Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Ket- ilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík, lést síðast- liðinn laugardag, 53 ára að aldri. Vil- hjálmur var um tíma bæjarfulltrúi og bæjarstjóri í Kefla- vík. Vilhjálmur fæddist í Keflavík 13. apríl 1950, sonur hjónanna Ketils Vilhjálmsson- ar, fyrverandi bif- reiðarstjóra, og Val- gerðar Sigurgísla- dóttur verslunarmanns. Valgerður er látin. Vilhjálmur lauk kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Ís- lands. Með námi vann hann hjá Ol- íufélaginu hf. á Keflavíkurflugvelli og kenndi við Myllubakkaskóla. Hann var æskulýðsfulltrúi í Kefla- vík 1974 til 1977 og kenndi jafn- framt við Holtaskóla. Vilhjálmur hefur verið skólastjóri Myllu- bakkaskóla frá 1978 fyrir utan tvö ár sem hann var í leyfi til að gegna stöðu bæjar- stjóra. Vilhjálmur var bæj- arfulltrúi fyrir Al- þýðuflokkinn í bæjar- stjórn Keflavíkur 1986 til 1994 og var auk þess bæjarstjóri Keflavíkurkaupstaðar fyrstu tvö árin, 1986 til 1988. Þá lék Vilhjálmur knattspyrnu með Íþróttabandalagi Keflavíkur og var í gullaldarliði fé- lagsins sem varð Íslandsmeistari 1969, 1971 og 1973 og var í ung- lingalandsliði Íslands. Eiginkona Vilhjálms er Sigrún Birna Ólafsdóttir, starfsmaður Flugþjónustunnar á Keflavíkur- flugvelli. Þau eignuðust sex börn, Garðar Ketil, Margeir, Ásgeir sem dó á fyrsta ári, Svan, Vilhjálm sem er látinn og Völu Rún. VILHJÁLMUR KETILSSON Andlát UM fimmhundruð karlmennhafa verið handteknir íSvíþjóð fyrir að kaupakynlífsþjónustu eða gera tilraun til þess, að því er fram kom í máli Margareta Winberg, varafor- sætis- og jafnréttisráðherra Svíþjóð- ar og Gunnilla Ekberg, sænsks lög- fræðings og félagsráðgjafa, á málþingi íslenskrar kvennahreyf- ingar á Grand Hótel á laugardag. Skv. sænskum lögum sem gengu í gildi hinn 1. janúar 1999 er bannað að kaupa kynlífsþjónustu hvers konar, s.s. kynlífsþjónustu í vændishúsum, kynlífsþjónustu á svokölluðum eró- tískum nuddstofum og fylgdarþjón- ustu (escort service). Svíþjóð er eina landið í heiminum sem hefur gert slík kaup refsiverð, en fleiri lönd, t.d. Finnland, íhuga nú að taka upp samskonar lagaákvæði. Brot á sænsku lögunum geta varðað fésektum eða fangelsisvist í allt að sex mánuði. Að sögn Ekbergs hafa yfir 300 af hinum 500 karlmönnum játað sekt sína, og verið dæmdir til að greiða sekt, sem er ákveðið hlutfall af tekjum þeirra. Enginn þeirra hefur verið dæmdur í fangelsi. Margareta Winberg var hér á landi í boði íslensku kvennahreyfing- arinnar og hélt hún erindi fyrir nær fullum sal á Grand Hótel á laugardag. Gunnilla Ekberg var með henni í för. Winberg fjallaði í erindi sínu m.a. um sænsku lögin sem banna kaup á vændi, en hún var hvatamanneskja þess að lögin skyldu tekin upp. Í máli hennar kom fram að skv. nýlegum sænskum skoðanakönnunum eru um 80% landsmanna hlynnt lögunum. Winberg fjallaði aukinheldur um ný lög í Svíþjóð, sem gengu í gildi í byrjun september, og varða heimilis- ofbeldi, en skv. lögunum er heimilt að fjarlægja ofbeldismanninn af heim- ilinu. „Það þýðir að fólk sem verður fyrir ofbeldi þarf ekki að flýja heimili sín til að komast und- an ofbeldinu,“ út- skýrði ráðherrann. Vilja ekki vændi Winberg fór m.a. yfir rökin með lögun- um sem banna vændi. Hún sagði að skv. þeim væri litið svo á að kaup karlmanna á vændi væri einn angi af ofbeldi þeirra gagn- vart konum. Hún sagði að kaupandi vændisins og sá sem seldi það stæðu ekki jafnfætis; hvorki fé- lagslega né efnahagslega. Sá sem seldi vændi gerði það aldrei sjálfvilj- ugur. „Konur vakna ekki einn morg- uninn og hugsa; nú ætla ég að gerast vændiskona.