níundu og hélt því þar til hann vann fimmtándu og átti þá þrjár. Ég vann næstu tvær og hann átti því eina þegar ein hola var eftir. Ég hitti brautina vel og átti góða möguleika á að jafna en þá skellir hann sér fet frá pinna og klárar þetta bara,“ sagði Magnús. Keppendur á mótinu eru 256 og koma víða að úr heiminum, en aldurs- takmarkið er átján ár. Leikin er holukeppni þar til tveir eru eftir á sunnudaginn og þá lýkur mótinu. Magnús úr leik í Liverpool Magnús Lárusson KNATTSPYRNA 3. deild karla A Númi - Drangur.................................... 5:2 Staðan: Víkingur Ó 13 11 2 0 47:12 35 Skallagr. 14 9 2 3 44:23 29 Númi 13 8 3 2 39:26 27 BÍ 13 6 2 5 26:28 20 Grótta 12 3 2 7 16:19 11 Drangur 13 3 1 9 22:43 10 Bolungarvík 13 2 2 9 29:46 8 Deiglan 13 2 2 9 24:50 8  Víkingur Ó. og Númi eru komin í 8-liða úrslit. 3. deild karla B Árborg - Hamar.................................... 4:2 Reynir S. - Afríka ................................. 8:1 Freyr - Ægir......................................... 1:0 Staðan: Leiknir R. 13 12 1 0 64:10 37 Reynir S. 13 10 2 1 56:8 32 ÍH 13 7 1 5 32:28 22 Árborg 13 6 3 4 46:28 21 Freyr 13 6 0 7 19:42 18 Hamar 13 4 1 8 26:45 13 Afríka 13 1 1 11 12:52 4 Ægir 13 1 1 11 10:52 4  Leiknir R. og Reynir S. eru komin í 8- liða úrslit. 3. deild karla C Neisti H. - Hvöt .................................... 3:1 Vaskur - Magni ..................................... 0:1 Snörtur - Reynir Á. .............................. 1:1 Staðan: Vaskur 14 10 1 3 39:19 31 Magni 14 8 3 3 39:20 27 Reynir Á 14 6 5 3 23:19 23 Hvöt 14 5 4 5 26:18 19 Neisti H. 14 4 2 8 30:42 14 Snörtur 14 0 3 11 16:55 3  Vaskur og Magni eru komin í 8 liða úr- slit. 3. deild karla D Huginn - Einherji ................................. 4:5 Leiknir F. - Neisti D. ........................... 3:6 Staðan: Fjarðabyggð 14 10 0 4 39:15 30 Höttur 14 9 2 3 33:14 29 Huginn 14 6 0 8 30:37 18 Einherji 14 5 1 8 24:35 16 Neisti D. 14 5 1 8 23:41 16 Leiknir F. 14 5 0 9 31:38 15  Fjarðabyggð og Höttur eru komin í 8 liða úrslit. Í 8 liða úrslitum mætast: Númi - Vaskur Magni - Víkingur Ólafsvík Reynir S. - Fjarðabyggð eða Höttur Höttur eða Fjarðabyggð - Leiknir R.  Það eina sem útkljá þarf í lokaumferð 3. deildar um næstu helgi er hvort Fjarðabyggð eða Höttur vinnur D-riðil- inn. Intertotokeppni Evrópu Úrslit, fyrri leikir: Pasching - Schalke .............................. 0:2 Hamit Altintop 19., Victor Agali 47. Heerenveen - Villarreal ...................... 1:2 Ballestreros 25. (sjálfsm.) - Calleja 13., Victor 44. Perugia - Wolfsburg............................ 1:0 Bothroyd 39.  Sigurvegarar úr þessum viðureignum komast í 1. umferð UEFA-bikarsins. Meistaradeild Evrópu Undankeppni 3. umferð, fyrri leikir: Dynamo Kiev - Dinamo Zagreb.......... 3:1 Fedorov 32., Leko 38., Gusev 82. - Kranjcar 41. Grazer AK - Ajax ................................. 1:1 Pogatetz 56. - Sneijder 79. Celta Vigo - Slavia Prag ..................... 3:0 Mostovoi 17., Jesuli 50., Edu 55. UEFA-bikarinn Forkeppni, fyrri leikir: Haka - Hajduk Split ............................. 2:1 Valetta - Neuchatel Xamax.................. 0:2 Sarajevo - Sartid Smederevo............... 1:1 Svíþjóð Hammarby - Sundsvall ........................ 5:0 Staðan: Djurgården 17 12 1 4 40:16 37 Hammarby 17 10 4 3 29:16 34 Halmstad 17 9 3 5 29:19 30 Malmö 17 8 5 4 30:16 29 Örgryte 17 8 2 7 26:29 26 AIK 17 7 4 6 25:22 25 Helsingborg 16 7 3 6 16:23 24 Gautaborg 16 6 4 6 22:16 22 Örebro 17 6 4 7 20:24 22 Landskrona 17 5 6 6 17:22 21 Elfsborg 17 5 5 7 17:24 20 Sundsvall 17 2 7 8 15:27 13 Öster 17 3 4 10 15:29 13 Enköping 17 2 4 11 18:36 10 England Deildabikarkeppnin, fyrsta umferð: Barnsley - Blackpool ............................ 