Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 47 BALDUR Ingimar Aðalsteinsson, Húsvíkingur- inn sem leikið hefur með ÍA undanfarin fimm ár, og Þórhallur Hinriksson úr KR eru gengnir til liðs við Val og hafa samið við Hlíðarendaliðið til þriggja ára. Þá skrifaði Matthías Guðmundsson undir nýjan samning við Val í gærkvöld en hann hafði sagt fyrri samning sínu upp þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni í haust, og ennfremur er frá- gengið að fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson verður um kyrrt á Hlíðarenda en lið úr úrvals- deildinni höfðu augastað á honum. „Ég er búinn að eiga fimm frábær ár upp á Skaga þar sem ég hef unnið titla flest árin en mér fannst kominn tími til að breyta til. Ég hef verið búsettur í Reykjavík undanfarin tvö ár og það var farið að taka töluvert á mann að keyra á milli. Vissulega er erfitt að yfirgefa ÍA en ég mat stöðuna að það hentaði mér best að fara til Vals. Það skiptir mig ekki miklu hvort ég spila í 1. deild eða úrvalsdeild. Mér finnst Valur spenn- baki í efstu deild, 62 með KR, 27 með Breiðabliki og einn með KA. Þórhallur hefur leikið með öll- um landsliðum Íslands, 27 leiki með yngri lið- unum og fimm með A-landsliðinu. Síðast lék hann fyrir Íslands hönd í Indlandsferð landsliðs- ins í janúar 2001 og skoraði þá gegn Uruguay. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnu- deildar Vals, sagði í gærkvöld að það væri mikill fengur að fá Baldur og Þórhall í raðir Vals, ekki síst vegna þess að báðir hefðu þeir reynslu af því að vinna stóra titla og gætu vonandi miðlað af henni á Hlíðarenda. andi félag og ég heyri það á mönnum að stefnan hefur verið tekin á að komast upp og ná stöðug- leika í liðið. Ég held að það eigi vel að vera hægt með þennan mannskap,“ sagði Baldur við Morg- unblaðið í gær. Baldur er 23 ára gamall miðjumaður sem lék 15 leiki með ÍA í úrvalsdeildinni í sumar en sam- tals hefur hann leikið 67 leiki með Skagamönn- um í efstu deild og skorað fjögur mörk. Baldur á tvo A-landsleiki að baki sem hann lék á síðasta ári, gegn Sádi-Arabíu og Brasilíu. Þórhallur er 27 ára miðjumaður og hefur leik- ið með KR-ingum undanfarin sex ár en þar hefur hann fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hann hóf ferilinn með KA, lék sinn fyrsta leik í efstu deild 15 ára og 360 daga gamall árið 1992, ein- mitt gegn Val, og spilaði með Akureyrarliðinu í næstefstu deild til 1994. Frá 1995 til 1997 lék Þórhallur með Breiðabliki, og frá 1998 hefur hann spilað með KR. Hann á samtals 90 leiki að Baldur og Þórhallur gengnir til liðs við Valsmenn Þórhallur Baldur SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), gagnrýnir seinagang enska knattspyrnusambands- ins í máli Rios Ferdinands og hefur krafist þess að sam- bandið komist að niðurstöðu hið fyrsta og dæmi varnar- manninn í keppnisbann. „Mál af þessu tagi er hægt að afgreiða með hraði þar sem það er á hreinu, að mæti mað- ur ekki í lyfjapróf jafngildir það að falla á prófi,“ segir Blatter. FIFA hefur hótað að taka sjálft af skarið, verði á máli Ferdinands tekið með silkihönskum af enska sam- bandinu. Blatter vill niðurstöðu  SÆVAR Árnason, fyrrum fyrirliði handknattleiksliðs KA, var óvænt í leikmannahópi liðsins í leiknum gegn Þór í gær. Sævar var búinn að leggja skóna á hilluna en hefur verið að æfa undanfarið, vegna forfalla hjá horna- mönnum liðsins.  SÆVAR lék síðustu 20 mínútur leiksins og þurfti nokkrar tilraunir til að stilla kanónuna. Fyrsta skot hans var nálægt því að hæfa ljósmyndara við endamörkin og Jónas Stefánsson varði síðan tvívegis glæsilega frá honum. Í fjórðu tilraun kom Sævar boltanum í netið og það reyndist síð- asta mark leiksins og tryggði hann sínum mönnum þar með annað stigið.  