Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 34
34 C MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir VIRTUSTU byggingarlist-arverðlaunum Evrópu, semkennd eru við einn af meist- urum byggingarlistarinnar, Mies van der Rohe, var úthlutað til arki- teksins Zaha Hadid sem er frá Írak en búsett í London, sem kunn er lesendum Fasteignablaðsins úr greinaflokknum Inni í húsinu. Verðlaunabyggingin, Hoenheim- endastöðin í Strassborg í Frakk- landi, er skýrt dæmi um hvernig Zaha útfærir hugmyndir sínar. Hér er það hreyfingin sem er end- urtúlkun í grafískri mynd arkitekt- úrsins. Mies van der Rohe-verðlaunin Eins og lesendum er kunnugt frá umfjöllun um Mies van der Rohe verðlaunin á síðasta ári, eru þau kennd við arkitekt fræga þýska sýningarskálans í Barcelona (1929). Þau voru fyrst veitt árið 1989 af evrópska þinginu og Mies van der Rohe-stofnuninni fyrir best byggðu bygginguna í Evrópu á tveimur undanförnum árum. Svissneski arkitektinn Peter Zumthor, sem einnig er kunnugur lesendum dálksins Þeir byggðu bæinn, hlaut verðlaunin árið 1999 fyrir Listasafnið í Bregenz í Aust- urríki sem og franski arkitektinn Dominique Perrault, sem hlaut þau árinu á undan fyrir nýju þjóð- arbókhlöðuna í París. Í stefnuskrá sinni leggur nefndin áherslu á fjölbreytileikann innan Evrópu, ólíkum þáttum náttúrunn- ar og menningu, daglegu lífi þjóð- anna og mismunandi valdi kirkj- unnar. Að sögn nefndarinnar verður byggingarlist samtímans að spinna þessa margræðni inn í list sína og gera hana að efnivið fram- tíðarinnar, jafnsjálfsagðan og það að efla þróun tækninnar. Með verðlaununum eru arkitektar hvattir til að efla og styrkja evr- ópsku borgina – sem oft er föst í vef þess ópersónulega og stað- bundna, þess opinbera og smá- borgaralega – og hjálpa henni að endurheimta hefðir sínar. Verð- launin gegna því ekki aðeins hlut- verkinu að styrkja ákveðið verk og arkitekt heldur ekki síður að leggja fram menningarlegt ákvæði, sem er táknrænt og fræðandi í senn. Hoenheim-endastöðin í Strassborg (1999–2001) Í lok 20. aldarinnar, var mengun og umferðarteppur sífellt alvar- legra vandamál í umferðinni í Strassborg. Yfirvöld ákváðu að takast á við vandann og búa til nýjar sporvagnalínur sem gengju í gegnum borgina. Fólk yrði hvatt til þess að leggja bílum sínum fyrir utan borgina á sérstökum bíla- stæðasvæðum og taka sporvagn í bæinn. Fyrsta línan sem leit dags- ins ljós var A-Línan sem lá til austurs-vesturs í gegnum borgina. Um var að ræða vel hannað spor- vagnakerfi en ekki nóg með það, listamenn sem tóku afstöðu til þjóðfélagsins, eins og Barbara Kruger og Mario Mertz, voru beðnir um uppstillingaverk til að setja upp á áberandi stöðum við sporvagnalínuna. Yfirvöldin í Strassborg gengu enn lengra og hófu framkvæmir við B-línuna sem liggur til suðurs-norðurs og buðu Zaha Hadid – sem oft er kunn fyr- ir róttækar hugmyndir – að hanna Norður-endastöðina, þ.e. biðskýli, hjólageymslu, salerni og verslun ásamt bílastæði fyrir 700 bíla. Grunnhugmynd Hadid var að undirstika hreyfingu, eða mynstrið sem myndast af sífelldri umferð bíla, sporvagna, hjóla og gangandi vegfarenda. Hvert þessara atriða tekur stefnu, sem skilur slóð á eftir sér og er á hreyfingu – frá bíl í sporvagn, frá sporvagni í gangandi vegfaranda. Áhrif hugmyndarinnar er aukin í meðferð rýmisins, í leik lína sem finna sér nýja farvegi s.s. götubúnað, ljósa-línur í gólfum, eða línuljós í loftum. Þegar horft er á grunnmyndina af stöðinni renna allar línurnar saman og mynda samstillta heild. Skorinn stein- steypuflötur flýtur upp úr jörðinni, í samstilltri kyrrstöðu og er haldið uppi af grönnum stálrörum. Þannig skýlir hann þeim sem bíða eftir sporvagni frá roki og regni og, auðveldar umferðarflæði og sam- skipti. Rýmið er í senn kröftugt og áhrifamikið, sem er undirstrikað með myndrænni þrívídd sinni, samtengdum leik ljósgjafanna og skurðanna í steypufletina. Bílastæðinu er skipt niður í tvö svæði til þess að túlka þá tilfinn- ingu að bílarnir eru hvikulir og búa til, í sífellu, breytilegt mynstur á lóðina. Þetta er látið í ljós með hálfgerðu segulsviði hvítra lína á svörtu malbikinu. Línurnar af- marka hvert bílastæði með því að byrja á lægsta hluta lóðarinnar til norðurs/suðurs, síðan tekur hver við af annarri, á sveig, samkvæmt bogamynduðum jöðrum lóðarinnar. Á móti línunum á jörðinni, er svæði með ljósri steypu, nærri eins og ímyndaður skuggi stöðvarinnar, sem skerst mjúklega í gegnum bílastæðið og tengir fletina saman, biðstöðina við bílastæðið. Aftur er skipst á stöðnuðum og virkum þáttum hreyfingarinnar, þar sem gólfflöturinn, ljós og rými tvinnast saman og víxlast á aðalhlutverkum sjónskynjunarinnar. Íranski arkitektinn Zaha Hadid hlaut Mies van der Rohe-verðlaunin 2002 Afstöðumynd af Hoenheim-endastöðinni og byggðinni í kring. Almenningsrými sporvagnastöðv- arinnar og náttúran renna saman. Frumteikningar af hugmyndinni fyrir Hoenheim-endastöðina í Strassborg, Frakklandi. Virtustu byggingarlista- verðlaun Evrópu, Rohe- verðlaunin og veiting þeirra eru umfjöllunarefni Halldóru Árnadóttur list- fræðings í grein hennar um íranska arkitektinn Zaha Hadid sem nýlega fékk umrædd verðlaun. Arkitektinn Zaha Hadid (f. 1950). Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Ljósmyndir Roger Rothan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.