Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ Í Reykjavík á Laugaveg Í Kópavog á Kársnesbraut Upplýsingar í síma 569 1116. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Bessastaðahreppur - Sjóvörn við Gesthús Siglingastofnun Íslands óskar eftir til- boðum í byggingu um 130 m sjóvarnar við Gesthús á Álftanesi. Helstu magntölur: Um 1300 m³ flokkað grjót og um 900 m³ óflokkuð kjarnafylling. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga- stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá miðviku- deginum 10. september, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. september 2003 kl. 11:00. Siglingastofnun Íslands. Útboð Fáskrúðsfjörður Endurnýjun Bæjarbryggju 1. áfangi Hafnarnefnd Búðahrepps óskar eftir tilboðum í byggingu harðviðarbryggju ásamt grjótvörn. Verkið felst í því að gera grjótflá, steypa land- vegg og byggja 30 m langa harðviðarbryggju. Helstu magntölur: Flokkað grjót: 600 m³ Landveggur: 32 m Harðviðarstaurar: 30 stk. Heilklædd bryggja: 240 m² Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. janúar 2004. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Búða- hrepps og skrifstofu Siglingastofnunar, Vestur- vör 2, Kópavogi, frá þriðjudeginum 9. septem- ber, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudag- inn 23. september 2003 kl. 11:00. Hafnarnefnd Búðahrepps. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA mbl.is Það var ákveðinn tómleiki sem greip mig þegar ég heyrði að amma væri látin. Hún gaf mér afskaplega mikið sem ég er stað- ráðin í að nýta sem gott veganesti á lífsleið minni. Hún lagði alltaf mikla áherslu á jákvæða hugsun og mik- ilvægi þess að rækta sjálfan sig og að huga að sínum nánustu. Hvers kyns veraldleg gæði skiptu minna máli. Samverustundirnar með ömmu voru mér ætíð ómetanlegar. Ég var alltaf heilluð af sögunum hennar. Sérstaklega hafði ég gaman að því þegar hún rifjaði upp lífið í Vest- mannaeyjum þar sem hún ólst upp. Lífið þar virtist fullt af skemmtileg- um uppákomum sem byggðust mest á samverustundum fjölskyldunnar. Sálmarnir sem móðir hennar, Þór- unn, samdi á þessum tíma hélt amma mikið upp á og hafði yndi af því að sýna mér. Einnig gat ég endalaust dundað mér við að skoða myndirnar frá Evrópureisunni þeirra afa og ömmu. Myndirnar af þeim sýna alla þá ástúð og elsku sem ríkti á milli þeirra. Rómantíkin virtist á stund- um slík að ég fór næstum hjá mér við að skoða myndirnar. Margar góðar stundir áttum við líka þegar amma dvaldi hjá okkur meðan foreldrar okkar voru erlend- is. Amma hugsaði afskaplega vel um okkur, eldaði góðan mat og tók þátt í lífi okkar. Þegar ég komst á ung- lingsaldurinn fannst mér ákveðið frelsi vera í því þegar amma var hjá okkar þar sem útivistartíminn var þá aðeins rýmri. En amma sagði alltaf við mig: „passa þú bara Sillu þína“ og dugði það alveg á mig. Með frels- inu sem hún veitti kom líka ákveðið traust sem ég vildi ekki bregðast. Sama var uppi á teningnum seinna þegar unglingsástin var mér erfið. Þá var yndislegt að geta komið til ömmu og létt af hjarta sínu. Venju- lega róaði amma mig með því einu að Jesú myndi leysa úr mínum málum. Þetta var einmitt það sem ég vildi heyra á þessum stundum. Ég þurfti meira á hlustanda að halda en ráð- gjafa. Sigurbjörg Ásta. Elsku amma mín. Nú ertu loksins komin upp til afa eins og þú varst farin að bíða eftir. Það er svo skrýtið að þú sért farin, minningarnar um þig eru svo marg- ar og mun ég alltaf hugsa um þig, ég gleymi því aldrei hvað það var alltaf gaman að heimsækja þig í Espigerði og fá hjá þér súkkulaðiköku og brjóstsykur, þú áttir alltaf eitthvað sætt í skápnum og þú vissir svo vel hvað ég var mikill nammigrís. Það var alltaf svo gott að koma til þín því þú tókst alltaf svo vel á móti mér, ég var alltaf litli Addi þinn og þótti mér það svo gott þegar þú