Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 22

Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 22
Bróðir okkar SVEINUNGI JÓNSSON Frá Tóvegg Hvammi-heimili aldraðra, Húsavík, em lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsa- vík, fimmtudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 10.september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Adam Jónsson, Rósa E Jónsdóttir, Sigurður Jónsson. MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Kristján Sigurð-ur Guðmundsson vélvirki og renni- smiður, fyrrv. starfs- maður verkalýðs- félaganna á Suðurlandi, fæddist á Ísafirði 13. maí 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi að- faranótt 31. ágúst síðastliðins. Foreldr- ar hans voru hjónin Lára Ingibjörg Magnúsdóttir hús- freyja, f. 19.7. 1894, d. 15.7. 1990, og Guðmundur G. Kristjánsson, skrifstofustjóri Raf- veitunnar á Ísafirði, f. 23.1. 1893, d. 4.11. 1975. Systkini Kristjáns eru: 1) Magn- ús, f. 1916, d. 1918, 2) Ólafur, starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, f. 1918, d. 1982, 3) Magn- ús, f. 1920, d. 1941. 4) Páll Steinar, fyrrv. skólastjóri Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, f. 29.8. 1926, 5) Haraldur, f. 1928, d. 1935, 6) Sig- rún, fyrrv. leikskólastjóri, f. 26.6. 1929, og 7) Lárus Þorvaldur, fyrrv. sendiráðsprestur í Kaupmanna- höfn, f. 16.5. 1933. Kristján kvæntist 4. júní 1953 Guðmundu Guðmundsdóttur, f. 4.6. 1925, d. 1.1. 1990, fyrrverandi kjólameistara, frá Hurðarbaki í sen viðskiptafræðingi, f. 12.5. 1966, búsett í Bergen í Noregi. Kristján bjó á Ísafirði til 1947, í Reykjavík til 1949, á Selfossi til 1994, en flyst þá til Víkur í Mýrdal, þar sem hann átti heimili til dán- ardægurs. Á yngri árum var hann mörg sumur í Stóru-Sandvík í Flóa, og leit alla tíð á það stóra heimili sem sitt annað bernsku- heimili. Hann lauk sveinsprófi í vélsmíði á Ísafirði 1946 og starfaði lengst af við járnsmíði á ýmsum stöðum. Starfaði um árabil við tankasmíði víða um land, fyrir Vél- smiðjuna Héðin, og stundaði af og til sjómennsku. Þá starfaði hann einnig við járnsmíði og pípulagnir hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi um nokkurt skeið. Í áratug starfaði hann sem skrifstofumaður fyrir verkalýðsfélögin á Selfossi og eftir það við viðgerðir og vél- gæslu hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Kristján var skipaður iðnfulltrúi á Suðurlandi 1972 og gegndi því starfi, með öðrum störf- um, til ársins 1990. Hann var stofn- félagi og fyrsti formaður Járniðn- aðarmannafélags Árnessýslu og í stjórn þess þar til félagið samein- aðist Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík. Um árabil sat hann í samninganefndum fyrir Málm- og skipasmíðasamband Íslands sem og verkalýðsfélögin á Suðurlandi, meðan hann starfaði fyrir þau. Síðustu æviárin átti Kristján heima á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hjallatúni í Vík. Útför Kristjáns verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Villingaholtshreppi. Þau áttu heimili á Sel- fossi allan sinn bú- skap. Synir þeirra eru: 1) Guðmundur Guðni, aðstoðardeild- arstjóri hjá Region Skåne í Svíþjóð, f. 14.9. 1953, kvæntur Sólveigu Renate Frið- riksdóttur félags- og námsráðgjafa í Lundi, f. 1.3. 1952, búsett í Dalby í Svíþjóð. Þeirra börn eru a) Kristján Sigurður skrifstofumaður, f. 12.7. 1976, kvæntur Titti Larsén nema í hönnun, frá Lundi í Svíþjóð, búsett í Leeds í Englandi, b) Lára Björk nemi, f. 3.5. 1986, og c) Katla Ösp nemi, f. 18.8. 1987, báðar í for- eldrahúsum. 2) Haraldur Magnús prófastur, f. 30.10. 1957, kvæntur Guðlaugu Guðmundsdóttur hjúkr- unarforstjóra, f. 28.9. 1961, búsett í Vík í Mýrdal. Þeirra synir eru: a) Árni Már hjúkrunarnemi, f. 30.9. 