Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 47

Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 47 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Kvikmyndir.com  SV. MBLHK. DV YFIR 24.000 GESTIR! Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.regnboginn.is Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40. YFIR 30.000 GESTIR! Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? J I M C A R R E Y B R U C E Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 7, 9 og 11. www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura J I M C A R R E Y Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 5. Ísl. tal. B R U C E Best fyrir – Lífið er aðeins… þessar stundir athyglisverð og bara skrambi fín plata þar sem ákefð og greini- legur áhugi flytj- enda fyrir því sem þeir eru að gera bætir upp þá litlu hnökra sem eru á heildarmyndinni. (AET) Coral – Coral Fyrir utan það allt gefur platan sem heild sterk- ar vísbendingar (þá sérstaklega lög eins og „The Coriolis… “ og „The Big Bang“) um að Coral eigi góða möguleika á að beita sér enn frekar í rokkheimum og það af krafti. (AET) KK og Magnús Eiríksson – 22 ferðalög Maður er þakk- látur fyrir að fá þetta tækifæri til að læra að meta þessar lummur að nýju og heyra hvað það var upphaflega sem gerði þær að þeim Íslandslögum sem þær eru. (SG) Land og synir Í heild stendur platan nefnilega glæsilega. Óðal feðranna er lág- stemmt og metn- aðarfullt popp- verk, nánast án slagara, en aftur á móti drekk- hlaðin næmum og vel frambornum popplögum sem vinna á í róleg- heitunum. (AET) Maus – Musick Frábær plata, sem enginn unn- andi góðrar tón- listar ætti að láta framhjá sér fara. Vonandi skilja útlendingar það líka og gera Maus-menn fræga og ríka. Þeir eiga það skilið. Fjórar og hálf af fimm mögulegum. (ÍPJ) Mínus – Halldór Laxness Á eftir að teljast til merkari platna í íslenskri rokksögu. Verð- ugur fyrsti hand- hafi rokknóbels- verðlaunanna. Íslandsklukka íslenska rokksins. (SG) Óskar Guðna – Lífsins línudans! Lífsins línudans! er ágætasti vitn- isburður um hið séríslenska al- þýðupopp sem einatt er kær- komin viðbót í hérlenda dæg- urlagaflóru. (AET) Ýmsir – Íslandslög 6 …má í raun segja að sýrópið sé oftast nær hamið… Sú stað- reynd og sú heildaráferð plöt- unnar skilar betra og meira sannfærandi safni Íslandslaga en oftast áður. Góður árangur það. (AET)  Ja-Man Allstars – In The Dub Zone Mannskapurinn á skífunni er frá- bær, nokkrir af bestu tónlistar- mönnum þess tíma á Jamaíka. (ÁM)  Liars – They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monument On Top Aðra eins frumraun hef ég ekki heyrt síðan Clinic sendi frá sér sína fyrstu skífu fyrir fjórum ár- um. Frábær plata. (ÁM)  Philip Jeck – Viny’l’isten Hápunktur plötunnar er samstarf þeirra Jecks og van Bebbers sem er sérdeilis vel heppnað, frumlegt og ævintýralegt í senn. (ÁM)  Radiohead – Hail To The Thief Markvissari tilraunamennska, ag- aðri og þar af leiðandi meira gef- andi. Örugglega ein af bestu plöt- um ársins. (SG)  Savina Yannatou – Terra Nostra Raddfimleikar Yannatou eru hreint ótrúlegir. Legg hérmeð fram ósk um að Savina Yannatou verði fengin hingað á Listahátíð – það væri happafengur. (ÁM)  Shalabi Effect – The Trial of Saint-Orange Séð hef ég tónlist sveitarinnar lýst sem austrænni sýru og á köflum á sú lýsing býsna vel við. (ÁM)  Steely Dan – Everything Must Go