Morgunblaðið - 08.09.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.09.2003, Qupperneq 12
VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innritun stendur nú yfir í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skól- anum á innritunartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. Einnig sendum við upplýsingabækling þeim sem þess óska. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3000 á önn 588-3630 588-3730 ww w.g itar sko li-o lga uks .is Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif- röst byrjar hvert misseri á þema- viku þar sem nemendur á 1. og 2. ári í háskóladeildunum vinna saman í þemaverkefnum, stjórnunar- æfingum eða fjármálaleikjum. Markmiðið er að setja nemendur í stellingar fyrir krefjandi nám sem framundan er, ýta vinnuhópum af stað og tengja nemendur við þær áherslur sem skólinn setur í starfi sínu. Undanfarin tvö ár hefur skólinn fengið IMG-Deloitte til liðs við sig við skipulagningu og framkvæmd vikunnar. Í ár var inntak vikunnar helgað frumkvöðlahæfni, en um- ræða um að það vanti frumkvöðla- menntun á Íslandi hefur verið áber- andi í þjóðfélaginu. Ýmsir fyrirlesarar fjölluðu um frumkvöðla frá ýmsum hliðum, svo sem að vera frumkvöðull, að vinna með frumkvöðlum, að vinna hug- myndum fylgi og að mennta frum- kvöðla. Nemendum gafst í lokin kostur á að spyrja gestina um þeirra reynslu og skoðanir. „Spurningin um það hvort hægt væri að mennta frumkvöðla fannst mér skipta miklu máli, ég var alls ekki viss um að svo væri,“ sagði Ívar Logi Sigurbergsson sem er á fyrsta ári í Lögfræðideild á Bifröst. „Í ljós kom hjá þeim sem töluðu á nám- skeiðinu, að það er hægt. Mér fannst þetta námskeið skerpa á því sem mér finnst skólinn hér á Bifröst einmitt alltaf vera að gera og það er að alltaf er verið að byggja okkur nemendurna upp með það fyrir aug- um að við verðum frumkvöðlar eða stjórnendur í atvinnulífinu. Við vor- um hvött til að þora að taka ákvarð- anir og ekki vera hrædd við að tak- ast á við hlutina. Það kom einnig skýrt fram að sumir eru frum- kvöðlar í eðli sínu og aðrir ekki. Frumkvöðlarnir þurfa ekki endilega að vera góðir stjórnendur og oft eru þeir það alls ekki og því fer betur á að fá betur hæft fólk til þess að framkvæma hugmyndir þeirra. Ég held að allir nemendurnir hafi betur gert sér grein fyrir hvort í þeim búi frumkvöðull eða ekki eftir þetta námskeið.“ Nemendum á Bifröst er skipt upp í 10 manna hópa í upphafi hverrar annar með tilviljanakenndu vali. Þó er passað upp á að dreifing sé góð eftir því hvar fólk er statt í námi, hvaða deild það er í, aldri og fleiru. Hópurinn hittist í fyrsta sinn í upp- hafsvikunni og byrjaði að þessu sinni að starfa saman í frum- kvöðlavikunni. „Þessi hópur á eftir að vinna sam- an alla önnina og við byrjuðum á að setja okkur strax skýr markmið og hvernig við ætlum að vinna á önn- inni. Þessar ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt og þeim verða allir í hópnum að fara eftir. Það er gott að taka dæmi úr svona hópi hvaða eiginleikum fólk er gætt. Á námskeiðinu var fólki skipt í ákveðna flokka, til dæmis stofn- anakarlinn og frumkvöðlamanninn. Stofnanakarlinn mætir alltaf í vinnuna klukkan átta og ef hann sér að vinnufélaginn er mættur, leggur hann höndina á vélarhlífina á bílnum hans til að athuga hvort hann er löngu mættur. Frumkvöðlamað- urinn mætir hins vegar í vinnuna þegar honum hentar.“ Lyfjaskammtari tengdur við gsm-síma Ívar segir vikuna hafa verið áhugaverða í alla staði og ekki síst þegar hópurinn átti, á nokkrum klukkutímum, að fá raunhæfa hug- mynd um vöru sem vantaði á mark- aðinn, hvernig ætti að kynna hana fyrir fjárfestum og markaðssetja hana. Hóparnir voru 16 talsins og voru settir upp jafnmargir sölubás- ar til að kynna vöruna. Hópur Ívars fékk þá hugmynd að framleiða lyfjaskammtara sem tengdur var við gsm-síma. Jafn- framt var hugmyndin að stækka hulstrið utan um símann örlítið þannig að lyfjaskammtarinn kæmist þar fyrir einnig. Síminn pípti síðan til að láta vita hvenær viðkomandi átti að taka lyfin. „Í viðskiptahugmyndinni vorum við búin að gera samning við Nokia og Ericsson og búin að selja mikið af vörunni. Miðað við fimm ára áætl- un sem við gerðum mundum við græða tugi milljóna á ári,“ sagði Ív- ar. Agnes Hlíf Andrésdóttir sem er á öðru ári í Viðskiptadeild tekur undir með Ívari og segist hafa verið mjög ánægð með frumkvöðlavikuna. Hún tók einnig þátt í leiðtogaviku sem IMG-Deloitte bauð upp á í fyrra og segist hafa verið mjög ánægð með það sem hún lærði þar. Fara í gegnum sjálfspróf „Þá þurftum við að fara í gegnum alls konar sjálfspróf sem kenndi manni margt. Þar sá maður svart á hvítu sínar sterku og veiku hliðar og hvað maður þarf að laga,“ sagði hún. „Þetta var svolítið öðruvísi, en líka mjög skemmtilegt.