LEMGO náði með naumindum jafntefli, 32:32, gegn Nordhorn á úti- velli í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik í gærkvöld. Nordhorn virtist hafa skorað sigurmark í blálokin en leikmenn Lemgo voru eldsnöggir að byrja á miðju og Andre Tempel- meier jafnaði metin. Flensburg og Lemgo eru nú jöfn og efst í deildinni með 19 stig, Flensburg eftir 11 leiki og Lemgo eftir 12. Magdeburg, Hamburg og Kiel eru öll með 16 stig, og hafa öll leikið 10 leiki.  Í HÁLFLEIK í Nordhorn var dregið til 16-liða úrslita í þýsku bik- arkeppninni í handknattleik. Í tveim- ur tilvikum lentu Íslendingalið sam- an. Magdeburg, lið Sigfúsar Sig- urðssonar og Alfreðs Gíslasonar, fær þá Einar Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggsson í heimsókn með Wall- au-Massenheim. Þá tekur Wilhelms- havener, lið Gylfa Gylfasonar, á móti Jaliesky Garcia og félögum í Göpp- ingen.  EINN Íslendingur enn verður á ferðinni í 16-liða úrslitum keppninn- ar. Aleksandrs Petersons og félagar hans í Düsseldorf fá lið Spenge í heimsókn.  TONY Adams, knattspyrnustjóri Wycombe, hefur mikinn hug að fá fyrrverandi félaga sinn hjá Arsenal, sem leikmann og aðstoðarmann. Það er Frakkinn Gilles Grimandi, 33 ára, sem er nú leikmaður í Bandaríkjun- um.  SOUTHAMPTON hefur bannað Agustin Delgado, sóknarmanni frá Ekvador, að fara á heimaslóðir til að leika gegn Paraguay og Perú í und- ankeppni HM. Stjórnarmenn South- ampton segja að Delgado sé ekki heill heilsu eftir meiðsli og fari hvergi. Hann skoraði 9 mörk fyrir Ekvador í síðustu undankeppni HM en hefur ekki náð sér á strik í ensku knattspyrnunni.  ANTHONY Gardner, varnarmað- ur frá Tottenham Hotspur, hefur verið kallaður inn í enska landsliðs- hópinn í knattspyrnu í fyrsta sinn. Hann kemur í staðinn fyrir Gareth Southgate sem er meiddur. FÓLK Þrír nýliðar eru í hópnum; ÓmarJóhannsson markvörður úr Keflavík, sem varið hefur mark 21- árs landsliðsins, Ólafur Ingi Skúla- son, miðjumaður frá Arsenal og Kristján Örn Sigurðsson, varnarmaður úr KR, sem hefur hef- ur þó verið í hópnum áður en ekki spilað leik með landsliðinu. Ólafur Ingi var kallaður inn í hópinn í gær, eftir að hann var tilkynntur, þegar í ljós kom að Bjarni Guðjónsson væri meiddur. Landsliðshópinn skipa, landsleikir í sviga: Árni G. Arason, Rosenborg (32) Ómar Jóhannsson, Keflavík (0) Rúnar Kristinsson, Lokeren (103) Helgi Sigurðsson, Lyn (50) Þórður Guðjónsson, Bochum (49) Ríkharður Daðason, Fredrikst. (43) Tryggvi Guðmundsson, Stabæk (32) Arnar Þór Viðarsson, Lokeren (29) Auðun Helgason, Landskrona (27) Ólafur Ö. Bjarnason, Grindavík (14) Indriði Sigurðsson, Genk (13) Marel Baldvinsson, Lokeren (11) Bjarni Þorsteinsson, Molde (9) Gylfi Einarsson, Lillström (8) Hjálmar Jónsson, Gautaborg (5) Veigar P. Gunnarsson, KR (4) Kristján Örn Sigurðsson, KR (0) Ólafur Ingi Skúlason, Arsenal (0) Sjö úr þessum hópi voru í byrj- unarliðinu á móti Þjóðverjum í Ham- borg í síðasta mánuði, Árni Gautur, Rúnar, Helgi, Þórður, Arnar Þór, Ólafur Örn og Indriði, og þá komu Ríkharður og Veigar Páll inn á sem varamenn í seinni hálfleik. „Við stefndum að því að fá í ferð- ina okkar sterkasta lið en því miður tókst það ekki. Þessir strákar sem ekki gáfu kost á sér vildu allir vera með en félög þeirra voru með ákveðnar hótanir gagnvart þeim og stilltu þeim upp við vegg. Þetta er erfitt við að ráða og auðvitað skilur maður sjónarmið strákanna,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið. Logi sagði að vissulega hefðu hann og Ásgeir Sigurvinsson, sam- herji hans, verið í erfiðri stöðu gagn- vart þeim leikmönnum sem ekki gáfu kost á sér. „Við hefðum getað beitt hörðum ráðum til að fá þessa menn en með því værum við kannski að skjóta okkur í fótinn. Leikmenn- irnir fengju ekki að spila með sínum liðum og það var nú helsta umræðan fyrir síðasta leik hvað við vorum með marga menn í hópnum sem ekki leika að staðaldri.