1:2 Bradford - Darlington.......................... 0:0  Bradford sigraði í vítaspyrnukeppni. Bristol Rovers - Brighton .................... 0:1 Cambridge - Gillingham....................... 1:2 Cardiff - Leyton Orient........................ 4:1 Cheltenham - QPR ............................... 1:2 Chesterfield - Burnley ......................... 0:0  Burnley sigraði í vítaspyrnukeppni. Colchester - Plymouth ......................... 2:1 Crewe - Wrexham ................................ 2:0 Doncaster - Grimsby ............................ 3:2 Huddersfield - Derby........................... 2:1 Lincoln - Stockport .............................. 0:1 Luton - Yeovil ....................................... 4:1 Macclesfield - Sheffield United ........... 1:2 Millwall - Oxford................................... 0:1 Northampton - Norwich....................... 1:0 Port Vale - Nottingham Forest ........... 0:0  Forest sigraði í vítaspyrnukeppni. Preston - Notts County........................ 0:0  Notts County sigraði í vítaspyrnu- keppni. Rotherham - York ................................ 2:1 Scunthorpe - Oldham ........................... 2:1 Southend - Swindon ............................. 2:3 Torquay - Crystal Palace ..................... 1:1  Palace sigraði í vítaspyrnukeppni. Tranmere - Bury .................................. 1:0 Walsall - Carlisle .................................. 2:1 Watford - Bournemouth....................... 1:0  Eftir framlengingu. WBA - Brentford.................................. 4:0 Wigan - Hull ......................................... 2:0 Wycombe - Wimbledon ........................ 2:0 HANDKNATTLEIKUR Evrópumót piltalandsliða, 18 ára og yngri: A-RIÐILL Slóvenía - Ungverjaland....................30:27 Slóvakía – Þýskaland.........................29:30 Ísland – Rússland ..............................33:24 Staðan: Þýskaland 4 4 0 0 126:115 8 Slóvenía 4 3 0 1 127:104 6 Ísland 4 3 0 1 119:105 6 Ungverjaland 4 1 0 3 105:115 2 Slóvakía 4 1 0 3 104:116 2 Rússland 4 0 0 4 97:121 0  Tvö efstu liðin komast í undanúrslit, hin liðin leika um sæti fimm til tólf. B-RIÐILL Danmörk - Frakkland .......................37:31 Svíþjóð - Portúgal..............................24:23 Króatía – Serbía/Svartfjallaland ......32:33 Staðan: Danmörk 4 3 0 1 120:104 6 Svíþjóð 4 3 0 1 101:89 6 Portúgal 4 2 0 2 108:105 4 Serbía/Svartf. 4 2 0 2 107:106 4 Frakkland 4 2 0 2 107:118 4 Króatía 4 0 0 4 100:121 0  Tvö efstu liðin komast í undanúrslit, hin liðin leika um sæti fimm til tólf. ARSENAL gekk í gær frá nýjum samningum við frönsku landsliðsmennina í knattspyrnu, Patrick Vieira, fyrirliða liðsins, og Robert Pires. Vieira samdi við Lundúnaliðið til ársins 2007 og Pires einu ári skemur. Þar með var bundinn endi á vangaveltur um framtíð þeirra félaga sem hafa átt stóran þátt í velgengni Ars- enal á undanförnum árum. „Mér líður mjög vel hjá Arsenal og það var alltaf stefnan hjá mér að skrifa undir nýjan samning. Ég er ánægður með að þetta mál sé frá og þar með get ég farið að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli, að spila fótbolta og vinna til fleiri verðlauna með Arsenal,“ sagði Vieira eftir undir- ritunina í gær. Pires tók í sama streng og sagði að það væri sérlega ánægjulegt að Arsenal skyldi sækjast eftir kröftum