Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 49 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.10 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 10 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! í f i t tl ! SG. DVSG. DVÓ.H.T Rás2 KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  MBL  SG DVSG DV MBL KVIKMYNDIR.IS KVIK YNDIR.CO ÓHT RÁS 2 Þessi gamli góði Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar Grensásvegi 7, sími 517 3535 Nýtt dansatriði GÖMLU jaxlarnir í Brimkló hafa sem kunnugt er gengið í endurnýjun lífdaga og verið á tón- leikaför um landið frá byrjun mánaðarins. Síð- ustu helgi lék hljómsveitin fyrir fullu húsi á Players í Kópavogi og á föstudag er stefnan sett á NASA við Austurvöll. Valinn maður er í hverju hlutverki og fer Björgvin Halldórsson að sjálfsögðu fremstur í flokki, en gamall Brimkló- arliði leggur þeim að þessu sinni lið, í fyrsta skipti í tvo áratugi. Það er enginn annar en Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður sem mundar bassann á ný. Í samtali við blaðið sagði Sigurjón að svo skemmtilega hefði viljað til að hann er einmitt á landinu um þessar mundir þegar Brimkló er á tónleikaför: „Ég held það séu 20 ár síðan ég lék með þeim síðast, en ég hef auðvitað spilað í millitíðinni, bara ekki með Brimkló. Ég var lengi vel með hljómsveit á Propaganda Films sem tróð upp árlega auk þess að ég spilaði á minningartónleikum Karls Sighvatssonar árið 1996 en þar var ég einmitt með Flowers og Björgvini Halldórs.“ Þó að langt hafi liðið á milli tónleika segist Sigurjón ekki hafa ryðgað að ráði: „Þetta er dá- lítið eins og að læra að hjóla. Þetta kemur fljót- lega aftur. En maður verður að æfa sig.“ Félagarnir munu taka gömlu góðu lögin: „Auðvitað geta menn djammað ennþá, og það kemur væntanlega eitthvað óvænt og ófyrir- séð.“ Ekki er þó allt talið því von er á öðrum söngv- ara af Brimklóarkynslóðinni og mun hann stíga á svið og reyna að „slappa af“, eins og segir í til- kynningu. Hljómsveitin Moody Company hitar upp á ballinu en þar eru við stjórnvölinn þeir Krummi Björgvins úr Mínus og Franz Gunnarsson úr Ensími en samvinna þeirra er gæluverkefni þar sem þeir iðka allt annan tónlistarstíl en þann sem fólk á að venjast hjá fyrrnefndum hljóm- sveitum þeirra tveggja. Kvikmyndagerðarmaðurinn dustar rykið af bassanum Síðan eru liðin mörg ár: Brimkló í þá gömlu góðu. Sigurjón er fyrir miðju. Sigurjón Sighvatsson leikur með Brimkló Tónleikar Brimklóar með Sigurjón Sig- hvatsson innanborðs verða á NASA föstu- daginn 15. ágúst. JULIUS Nasso, fyrrum umboðsmaður bandaríska kvikmyndaleikarans Stevens Seagals, hefur gert samkomulag við bandaríska saksóknara um að játa á sig sakir vegna ákæru um að hann hafi leit- að liðsinnis mafíunnar í New York við að kúga fé út úr Seagal. Samkomulagið er þó háð því að bandaríska dómsmála- ráðuneytið fallist á það. Í febrúar sl. bar Seagal vitni í rétt- arhaldi yfir mafíuforingjanum Peter Gotti og sex öðrum félögum í Gambino- fjölskyldunni. Þótt Seagal væri þvert um geð að koma í vitnastúkuna lýsti hann því hvernig nokkrir úr hópi sakborning- anna hefðu reynt að kúga út úr honum fé en þá voru þeir Nasso skildir að skiptum. Seagal sagði að Nasso hefði krafist þess að fá greiddar 3 milljónir dala eftir að þeir slitu viðskiptasambandi sínu og sagði einnig að Nasso hefði leitað til Gambino-fjölskyldunnar til að fá hana til að hóta Seagal og innheimta féð. Seagal kúgaður Steven Seagal STRÁKARNIR í Foo Fight- ers þurfa ekki að halda uppi stuðinu einsamlir í Laugar- dalshöllinni 26. ágúst því hljómsveitirnar My Morning Jacket og Vínyll hita upp. Er þetta sannkallaður bónus fyrir þá sem þegar eiga miða á tónleikana. Eins og greint hefur verið frá varð uppselt á tónleikana um leið og mið- ar fóru í sölu í júlí en alls seldust um 5.500 miðar á að- eins fjórum tímum. „Foo Fighters vildu endi- lega kynna My Morning Jacket fyrir Íslendingum,“ segir Kári Sturluson tón- leikahaldari. „My Morning Jacket hafa verið að spila með Foo Fighters í Banda- ríkjunum, hita upp fyrir þá á nýaf- stöðnum Bandaríkjatúr. Hljóm- sveitin er líka að hita upp fyrir Foo Fighters á einhverjum tónleikum í Evrópu um þessar mundir,“ út- skýrir hann en My Morning Jacket er fimm manna hljómsveit frá Louisville í Kentucky, sem hefur hlotið lof tónlistarblaða á borð við NME að undanförnu. Tónleikar Foo Fighters hérlend- is eru hluti af Evróputúr sveitar- innar en áður en hún heimsækir Ís- land ferðast hún um Bretlandseyjar og heldur eftir Höllina til meginlandsins. Kári segir að viðbótin sé fengur fyrir landann. „Þetta setur meiri svip á tónleikana. Þarna fáum við að sjá allavega eina hljómsveit, sem við vitum að er alveg frábær, Foo Fighters. Og það er líka mikill fengur að fá að kynn- ast My Morning Jacket líka, þó hún hafi ekki verið mikið í deiglunni hérna heima. Gæti komið á óvart,“ segir Kári ánægður. Foo Fighters völdu Vínyl „Síðan var spurn- ing um hvort þarna kæmi fram íslensk hljómsveit og það varð úr að þeir völdu Vínyl í það hlutverk. Það var stungið upp á nokkrum hljóm- sveitum en þeir vildu endilega að Vínyll myndi hita upp fyrir þá,“ segir Kári. „Þessi uppsetning, Foo Fighters, My Morning Jacket og Vínyll gerir það að verkum að þetta verður bara stærri, flottari og skemmti- legri konsert.“ Tónleikar Foo Fighters í Laugardalshöll 26. ágúst My Morning Jacket og Vínyll hita upp Morgunblaðið/Sverrir Fimmmenningarnir í Vínyl fá þann heiður að hita upp fyrir Foo Fighters í Laugardalshöll síðar í mánuðinum. www.foofighters.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.