kallaðir mig það og knúsaðir mig í leiðinni. Þú varst alltaf svo glöð og ánægð með það sem ég var að gera og hafðir svo mikinn áhuga á því sem var að ger- ast í kringum mig og aðra. Þegar ég var lítill og mamma og pabbi voru á flakki um heiminn varst þú oft að passa mig og hugsaðir svo vel um mig og þótti mér það alltaf svo gam- an þegar þú komst á Grenimelinn að passa mig, þú varst líka alltaf svo dugleg að lesa fyrir mig og segja skemmtilegar sögur. Síðastliðin ár hefur þú dvalið á Droplaugarstöðum og ég flutti utan í nám með Evu minni og Andreu dótt- ur okkar og gátum við ekki heimsótt þig eins oft og við vildum og sér- staklega til að koma með Andreu INGILEIF KÁRADÓTTIR ✝ Ingileif Kára-dóttir fæddist í Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum 21. októ- ber 1906. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastliðinn og var útför henna gerð frá Dómkirkj- unni 5. september. litlu, sem fannst svo gaman að sjá lang- ömmu Leifu sína, en ég er svo ánægður með að hafa komið og heimsótt þig stuttu áður en þú fórst og er það ómet- anlegt. Elsku amma mín, þakka þér fyrir þau 26 ár sem ég við áttum saman og munt þú allt- af eiga stað í hjarta mínu, hvíl þú í friði. Þinn sonarsonur, Andrés (Addi). Fyrir nokkrum dögum fannst mér ég allt í einu vera komin í sauma- herbergið hennar ömmu Leifu. Ég áttaði mig ekki fyrr en eftir nokkra stund hvað það var sem dró mig 30– 40 ár aftur í tímann. Ég hafði keypt mér nýja flík sem var með svona „efnalykt“ eins og saumaherbergið hennar ömmu angaði alltaf af. Það var notalegt að geta gleymt sér í smástund og dottið aftur í gamla tímann. Amma Leifa var mikil saumakona og meistari á því sviði. Hún saumaði oft á okkur systkinin og auðvitað kom ekki annað til greina en að hún saumaði fermingarkjólinn minn. Amma var mjög trúuð kona og sá alltaf bara það góða í fólki. Hún sagði mér það oft að hún þakkaði Guði á hverju kvöldi fyrir það hversu góða og vel heppnaða afkomendur hún ætti. Alltaf var svo notalegt að fara til hennar, því maður gat alveg gleymt sér í langan tíma við að spjalla við hana, hún vissi svo margt og hafði alltaf frá svo mörgu að segja. Núna síðustu árin hafði hún stundum orð á því hversu gaman hún hefði haft af því að passa okkur systkinin á Grenimelnum þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Hún var fram á síðustu ár alveg ótrúlega hress og fyrir tíu árum þeg- ar hún var 87 ára kom hún heim til mín fyrir jólin að baka með mér hálf- mána. Það var glatt á hjalla hjá okk- ur og hún hafði greinilega mjög gaman af því að hjálpa mér við baksturinn. Ekki var síðra að fá hana til að gera með mér kæfu, en í því var hún snillingur. Nú er amma Leifa farin til afa en hún hefur oft talað um það undanfar- ið að hún væri orðin svo þreytt og að hana langaði að fara að hitta hann. Ég er alveg viss um að afi hefur tekið á móti henni með útréttan arm- inn og eins og hún hefur þráð í lang- an tíma hvílir hún nú og mun gera um alla eilífð í örmum hans. Mig langar að þakka ömmu minni fyrir öll árin sem við áttum saman. Það sem hún hefur kennt og gefið mér og fjölskyldu minni mun aldrei gleymast. Í hvert skipti sem við höfðum ver- ið í heimsókn hjá henni og vorum að fara heim, þakkaði hún fyrir kom- una, kyssti hvern og einn og sagði: „Takk fyrir komuna, elskan mín, og Guð geymi þig.“ Nú segjum við Rabbi og börnin okkar: Takk fyrir allt, elsku amma, og Guð geymi þig. Elsa María Björnsdóttir. Elsku amma Leifa. Mig langar til að kveðja þig með fáeinum orðum. Ég man alltaf eftir því er ég gisti hjá ykkur afa sem smástrákur í einhverja daga, þá átt- uð þið afi heima í Sólheimunum, þá fann ég fyrir þeirri ást og hlýju sem þið afi gáfuð mér. Ég var alltaf mjög mikill afastrákur og ég man eftir því er hann lést 1. október 1981, þá sagðir þú mér að afi værir hjá Guði og honum liði vel. Þú varst mjög trú- uð manneskja og minntir mann alltaf á að fara með bænirnar fyrir svefn- inn. Það var líka það fyrsta sem ég kenndi litla stráknum mínum honum Arnóri Daða. Þú varst svo stolt af mér og Möggu er við áttum hann Arnór Daða. Við komum oft í heim- sókn bæði í Espigerðið og á Drop- laugarstaði og alltaf tókst þú vel á móti okkur og sagðir við mig að afi hefði orðið stoltur af mér. Fyrir u.