Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og gerði starfsloka- samninga, sem gerðir voru við tvo fyrrverandi forstjóra Byggðastofn- unar, að umtalsefni. Bar hún þá saman við starfslokasamning sem verið er að semja um við fyrrver- andi framkvæmdastýru Jafnréttis- stofu, Valgerði Bjarnadóttur. Benti hún á samningarnir við for- stjórana fyrrverandi væru mun hærri en samningur sem gera ætti við Valgerði. Skv. nýlegu skriflegu svari iðn- aðarráðherra, Valgerðar Sverris- dóttur, við fyrirspurn Ástu kemur fram að verðmæti eftirlauna Guð- mundar Malmquist, sem lét af störfum hjá Byggðastofnun 2001, námu í heild rúmum 92,3 millj- ónum kr. Þá kemur fram í svarinu að heildargreiðslur vegna starfs- lokasamnings við Theodór Bjarna- son, sem gerður var í júní 2002, hafi numið 19,6 milljónum kr. „Ég verð að segja að það kom mér verulega á óvart að fá þær upplýs- ingar sem koma fram um starfs- lokasamninga tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem hættu störf- um á tveggja ára tímabili,“ sagði Ásta. Benti hún á að verið væri að semja við Valgerði Bjarnadóttur þessa dagana. Hún hafi gegnt starfi Jafnréttisstýru í þrjú ár. „Og það á að bjóða henni sex mán- aða laun,“ útskýrði Ásta. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu tóku undir með Ástu. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs velti því m.a. fyrir sér hvort verið væri að mis- muna mönnum í trúnaðarstöðum ríkisins eftir kyni og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, spurði hvort ekki þyrfti að athuga hvort rétt væri að setja reglur um starfslokasamn- inga. Þá sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, að það væri óþolandi að opinberar stofnanir tækju sér vald til að gera sérsamninga um kjör og fríðindi við einstaka aðila sem væru úr öllu samhengi við það sem almennt gerðist í þjóðfélaginu. Samningur frá 1985 Þingmenn stjórnarflokkanna bentu á hinn bóginn á að starfs- lokasamningur við annan forstjóra Byggðastofnunar, þ.e. Guðmund- Malmquist, hefði verið gerður á grundvelli samnings frá árinu 1985. „Kjarni málsins er að það er verið að efna 20 ára gamlan samn- ing,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna. Spurði hann hvort þeir, sem gagnrýndu samninginn, teldu rétt að rifta samningnum frá árinu 1985. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því að iðnaðarráðherra væri ekki í þingsalnum, en málefni Byggðastofnunar heyrðu undir hann. Hún væri að sinna skyldu- störfum úti á landi. Sagði hann að það sætti því furðu að Ásta skyldi vekja máls á starfslokasamningum forstjóra Byggðastofnunar að ráð- herra fjarstöddum. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra tók í sama streng. Síðan sagði hann: „Og hvaða tilgangi þjónar það að vera að koma með hér inn í þingsal málefni einstak- lings úti í bæ sem hefur látið af störfum fyrir ríkið í sátt og sam- lyndi við félagsmálaráðuneytið?“ Vísaði hann þar til fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. „Ég furða mig á þessum vinnu- brögðum,“ sagði hann. Jón Bjarna- son, þingmaður VG, sagði hins vegar að Árni væri ráðherra jafn- réttismála og það væri því eðlilegt að spurt væri hvernig staðið væri að starfslokasamningum í ljósi jafnréttissjónarmiða. Starfslokasamningar forstjóra Byggða- stofnunar gagnrýndir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði starfslokasamninga, sem gerðir voru við tvo fyrr- verandi forstjóra Byggðastofnunar, að umtalsefni á þingi í gær og bar þá saman við starfslokasamning við fyrrver- andi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hér er hún við hlið Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. KRISTINN H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur m.a. í sér að felld verði á brott heimild í stjórnarskránni til að setja bráðabirgðalög. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til tvær breytingar á stjórnarskránni,“ seg- ir í greinargerð frumvarpsins. „Í fyrsta lagi er felld brott heimild til þess að setja bráðabirgðalög og í öðru lagi er skilið milli fram- kvæmdarvalds og löggjafarvalds með því að meina ráðherrum setu á Alþingi.“ Í greinargerðinni segir að heim- ild til setningar bráðabirgðalaga hafi lengi verið umdeild. Henni hafi jafnframt verið beitt í umtals- verðum mæli. Við stjórnarskrár- breytinguna fyrir tólf árum hafi verið ákveðið að þrengja heimild ríkisstjórnarinnar til að setja bráðabirgðalög og við það miðað að umrædd heimild yrði aðeins notuð í undantekningartilvikum. „Í kjöl- far breytinganna hefur dregið verulega úr lagasetningu með bráðabirgðalögum. Setning bráða- birgðalaga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og fleiri lögum nú í sumar bendir hins veg- ar til þess að aftur sæki í sama far- ið.