Everything Must Go er frábær plata, skyldueign fyrir aðdáendur svo og unnendur góðrar tónlistar. Dan lifi! (AET)  GÓÐAR HLJÓMPLÖTUR TÓMAS J. Sigurðsson er nafn sem ekki er þekkt í íslenskri tónlist en hann sendir nú frá sér í fyrsta sinn, svo ég viti til, lög og texta sem hann gefur út á eigin spýtur. Ekki veit ég hvort lögin eru uppsafnað efni eða glæný en óhætt er að segja að hér er farið vel af stað, því lagasmíðarnar eru bæði sérstæðar og áheyrilegar og eiga fullt erindi við áheyrendur. Rödd Tómasar vekur fyrst athygli, hrjúf og ópússuð og til að gefa hug- mynd um hvernig hún hljómar þá minnir hún stund- um á Bubba eða Bob Dylan – án þess að verið sé að líkja eftir þeim sér- staklega. Tónlistin er líka nokkuð í þessum anda, dálítið blúsað og lág- stemmt rokk, með dálitlum kántrí- keim, lög sem snúast ekki um söng- væn viðlög og allir-saman-nú-fjör heldur er farið af stað með sögu sem fylgt er til enda. Tómas hefur fengið til liðs við sig valinkunnan hóp manna; KK, Eyþór Gunnarsson, Ás- geir Óskarsson, Orra Harðar. og fleiri góða menn, sem færa lög hans í vandaðan búning án þess þó að áferðin verði of slétt og felld. Sér- staklega er allur gítarleikur góður og í ýmsum litbrigðum, gefur sumum lögum trega þar sem þar á við eins og í „Systa“ þar sem sést að skrápurinn er ekki eins harður og virðist í fyrstu vera, eða hljómar rifinn og grófur í samræmi við óþægilegar staðreynd- irnar í „Stéttarvitund“. Eins og sjá má af titlinum Textar og lög, er lögð jöfn áhersla á textana sem og lögin, og fylgir textabók með (til baga að ís- lensku stafirnir þ og ð prentast ekki sem gerir lesturinn dálítið erfiðan og synd að slíkt gerist því að öðru leyti er allur frágangur vandaður). Text- arnir eru eins og röddin, hráir og óheflaðir og það er líka það sem gef- ur þeim kraft. Hér fæst innsýn í líf sem meðaljóninn verður ekki var við eða kærir sig ekki um að þekkja, sög- ur af götunni, fólki utangarðs, ófegr- að og blátt áfram frá sjónarhóli þess sem lifað hefur „stríðin fimm“ en annars verður Tómasi reyndar margt að yrkisefni (t.d. hið „hetju- lega“ afrek Þorgeirs Hávarðssonar þegar hann hjó smalann). Löggan fær líka sneið til sín eins og í hinum hæðna söng „Steravaktinni“, þar sem segir: „Sýndu nú í þér litli minn löggutöggur, vertu löggusnar og lög- gusnöggur“. Skuggahliðar mannlífs- ins eru yfirleitt í forgrunni og verður oft úr ansi kröftugur söngur: „Ég er rándýr í frumskógi, ég er á veiðum á steppunni, ég er í felum í rjóðrinu, það er blóðlykt í loftinu“ („Góðær- ið“). Þótt lagasmíðarnar og yrkisefn- in komi í sjálfu sér ekki á óvart þá eru hlutirnir vel gerðir og þess virði að leggja eyrun við. Meira en for- vitnilegur diskur frá óþekktu og sjálfsagt líka mjög óþekku, alþýðu- skáldi. Tónlist Lifað stríð- in fimm Tómas: Textar og lög Höfundur gefur út sjálfur Öll lög nema tvö eru eftir Tómas J. Sig- urðsson, sem syngur og leikur á gítar. Honum til aðstoðar eru m.a. KK á skrið-, kassa- og rafgítar, Ragnar Örn Eiríksson, Ásgeir Óskarsson trommur, Haraldur Þor- steinsson bassi, Eyþór Gunnarsson hljómborð og slagverk. Hörður Óttarsson sá um upptökur og Orri Harðarson hljóð- blöndun. Einnig eru tvö lög á disknum sem eru eftir Einar Friðjónsson og Bjarna Þóri Þórðarson. Steinunn Haraldsdóttir GRAND rokk er að verða einn af helstu tónleikastöðum landsins, þá sérstaklega hvað nýjar sveitir og upp- vaxandi varðar. Tónleikaröðin