Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 19 stu. Líklegt er hins vegar að ndur í Malaví eða Bangladesh þurfi að taka börnin sín úr lja eigur sínar til að lifa af til- ari (og hugsanlega nið- ) afurða frá útlöndum. Og arnar sem nauðsynlegar eru bændum kleift að keppa við ur þeirra í auðugu löndunum arkaðir, rannsóknir – eru ein- ki fáanlegar. órnir í þróunarlöndunum og þau ríki og samtök sem veita þeim að- stoð þurfa að fjárfesta í landbúnaðinum og tryggja að fátæka og sveltandi fólkið geti reitt sig á öryggisnet sem heldur því á lífi þangað til það fer að njóta við- skiptaávinningsins sem lofað hefur verið. Matvælaaðstoð, sem er nógu markviss og tengist annarri þróunaraðstoð, getur þá komið að gagni. Markviss matvælaaðstoð er árangurs- ríkasta leiðin til að ná til þeirra sem hafa mesta þörf fyrir hjálp. Þegar þurrkar, flóð, stríð, alnæmi eða efnahagsþreng- ingar svipta menn lífsviðurværinu eru þeir ekki lengur neytendur. Matvælaað- stoð fullnægir brýnustu frumþörf þeirra, þannig að þeir geta notað þær litlu tekjur sem þeir kunna að hafa fyrir aðr- ar lífsþarfir eins og húsaskjól, heilbrigð- isþjónustu og menntun. Matvælaaðstoð getur gert þeim, sem eru alltaf soltnir og þurfa að strita á hverjum degi til að fá næga næringu, kleift að beina kröft- um sínum að frjórri störfum sem munu stuðla að hagvexti, fremur en að halda efnahagnum niðri. Þegar fulltrúar iðnríkjanna og þróun- arlandanna rökræða afstæða ókosti til- slakana, niðurgreiðslna og innflutnings- gjalda ættu þeir að hafa í huga að á degi hverjum deyja 24.000 manns úr hungri … um það bil jafnmargir og ef ein breiðþota færist á hálftíma fresti. Í heimi með ótalmargar geymslur sem eru kúffullar af landbúnaðarafurðum er þetta til háborinnar skammar. k við samningaborðið James T. Morris er framkvæmdastjóri Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). óunarlandanna niðurgreiðslna hafa í huga að á r hungri. ‘ S AMKVÆMT sveitarstjórn- arlögum er bæjar- og sveit- arstjórnum heimilt að taka sér frí frá fundarstörfum í allt að tvo mánuði. Hér í Kópavogi hefur það löngum verið svo að bæjarstjórn hefur fækkað fundum en ekki fellt þá niður nema í júlí. Með- an sveitarstjórnin er í fríi veitir hún bæjarráði umboð til fullnaðar- afgreiðslu mála. Er þetta hugsað til þess að það bíði ekki mánuðum saman að staðfesta einfaldar ákvarðarnir. Bæjarráðsfundir eru í eðli sínu veru- lega frábrugðnir bæjarstjórn- arfundum. Þeir eru lokaðir og almenn- ingi gefst því ekki kostur á að fylgjast með gangi mála og umræðum, eins og á bæjarstjórnarfundum en frá þeim er útvarpað. Bæjarráð í stórákvörðunum Bæði í Kópavogi og í sveitarfélögum í kringum okkur eru stór mál ekki til lykta leidd á þessum „sumarfrís- fundum“, bæði vegna þess að þeir eru lokaðir en ekki síður af því að í bæj- arráði sitja einnugis fimm af ellefu bæjarfulltrúum. Það er því í raun minnihluti kjörinna fulltrúa sem ræð- ur framvindu mála. Auðvitað er ekkert athugavert við að slíkur hópur, kjörinn af bæjarstjórninni, afgreiði einföld, minniháttar mál enda hlutverk bæj- arráðs að vera nokkurs konar fram- kvæmdastjórn sveitarfélagsins. Vegna þess hef ég samþykkt sumarfrí. Nú má glöggt sjá að á þessu er að verða eðl- isbreyting af hálfu sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Á undanförnum árum hefur færst mjög í vöxt í Kópa- vogi að umdeild mál séu keyrð í gegn í sumarleyfi bæjarstjórnar. Það er vissulega þægilegt fyrir meirihlutann, þar sem málin eru ekki rædd á fundi sem er opinn öllum bæjarbúum, auk þess sem fjöldi íbúa er fjarverandi vegna sumarleyfa og því eiga margir óhægt um vik með að fylgjast með og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Mál