Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 29 DAGBÓK FÁKAR Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. – Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm. Það hrökkva af augunum neista él. Riðullinn þyrpist með arm við arm. Það urgar í jöxlum við bitul og mél. Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum og strjúka tauma úr lófum og glófum. Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél logar af fjöri undir söðulsins þófum. – – – Einar Benediktsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 8. sept- ember, er sextug Hope Knútsson, iðjuþjálfi og að- gerðasinni, Æsufelli 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Einar Knútsson, viðhalds- og eftirlitsstjóri hjá Flugleiðum. Búið er að halda upp á afmælið. 60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 8. september, er sextugur Níls Nílsen, Hringbraut 45, Reykjavík. Eiginkona hans er Edda Hulda Waage. Þau munu eyða deginum með börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Í SVEITAKEPPNI er óhætt að reyna slemmu sem veltur á einni svíningu. Ágóðinn ef slemman stend- ur er jafn mikill og tapið ef hún fer niður. Slemma sem byggist á því að önnur af tveimur svíningum heppn- ist er því mjög góð: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁD ♥ G54 ♦ K106 ♣86532 Suður ♠ 6 ♥ ÁD2 ♦ ÁG92 ♣ÁKDG9 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 lauf Pass 2 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Vestur trompar út gegn sex laufum og austur fylgir lit. Hvernig er best að spila? Augljós leið er að svína fyrst fyrir hjartakóng og reyna síðan að finna tígul- drottninguna. Það er nóg að annað heppnist og á því eru góðar líkur. En spilið býður upp á meira. Segjum að legan sé þessu lík: Norður ♠ ÁD ♥ G54 ♦ K106 ♣86532 Vestur Austur ♠ 108743 ♠ KG952 ♥ K1063 ♥ 987 ♦ D4 ♦ 8753 ♣74 ♣10 Suður ♠ 6 ♥ ÁD2 ♦ ÁG92 ♣ÁKDG9 Besta spilamennskan er þessi: Sagnhafi aftrompar vestur, tekur spaðaás og trompar drottninguna. Spilar svo tígultvisti á kónginn og sexunni til baka á gosann. Svíningin mis- heppnast, en þar eð vestur á ekki tígul til verður hann að spila sér í óhag: hjarta upp í gaffalinn eða spaða í tvöfalda eyðu. Og þá verð- ur hjartasvíningin óþörf. Með þessu er sagnhafi í grundvallaratriðum að spila upp á svíningarnar tvær, auk þess sem hann vinnur slemmuna þegar vestur á tíguldrottningu aðra. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bc5 5. Bg2 d6 6. d3 h6 7. a3 a6 8. b4 Ba7 9. 0–0 0–0 10. Bb2 Bg4 11. h3 Be6 12. Hc1 Dd7 13. Kh2 Hab8 14. e3 b5 15. Rd2 Re7 16. e4 Re8 17. f4 exf4 18. gxf4 f5 19. Rd5 bxc4 20. Rxc4 fxe4 21. dxe4 Rxd5 22. exd5 Bf5 23. Ra5 Bb6 24. Rc6 Ha8 25. He1 Hf7 26. Dd2 Rf6 27. a4 a5 28. bxa5 Bc5 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skák- þings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Hannes Hlíf- ar Stefánsson (2.560) hafði hvítt gegn Jóni Viktori Gunnarssyni (2.411). 29. Hxc5! dxc5 30. Re5 Dxa4 31. Rxf7 Kxf7 32. d6 Hd8 33. Bd5+ og svartur gafst upp. Atkvöld Taflfélagsins Hellis hefst kl. 20.00 8. sept- ember í félagsheimilinu Álfabakka 14a. Ljúffeng verðlaun eru í boði og til- valið er að liðka puttana rétt fyrir skákvertíð vetrarins. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessar duglegu stúlkur, Guðrún Stella Sæberg Þóris- dóttir og Hanna Birgitta Harðardóttir, söfnuðu 2.200 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Morgunblaðið/Ragnhildur HLUTAVELTA KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA Laugarneskirkja. Opinn 12 spora fund- ur í safnaðarheimilinu kl. 18. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Kynningarfundur kl. 20. Tækifæri til að koma og huga að þátttöku í þessu einstaka starfi. Geng- ið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Aðgangur og öll þátttaka ókeypis. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.30. Uppl. og skráning í síma 511 1560. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lága- fellskirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691- 8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon- fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–16.30. Safnaðarstarf Eldri borgara starf og mömmumorgnar í Hallgrímskirkju VETRARDAGSKRÁ eldriborg- arastarfsins hefst þriðjudaginn 9. september. Leikfimi við allra hæfi- ,undir stjórn sjúkraþjálfara, alla þriðjudaga og föstudaga kl. 13:00. Súpa og brauð á eftir, spilað á spil og spjall og alltaf heitt á könnunni. Vinaheimsóknir í boði, upplýsingar veittar í síma 510 1034. Mömmumorgnar/ foreldra- morgnar hefjast miðvikudaginn 10. september. Allir velkomnir. Alfa-námskeið í Neskirkju MÁNUDAGINN 9. september kl. 20 fer fram kynning á Alfa-námskeið- inu sem nýtur mikilla vinsælda víða um lönd. Námskeiðið hefst svo viku síðar, þriðjudaginn 16. september kl. 19. Kennt verður 10 þriðjudaga í röð kl. 19-22 og farið í helgarferð að Skálholti 11.