“ Hún sagði að vændi snerist í raun um það að sterkari að- ilinn nýtti sér bága stöðu veikari að- ilans. „Við lítum þannig á að karlar þurfi ekki að kaupa sér kynlífsþjón- ustu vændiskvenna. Þeir hafa val. Karlar hafa peninga og geta valið það að kaupa ekki kynlífsþjónustu, en vændiskonur eru í það veikri stöðu að þær geta ekki valið að selja ekki lík- ama sinn.“ Hún sagði að í Svíþjóð væri það litið alvarlegum augum ef karlmenn veldu það að kaupa vændi og „að okkar mati er það einn angi of- beldis karla gagnvart konum,“ sagði hún. Winberg lagði áherslu á að vændi myndi ekki þrífast ef karlmenn keyptu ekki kynlíf. „Að okkar mati skapar þörfin markaðinn en ekki öfugt; ef það væri engin þörf þá væri enginn mark- aður.“ Hún sagði að þegar fjallað væri um vændi hefði athyglin ávallt beinst að vændiskonunum en með lögunum í Svíþjóð hefði verið ákveðið að beina kastljósinu að kaupandanum; við- skiptavininum; karlinum. Winberg greindi frá því að lögin hefðu þegar reynst árangursrík í Sví- þjóð. T.d. hefði minna borið á götu- vændi. Þá hefði vændi sem stundað væri „innandyra“ eins og hún orðaði það orðið sýnilegra og lögreglunni hefði tekist að gera skrár yfir við- skiptavini upptækar sem ákæruvald- ið hefði síðan notað í málshöfðun sinni gagnvart þeim; þ.e. kaupendum vændisins. Þá sagði Winberg að lögin hefðu orðið til þess að þeir sem versluðu með konur, flyttu þær síður til Svíþjóðar, heldur til „vinalegri markaða“ í Evrópu þar sem ekki er bannað kaupa kynlíf. „Það er auðvit- að mjög ánægjulegt að Svíþjóð skuli ekki vera áhugaverður markaður fyr- ir glæpamenn og glæpastarfsemi.“ Í umræðunum á eftir var m.a. rætt um það hvort lögin um bann við vændi yrði til þess að „ýta undir neðanjarðarstarf- semi þess.“ Gunnilla Ek- berg svaraði því hins veg- ar til að vændi gæti aldrei farið „neðanjarðar“ vegna þess að vændi þyrfti að auglýsa eða kynna svo þeir sem keyptu það vissu hvert þeir ættu að leita. Þá sagði Winberg að það væri tálsýn ein að halda því fram að betur væri hægt að halda utan um vændi með því að lögleiða það. „Slík leið yrði einungis til þess að sópa vandanum undir teppið,“ sagði hún. Um 80% kvenna kæra ekki Winberg sagði að ofbeldi karla gagnvart konum kæmi fram á mismunandi hátt; vændi væri eitt dæmi um slíkt ofbeldi og barsmíðar annað. Hún sagði að yfir 20.000 til- kynningar um líkamlegt ofbeldi karla gagnvart konum bærust yfirvöldum í Svíþjóð á ári hverju. Í flestum til- fellum væri árásarmaðurinn karl sem konan þekkti vel og hefði náin sam- skipti við. Líklega væri ofbeldið þó mun algengara en fyrrgreind tala gæfi til kynna, því almennt væri talið að um 80% kvenna sem yrðu fyrir of- beldi segðu ekki frá því opinberlega. Winberg sagði að lögin, sem gengu í gildi í byrjun september, beindust sérstaklega að þeim konum sem yrðu fyrir ofbeldi af hálfu karlmanna sem þær ættu í nánum samskiptum við. Hún sagði að hingað til hefðu konur og börn þurft að flýja heimilið vegna ofbeldis karlmannsins en með nýju lögunum bæri ofbeldismönnunum að yfirgefa heimilið. Þeim væri jafn- framt bannað að heimsækja það. Að sögn Winbergs snýst ofbeldi karlmanna gagnvart konum ekki um skyndilega reiði, „of mikla hormóna- starfsemi,“ eins og hún orðaði það eða um „heilaskemmdir í bernsku.