1981, unnusta hans er Guðrún Birna Sigmarsdóttir frá Arakoti á Skeiðum. b) Birgir sölumaður, f. 20.7. 1984, búsettur í Reykjavík, og c) Guðmundur Kristinn, f. 13.10. 1992, í foreldrahúsum. 3) Lárus Þór, fiskifræðingur og ráð- gjafi hjá Fiskistofu Norðmanna, f. 20.1. 1962, kvæntur Kirsti Arne- Það eru margar minningar sem hlaðast upp þegar við hugsum til afa. Það er eins og það sé svo stutt síðan við vorum í heimsókn á Skólavöllun- um á Selfossi, að leika okkur að gömlu bílunum frá pabba og bræðr- um hans. Oftar en ekki fengum við pinnaís og hundrað krónu seðil. Veiðiferðirnar í ár og vötn standa líka uppúr í minningunni og aldrei leyndi veiðihugurinn sér hjá afa, enda var hann veiðikló sem hnýtti sínar eigin flugur og túpur. Svo flutti afi til Víkur og bjó heima hjá okkur fyrst um sinn. Við munum hvað okkur fannst skrýtið hvað það var alltaf kalt í herberginu hjá hon- um. En afi þurfti alltaf að hafa gluggana vel opna. Afi var hlýr og góður við okkur krakkana og vildi allt fyrir okkur gera. Hann var dug- legur að fylgjast með okkur og fá fréttir af því hvað við værum að gera. Honum fannst alveg sérstaklega gaman að fylgjast með Guðmundi litla, yngsta barnabarninu sínu, því honum leið stundum illa í fótunum sínum eins og afa, en afi mátti aldrei neitt aumt sjá eða vita. Afi var alveg sérstaklega minnugur og hafði mjög gaman af að segja frá. Ekki hvað síst þegar hann var ungur og flakkaði landshorna á milli í vinnu, hvort sem hann var kokkur eða sjómaður á skip- um eða járnsmiður. Skömmu eftir að afi flutti heim til okkar fékk hann mikinn áhuga á fýla- veiðum og tók þátt í þeim af lífi og sál. Þótt hann væri orðinn gamall og lúinn í fótunum, þræddi hann sandana og aurana við Klifanda, með okkur í leit að bráð, meira af vilja en mætti. Alltaf vorkenndi hann aumingja fuglunum fyrst, en veiðihugurinn bar hann samt alltaf ofurliði og hann var ekki ánægð- ur nema veiðin væri mikil og góð. Þegar heilsu afa fór að hraka flutti hann á Dvalarheimilið Hjallatún. Þá fannst honum gaman að komast með okkur í bíltúr því hann hafði allt- af mikinn áhuga á því sem var að ger- ast í kringum sig. Fyrir þremur árum kynntist hann Guðrúnu Birnu hans Árna. Afi tók henni strax vel og þótti sérstaklega vænt um hana Gúu sína. Hann var kunnugur skyldmennum hennar og hafði gaman af að rifja upp sögur af hennar fólki. Hann hafði alltaf miklar áhyggjur af því að Gúu væri kalt á fót- unum, því hún er oftar en ekki sokka- laus. Oft reyndi hann að pranga inn á hana sokkum þegar hún var í heim- sókn á Hjallatúni. Við erum mjög þakklát fyrir hversu gott hann afi átti síðasta árið sitt. Hann fékk að sjá elsta barnabarnið sitt giftast, átti yndisleg jól með öllum barnabörnunum sínum, en það hafði aldrei gerst áður, enda helmingur þeirra búsettur erlendis. Þetta voru áreiðanlega ein bestu jólin hans eftir að amma dó. Síðustu dagana hafði hann verið á ferðalagi með Lárusi syni sínum og Kirsti konu hans. Þá hafði hann hitt mörg skyldmenni sín og kunningja og sum þeirra hafði hann ekki hitt í mörg ár. Afi var áreið- anlega hamingjusamari þegar hann dó en hann hafði verið í langan tíma og fyrir það erum við svo þakklát. Þegar við vöktum yfir honum á Sjúkrahúsi Suðurlands kvöldið sem hann var að kveðja, dró Guðmundur Kristinn miða úr litlum kassa með ritningarversum sem okkur fannst svo mikil huggun, en á honum stóðu þessi orð úr Rómverjabréfinu: „Enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.