Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 10
SUÐURNES
10 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJANESBÆR var í hátíð-
arbúningi fyrir og um helgina í tilefni
menningar- og fjölskylduhátíð-
arinnar Ljósanætur. Dagskráin var
fjölbreytt og vel sótt, ekki síst á laug-
ardag, en hátíðin dregur nafn sitt af
kvöldi þess dags.
Upphaflega varð Ljósanótt til fyrir
fjórum árum þegar Steinþór Jónsson
hótelstjóri ákvað að hafa smá tilstand
í kringum það þegar hann kveikti á
lýsingu Bergsins, útilistaverki sem
hann hafði forgöngu um að koma upp.
Síðan hefur hátíðin vaxið ár frá ári og
er orðin ein stærsta bæjarhátíðin.
Ljósanótt hefur orðið svo mikilvæg
í bæjarlífinu á þessum stutta tíma að
allt árið fer í undirbúning hennar.
Framkvæmdum á vegum bæj-
arfélagsins lýkur á þessum tíma og
ýmsir atburðir sem hjá öðrum dreif-
ast yfir árið eru settir á Ljósanótt. Í
ár var nyrðri hluti Hafnargötunnar í
Keflavík tekinn í notkun eftir gagn-
gerar endurbætur. Er það einmitt við
þann hluta götunnar sem flestir list-
viðburðirnir eru og útihátíðarhöldin.
Auk útlitsbreytinga á sjálfri göt-
unni hefur verið komið upp nýrri
götulýsingu og nýr hátíðarfáni bæj-
arins settur á ljósastaurana. Skapar
þetta skemmtilega umgjörð.
Í dagskránni eru öllu til tjaldað
sem til er. Verslanir eru opnar og
stemmning á Hafnargötunni eins og á
hátíðarstundum í erlendum stór-
borgum. Markaðir, tónlist og götu-
leikarar, fjöldi leiktækja fyrir börnin,
í loftinu eru þyrlur á sveimi og list-
flugvél, bátar og sjókettir á sjónum,
fornbílar, slökkviliðsbílar, mótorhjól
og hestar með kerru á götunum. Og
ekki vantar fólkið, fjöldi fólks á
sveimi.
Fjöldi listsýninga er í Reykja-
nesbæ á Ljósanótt. Mér telst til að
hátt í eitt hundrað myndlistarmenn,
ljósmyndarar og handverksfólk hafi
verið að sýna afrakstur vinnu sinnar
á sýningum nú. Þá kemur einnig fram
fjöldi tónlistarfólks og annars lista-
fólks. Ljósanótt er því sannkölluð
menningarhátíð þótt annars konar
skemmtanir séu einnig áberandi.
Ágætis veður var um miðjan dag á
laugardag. Á sjötta tímanum þynntist
hópurinn verulega, þá fór fólkið heim
til að horfa á landsleik Íslendinga og
Þjóðverja eða út að borða. Þegar dag-
skráin byrjaði aftur upp úr klukkan
20 var kominn strekkingur af sjónum
og smá skúrir. Fólk var því lengi að
koma sér á kvöldskemmtunina. Það
var ekki fyrr en Bæjarstjórn-
arbandið, skipað fimm bæj-
arfulltrúum, kom fram sem upphit-
unarhljómsveit fyrir Hljóma að það
fór að fjölga aftur. Mikill mannfjöldi
var kominn á útihátíðarsvæðið við
Hafnargötu þegar Hljómar skemmtu
við góðar undirtektir og klukkan tíu
var síðan kveikt á lýsingunni á Berg-
inu og efnt til stórfenglegrar flug-
eldasýningar og undir leikin tónlist
Gunnars Þórðarsonar, meðal annars
Gamli bærinn minn. Þá var hámark-
inu náð og hópurinn fór aftur að
þynnast. En áfram var dagskrá fram
á nótt á skemmtistöðunum. Enginn
vill taka ábyrgð á tölum um fjölda
gesta. Á síðasta ári var slegið á að
gestir hefðu verið 20-25 þúsund. Efa-
semdaraddir heyrast um að það geti
hafa verið. Sama er uppi á teningnum
nú. Steinþór Jónsson, formaður
Ljósanefndar, segir að mönnum beri
saman um að fleiri hafi verið á Hafn-
argötunni um miðjan daginn nú en í
fyrra. Erfiðara sé að bera saman
fjöldann á kvöldskemmtuninni vegna
þess að nú hafi hátíðarsvæðið verið
stærra. En hann telur að gestir hafi
verið fleiri en síðast og segir það ekki
koma á óvart að þrátíu þúsund manns
sé nærri lagi.
Ljósanóttin fór vel fram, að sögn
lögreglu. Eitthvað var um pústra og
töluvert um að lögreglan þyrfti að
hafa afskipti af unglingum sem ekki
máttu vera úti vegna aldurs og sumir
einnig undir áhrifum áfengis.