“ Of- beldi nýst um völd karlsins yfir kon- unni. Karlmenn sem berji konur geri sér m.ö.o. fulla grein fyrir því hvað þeir séu að gera. „Það er ekki óal- gengt að karl, sem ræðst á konu, dragi fyrir gluggana svo enginn sjái hvað sé að gerast, hækki í hljómflutn- ingsgræjunum eða sjónvarpinu svo enginn heyri og setji jafnvel sáraum- búðir á hendur sínar svo hann fái ekki áverka.“ Winberg greindi einnig frá því að skv. sænskri skýrslu, væru ákveðnir hópar kvenna einnig beittir ofbeldi, þ.e. hópar sem hingað til hefði verið talið að ekki væru beittir ofbeldi. Þar á meðal væru eldri konur, ófrískar konur og fatlaðar konur. Hún ítrekaði einnig að ofbeldismenn kæmu úr öll- um þjóðfélagshópum. Þingmenn breyti lögunum Rúna Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Stígamóta, hefur talað fyrir því að Íslendingar tækju upp lög sem bönnuðu kaup á vændi. Hún sagði undir lok málþingsins að hún væri mjög hneyksluð og reið yfir því að nú biði íslensk kona þess að verða dæmd fyrir það að stunda vændi, en skv. íslenskum lögum er óheimilt að stunda vændi sér til framfærslu. Réttarhöldin yfir konunni og sambýlismanni hennar, sem m.a. er sakaður um að hafa aðstoðað konuna við starfsemina, hefjast nú á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Rúna sagði að það væri auðvelt fyr- ir þingmenn að breyta lögunum á þann veg að þeim sem keypti vændið yrði refsað en ekki þeirri sem seldi kynlífsþjónustuna. Hlaut hún fyrir þessi orð sín sterkt lófaklapp við- staddra. Margareta Winberg, varaforsætis- og jafnréttisráðherra Svíþjóðar Vændi er einn angi af ofbeldi gagnvart konum Margareta Winberg, varaforsætis- og jafn- réttisráðherra Svíþjóð- ar fjallaði m.a. um vændi og heimilisofbeldi í erindi sínu á Grand Hótel á laugardag. Hún var hér á landi í boði ís- lensku kvennahreyfing- arinnar. Margareta Winberg ARI Guðmundsson, fyrrverandi starfs- mannastjóri Lands- bankans, er látinn á 76. aldursári. Ari var fæddur 18. septem- ber 1927. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Halldórsson prentari og Fríða I. Aradóttir söngkona og húsmóðir. Ari lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en hóf störf hjá Landsbanka Íslands árið 1943 og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann varð starfsmannastjóri bankans árið 1974 og fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs árið 1984. Ari tók virkan þátt í íþróttum á yngri árum og var lengi forystumaður í íþróttahreyfingunni. Hann var í hópi fyrstu sundmanna Ís- lendinga og átti lengi Íslandsmet í öllum vegalengdum skrið- sunds. Ari sat í stjórn sundfélagsins Ægis og var formaður fé- lagsins 1952-57. Hann sat í stjórn Golf- klúbbs Reykjavíkur 1969-78 og var for- maður félagsins 1976- 78. Þá sat hann um tíma í stjórn Golfsambandsins og í stjórn Íþróttabandalags Reykja- víkur. Eftirlifandi eiginkona Ara er Katla Ólafsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. ARI GUÐMUNDSSON HÓPUR 50 til 60 hundaáhuga- manna kom saman við Hundarækt- unina Dalsmynni á Kjalarnesi á laugardag, en þar fóru fram þögul mótmæli við meintri illri meðferð á hundum hjá hundaræktuninni. Tals- verður styr hefur staðið um hunda- ræktina í Dalsmynni undanfarið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæltu hunda- haldi við Dalsmynni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.