Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 307. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Harley er lífsstíll Á Íslandi eiga 108 manns Harley Davidson-mótorhjól Bílar 8 Ný túlkun á óperunni Unglingaóperan Dokaðu við frumsýnd í dag Listir 22 Forvarna- faraldurinn Jóhann Á. Sigurðsson segir forvarnir í of mikilli sókn Daglegt líf 20 RICHARD Armitage, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, vísaði þeirri full- yrðingu á bug í gær, að með því að finna lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hægt að binda endi á þá bylgju hryðjuverka sem gætir víða um heim um þessar mundir. „Það er vert að vekja athygli á því að það var aðeins nýlega sem Osama bin Laden og forystumenn al-Qaeda fengu sig yfir- leitt til þess að nefna orðið Palestínu- menn,“ sagði Armitage á blaðamannafundi eftir viðræður í Kaíró við Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins. „Ég hafna því þeirri hugmynd að lausn á átökum araba og Ísraela – eins mikilvæg og hún annars er – myndi verða til þess að binda endi á hryðjuverkaölduna sem hefur beinzt gegn Bandaríkjunum, hagsmunum Vesturlanda og konungdæminu Sádi-Ar- abíu,“ sagði hann. Hryðjuverkamennirnir reyndu vissulega að færa sér átökin á her- numdu svæðunum í nyt en undirrótar hryðjuverka al-Qaeda-liða væri ekki þar að leita. Al-Qaeda sama um Pal- estínumenn Kaíró. AFP. LANDSSÍMI Íslands hf. skoðar nú möguleika á að fjárfesta í búlg- arska ríkissímafyrirtækinu BTC fyrir yfir 200 milljónir króna. Stjórn Símans hefur fjallað um málið og heimilað Brynjólfi Bjarna- syni forstjóra að halda athugun á því áfram. Áhugi Símans er tilkom- inn eftir að Björgólfur Thor Björg- ólfsson fjárfestir leitaði til fyrir- tækisins um samstarf, en hann á aðild að tilboði í kaup á meirihluta í BTC. Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Símans, stað- festir að Síminn hafi fjárfestingu í BTC til skoðunar. „Síminn er á hverjum tíma að skoða ótal tæki- færi,“ segir Orri. „Þetta er áhuga- vert verkefni á kjarnasviði fyrir- tækisins ef af verður, bæði sem fjárfestingarkostur og til að nýta betur mannauðinn innan Símans. Í peningum talið yrði þetta þó alltaf lítil fjárfesting, samanborið við aðr- ar fjárfestingar Símans.“ Orri segir að Símamenn horfi m.a. til þess að geta veitt ráðgjöf við uppbyggingu búlgarska síma- fyrirtækisins, bæði tæknilega og hvað almennan rekstur varðar. „Búlgarski síminn er að mörgu leyti í ekki ósvipaðri stöðu og Landssíminn var fyrir svo sem 15 árum. Við sjáum ýmis tækifæri í því að miðla okkar þekkingu um hvernig megi byggja upp nútíma- legt og arðvænlegt símafyrirtæki.“ Orri segir að fulltrúi Símans hafi farið til Búlgaríu, kynnt sér starf- semi BTC og rætt við stjórnendur fyrirtækisins. Björgólfur Thor átti frumkvæðið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins átti Björgólfur Thor Björgólfsson frumkvæði að því að fá Símann til samstarfs um fjár- festingu í BTC. Frá því var greint í Morgunblaðinu í september að Carrera, fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors, væri næststærsti fjárfestir- inn í Viva Ventures, alþjóðlegum hópi undir forystu bandaríska fjár- festingarfyrirtækisins Advent Int- ernational. Hópurinn hefur boðið yfir 25 milljarða króna í 65% hlut- inn, sem til sölu er í BTC. Drög að kaupsamningi við Viva Ventures liggja fyrir og hafa dómstólar í Búlgaríu komizt að þeirri niður- stöðu að stjórnvöldum beri að standa við samkomulagið sem gert var við fjárfestahópinn. Pólitískar deilur í Búlgaríu hafa hins vegar staðið í vegi fyrir því að málinu sé formlega lokið. Síminn skoðar kaup í búlgarska símanum Stjórnin heimilar forstjóra að vinna að yfir 200 milljóna fjárfestingu MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti forseti Sov- étríkjanna, hefur skráð sjálfan sig sem vörumerki til að koma í veg fyrir að varn- ingur sé kenndur við hann án leyfis. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands- Posten sem segir að for- setinn fyrrverandi hafi fengið sig fullsaddan á því að nafn hans sé notað þegar vörur eru settar á markað, allt frá núðlum til vodka. Kornið sem fyllti mælinn var að andlitsmynd af hon- um var nýlega sett á merkimiða rúss- nesks vodka, Stolichnaya. Áður hafði þýskur vodki verið kenndur við hann. Sjálfum þykir honum sá heiður vafasam- ur, enda stóð hann fyrir herferð gegn áfengisdrykkju í Sovétríkjunum og mikl- um verðhækkunum á vodka þegar hann var forseti. Gorbatsjov skráir sig sem vörumerki Gorbatsjov HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fagnar ásamt starfsbræðrum sínum, Ernst Walch frá Licht- enstein og Jan Petersen frá Noregi, eftir að búið var að undirrita samninginn í gær. Reuters Fagnað í Vaduz HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist hafa minnkandi trú á að Evrópusambandið fallist á end- urnýjun EES-samningsins. ESB hafi hafnað henni á sínum tíma, en lofað að gera það þegar stækkunar- samningurinn væri í höfn, „[…] en nú er hljóðið í þeim farið að breytast og ég hef minnkandi trú á því að það verði að veruleika, þannig að við verðum að búa við samninginn eins og hann er.“ Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Halldór í gær að aflokinni undirritun samn- ingsins um stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins sem fram fór í Vaduz í Liechtenstein í gær. Halldór segist nú telja mikilvæg- ast að öll ný aðildarríki ESB stað- festi stækkun EES á réttum tíma. Verðum að búa við EES án breytinga Vaduz. Morgunblaðið.  Mikilvægast/4 ÖRYGGISMÚRINN, sem Ísraelar eru nú að reisa, mun valda miklum truflunum á lífi nær þriðja hvers Palestínu- manns á Vesturbakkanum og auk þess munu um 14,5% af svæðinu verða Ísraelsmegin við múrinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunar Sameinuðu þjóðanna er ann- ast samræmingu hjálpar- starfs, OCHA. Að sögn fréttavefjar BBC fullyrða stjórnvöld í Ísrael að stað- reyndavillur séu í skýrslunni. Búið er að reisa um 150 kílómetra af múrnum en hann á að verða nær 700 kílómetrar að lengd. Að sögn SÞ eru að- eins um 11% af mannvirkinu á mörkum Ísraels og svæða Palestínumanna, „Grænu lín- unni“. Megnið af múrnum er inni á palestínsku landi, allt að 22 kílómetra frá Grænu lín- unni. Múrinn verður látinn sveigja inn á palestínskt land til að vernda byggðir land- tökumanna gyðinga. „Á umræddu landsvæði, sem að hluta til er eitthvert frjósamasta jarðnæði á Vest- urbakkanum, búa nú um 274.000 Palestínumenn í 122 þorpum og borgum,“ segir í skýrslunni. „Fólkið mun ann- aðhvort verða að búa á luktu landi – svæðum milli múrsins og Grænu línunnar – eða í hólfum sem verða algerlega umlukt múrnum.“ Einnig er bent á að rúmlega 400.000 Palestínumenn austan við múrinn muni verða að fara um hliðin sem verða á múrnum ætli þeir að komast að býlum sínum eða á vinnustaði vestan við múrinn. „Á að giska 680.000 manns – um 30% Pal- estínumanna á Vesturbakk- anum – munu því verða fyrir beinu tjóni vegna múrsins.“ Palestínumönnum, sem eiga land er fer undir múrinn, hafa verið boðnar skaðabæt- ur. En þeir hafna bótunum, að sögn heimildarmanna af ótta við að ella séu þeir að lýsa samþykki við múrinn og verði því sakaðir um að vera með- reiðarsveinar Ísraela. SÞ gagnrýna öryggismúr Ísraelsstjórnar Reuters Veldur mikilli röskun á lífi Palestínumanna Jerúsalem. AP, AFP. Ísraelskur hermaður á verði við öryggismúrinn. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.