Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
Kl. 6, 8 og 10.10. B i. 16. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6. ísl tal.Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12.
SG. DVÓ.H.T Rás2
GH
KVIKMYNDIR.COM
SG. DV
KVIKMYNDIR.IS
GULL MOLAR
Hollywood Ending
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
NÓI ALBINÓI
RESPIRO
Kl. 6. Ensk.texti/with english subtitles.
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
MBL
SG DVS V KVIKMYNDIR.ISI I .I KVIKMYNDIR.COM ÓHT RÁS 2
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
YFIR 42.000 GESTIR!
ÁLFABAKKI
Kl. 6 og 8.
KEFLAVÍK
Kl. 10.
Sýnd með
íslensku tali
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50
ÁLFABAKKI
Kl. 3.45 og 5.50
KRINGLAN
kl. 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Kl. 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8.
Stranglega bönnuð börnun innan 16 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4.
KRINGLAN
kl. 5.50 og 8.
98% aðspurðra í USA sem höfðu
séð myndina sögðu “góð”
eða“stórkostlegKVIKMYNDIR.IS
SG. DV
SG. DVÓ.H.T Rás2
GH
KVIKMYNDIR.COM
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 6 og 8.30. B.i.12 ára.
B.i. 16 ára
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
MIKIÐ var látið með breska rit-
höfundinn Hari Kunzru og fyrstu
skáldsögu hans, The Impressionist, á
síðasta ári. Markaðssetning á bókinni
og höfundinum, sem er þekktur
blaðamaður í Bretlandi, hófst nokkru
áður en bókin kom út og fyrirfram
var búið að selja útgáfuréttinn til
margra landa og ekki leið á löngu þar
til hún var komin út á sextán tungu-
málum.
The Impressionist er eiginlega
skálkasaga, segir frá þrjótnum Pran
Nath sem á erfitt
með að fóta sig í
indversku sam-
félagi um þarsíð-
ustu aldamót,
þegar landið var
enn undir stjórn
Breta. Nath er
kynblendingur
sem á sér ævin-
týralegan uppruna og lendir í miklum
raunum. Snemma kemur í ljós að
hann fellur ekki inn í indverskt sam-
félag vegna uppruna síns og litarafts,
er á mörkum tveggja heima og hafn-
ar öðrum til að komast inn í hinn. Eft-
ir að hafa lagt hart að sér til að verða
Englendingur kemst hann að því um
síðir að hann hefur glatað þjóðerni
sínu og rótum, tilheyrir engum
menningarheimi, er eiginlega ekki til
nema sem spegilmynd af því sem
hann telur menn helst vilja sjá. Það
verður honum reyndar til bjargar
undir lokin en áður á hann eftir að
lenda í hremmingum, líkamlegum
sem andlegum, í þremur heimsálfum.
Kunzru er mikill sögumaður og
segir einkar skemmtilega frá. Fjöl-
margar persónur í bókinni eru
ógleymanlegar og uppákomurnar
sem hann lýsir óborganlegar.
Skemmtunin hefst þegar í upphafi
því getnaður Naths er ævintýralegur
í meira lagi, einnig er vist hans hjá
skoska prestinum geggjuð frásögn,
dvölin hjá indverskum smákóngi er
stórfurðuleg og svo má telja. Frá-
sögnin dalar eilítið þegar Nath er við
nám í Bretlandi, en síðan fer allt á
flug þegar hann fer til Afríku í mann-
fræðileiðangur.
The Impressionist er ævintýraleg
gamansaga sem vitnar óbeint í suma
skemmtilegustu rithöfunda Breta á
síðustu árum, Evelyn Vaugh, E.M.
Forster og Salman Rushdie, og líkt
og þeirra var og er siður er spéspegl-
inum ekki síst brugðið upp til að sýna
dekkri hliðar mannslífsins og afleið-
ingar græðgi, fordóma og heimsku.
The Impressionist eftir Hari Kunzru.
Penguin gefur út.
Árni Matthíasson
Á mörkum
tveggja
heima
Forvitnilegar bækur
NÚ orðið gerast glæpasögur yfirleitt í hráu
og harkalegu borgarumhverfi, í fátækrahverf-
um og eiturlyfjabælum, eða þá í ímyndaðri
enskri sveit, eða svo virðist í að minnsta flest-
um sem lesa slíkar bækur að staðaldri. Þær
bækur virðast og ganga best í menn sem eru
með mest af blóði og kynlífi og því kemur
þægilega á óvart sagnabálkur um miðaldra,
þéttvaxna konu, Precious Ramotswe, sem fæst
við hversdagleg vandamál sem sum eru þó all-
framandleg og spennandi, ekki síst þegar hún
tekur til við að greiða úr flækjunni.
Alexander McCall Smith er hámenntaður
maður og er nú prófessor við lagadeild Edin-
borgarháskóla. Hann er fæddur og uppalinn í
Zimbabwe, sem hét Suður-Rhodesia á þeim
tíma, og menntaður þar og í Skotlandi. Hann
starfaði um tíma í Botswana, tók þátt í að
koma á legg lagadeild við Botswana-háskóla.
