Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 33 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, og 8.15. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Með íslensku tali. KRINGLAN Sýnd kl. 5. BASIC SINBAD SÆFARI ÁSTRÍKUR OG KLEOPATRATOMB RAIDER ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. YFIR 39.000 GESTIR! YFIR 39.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”!  Skonrokk FM 90.9  Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Með íslensku tali EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5, 7.45 OG 10.15. ÁLFABAKKI Synd kl. 4 og 6. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. Enskt tal Sýnd áklukkutímafresti  KVIKMYNDIR.IS LEIKRIT eftir Agöthu Christie, glæpasagnahöfund og skapara belg- íska einkaspæjarans Hercule Poirot, fannst á dögunum eftir að hafa legið týnt í meira en sjötíu ár. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Christie skrifaði mörg leikrit á löngum ferli sínum sem rithöfundur, meðal þeirra er það leikrit sem lengst hefur verið flutt í heiminum, Músa- gildran, eða The Mousetrap. „Nýja“ leikritið, „Leyndarmál skorsteinanna“, er njósnasaga frá 1925 og lá óhreyft í hvelfingum Bresku þjóðarbókhlöðunnar. Leikrit- ið segir frá miklum njósnaglæfrum í evrópskum stjórnmálum á fjórða ára- tug tuttugustu aldar og er talið frekar frábrugðið hefðbundnum reyfurum Christie. Vertigo Mystery Theater í Calgaryborg í Kanada áformar að frumsýna „Skorsteinana“, eins og leikritið heitir nú, strax í október. Gleymt leikverk Agöthu Christie finnst KVIKMYNDIN Nói albínói var sýnd fyrir troðfullu húsi á kvik- myndahátíðinni í Toronto á föstudaginn. Var þar að sögn viðstaddra mikið hlegið og glaðst yfir hinni sérstöku mynd og mikið spurt eftir sýninguna. Leikstjóri myndarinnar Dag- ur Kári og aðalleikarinn Tómas Lemarquis mættu til Toronto til að kynna myndina og var þeim dæmalaust vel tekið og höfðu bíógestir margs að spyrja. Kvikmyndahátíðin í Toronto er sú stærsta í heimi á eftir há- tíðinni í Cannes og fylgir henni gríðarlegur fjöldi fjölmiðla- fólks og fagfólks úr kvik- myndageiranum. Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson Dagur Kári og Tómas ræða við áhugasaman bíógest um Nóa albínóa. Dagur Kári og Tómas heimsækja Toronto Reuters Rússneski leikstjórinn Andrey Zvyagintsev og leikararnir Ivan Dobronr- avov og Konstantin Lavronenko tileinkuðu gullna ljónið hinum unga Vlad- imir Garin, sem lést sviplega skömmu eftir að tökum myndarinnar lauk. RÚSSNESKA kvikmyndin „Endur- koman“ („Vozvraschenie“) var sig- ursæl á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum á dögunum. Hlaut hún bæði Gullna ljónið, aðalverðlaun hátíðar- innar og verðlaun fyrir bestu kvik- mynd í fullri lengd. Endurkoman fjallar um tvo unga rússneska drengi sem fara í af- drifaríka veiðiferð með föður sínum eftir að þeir og hann hafa verið að- skildir í tíu ár. Er þetta fyrsta mynd leikstjórans Andrey Zvyag- intsev, sem tileinkaði verðlaunin einum af þremur aðalleikurum myndarinnar, hinum fimmtán ára Vladimir Garin, sem dó skömmu eftir gerð myndarinnar. Meðal annarra verðlaunahafa var meðal annars Sean Penn, sem hlaut verðlaun sem besti karlleikari fyrir hlutverk dauðvona háskólaprófess- ors í myndinni „21 grams“. Þegar hann var spurður hvernig þetta væri borið saman við Óskarsverð- launin sagði hann að þetta væri mjög ólíkt, því þarna væri verið að verðlauna myndir sem hann nyti þess að taka þátt í og skapa. „Ofan á það má bæta að þegar ég labbaði inn spurði mig enginn í „hverjum“ ég væri.“ Dómnefndarmenn voru sammála um að gríðarlegt framboð góðra mynda hefði gert þeim afar erfitt fyrir með val á hinum ýmsu verð- launahöfum. Þetta var sextugasta kvikmyndahátíðin sem haldin er í Feneyjum og er Feneyjahátíðin sú elsta í heimi. Rússneskur harmleikur sigursæll á Feneyjahátíðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.