“ Að lokum viljum við minnast afa og þakka fyrir árin sem við vorum svo lánsöm að eiga með honum með þess- um orðum: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Árni Már, Birgir, Guðmundur Kristinn og Guðrún Birna. Hinn 30. ágúst heimsótti Kristján föðurbróðir, foreldra okkar í sum- arbústað þeirra ásamt Lárusi syni sínum og Kersti tengdadóttur. Hann kom færandi hendi með hvítan rósa- vönd og franskt kampavín, það var oft stíll yfir Kristjáni. Kristján var kátur og umræðurnar fjörugar. Þegar halla tók að degi varð Kristján lúinn og hallaði sér aftur í sófanum og lygndi aftur augunum, daginn eftir var hann allur. Með Kristjáni er genginn ís- lenskur alþýðumaður, harður í horn að taka ef svo bar undir en jafnframt svo undur mildur. Kristján var aldrei fjáður í veraldlegum skilningi en samt átti hann alltaf aur til að gauka að okkur systrunum. Í barnshuganum var Kristján stór og sterkur maður sem ekkert gat sigrað og gat hann skutlað okkur systrunum hátt í loft upp og aldrei óttuðumst við að hann gripi okkur ekki á niðurleiðinni. Því fylgdi ávallt mikil tilhlökkun að heim- sækja Kristján frænda. Á seinni ár- um urðu heimsóknirnar fáar en jóla- kort bárust á milli um hver jól. Milli föður okkar og Kristjáns var sterkt bræðraband. Þeir báru ekki vináttu sína á torg en vissu ávallt hvor af öðr- um og gagnkvæmt traust einkenndi öll þeirra samskipti. Okkar hinsta kveðja til Kristjáns föðurbróður okk- ar er Ákall, ljóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Hvað varðar þann um vesalings jarðarbörn, um vanda þeirra, harmatölur og þrautir, sem malar stjörnur sundur í svartri kvörn og sendir þær endurskaptar á nýjar braut- ir? Vér lærðum það ung, að sá teldi hvert höf- uðhár sem hnattakerfum stýrir um geiminn auða, heyrði hvert andvarp, sæi hvert sorgartár, en sakir þessa erum vér líka að nauða. Því bið ég þig, Drottinn, að muna nú mig um það (og má ekki skilja þau orð sem dylgjur um gleymsku), að þegar þú sendir mig næst í nýjan stað, varði naumara skammtað þar af grimmd og af heimsku. Öllum sem unnu Kristjáni S. Guð- mundssyni sendum við samúðar- kveðjur. Katrín, Lára, Ingibjörg, Guðrún og Unnur Pálsdætur. KRISTJÁN S. GUÐMUNDSSON Ástkær systir, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hurðabaki, Birkivöllum 10, Selfossi lést á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt laugardagsins 6. september. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Matthías Viðar Sæmundsson, Steinunn Ólafsdóttir og dætur Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT HRÖNN VIGGÓSDÓTTIR, Viðarási 59, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 6. september. Jarðarför auglýst síðar. Kristinn Á. Kristinsson, Sunna Ósk Kristinsdóttir Nanna Margrét Kristinsdóttir Tinna Kristín Indíana Kristinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi VILHJÁLMUR KETILSSON skólastjóri, Háholti 19, Keflavík, andaðist laugardaginn 6. september. Sigrún Birna Ólafsdóttir Garðar Ketill Vilhjálmsson Kristín Jóna Hilmarsdóttir Margeir Vilhjálmsson Herborg Arnarsdóttir Svanur Vilhjálmsson Kellyann Reynolds Vala Rún Vilhjálmsdóttir Jón Ingi Jónsson Ketill Vilhjálmsson barnabörn og bræður Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, RÚNAR KOLBEINN ÓSKARSSON, Gilsbakka 1, Bíldudal, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 4. september. Jarðarförin auglýst síðar. Lára Dís Sigurðardóttir, Salome Rúnarsdóttir, Sigurður Hlíðar Rúnarsson, Margrét Guðjónssdóttir, Jóhann Auðunsson, Herdís Jónsdóttir, Sigurður Hlíðar Brynjólfsson. r r t j dóttir, Jóhan Auðuns on, r í ttir, Sigurður Hlíðar Brynjólfs . Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR HELGADÓTTIR, Hæðargarði 35, lést á Landspítalanum sunnudaginn 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gyða Þórhallsdóttir, Svala Þórhallsdóttir, Garðar Snorrason, Árni Þórhallsson, Brynja Marteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. i, i ili l r , í , sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, fimmtudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 10. septe ber kl. 14.00. rir t .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.