Smith hefur verið gestaprófessor við ýmsa há-
skóla, m.a. í Bandaríkjunum og á Ítalíu, en til
viðbótar við prófessorsstöðuna í Edinborg er
hann varaformaður Erfðavísaráðs Sameinuðu
þjóðanna, formaður siðanefnda Breskra
læknaritsins og í líftækninefnd UNESCO.
Honum er þó meira til lista lagt; hann leikur
á fagott og er liðsmaður í „Hræðilegu hljóm-
sveitinni“ í Edinborg, The Really Terrible
Orchestra, hljómsveit áhugamanna, en eigin-
kona hans leikur á flautu í sömu sveit.
Afkastamikill rithöfundur
Smith er afkastamikill rithöfundur, hefur
skrifað um fimmtíu bækur, og skrifar jöfnum
höndum fræðibækur um lögfræðileg álitaefni
og arfberarannsóknir, barnabækur og ýmis-
konar skáldskap. Bækurnar um einkaspæjar-
ann í Botswana eru nú orðnar fimm, sú
fimmta kom út í sumar, en seinna á árinu
kemur út fyrsta bókin í nýjum sagnabálki þar
sem segir af ungri leynilögreglukonu í Edin-
borg, Isabel Dalhousie.
Söguhetja bókanna sem hér eru gerðar að
umtalsefni er Precious Ramotswe, sem jafnan
er kölluð Mma Ramotswe eins og siður er í
heimalandi hennar, en þegar faðir hennar
deyr selur hún 180 nautgripi hans og notar
peningana til að stofna spæjaraskrifstofu, The
No 1 Ladies’ Detective Agency, en í Botswana
tala menn ensku og setswana jöfnum höndum.
Hjálp með vandamál lífsins
Sumir hafa líkt Mma Ramotswe við fröken
Marple, söguhetju Agöthu Christie, en sú
samlíking nær ekki langt; Mma Ramotswe
rannsakar ekki morð eins og fröken Marple.
Eins hún lýsir því sjálf: „Okkar hlutverk er
ekki að leysa glæpi, við hjálpum fólki með
vandamál lífsins.“ Vandamálin sem hún fæst
við eru margvísleg; týnd börn, týndir eigin-
menn, illa innrættir töframenn, spilling í
tengslum við fegurðarsamkeppni, dularfullur
læknir og svo má segja. Öll málin leysir hún
af atorku og innsæi, skyggnist inn í hjörtu
viðkomandi og leitar að vísbendingum í fasi
þeirra og framkomu ekki síður en eftir verks-
ummerkjum.
Nokkuð er síðan fyrsta bókin, sem heitir
einfaldlega The No 1 Ladies’ Detective
Agency, kom út og vakti ekki ýkja mikla at-
hygli. Útgefandinn var smáfyrirtæki í Skot-
landi, einskonar útibú frá háskólaútgáfunni í
Edinborg, en smám saman spurðust fréttir af
bókinni út, aðallega fyrir tilstilli bóksala í
litlum bókabúðum að því menn segja, því þeir
miðluðu upplýsingum sín á milli um það hve
lesendur hefðu kunnað að meta bókina og
mælti hver við henni við sína kúnna. Smám
saman jókst áhuginn og nú eru bækurnar
komnar í dreifingu hjá stórfyrirtækjum vest-
an hafs og austan og stendur víst til að gera
kvikmynd um Mma Ramotswe sem Anthony
Minghella (The English Patient, The Talented
Mr. Ripley) hyggst leikstýra.
Fyrirmyndir í raunveruleikanum
Nokkrar sögupersónur í bókunum eiga sér
fyrirmyndir í raunveruleikanum, en sjálf Mma
Ramotswe á sér ekki beinlínis fyrirmynd; að
því er Smith segir þá varð hún til er hann
horfði á miðaldra konu eltast við hænu í smá-
bænum Mochudi, úthverfi höfuðborgarinnar
Gaborone, og er hún náði hænunni og sneri
hana úr hálsliðnum segir Smith að kviknað
hafi hjá sér hugmynd að aðalpersónu í bók
sem væri glaðvær líkt og konan sem hann
horfði á, útsjónarsöm og hefði „þjóðlegt“
vaxtarlag eins og hann orðar það svo smekk-
lega.
Smith lýsir Botswana svo hlýlega að flesta
sem lesa bókina langar til að kynnast landinu
frekar því þó þar sé talsverð fátækt að vest-
rænum mælikvarða og alnæmi mjög útbreitt,
rúmur þriðjungur þjóðarinnar er með alnæmi,
ríkir pólitískur stöðugleiki í landinu og hefur
gert frá því það öðlaðist sjálfstæði 1966. Efna-
hagur landsins stendur líka í blóma, erlendar
skuldir eru litlar og hagvöxtur mikill og stöð-
ugur. Smith er líka í miklum metum í Botsw-
ana og þá ekki bara fyrir bækurnar um Mma
Ramotswe heldur einnig að hann kom á fót
lagadeild Botswana-háskóla eins og getið er,
en hann er líka höfundur lagasafna Botswana.
Mma Ramotswe leysir málið
Ný glæpasagnahetja, ef
glæpasögur skyldi kalla, nýt-
ur vaxandi vinsælda víða um
heim. Árni Matthíasson segir
frá Mma Ramotswe, þjóðlega
vaxinni Botswanakonu.