Steinþór og Árni Sigfússon bæj-
arstjóri segjast ánægðir með hvernig
til tókst. „Þetta var einstaklega vel
heppnuð hátíð. En auðvitað varð svip-
legt fráfall Vilhjálms Ketilssonar
skólastjóra, eins af máttarstólpum
samfélagsins, okkur mikið áfall,“
sagði Árni. Vegna andláts Vilhjálms
felldi Ljósnefnd niður skrúðgöngu
sem til stóð að hafa í gær, á leik
UMFN og Keflavíkur í 1. deildinni í
knattspyrnu. Einnar mínútu þögn
var við upphaf leiksins og knatt-
spyrnumennirnir léku með sorg-
arbönd en Vilhjálmur var í svokölluðu
Gullaldarliði ÍBK.
Öllu tjaldað
sem til er á
Ljósanótt
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Góð stemmning var við útisviðið við Myllubakka þegar Hljómar komu fram í gamla bænum sínum, Keflavík.
Reykjanesbær
Mikill fjöldi gesta var á Ljósanótt sem náði
hámarki með tónleikum Hljóma, lýsingu
Bergsins og flugeldasýningu. Helgi
Bjarnason upplifði stemmninguna.
Fjölbreytilegt mannlíf var á Hafnargötu en hestvagn eina ökutækið.
„ÞEIR komu Bítlabænum á kortið,“
er letrað á hellu sem komið hefur ver-
ið fyrir í gangstétt við verslunina
Hljómval við Hafnargötuna í Kefla-
vík. Stjörnuspor Reykjanesbæjar er
tileinkað Hljómum frá Keflavík, ís-
lensku Bítlunum, sem eiga 40 ára
starfsafmæli í byrjun næsta mánaðar.
Fjölmenni safnaðist um staðinn
þegar Engilbert Jensen, Gunnar
Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Er-
lingur Björnsson afhjúpuðu fyrsta
Stjörnuspor Reykjanesbæjar. Auk
framangreindrar áletrunar eru þar
eiginhandaráritanir Hljómanna fjög-
urra.
Árni Sigfúson bæjarstjóri sagði af
þessu tilefni að þegar ákveðið hefði
verið, að hugmynd Hilmars Braga
Bárðarsonar, að gera Stjörnuspor
Reykjanesbæjar hefði strax verið litið
til Hljóma. Þeirra fjörutíu ára litríki
og farsæli ferill væri Reykjanesbæ
mikil hvatning til að hlúa að tónlist-
inni enn frekar og að þess mundu
sjást merki þegar fram liðu stundir.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Mannfjöldi safnaðist í kringum íslensku bítlana, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Erling Björnsson, þegar þeir afhjúpuðu fyrsta
Stjörnuspor Reykjanesbæjar, í gangstéttinni við Hljómval.
„Þeir komu Bítlabænum á kortið“
Reykjanesbær
„ÞETTA er skemmtilegt, það
blundar auðvitað smá hégóma-
girnd í okkur,“ sagði Rúnar Júl-
íusson þegar hann var spurður
um Stjörnuspor Reykjanesbæjar.
Aðspurður viðurkenndi Rúnar
að hann hefði fengið væga
stjörnutilfinningu við að sjá
nafnið sitt í gangstéttinni.
Rúnar sagði ekki mikla hættu
á að hann stigi oft fæti á
helluna, hún væri dálítið úr leið
fyrir sig. Hann gengi alltaf með
sjávarsíðunni í daglegum göngu-
ferðum sínum, til þess að ná sér
í súrefni fyrir daginn, eins og
hann orðar það.
Rúnar kvaðst ánægður með
Ljósanæturhátíðina. Til dæmis
kæmi fjöldi brottfluttra Kefla-
víkinga og dveldi í bænum í
fjóra daga. „Þetta er skemmti-
legur viðburður og fer vaxandi.
Svo er búið að taka virkilega vel
til í bænum, fegra hann og
snyrta,“ sagði Rúnar.
Sjálfur tekur hann virkan þátt
í Ljósanótt. Í ár voru Hljómar
aðalnúmerið á kvöldskemmt-
unni, frumfluttu lög af vænt-
anlegum geisladiski Hljóma í
bland við eldri lög á útisviðinu
við Hafnargötu. Fengu þeir hlýj-
ar mótttökur hjá þeim fjölda
gesta sem hátíðina sótti.
Þá var Rúnar með upptöku-
heimili Geimsteins opið alla há-
tíðisdagana og Hljómar áttu tón-
list við kvikmynd sem sýnd var
alla hátíðina. Það var því í nógu
að snúast hjá tónlistarmann-
inum.
Fékk væga
stjörnu-
tilfinningu