Rokk á Grand rokk hefur þannig um langa hríð verið fínasti vaxtarbroddur og síðasta helgi var stútfull af áhuga- verðu efni, þar sem t.d. Ensími og 200.000 naglbítar léku á laugardeg- inum og Trabant á föstudeginum. Undirrituðum fannst hins vegar til- valið að taka netta stikkprufu á fimmtudagskvöldinu þar sem fjórar tiltölulega nýtilkomnar sveitir voru auglýstar. Hér voru á ferðinni The Flavors, ný popp-/rokksveit sem var/ er með myndband í spilun um þessar mundir (að ég held); Tenderfoot, en þeir leggja fyrir sig rokkskotna þjóð- laga-/sveitatónlist (lag komið í spilun á Rás 2); The Moody Company sem er verkefni á vegum Krumma Björg- vins úr Mínus og að lokum Fritz, sig- urvegarar prufulaga- eða „demo“- keppni tónlistartímaritsins Sánd. Þegar á hólminn var komið forfölluð- ust svo tvær þær síðarnefndu. Hins vegar léku tveir aðrir fyrir auglýstan tíma; Rúnar Sigurbjörnsson, fyrrum Náttfari, lék á gítar og erlent par sem ég kann ekki að nefna lék víst einnig. Sex atriði í pottinum en aðeins tvö til umfjöllunar. Jæja. Þau tvö sem undir- ritaður sá og heyrði voru þó vel þess virði að leggja eyrun við eins og lesa má um hér á eftir. Nýbylgju-sveitatónlistin hefur lengi vel verið það áhugaverðasta sem í gangi er í erlendri neðanjarðartón- list (eða það sem kallað er „alt.co- untry“). Maður hefur því stundum grátið það að ungt og ferskt nýbylgju- fólk héðan leggi ekki slíkt fyrir sig (að vísu hafa Hudson Wayne og Örkuml staðið sig ágætlega í þeim pælingum). Tilkoma Tenderfoot gæti kannski breytt þessu eitthvað og veitt fleirum innblástur. Hér var komin lágstemmd sveit; skrýdd kontrabassa, kassagít- urum og lágværum trommuleik. Eng- an kannaðist ég við í sveitinni, að vísu var trommuleikarinn eitt sinn í Ston- ed og Bee Spiders. Tónlistin melódísk og angurvær þjóðlaga-/sveitatónlist eins og áður segir og bara skrambi vel framreidd. Skuggar Neil Young og Tim Buckley dönsuðu í kringum þá félaga og einkanlega mátti greina áhrif þess síðarnefnda í söngnum. Það verður spennandi að fylgjast með Tenderfoot á næstunni, oftsinnis tók- ust þeir félagar vel á flug í „fílingn- um“. Það var sömuleiðis „bragð“ að leik The Flavors (föttuðuð þið þennan?). Þetta voru víst fyrstu tónleikar sveit- arinnar og mér sýndist ég greina þarna a.m.k. einn meðlim úr grugg- sveitinni geðþekku In Bloom. Svo voru þarna þungavigtarmennirnir Pálmi Sigurhjartarson og Kristján Edelstein. Tónlistin vönduð og dramatísk rokktónlist, með slettu af gruggi. Lögin flókin að uppbyggingu og metnaðurinn afar greinilegur. Og þrátt fyrir pínu byrjunarskrekk virt- ust lagasmíðarnar – svo og sveitin – furðu langt á veg komnar og greini- legt að það á ekki að tjalda til einnar nætur. Fágað rokk Flavors kallaði fram ýmsar sveitir í hugann (lág- stemmd útgáfa af Bon Jovi, Creed?) en ég verð að segja að nálgun Flavors er algerlega hennar eigin og þar var hvarvetna smekklega að verki staðið. Líkt og með Tenderfoot er vel þess virði að veita framtíðarsporum Flav- ors athygli. Þá vil ég að lokum geta gítarleiks Kristjáns Edelstein sem lyfti lögunum oft og tíðum. Hástemmt – lágstemmt Tónleikar Grand rokk The Flavors og Tenderfoot The Flavors og Tenderfoot léku á Grand rokk, fimmtudaginn 7. ágúst 2003. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Arnaldur The Flavors, að vonum sáttir eftir vel heppnaða jómfrúartónleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.