“ Þau voru sammála um að frum- kvöðlar séu í raun uppfinn- ingamenn. Agnes sagðist vera mjög ánægð með að hópurinn hennar lenti í öðru sæti fyrir sína hugmynd. „Hún byggist á því að bjóða ferða- mönnum að upplifa hið daglega líf á Íslandi. Ferðamennirnir færu þá á sjóinn, í réttirnar og tækju þátt í venjulegu lífi á Íslandi. Þetta ætl- uðum við að kalla Live-it Travelling, eða á íslensku: Upplifðu Ísland.“ „Þetta er alls ekki svo fráleit hug- mynd,“ sagði Ívar. „Og sama má segja um allar hugmyndirnar sem komu fram.“ Agnes sagði að hver dagur á námskeiðinu hefði verið vel skipulagður og hún hefði hlakkað til að mæta. „Ég var veik einn daginn, en gat ekki hugsað mér að missa af neinu,“ sagði hún. Báðum þótti þeim frumkvöðlavikan vel heppnuð að öllu leyti en minntust sérstaklega á fyrirlestur Þorsteins J. Vilhjálms- sonar fjölmiðlamanns um skapandi hugsun. „Þetta var skemmtilegasti fyrirlestur sem ég hef farið á,“ sagði Agnes. „Hann hélt athygli okkar í þrjá til fjóra klukkutíma, og notaði meðal annars Matrix kvikmyndina til að undirstrika orð sín.“ Ívar sagði Þorstein hafa komið því vel til skila hvað skapandi hugs- un er einföld, en að maður þyrfti að vera gagnrýninn á sjálfan sig og jafnframt hafa trú á sjálfum sér. Agnes sagði að það hefði verið lögð áhersla á að ýta undir nemendurna um að opinbera hugmyndir sínar, ekki þegja og hugsa sitt og horfa síðan upp á einhver annan koma með sömu hugmynd, framkvæma hana og njóta afrakstursins. Skólastarf á Bifröst hófst með frumkvöðlaviku Ýtir undir sjálfstraust og þor nemendanna Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Agnes Hlíf Andrésdóttir og Ívar Logi Sigurbergsson. Bifröst VEÐRIÐ lék við bændur í Lax- árdal þegar þeir réttuðu í Ljár- skógarétt á laugardaginn. Ekki kom jafn margt fé af fjalli og verið hefur í þessum sömu smalamennskum síðastliðin ár, og telja þeir að þessari góðu tíð sé um að kenna. Gengu réttarstörf vel og var mannmargt. Eftir að réttum lauk ráku bændur féð ríðandi heim. Á myndinni er Kristján bóndi í Hólum með ferhyrnt lamb. Réttað undir Dalanna sól Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Búðardalur NEMENDUR, kennarar og starfs- fólk Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri hófu skólastarfið 1. september síðastliðinn með því að hittast í matsal skólans, fá sér morgunkaffi og með- læti og hlusta á ræðu Magnúsar B. Jónssonar rektors og Sigurðar Guð- mundssonar formanns Nemenda- félagsins. Alls munu 160 manns stunda nám á Hvanneyri í vetur og hafa nemendur aldrei verið fleiri. Nemendafjöldi hef- ur tvöfaldast frá því skólinn var gerð- ur að háskóla árið 1991. Alls munu 82 stunda háskólanám í landnýtingu, umhverfisskipulagi eða búvísindum auk þess sem fimm nemendur stunda meistaranám, en fyrsti nemandinn sem lýkur meistaranámi við skólann mun væntanlega útskrifast næsta vor. Í bændadeild stunda 39 reglu- bundið nám en 40 eru í fjarnámi. Þá hafa fjórir sótt um að stunda nám í einstökum greinum við skólann. Við skólasetninguna sagði Magnús B. Jónsson rektor meðal annars: „Fagleg áhersluatriði Landbúnað- arháskólans á sviði kennslu og í vali rannsókna- og þróunarverkefna taka mið af hinu fjölþætta hlutverki land- búnaðar framtíðarinnar og þeirri skil- greiningu að landbúnaður spanni alla þá starfemi sem nýtir auðlindina landið sér til framfærslu. Hið fjöl- þætta hlutverk landbúnaðarins kallar á aukna menntun og rannsóknir bæði varðandi búvísindin sem tengjast framleiðslu matvæla og ræktun en ekki síður að hverskonar viðfangsefn- um sem tengjast meðferð og um- gengni um auðlindina, landið.“ Vegna aukins nemendafjölda hefur húsnæðisþörf á staðnum aukist mjög og voru nýir nemendagarðar teknir í notkun fyrir skömmu. Þrátt fyrir að skólastarfið á Hvann- eyri hafi hafist með formlegum hætti 1. september hófu nýnemar í háskóla- námi vetrarstarfið nokkru fyrr eða þann 25. ágúst. Þá hófst sameiginleg- ur tveggja eininga námsáfangi fyrir allar brautir. Hann nefnist „Byggð og búskapur“ og stendur yfir í þrjár vik- ur. Hann byggist á fyrirlestrum og vettvangsferðum þar sem nemendum er kynnt hið búskaparlega og nátt- úruvísindalega umhverfi námsins sem framundan er. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Nemendur, kennarar og starfsfólk við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri hófu vetrarstarfið með því að borða saman morgunverð. Aldrei fleiri nem- endur á Hvanneyri Hvanneyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.