Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 45  VIGDÍS Guðjónsdóttir, frjáls- íþróttakona úr HSK, kastaði spjótinu 52,32 metra á kastmóti FH á mánu- daginn og er þetta lengsta kast árs- ins. Sigrún Fjeldsted, FH, kastaði 48,10 metra á sama móti.  BERGUR I. Pétursson úr FH bætti á mótinu eigið drengjamet í sleggju- kasti, kastaði 63,36 metra en gamla metið hans var 61,96 metrar.  LEEDS United hafa fengið sókn- armanninn Lamine Sakho frá Olympique Marseille að láni í eitt ár. Sakho er 25 ára gamall og er fjórði nýi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Leeds í sumar. Sakho er metinn á 360 milljónir íslenskra króna og ef hann leikur vel með Leeds í vetur er líklegt að liðið kaupi hann eftir tíma- bilið.  CLAUDIO Lopez, sóknarmaður Lazio, hefur gert nýjan samning við liðið og hann er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2006. Lopez er 29 ára gamall Argentínumaður en Roma og Valencia hafa verið á eftir honum.  PEDRO Munitis, leikmaður Real Madrid, vill fara frá félaginu sam- kvæmt upplýsingum umboðsmanns hans. Munitis, sem er 28 ára gamall Spánverji, hefur fengið mjög fá tæki- færi með liðinu á undirbúningstíma- bilinu.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn Rovers, er ekki bjartsýnn á að Blackburn muni ganga jafnvel og á síðustu leiktíð en þá endaði liðið í sjötta sæti í ensku úr- valsdeildinni. „Liðin sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta tímabili eru með miklu sterkari leikmannahópa en við. Svo er lið eins og Tottenham sem var fyrir neðan okkur sem getur náð góð- um árangri í vetur. Markmið Black- burn er einfaldlega að halda sæti sínu í deildinni,“ sagði Souness.  BRASILÍUMENN tryggðu sér um helgina sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Aþenu á næsta ári með því að sigra Argentínu, 31:30, í tvíframlengdum úrslitaleik á Amer- íkuleikunum í Dóminíska lýðveldinu. Bruno Souza, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, skoraði sigurmarkið og gerði 8 mörk alls í leiknum.  BRYAN Robson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Middlesbrough, hefur áhuga á að taka við nígeríska landsliðinu í knattspyrnu, segir í net- miðli BBC.  ARVYDAS Sabonis, miðherji Port- land Trail Blazers, er hættur að leika í NBA-deildinni í körfubolta sam- kvæmt upplýsingum frá umboðs- manni hans. Sabonis tók þessa ákvörðun vegna þess að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Sa- bonis gekk til liðs við Portland árið 1995; hann hefur skorað að meðaltali 12 stig og tekið 7,3 fráköst í leik með liðinu í 470 leikjum. FÓLK HEIÐAR Helguson og félagar í Wat- ford komust í gærkvöld í 2. umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu með því að sigra Bournemouth, 1:0, í framlengdum leik. Heiðar fór af velli í lok fyrri hálfleiks framleng- ingar og Scott Fitzgerald, sem leysti hann af hólmi, skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar. Lárus Orri Sigurðsson lék ekki með WBA vegna meiðsla þegar lið hans vann Brentford, 4:0, í bik- arnum. Sama var að segja um Brynj- ar Björn Gunnarsson; hann var ekki með Nottingham Forest sem vann Port Vale í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli. Ívar Ingimarsson spilaði með varaliði Wolves sem gerði jafntefli, 1:1, við Manchester City. Watford í 2. umferð Vala byrjaði á því að stökkvayfir 4,13 metra. „Þetta var mjög gott stökk hjá mér þann- ig að ég ákvað að sleppa 4,23 metrum og reyndi síðan við 4,33 en fann aldrei taktinn og komst ekki yfir,“ sagði Vala í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Lágmarkið fyrir HM í París „Auðvitað eru það vonbrigði að komast ekki á HM en ég á eftir að keppa á tveimur mót- um í sumar, annað þeirra er í Sviss 23. ágúst og síðan í Gautaborg 3. september. Ég hef stokkið betur í sumar en ég gerði í kvöld og er staðráðin í að reyna að enda sumarið bet- ur en þetta, ég tek ekki í mál að enda svona,“ sagði Vala. Sigurvegari í stangarstökki kvenna í gær varð Yvonne Buschbaum frá Þýskalandi, stökk 4,53 metra og landa hennar, Carolin Hingst, varð önnur með 4,43 metra. Magnús Aron Hallgrímsson reyndi við lágmarkið í kringlu- kasti, en kastaði illa og verður ekki meðal keppenda á HM. „Hann kastaði illa, einhverja 60 metra og gerði það kast ógilt,“ sagði Vésteinn Haf- steinsson um árangur Magnús- ar Arons í gærkvöldi. Vésteinn sagðist vonast til að Magnús Aron héldi áfram að æfa í sum- ar og fram á haust og reyndi að kasta langt og sérstaklega væri mikilvægt fyrir hann að komast á einhver mót því hann hefði æft mjög vel og kastað langt á æfingum en næði síðan ekki að sýna sitt rétta andlit í keppni. Björn Margeirsson, úr Breiðabliki, keppti í 800 metra hlaupi í Malmö og stóð sig vel, hljóp á 1.51,50 og bætti tíma sinn verulega, hljóp á 1.54,14 á Meistaramótinu árið 2001. Björn varð þriðji í B-úrslitum. Íslandsmet Erlings Jóhanns- sonar er 1.48,83; þeim tíma náði hann í Osló 1987. Jón Dið- riksson hljóp á 1.48,2 í Bonn árið 1982 en þá var ekki notuð rafeindaklukka þannig að Er- lingur á Íslandsmetið en Björn nálgast það óðfluga. Tveir aðrir Íslendingar ætl- uðu að keppa á mótinu; Sigur- björn Árni Arngrímsson og Kári Steinn Karlsson hugðust báðir keppa í 3.000 metra hlaupi. Á heimasíðu mótsins fundust þeir ekki og ekki held- ur í úrslitadálki fyrir 3.000 metra hlaupið. „Tek ekki í mál að enda svona“ VALA Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, náði sér ekki á strik á frjálsíþróttamóti í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi, stökk aðeins 4,13 metra. Þetta var síðasta tækifæri hennar til að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum sem hefst í París í næstu viku en til að komast þangað þurfti hún að stökkva 4,40 metra. Magnús Aron Hallgrímsson reyndi við lágmarkið í kringlukasti en tókst ekki að ná því og það er þar með ljóst að Íslendingar eiga bara tvo fulltrúa meðal keppenda í París, Jón Arnar Magnússon og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Magnús Aron Hallgrímsson náði ekki lágmarkinu fyrir HM í París í næstu viku. Vala Flosadóttir náði sér ekki á strik í Malmö í gærkvöld. Ljósmynd/Gordons Förlag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.