“ Minnir flutningsmaður á í greinargerðinni að álitsgjöfum landbúnaðarnefndar þingsins í því máli hafi þótt vafasamt hvort brýna nauðsyn bæri til að veita heimildina í sumar. Sagði hann m.a. að í því ljósi þætti rétt að fella niður með öllu núverandi heimild til að setja bráðabirgðalög. Í greinargerð segir ennfremur að þáttur alþingismanna innan framvæmdarvaldsins hafi farið mjög minnkandi undanfarna ára- tugi. Hlutur ráðherra hafi vaxið að sama skapi. Veigamiklar ákvarð- anir hafi ennfremur verið fluttar frá Alþingi til ráðherra. Nefndi hann í því sambandi að virkjana- leyfi væru nú í höndum iðnaðarráð- herra en áður hefði Alþingi veitt flest slík leyfi. Þá hefðu stjórnir einstakra stofnana ýmist verið lagðar niður eða heyrðu að öllu leyti beint undir ráðherra. „Þessi skýra stefna um aðskilnað löggjaf- arvalds frá framkvæmdarvaldi er studd mörgum veigamiklum rökum og hefur eflt framkvæmdarvaldið,“ segir í greinargerð. „Eðlilegast er að framfylgja þessari stefnu með sama hætti innan löggjafarvaldsins og taka fyrir setu ráðherra á Al- þingi.“ Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins Heimild til bráðabirgðalaga verði felld úr stjórnarskránni SIGMUNDUR Ernir Rúnars- son, formaður verkefnisstjórnar byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð, sagði á fjölmennum fundi um byggðamál sem haldinn var á Hótel Ísafirði í gær að hætta yrði félagslegri áfallahjálp í byggðamálum sem og styrkja yrði meira hinar sterkari byggð- ir í landinu. Aðeins þannig kæm- ust veikari byggðirnar af. Rúm- lega 90 manns sóttu fundinn og komust færri að en vildu. Frummælendur á fundinum voru Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála, Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Karl Frið- riksson, framkvæmdastjóri Iðn- tæknistofnunar, Aðalsteinn Ósk- arsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vest- fjarða, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnis- stjórnar byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Valgerður Sverrisdóttir ræddi um stöðu byggðamála og rakti þau verkefni sem unnið er að með þátttöku fyrirtækja og stofnana á Vestfjörðum og Hall- dór Halldórsson rakti helstu áherslur í byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem unnin var á síðasta ári og sagði frá störfum verkefn- isstjórnar um byggðaþróun á Vestfjörðum sem hann á sæti í. Í máli hans kom fram að ætlun nefndarinnar væri að klára nokkrar tillögur að verkefnum til iðnaðarráðherra á næstu vikum þannig að hægt yrði að gera ráð fyrir þeim í fjárlögum næsta árs, væri til þess pólitískur vilji. Áhersla á bættar sam- göngur við Reykjavík Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði frá störfum verkefnis- stjórnar sem hann stýrir um byggðaþróun við Eyjafjörð og greindi frá þeirri undirbúnings- vinnu sem unnin hefði verið af hálfu nefndarinnar. Í máli Sig- mundar Ernis kom fram að höf- uðáhersla atvinnulífsins á Eyja- fjarðarsvæðinu væri á betri samgöngur við Reykjavíkur- svæðið, m.a. með styttri aksturs- tíma til Reykjavíkur. Sigmundur Ernir taldi þörf á nýrri hugsun í byggðamálum á Íslandi. Hætta yrði „félagslegri áfallahjálp“ í byggðamálum og stjórnvöld þyrftu að einbeita sér að styrkja stóru byggðarkjarn- ana í hverjum landshluta í stað þess að reyna að styrkja alla. Með því að styrkja þá sterkari ættu minni staðirnir von. Byggja ætti upp byggðirnar á þeim styrkleika sem fyrir væri í stað þess að reyna eitthvað nýtt. Það sem þegar hefði heppnast væri líklegast til þess að gefa af sér frekari tækifæri. Að loknum framsöguræðum var fundarmönnum leyft að bera fram fyrirspurnir til framsögu- manna. Valgerður Sverrisdóttir sagði í svari sínu til Svanhildar Þórðardóttur, kaupmanns á Ísa- firði, um óhóflegan flutnings- kostnað á landsbyggðinni, að til- búnar væru tillögur um niðurgreiðslur á flutningskostn- aði á landsbyggðinni. Pólitísk ákvörðun um niðurgreiðslurnar hefði hins vegar ekki verið tekin. Soffía Vagnsdóttir í Bolung- arvík spurðist fyrir um menning- arhús litlu þorpanna og átti þar við félagsheimilin í landinu. Val- gerður Sverrisdóttir kvað enga fjármuni verða veitta til viðhalds þeirra á fjárlögum næsta árs. Ólafur B. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri á Ísafirði, spurði hvort gert væri ráð fyrir há- skólastarfsemi á Ísafirði í fjár- lögum næsta árs en þeirri spurn- ingu svöruðu frummælendur ekki. Fundurinn var haldinn á veg- um verkefnisstjórnar iðnaðar- ráðuneytisins um byggðaþróun á Vestfjörðum. Fundinn sótti fólk hvaðanæva af Vestfjörðum. Fundur um byggðaþróun og sam- keppnishæfni á Hótel Ísafirði Hætta ber félags- legri áfallahjálp í byggðamálum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður Verkefnisstjórnar byggða- áætlunar fyrir Eyjafjörð, sagði að styrkja ætti meira sterkari byggðir í landinu. Aðeins þannig kæmust veikari byggðirnar af. Ísafirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.