Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 1
BURÐARÁS ehf. og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. keyptu á laugardag samtals
12,5% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
fyrir einn milljarð króna í tengslum við sölu
á eignarhlut sínum í SÍF. Bréf fyrir 3,5
milljarða króna í SÍF skiptu um eigendur á
laugardag og hafa tveir nýir hluthafar eign-
ast rúmlega 33% í SÍF. Ljóst er að ekkert
verður af samruna SH og SÍF á næstunni
og fagnar Ólafur Ólafsson, varaformaður
stjórnar SÍF, því að breytt eignarhald fé-
lagsins færi starfsmönnum starfsöryggi í
kjölfar mikils óróa vegna samrunahugleið-
inga.
Burðarás ehf. seldi allan sinn hlut í SÍF,
16,5%, og keypti í kjölfarið 7,5% hlut í SH
fyrir 650 milljónir króna og jók þar með
eignarhlut sinn í félaginu, en fyrir átti
Burðarás 19,6%. Að sögn Friðriks Jóhanns-
sonar framkvæmdastjóra Burðaráss hafði
félagið áhuga á að styrkja stöðu sína í SH
sem einu af leiðandi fyrirtækjum í útflutn-
ingi á sjávarafurðum.
Sjóvá-Almennar tryggingar áttu engan
hlut fyrir í SH þegar félagið keypti 5% hlut
að verðmæti 400 milljónir í framhaldi af
sölu á hlut sínum í SÍF. Einar Sveinsson
forstjóri Sjóvár-Almennra sagði ástæðuna
fyrir kaupunum þá, að félagið teldi SH eiga
framtíð fyrir sér og myndi skapa verðmæta-
aukningu sem Sjóvá-Almennar hygðust
njóta góðs af.
Ólafur Ólafsson, varaformaður stjórnar
SÍF, sagði það koma til greina að kaupa eða
sameinast Coldwater Seafood, dótturfélagi
SH í Bandaríkjunum, en tekur fram að slíkt
yrði aldrei gert nema á jafnréttisgrundvelli.
„SÍF myndi aldrei taka þátt í minnihluta-
sameiningu í Bandaríkjunum,“ sagði hann.
Ólafur sagði það þá ekki hafa verið til
umræðu hjá stjórn SÍF að selja SH verk-
smiðju SÍF sem starfrækt er í Virginíufylki
í Bandaríkjunum.
Burðarás og Sjóvá-Almennar tryggingar keyptu 12,5% hlut í SH
Keyptu fyrir milljarð króna
Bréf fyrir/4
STOFNAÐ 1913 242. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Stemmning
á Ljósanótt
Hljómar tóku þátt í stemmning-
unni á Ljósanótt Suðurnes 10
Þýski landsliðsþjálfarinn hellti
sér yfir fjölmiðla Íþróttir 4
Leikrit eftir
Christie
Óþekkt verk Agöthu Christie
komið í leitirnar Fólk 33
BÓKMENNTAHÁTÍÐ í Reykjavík
var sett í gær í Norræna húsinu og
stendur í viku. Nóbelsverðlauna-
höfundurinn José Saramago frá
Portúgal er einn fjölmargra höf-
unda sem sækja hátíðina og flutti
hann ræðu við athöfnina.
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra setti hátíðina og önn-
ur erindi fluttu Gro Kraft forstjóri
Norræna hússins, Thor Vilhjálms-
son rithöfundur og Stefán Jón Haf-
stein formaður menningarmála-
nefndar Reykjavíkurborgar.
Dagskrá hátíðarinnar hófst síðan
strax í gærkvöldi í Iðnó er nokkrir
höfundar lásu úr verkum sínum. Í
dag mun Silja Aðalsteinsdóttir eiga
samtal við japanska rithöfundinn
Haruki Murakami í Norræna hús-
inu kl. 12 og kl. 15 hefjast pall-
borðsumræður um breskar heims-
bókmenntir. Upplestur höfunda úr
verkum sínum í Iðnó er síðan á dag-
skrá í kvöld.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Nóbelsverðlaunahafinn Jose Saramago við opnun Bókmenntahátíðar í Norræna húsinu í gær.
Bók-
mennta-
hátíðin sett
Útnefnir eftir-
mann Abbas
YASSER Arafat Palestínu-
leiðtogi útnefndi í gær for-
seta palestínska þingsins,
Ahmed Qurei, eftirmann
Mahmouds Abbas, sem sagði
af sér embætti forsætisráð-
herra í fyrradag, að því er
palestínskir embættismenn
greindu frá. Qurei hafði í
gærkvöldi enn ekki formlega
samþykkt að taka við emb-
ættinu. Hann er hófsamur og nýtur trausts
meðal Ísraela.
