Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 05.10.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 269. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Litið í vestur Lars von Trier beinir sjónum að Bandaríkjunum | B6 Golf veitir gleði Golfferðir til útlanda verða æ vinsælli | Ferðalög B10 TILRAUNIR til að selja lambakjöt til Ítalíu hafa gengið vel og er áætlað að flytja þangað allt að 900 tonn af kjöti í haust og vetur, þar af 300–400 tonn ófrosin. Guð- mundur Lárusson, stjórnar- formaður Kjötframleiðenda ehf., sem annast útflutninginn fyrir hönd Kaupfélags Skag- firðinga og Kaupfélags V-Húnvetninga, segir að hefð sé fyrir neyslu á lambakjöti á Ítalíu og miklar vonir séu bundnar við þennan útflutning. Ekki eru nema tvö ár síðan tilraunir hófust með að selja lambakjöt til Ítalíu. Í fyrra fóru þangað um 130 tonn, en nú er áform- að að stórauka útflutninginn. Guðmundur sagði að áætlan- ir gerðu ráð fyrir að 900 tonn færu á þennan markað, en tók jafnframt fram að þessi áætlun gæti raskast. Útlitið væri hins vegar allgott. Hann sagði að þessir tveir útflytj- endur, þ.e. kaupfélögin á Sauðárkróki og Hvamms- tanga, ætluðu að greiða bændum um 175 kr./kg fyrir útflutt kjöt en það væri hæsta verð sem afurðastöðvar hefðu heitið bændum á þessu hausti. Auka þurfti útflutning á lambakjöti í haust vegna sölusamdráttar á innanlandsmark- aði og mikilla birgða. Í samræmi við þetta var útflutningsskylda aukin úr 28% í 38% yfir há- sláturtíðina. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagðist gera sér vonir um að nánast öll sú aukning á útflutningi sem yrði á þessu hausti færi á Ítalíumarkað. Þó að skilaverð til bænda þyrfti að vera hærra væri greinilegt að þarna væri að skapast góður markaður fyrir íslenskt lambakjöt. Tilraunir hafa staðið yfir í nokkur ár með að selja lambakjöt til Bandaríkjanna, en á síðasta ári fóru þangað 65 tonn. Vonast er eftir að tak- ist að tvöfalda söluna í Bandaríkjunum í ár. Stefnt að því að flytja út um 900 tonn til Ítalíu Útflutningsskylda á lambakjöti aukin vegna sölutregðu hér heima LÍKURNAR á því að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykki drög Bandaríkjamanna að nýrri ályktun um Írak hafa minnkað eftir að Frakkar og fleiri ríki tóku undir gagnrýni Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra samtakanna, á drögin. Fréttavefur BBC hafði í gær eftir hátt settum embættismanni Sameinuðu þjóðanna að samtök- in myndu ekki gegna neinu póli- tísku hlutverki í Írak nema Bandaríkjamenn féllust á rót- tækar breytingar á drögunum. Áður hafði Kofi Annan sagt á fundi með sendiherrum þeirra fimmtán ríkja, sem eiga sæti í öryggisráðinu, að ef Sameinuðu þjóðirnar ættu ekki að gegna mikilvægu pólitísku hlutverki í Írak myndu þær ekki stofna starfsmönn- um sínum í hættu með því að senda þá til landsins, að því er haft var eftir embættismanni Sameinuðu þjóðanna. Mjög óvenjulegt er að framkvæmdastjóri samtakanna leggist svo einarðlega gegn tillögu að- ildarríkis, hvað þá voldugasta ríkisins. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Annan á föstudag og sagði að Bandaríkja- menn væru að reyna að fela Sameinuðu þjóðunum mikilvægt hlutverk í Írak. „Uppskrift að ringulreið“ Annan telur of mikla hættu á árásum á starfs- menn Sameinuðu þjóðanna verði þeir sendir til Íraks á grundvelli tillagna Bandaríkjamanna, sem væru „uppskrift að ringulreið“, að sögn heimildar- manns í samtökunum. Sprengjuárásir á höfuðstöðv- ar samtakanna í Bagdad kostuðu 23 menn lífið fyrr á árinu. Frakkar, Rússar og fleiri ríki hafa einnig gagnrýnt ályktunardrögin og ólíklegt er því að þau verði samþykkt óbreytt á fundi öryggisráðsins á morgun, mánudag. Ekkert lát varð á átökunum í Írak í gær. Íraki beið bana og á þriðja tug særðist þegar bandarískir hermenn börðust við fyrrverandi íraska hermenn. Embættismenn SÞ hafna tillögu Bandaríkjanna um Írak Vilja gera róttækar breytingar Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. Kofi Annan ENGU er líkara en þessir síðbúnu ferðamenn séu að leita að gullinu við enda regnbogans þar sem þeir standa í úðanum frá Skógafossi í haustsólinni. Líklega fundu þeir þó frekar bleytu en gull í þetta skiptið. Það færist í vöxt að erlendir ferðamenn komi til landsins á þessum tíma árs. Þá upplifa þeir fegurð haustsins á Íslandi og rysj- ótta tíð sem er nýmæli fyrir þá sem búa á suðrænum slóðum. Morgunblaðið/RAX Skógafoss skartar regnboga í haustsólinni YFIRMENN flugöryggismála á Nýja-Sjá- landi hafa ákveðið að vigta þúsundir lands- manna til þess að finna nýja meðalþyngd flugfarþega. Nýsjálendingar hafa líkt og aðrir Vest- urlandabúar verið að þyngjast. Samkvæmt nýjustu útreikningum lítur út fyrir að einn risaþotufarmur af Nýsjálendingum sé í raun þrem tonnum þyngri en staðlar um farþegaþyngd segja til um, að því er segir í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Flug- málastofnunar Nýja-Sjálands. Um það bil sex þúsund manns verða vigtuð til þess að finna nýjan staðal fyrir farþegaþyngd, en núverandi „meðalfarþegi“ er 77 kíló. Í til- kynningu frá Flugmálastjórninni segir, að sú tala sé hvergi nærri lagi. Athugun sem gerð var 1999 benti til að talan ætti fremur að vera 85 kíló, en flugfélög höfðu dregið í efa þær aðferðir sem beitt var við athug- unina. Aukist meðalþyngd farþega getur það þýtt að flugfélög verði að fækka sæt- um í flugvélum sínum og kaupa meira eldsneyti. Vigta sex þúsund Nýsjálendinga Wellington. AP. Þúsund kossar Bubbi lýkur þríleiknum með nýrri plötu | Fólkið 52

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.