keyrð í gegn Nú í sumar hafa komið fyrir bæj- arráð Kópavogs nokkur stór mál, sem hefðu átt að fá miklu meiri og opnari umræðu. Þar má nefna hugmyndir um háhýsabyggð í landi Lundar í Foss- vogsdal, þar sem gert er ráð fyrir 500 íbúðum. Þetta mál hefur aldrei fengið umræðu eða afgreiðlsu í bæjarstjórn. Einnig má nefna samþykkt á skipulagi fyrir 2.800 manna byggð á Hörðuvöll- um upp við Vatnsendaland, frá því var gengið með einföldum hætti í bæj- arráði, þrátt fyrir mótmæli íbúa á svæðinu og fleiri aðila. Einnig hefur komið fyrir bæjarráð samningur um kaup á landi í eigu ríkisins í kringum Kópavogshæli. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun, en hér er um mikil útgjöld fyrir bæinn að ræða. Ætlunin var að afgreiða það með sama hætti en vegna óska okkar í Samfylk- ingunni var því frestað. Hlustum á bæjarbúa Nútímastjórnun leggur áherslu á valddreifingu og að heyra raddir sem flestra sem málin varða. Kópavogsbær hefur ekki nýtt sér áhuga íbúanna né þau fjölmörgu tækifæri sem ný tækni gefur til þess að draga íbúa sveitarfé- lagsins meira inn í ákvarðanatöku í bænum. Hér er stjórnað með fremur gamaldags valdboðsaðferðum, þar sem þátttaka almennings í stjórnun á sínu sveitarfélagi er svo til eingöngu bundin við að kjósa á 4 ára fresti. Auð- vitað á það að vera markmið okkar að gera sem flesta bæjarbúa virka í um- ræðunni um hvernig við Kópavogsbú- ar eigum að haga okkar málum. Það er líklegt til að leiða til betri niðurstöðu í málum, ekki síst þeim sem umdeild eru. Umræða leiðir til betri niðurstöðu Bæjarstjórn og bæjarfulltrúar eiga að kalla eftir umræðum og skoð- anaskiptum um bæjarmálin. Þeir eiga aldrei að koma í veg fyrir þær eða kæfa þær – það er andstætt lýðræðinu og í raun aðför að því. Opin og lífleg umræða er lýðræðinu og okkur öllum nauðsynleg. Þröngsýni og valdhroki núverandi meirihlutaflokka í Kópavogi endurspeglast til að mynda í því að keyra áfram jafn umdeilt mál og „Lundarmálið“ áfram í sumarleyfinu. En einnig í því að taka illa í hugmyndir t.d. frá félagasamtökum í Kópavogi falli þær ekki að þeirra eigin hug- myndafræði, sem gjarnan eru fremur lítt grundaðar. Auðvitað er eðlilegra og nútímalegra að leita eftir frískandi umræðu og skoðanaskiptum um mál af þessu tagi. Það er hressandi að takast á og oft finnast nýjar og betri lausnir í málefnalegri umræðu, þar sem ólík sjónarmið mætast. Það er valdhroki að keyra áfram sínar eigin hugmyndir og valta yfir þá sem aðrar skoðanir hafa. Það er lýð- ræði að varpa fram hugmyndum og kalla eftir umræðu í leit að bestu lausn. Það felast hættur í því að afhenda bæjarráði völd bæjarstjórnar í löngu sumarfríi. Með því er verið að misnota heimild fyrir eðlilegu sumarfríi til þess að keyra í gegn umdeild mál án opinn- ar umræðu og án þess að íbúarnir hafi möguleika á að koma sínum skoðunum á framfæri. Bæjarstjórn á ekki að haga sér með þessum hætti. Lýðræðið á aldrei að fara í sumarfrí. Eftir Flosa Eiríksson ’ Það er valdhroki aðkeyra áfram sínar eigin hugmyndir og valta yfir þá sem aðrar skoðanir hafa. ‘ Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fer lýðræðið í sumarfrí? evrunnar og það gæti síðan leitt til þess að g vestur-evrópsk fyrirtæki hættu við að fjár- í Austur-Evrópu. Við virðumst vera hér í ring: upptaka evrunnar kann að stuðla að um erlendum fjárfestingum, en hún er háð ð nýju ríkin geti minnkað fjárlagahallann. ess að hægt verði að bæta fjárhag ríkjanna hins vegar hagvöxturinn að aukast og það er rlendum fjárfestingum. ú þegar ávinningurinn af aðild að Evrópu- bandinu virðist miklu minni en gert var ráð hefur stuðningurinn við hana minnkað ega í Austur-Evrópuríkjunum. Þótt mikill ihluti þeirra sem greiddu atkvæði