-12. október. Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði kristinnar trúar. Ræddar verða spurningar sem þessar: Stenst kristindómurinn? Hver var Jesús Kristur? Hvers vegna dó hann? Hvernig er hægt að öðlast trúarvissu? Hvernig og hvers vegna ætti ég að lesa Biblíuna? Hvernig get ég lært að biðja? Leið- beinir Guð okkur? Hver er heilagur andi? Hvernig get ég varist hinu illa í lífinu? Læknar Guð fólki í dag? Hvers vegna er kirkjan til og hvaða hlutverki gegnir hún? Hvernig get ég gert sem mest úr lífi mínu það sem eftir er? Hvert kvöld hefst með málsverði, því næst er fyrirlestur og loks um- ræður í hópum og stutt helgistund. Skráning fer fram í Neskirkju í s. 511 1560 eða með netpósti á nes- kirkja@neskirkja.is. Námskeiðið sjálft er ókeypis en greitt er fyrir máltíðir, vinnubók og ferðina í Skálholt. Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Örn Bárður Jónsson. Alfa-námskeiðið er kjörið handa öllum þeim sem vilja fræðast um kristna trú og skoða rök hennar andspænis margskonar hug- myndafræði samtímans. Á kynning- arkvöldinu verður sagt frá nám- skeiðinu, innihaldi þess og skipulagi og fluttur verður einn dæmigerður fyrirlestur. Að svo búnu verður boðið uppá veitingar og umræður. Þá verður einnig hægt að skrá sig á kynningarkvöld- inu. Morgunblaðið/Arnaldur Hallgrímskirkja. LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 5.137 kr. Þær eru Karólína Vilborg Káradóttir, Elín Pálmadóttir og Halldóra Kristín Hjartardóttir. Morgunblaðið/Kristinn STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú hefur sterkar skoðanir og þörf fyrir að koma þeim á framfæri. Þér líður þó best í fámenni. Ef þú leggur hart að þér á komandi ári muntu uppskera á næstu tveimur árum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag er ekki hent- ugur til innkaupa. Keyptu bara það nauðsynlegasta og frestaðu öðrum innkaupum til morguns. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert óvenju frjó/r í hugsun í dag. Skrifaðu niður hug- myndir þínar en bíddu með ákvarðanatökur til morguns. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn mun einkennast af veikindum og töfum. Forð- astu að setja markið of hátt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Forðastu ónauðsynleg fjár- útlát í dag. Bíddu með inn- kaup til morguns og notaðu daginn þess í stað til sam- vista við fólk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki freistast til ónauðsynlegra fjárútláta í dag. Það er hins vegar ekk- ert að því að kanna úrvalið og velta fyrir sér ólíkum möguleikum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Byrjaðu vikuna á rólegu nót- unum. Bíddu með mik- ilvægar ákvarðanir til morg- uns. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farðu varlega í að fram- kvæma þær hugmyndir sem þú færð í dag. Gefðu þér tíma til að melta hlutina. Það er líklegt að þeir líti öðruvísi út á morgun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við að viðræður við foreldra þína og aðra fjölskyldumeðlimi fari í hringi. Forðastu að skuld- binda þig. Bíddu til morguns með að taka endanlegar ákvarðanir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu vel yfir ferðaáætlanir þínar og þau verkefni sem fyrir liggja. Það er hætt við mistökum í dag. Láttu því lítið fyrir þér fara og ætlaðu þér ekki um of. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Forðastu umfangsmikil inn- kaup í dag. Þú getur kynnt þér úrvalið en bíddu til morguns með að ganga frá kaupunum. Þú munt ekki sjá eftir því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn er eitthvað rugl- ingslegur. Þú ættir að láta mikilvæg verkefni bíða og leyfa þér að hugsa málin í rólegheitum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að fara í langan há- degismat og snemma heim úr vinnunni. Þig langar ekki til að sökkva þér ofan í vinn- una og þú ættir að virða það. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.