Ísraelskar herþotur gerðu í gærkvöldi eld-
flaugaárás á heimili herskás Hamas-liða á
Gazasvæðinu, og sögðu sjónarvottar og hjúkr-
unarliðar að tíu manns hefðu særst.
Leiðtogar Hamas/14
Ramallah. AFP.
Ahmed Qurei
Stuðningur
frá Þýskalandi
„ÉG HEF fengið margar hringingar frá
fyrrverandi félögum í þýska boltanum og
þessir fyrrverandi meðspilarar mínir hafa
ekki aðeins óskað mér til hamingju heldur
finnst þeim frammistaða okkar frábær og
vona að við komumst áfram,“ segir Ásgeir
Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu.
Ísland og Þýskaland gerðu markalaust
jafntefli í Evrópukeppni landsliða á Laug-
ardalsvellinum á laugardag og mátti silf-
urliðið frá heimsmeistarakeppninni í
fyrra í raun þakka fyrir að fá stig í leikn-
um. Ásgeir Sigurvinsson segir að margir
félagar sínir í Þýskalandi geri sér grein
fyrir stöðunni og hann hafi fundið fyrir
góðum stuðningi í Þýskalandi. „Gamlir
þýskir landsliðsmenn, sem hafa spilað tugi
landsleikja fyrir Þýskaland, segjast krossa
fingur fyrir okkur og ég á von á að sjá þá í
Hamborg 11. október, því þeim finnst
gaman að halda með okkur,“ segir Ásgeir.
Skammarleg/B1
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti bað þegna sína að búast við
frekari fórnum í viðleitninni við að
koma á stöðugleika í Írak er hann
ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í
gærkvöldi, eða skömmu eftir mið-
nætti í nótt að íslenskum tíma.
Samkvæmt tilkynningu sem
Hvíta húsið gaf út í gærkvöldi
sagði Bush m.a. í ávarpinu að
Bandaríkjamenn myndu „verja því
sem þörf krefði“ til að sigur ynnist
í stríðinu gegn hryðjuverkastarf-
semi. „Meginvígstöðvarnar“ í því
stríði væru nú í Írak. „Óvinir
frelsisins berjast þar af örvænt-
ingu – og þar verður að leggja þá
að velli.“
Forsetinn sagði ennfremur:
„Markmið okkar í Írak eru þrjú.
Að leggja hryðjuverkamenn að
velli, afla stuðnings annarra ríkja
við að tryggja frelsi Íraks og að-
stoða Íraka við að axla ábyrgð á
vörnum sínum og framtíð.“
Þjóðaröryggisráðgjafi forsetans,
Condoleezza Rice, sagði í gær að
forsetinn myndi í ávarpinu greina
frá því hversu miklum fjármunum
þyrfti að verja í áframhaldandi
hersetu og enduruppbyggingu í
Írak. Fjölmiðlar sögðu að forset-
inn myndi fara fram á allt að sjö-
tíu milljarða dollara til verkefn-
isins, og þar af færu fjórir
milljarðar á mánuði einungis í her-
setuna.
Bush hefði ennfremur ákveðið
að falast eftir aðstoð Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) í Írak, og gefið Col-
in Powell utanríkisráðherra fyr-
irmæli um að styðja nýja ályktun á
vettvangi SÞ er gerði samtökunum
kleift að gegna þar stærra hlut-
verki. SÞ gæfist nú „tækifæri til
að axla aukna ábyrgð“ á uppbygg-
ingarstarfinu í Írak.
„Verjum því sem þarf“
George W. Bush Bandaríkjaforseti.
Bush segir „meginvígstöðvar“ stríðsins gegn hryðjuverkum nú vera í Írak
Washington. AFP, AP.
Fúkyrði
Völlers
ÞÖRFIN fyrir bandarískt herlið í
Írak og á öðrum vígstöðvum í stríð-
inu gegn hryðjuverkum mun líklega
hafa í för með sér að draga þurfi úr
herafla Bandaríkjamanna annars
staðar og gætu Bosnía, Kósovó, Sín-
aí-skagi og Ísland verið þar á meðal,
að því er bandaríska dagblaðið Free
Lance-Star í Fredericksburg í Virg-
iníu hefur eftir Richard B. Myers,
yfirmanni bandaríska herráðsins.
Myers sagði að á tuttugustu öld-
inni hefði verið skynsamlegt að
verulegur fjöldi hermanna væri í
kaldastríðsherstöðvum á borð við
stöðina á Íslandi, en væri það ef til
vill ekki á tuttugustu og fyrstu öld-
inni „í ljósi nýrrar stöðu í öryggis-
málum“ og álagsins á bandarískan
herafla vegna verunnar í Afganist-
an og Írak.
Gæti þýtt sam-
drátt varnarliðs