hefði aðildina í nánast öllum löndunum þar sem ð var borið undir þjóðaratkvæði ákváðu gir að neyta ekki atkvæðisréttarins. galeysi er besta orðið til að lýsa atkvæða- slunum sem farið hafa fram til þessa. dmóður stuðningsmanna Evrópusam- sins í Austur-Evrópu eftir lýðræðisbylt- rnar hefur horfið. Til að flækja málin enn a munu Austur-Evrópuríkin ganga í Evr- ambandið þegar það gengur í gegnum ar breytingar á innviðum sínum sem skjal- r verða í nýjum stjórnarskrársáttmála. na reynslu sinnar af langvinnu samn- þjarki um stækkun sambandsins eru flest nandi aðildarríkin tortryggin í garð nokk- af stóru ESB-löndunum. Hafi þessi lönd eigingjörn síðustu fjórtán árin, hvers a ættu þá Austur-Evrópuþjóðirnar að trúa ð þau misnoti ekki breytingarnar á fyr- mulagi ákvarðanatöku innan sambandsins tnað minni ríkja? Þess vegna eru nokkur vonandi aðildarríkjum ESB andvíg því að að verði nýtt embætti varanlegs forseta ogaráðs sambandsins. ssi ótti hefur einnig magnast vegna geð- egðunar, einkum reiðilesturs Jacques ac Frakklandsforseta þegar hann úthúðaði nandi aðildarríkjum ESB fyrir að láta í stuðning við Bandaríkin í Íraksmálinu. nig að þegar draumurinn um stækkun ESB st, 1. maí á næsta ári, verður ekki mikill uður, hvorki í Austur-Evrópu né í vest- rðri álfunni. Þess í stað mun andrúmsloftið ennast af beyg í bland við veika von um að a bjargist einhvern veginn að lokum. Í ljósi slu Evrópu af byltingum – bæði í Austur- estur-Evrópu – ættum við ef til vill að a áhugaleysinu. vrópu iri Pehe var stjórnmálaráðgjafi Vaclavs Havels, yrrverandi forseta Tékklands, og er nú rektor New York University í Prag. F YRSTI skóladagur dóttur minnar var í síðustu viku. Eins og flestir foreldrar þekkja eru þetta stór tímamót í lífi hverrar fjöl- skyldu. Undanfarna daga hefur umræðan á mínu heimili að mestu leyti snúist um stunda- skrána, nýju skólafélagana, kennarann og ekki síst nýju skólatöskuna, pennaveskið og alla þá fjölmörgu fylgihluti sem dóttir mín telur nauðsynlegt að hefja skólagöngu sína með. Við foreldrarnir höfum reyndar ekki verið síður spennt. Búin að fara í heimsókn í skólann, fara á fund með skólastjóranum, kenn- urunum og foreldrunum og líst afar vel á það sem dótturinnar bíður. Í þessu skemmtilega ferli hef- ur þó verið mest heillandi að fylgjast með skólabörnunum ungu og sjá eftirvæntinguna sem skín úr augum þeirra á fyrsta skóladeginum. Þegar við foreldr- arnir komum saman til að hitta kennarann og spjalla um kom- andi vetur kom líka í ljós að það sem hvað þyngst lá á öllum var hvernig hægt væri að tryggja að vonir þeirra og væntingar yrðu ekki að vonbrigðum, þar sem hugmyndir barnanna um skól- ann væru ekki endilega í fullu samræmi við veruleikann. Kenn- arinn sýndi þessum áhyggjum okkar mikinn skilning, um leið og hún sannfærði okkur um að með tímanum tækist þeim vel að laga væntingar sínar að veru- leika skólastarfsins. Við skyldum hins vegar ekki láta það koma okkur úr jafnvægi þótt barnið okkar kæmi heim úr skólanum fyrsta daginn, fremur nið- urdregið yfir litlum árangri dagsins um leið og það tilkynnti með mikilli hneykslan að það hefði ekki einu sinni lært að lesa í dag! Dóttir mín lýsti reyndar ekki slíkum vonbrigðum en allt í kringum þennan fyrsta skóladag hennar hefur enn einu sinni minnt mig á mikilvægi þess að við séum stöðugt vakandi fyrir því sem er aðalatriðið í öllu skólastarfi. Það er nemandinn og hans þarfir og að skólinn mæti sem best þeim vonum og vænt- ingum, sem við sjáum svo glöggt á börnunum okkar á svona tíma- mótum. Sem foreldrar þurfum við stöðugt að standa vörð um þessi gildi í skólastarfi barnanna okk- ar og á vettvangi stjórnmálanna getum við einnig staðið vörð um sömu