sínum áfram. „Það er mér mikil viðurkenning, ég er mjög ánægður með að vera leik- maður Arsenal og er í góðu sambandi við alla hjá félag- inu,“ sagði Pires. Vieira og Pires með nýja samn- inga KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Akureyrari: Þór/KA/KS - KR ...................19 Kópavogur: Breiðablik - ÍBV....................19 Hlíðarendi: Valur - Þróttur/Haukar.........19 Kaplakriki: FH - Stjarnan.........................19 1. deild kvenna A Grundarfjörður: HSH- Fjölnir .................19 1. deild kvenna B Fáskrúðsf.: Leiknir F. - Einherji..............19 Vilhjálmsvöllur: Höttur - Fjarðabyggð....19 Í KVÖLD Ísland byrjaði ekki vel gegnRússlandi og var undir nánast allan fyrri hálfleik. Rússar voru þremur mörkum yfir í hálfleik en varnarleikur Íslendinga fyrir leikhlé var slakur og markvarslan eftir því. Íslensku strákarnir komu betur stemmdir til leiks eftir hlé og náðu að jafna metin í 17:17 en þá voru um 22 mínútur til leiks- loka. Ísland komst svo í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar 13 mínútur voru eftir, 21:20, og eftir það áttu Rússar nánast aldrei möguleika á að landa sigri. Íslensku strákarnir skoruðu hvert markið á fætur öðru á lokamínútunum á meðan rúss- neska liðinu var nánast fyrir- munað að komast í gegnum sterka vörn Íslendinga. Lokatölur leiks- ins, 33:24, eru ótrúlegar miðað við það að Ísland var þremur mörkum undir í hálfleik. Ásgeir skoraði 11 mörk í seinni hálfleik Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur Íslendinga með 11 mörk en ekkert þeirra kom í fyrri hálfleik. Næstir í markaskorun voru þeir Arnór Atlason með 7 mörk, Ragnar Hjaltested skoraði 5 mörk og Einar Ingi Hrafnsson gerði 4 mörk. Markverðir Íslands náðu sér ekki nægilega vel á strik og vörðu þeir Pálmar Pétursson og Björgvin Gústafsson aðeins 10 skot samtals. Heimir Ríkharðsson, þjálfari Ís- lands, segir að það komi ekkert annað til greina en að sigra Slóvena og leika til undanúrslita. „Með sigrinum í kvöld eru við öruggir um að leika að minnsta kosti um fimmta sætið og það er stórkostlegur árangur. Nú verður algjör úrslitaleikur við Slóvena á fimmtudaginn og niðurtalningin fram að leiknum er hafin. Það kemur ekkert annað til greina en að sigra Slóvena og komast í und- anúrslitin en það verður þó alls ekki auðvelt,“ sagði Heimir í sam- tali við Morgunblaðið. Þegar hann var spurður um leikinn gegn Rússum sagði Heimir að íslensku strákarnir hefðu ekki náð sér á strik fyrr en í síðari hálf- leik. „Við lékum ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var mistækur og vörnin fann sig alls ekki. Í síðari hálfleik gerði ég breytingu á uppstillingunni í sókn- inni. Ég lét Árna Björn Þórarins- son á miðjuna og það heppnaðist mjög vel og sóknarleikurinn hresstist mjög við það. Þegar við náðum svo að jafna og komast yfir í síðari hálfleik brotnuðu Rússarn- ir fljótt og við völtuðum yfir þá.“ Frábær seinni hálfleikur gegn Rússum ÍSLENSKA unglingalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri sigraði Rússland, 33:24, í úrslitakeppni Evrópumótsins í hand- knattleik í Slóvakíu í gærkvöldi. Ísland var þremur mörkum undir í hálfleik, 11:14, en liðið náði frábærum leikkafla um miðbik síðari hálfleiks og sigldi þá fram úr rússneska liðinu. Ísland leikur við Slóveníu á morgun og ef íslensku strákarnir sigra Slóvena munu þeir leika til undanúrslita á mótinu. Ef Ísland gerir jafntefli eða tap- ar mun liðið spila um fimmta til sjötta sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.