“ En eru ekki fleiri leikmenn Chelsea að fara í leiki með sínum landsliðum? „Aðalástæðan að baki því að Chelsea setur sig á móti því að Eiður Smári fari er sú að Hernan Crespo og Veron eru farnir í tvo leiki í und- ankeppni HM með Argentínu og þeir koma ekki til baka fyrr en á föstu- degi, eða degi fyrir leik hjá Chelsea gegn Southampton 22. nóvember. Þar með vænkast hagur Eiðs að vera í byrjunarliðinu. Ef þessi leikur hefði verið á fyrri alþjóðlega leikdeginum, sem er á laugardaginn, hefðum við fengið alla þessa menn sem við ósk- uðum eftir og eins ef hann hefði verið spilaður í Evrópu.“ Logi segir það synd að geta ekki farið til Mexíkó með sitt sterkasta lið en á móti kemur að í liðið eru kallaðir til leikmenn sem ekki hefur gefist tækifæri til að fylgjast nægilega með í leik og starfi á undanförnum miss- erum. „Við erum alls ekki að kasta rýrð á þá stráka sem koma inn í stað þeirra sem ekki áttu heimangengt. Við teljum að þeir eigi allir mögu- leika á að festa sig í sessi. Ómar hef- ur til að mynda staðið sig mjög vel með ungmennalandsliðinu og var verulega góður í leiknum gegn Þjóð- verjum. Við þurfum að huga að fram- tíðinni og Ómar kemur inn í stað Birkis sem er að taka við nýju starfi sem gerir honum erfitt fyrir að vera með á fullu.“ Um endurkomu Auðuns sagði Logi: „Við Ásgeir fórum til Svíþjóðar í haust og sáum hann spila býsna vel fyrir Landskrona. Hann fær þarna kærkomið tækifæri til að sýna okkur hvað í honum býr og það á við um fleiri leikmenn í þessum hópi. Menn sem gera það gott í þessari ferð og falla vel inn í hópinn færa sig bara nær liðinu,“ segir Logi. Eiður ekki með á móti Mexíkó TALSVERÐ afföll eru á íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mæt- ir Mexíkó í vináttulandsleik í San Francisco 19. þessa mánaðar. Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Brynjar Björn Gunn- arsson gáfu ekki kost á sér vegna stöðu sinnar hjá sínum erlendu félögum og þá eru Bjarni Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Pétur Haf- liði Marteinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Heiðar Helguson meidd- ir. Sömuleiðis gæti Rúnar Kristinsson hugsanlega dottið út úr hópnum af persónulegum ástæðum en það ætti að skýrast í dag. Guðmundur Hilmarsson skrifar BÆÐI KR og Fylkir hafa sett sig í samband við Bjarna Þorsteinsson, knattspyrnumann hjá Molde í Noregi, og hafa hug á að fá hann í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Bjarni staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði jafn- framt að það væri nánast öruggt að hann hætti hjá Molde að þessu tímabili loknu, sem er hans þriðja með félaginu, en til þess tíma lék hann með KR. „Ég fékk tilboð frá Molde sem ég gat engan veginn sætt mig við og er því að pakka niður og búa mig undir að fara héðan. Reyndar fer ég með landsliðinu í leikinn gegn Mexíkó í næstu viku og síðan spilum við í Molde gegn Benfica í UEFA-bikarnum 27. nóvember, en að öllu óbreyttu verður það kveðjuleikur minn með fé- laginu,“ sagði Bjarni, sem hefur einnig verið orðaður við danska úrvalsdeildarliðið AGF en það er skammt á veg komið, að sögn Bjarna. „Umboðsmaðurinn minn hefur verið í sam- bandi við Danina en það skýrist ekki fyrr en um eða eftir mánaðamótin hvort meira verður úr því. Annars tel ég það góðan kost að koma heim, það var alltaf stefnan að spila aftur á Íslandi og bæði KR og Fylkir hafa verið í sambandi við mig að undanförnu. En aðalmálið er að vera þar sem fjölskyldunni hentar best,“ sagði Bjarni Þor- steinsson. Hann er 27 ára gamall og hefur spilað 9 A- landsleiki fyrir Íslands hönd, síðast gegn Skotum í Glasgow í mars, og er í hópnum sem valinn var í gær til að leika gegn Mexíkó í næstu viku. Bjarni í KR eða Fylki? Bjarni Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.