gildi. Í fræðsluráði og borgarstjórn Reykjavíkur eru málefni grunnskólanna til stöð- ugrar umræðu sem eitt af stærstu og mikilvægustu verk- efnum hverrar sveitarstjórnar. Í skólum borgarinnar er unnið af- ar gott og metnaðarfullt starf, enda hafa skólarnir á að skipa frábæru starfsfólki sem leggur mikla alúð í sín störf. Hins vegar er ljóst að meðan áherslur Reykjavíkurlistans ráða ferðinni fá hvorki börnin, foreldrarnir eða starfsfólk skólanna nægileg tækifæri til að gera þessa skóla enn betri og börnin okkar enn hæfari til að takast á við verk- efni framtíðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að gera breytingar á fræðslumálum í Reykjavík. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lögðum við sjálfstæðismenn áherslu á stórsókn í mennta- málum. Með henni vildum við tryggja að fyrsti skóladagurinn yrði upphafið að metnaðarfullu ferli sem hefði það eitt að mark- miði að veita reykvískum börn- um bestu fáanlegu menntun. Í anda þessara áherslna höfum við unnið á undanförnu ári og höfum lagt fram tillögur sem allar miða að því að færa þjónustuna nær þeim sem hana nýta, minnka miðstýringu og auka val nem- enda og foreldra. Til að veita börnunum okkar bestu fáanlegu menntun skipta nokkrir þættir mestu máli. Við eigum að leggja áherslu á aukna faglega samfellu á milli leik- og grunnskólastigsins til að nám barna verið meiri heild og þau upplifi minni skil þarna á milli. Við eigum einnig að gefa börn- um tækifæri á að hefja nám 5 ára, henti það þeim. Til að færa skólana sem næst þeim sem þekkja til starfs þeirra eigum við að stíga skref til aukinnar valddreifingar og skipta borginni upp í nokkur skólahverfi en hverfa frá því að ein fræðslu- skrifstofa stjórni öllum grunn- skólum borgarinnar, rúmlega 40 að tölu. Börn og foreldrar eiga að hafa val um það hvar í borg- inni grunnskólanámið er stund- að, óháð búsetu og öll grunn- skólabörn eiga að njóta sama fjárstuðnings, hvort sem þau stunda nám í einkareknum eða borgarreknum skóla. Með slík- um breytingum getum við bet- ur tryggt að nám í reykvísk- um grunnskólum taki sem mest við af þörfum barna og foreldra. Framsæknar hugmyndir og stöðug endurskoðun eru nauð- synlegir þættir í öllu skóla- starfi. Sem höfuðborg landsins á Reykjavík að vera leiðandi í öllu starfi fyrir börn, ekki síst í skólastarfi. Nú er svo komið að oftar en ekki eru það nágranna- sveitarfélög okkar sem eru í far- arbroddi um að veita börnum ný tækifæri til náms. Nýjasta dæm- ið er að finna í Garðabæ, þar sem mikill metnaður bæjaryf- irvalda í menntamálum hlýtur að vekja önnur sveitarfélög til um- hugsunar. Nú er þar boðið upp á grunnskólanám fyrir 5 ára börn í einkareknum skóla sem þar hefur tekið til starfa. Þar njóta börnin sama stuðnings frá sveit- arfélaginu og börn sem sækja skóla rekinn af sveitarfélaginu. Þess verður vonandi ekki of langt að bíða að þegar nefnd eru dæmi um metnaðarfullt og fram- sækið starf í þágu grunnskóla- barna, séu börnin okkar sem bú- um í Reykjavík oftar njótendur en nú er. Við munum sjálfsagt aldrei getað mætt þeim væntingum barnanna okkar að þau komi læs heim að loknum fyrsta skóladeg- inum. Við eigum hins vegar að tryggja að þegar þau ganga út í lífið eftir síðasta grunnskóladag- inn, þá hafi þau fengið tækifæri til að velja sér nám og námsfyr- irkomulag sem best hentaði þeirra þörfum. Einungis þannig fá börnin okkar bestu fáanlegu menntun. Ég lærði ekki að lesa í dag! Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Til að börnin okkarnjóti bestu menntunar þarf að gera breyt- ingar á fræðslumálum í Reykjavík. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi.    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.