þ.b. 4 vikum komum við Magga með stóru fjölskylduna okkar, Arn- ór, Thelmu og nýjasta fjölskyldu- meðliminn aðeins 2 ½ vikna gamlan. Þú varðst svo glöð að sjá okkur og líka að fá að sjá nýja son okkar. Ég vil þakka þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst mér og ég gat ekki hugsað mér betri ömmu. Guð geymi þig, elsku amma mín. Halldór K. Björnsson. Elsku amma Leifa. Nú hefur þú sagt skilið við þennan heim eftir langt og viðburðaríkt líf. Þegar við settumst niður og fórum að rifja upp minningar okkar um þig komumst við að því að við áttum ekkert nema góðar minningar. Öll munum við eftir því að hafa komið í heimsókn til þín í Espigerðið þar sem þú tókst á móti okkur með bros á vör og bauðst okkur mola. Þú hafð- ir myndina af afa alltaf nálægt þér og sýndir okkur hvað hann brosti fallega til okkar. Þú mættir í öll fjölskylduboð og varst alltaf svo hress og tilbúin að segja okkur sögur úr lífi þínu. Það var því mikill missir þegar þú hættir að treysta þér til okkar. Þótt ótrú- legt sé er ekki nema eitt og hálft ár síðan þú sast með okkur fram yfir miðnætti hjá Önnu og Kúta á jóladag að spila lander! Það er nú meira en hægter um að segja um marga á tí- ræðisaldri. En elsku amma okkar, þótt við söknum þín vissulega vitum við að þú ert ánægð með að vera loksins komin til afa eftir 20 ára að- skilnað. Núna sitjið þið saman og brosið fallega til okkar allra. Við vilj- um kveðja þig með orðunum sem þú kvaddir okkur alltaf með; Guð geymi þig, þú munt alltaf vera í huga okkar allra. Hanna Lilja, Kolbrún, Kristín, Davíð, Brynjar, Tómas, Tinna, Sandra Ósk og Bryndís Arna. Kær móðursystir mín, Ingileif Káradóttir, er látin og langar mig að minnast hennar með nokkrum þakk- arorðum. Leifa, eins og hún var jafnan köll- uð innan fjölskyldunnar, bar með sér sterkan persónuleika. Hún var glæsileg í sjón og raun, trygg og göf- uglynd. Fyrstu kynnin eru í vitund minni órjúfanlega við manninn hennar, Björn Jónsson, einstakan öðling- smann. Oft kom ég með móður minni í heimsókn á Reynimel 55 og alltaf voru móttökurnar jafninnilegar. Sem lítill strákur taldi ég það sjálfsagðan hlut að jólagjafir bærust trúfastlega frá Leifu og Bjössa öll mín bernskuár. Ég minnist líka bíl- túra þegar þau hjónin komu í sveit- ina og buðu okkur krökkunum með í sunnudagsbíltúr. En árin liðu og Leifa lifði það að missa sinn ágæta mann. Það var henni mikið áfall sem hún tókst á við með sínum alkunna dugnaði. Þegar hún svo flutti í Espigerði 2, þar sem ég starfaði þá sem húsvörð- ur, naut ég þess að umgangast mína góðu frænku enn frekar og heimsótti hana stundum daglega. Við áttum trúnað hvort annars og ég kynntist því hvað frænka var hyggin og ráð- holl. Við áttum saman margar góðar stundir og þegar því varð við komið fórum við saman í sunnudagsmessur til séra Halldórs Gröndal í Grens- áskirkju, hún var einlæg í sinni lif- andi trú á Jesú Krist og bar ríka hjálparþörf í brjósti til allra sem minna máttu sín. Hún auglýsti ekki góðverkin sín hún Leifa en útrétta hjálparhöndin hennar kom víða við og huggaði marga. Hún frænka mín var ættmennum sínum sómi og styrkur, en nánustu fjölskyldu sinni helgaði hún alla sína krafta sem sönn fyrirmyndarmóðir og amma. Ég þakka Skaparanum fyrir að hafa átt mína góðu frænku svo lengi. og bið aðstandendum hennar, frændum mínum og frænkum, Guðs friðar. Ársæll Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.