Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILKYNNINGAR Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstum tillögum að deiliskipulagi Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjar- ráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulagstillögum: Hörðuvellir. Deiliskipulag Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæj- arráð Kópavogs þann 24. júlí 2003 samþykkt tillögu að deiliskipulagi á Hörðuvöllum (Kórum). Tillagan nær til svæðis sem afmark- ast af Rjúpnahæð í vestur, fyrirhuguðum Arn- arnesvegi og Vatnsendahvarfi í norður, fyrir- hugaðri íbúðarbyggð við Andarhvarf, Fagraþing (Norðursvæði) og af svokölluðu Suðursvæði í austur og Heimsenda í suður. Á svæðinu er gert ráð fyrir blandaðri íbúðar- byggð sérbýlis og fjölbýlis auk grunnskóla, leikskólum, um 8 ha íþróttasvæði með íþrótta- húsi og keppnisvöllum, svæði fyrir verslun og þjónustu og kirkjulóð. Í tillögunni kemur jafnframt fram fyrirhugað gatnakerfi, göngu- leiðir, reiðleiðir, opin svæði, trjáræktarsvæði og leiksvæði. Tillagan er sett fram á uppdrátt- um í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinar- gerð, sneiðmyndum og skilmálum dags. 14. apríl 2003. Tillagan var auglýst frá 23. maí til 25. júní 2003. Frestur til að skila inn athuga- semdum og ábendingum rann út 9. júlí 2003. Athugasemdir og ábendingar bárust. Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábend- ingar voru á fundi skipulagsnefndar 15. júlí 2003 gerðar eftirfarandi breytingar á fram- lögðum gögnum: Mörk skipulagssvæðis breytt þannig að leigulandið Vatnsendablettur 163 verður utan deiliskipulagssvæðisins og deiliskipulagi frestað á umræddu svæði. Fjöl- býlishúsalóð við Vörðukór er breytt til að liðka til fyrir gerð fyrirhugaðra undirganga og lagn- ingu reiðleiðar. Að ósk Skipulagsstofnunar voru eftirfarandi lagfæringar gerðar á fram- lögðum gögnum: hugmyndir að deiliskipulagi teknar út af frestuðum deiliskipulagssvæðum á uppdrætti, ennfremur aðkoma og bílastæði við Vindakór, Völukór og Hörðukór lagfærð, kirkjulóð og íþróttasvæði skilgreind nánar; Rjúpnavegur ekki skilgreindur sem þjóðvegur, ákvæði um hljóðvist og fyrirvari um lóðar- stærðir og hæðarlegu breytt í greinargerð, ákvæði um kostnað við gerð húsagatna tekin út úr greinargerð; kafla um mæli- og hæðar- blöð og um húsfélög tekin út úr skipulagsskil- málum ennfremur fallið frá ákvæði um sama hönnuð fyrir byggð við Baugakór. Ofangreinar lagfæringar á framlögðum gögnum voru stað- festar í skipulagsnefnd 21. október 2003 og í bæjaráði 23. október 2003. Samhliða deili- skipulaginu var auglýst breyting á Aðalskipu- lagi Kópavogs 2000-2012 sbr. uppdrátt í mkv. 1:10.000 dags. í apríl 2003. Aðalskipulags- breytingin hlaut staðfestingu umhverfisráð- herra 3. sept. 2003. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athuga- semd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýs- ing um gildistöku deiliskipulagsins mun birt- ast í B-deild Stjórnartíðinda 12. nóv. 2003. Kríunes. Breytt deiliskipulag Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- stjórn Kópavogs þann 23. sept. 2003 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Kríunes í Vatnsendalandi. Í breytingunni felst að núver- andi íbúð stækkar auk þess sem heimilt verður að gera 3 nýjar íbúðir í húsinu. Í tillögunni felst jafnframt að undir hluta hússins er gert ráð fyrir kjallara þar sem verða m.a. bílageymslur, þvottahús og geymslur. Grunnflötur og hæð bygginga í Kríunesi verður óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag svo og heimagisting sem rekin er í húsinu. Tillagan var auglýst í sam- ræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 25. júlí til 18. ágúst 2003 með athugasemdafresti til 1. september 2003. At- hugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var lögð fram að nýju í skipulagsnefnd 16. sept. 2003 ásamt umsögn Bæjarskipulags um fram- komnar athugasemdir og ábendingar. Tillagan var samþykkt óbreytt. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deili- skipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 12. nóv. 2003. Smiðjuvegur 68-76. Deiliskipulag Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- stjórn Kópavogs þann 9. september 2003 samþykkt tillögu að deiliskipulagi við Smiðju- veg 68-76. Skipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til austurs, Smiðjuvegi 68, 70 og 72 til suðurs og Smiðjuvegi til vesturs og norðurs. Breytingin byggir á samkomulagi milli Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um breytingu á mörkum sveitarfélaganna við Blesugróf. Í tillögunni felst að til verða tvær nýjar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði norðan Smiðjuvegar 68-72 þ.e. norðar Sólningar að hinum nýju sveitarfélagamörkum og norður- mörk lóða við Smiðjuveg 68-72 breytast. Tillag- an var auglýst frá 27. júní til 28. júlí 2003 með athugasemdafresti til 11. ágúst 2003. Athuga- semdir og ábendingar bárust.Tillagan var samþykkt með þeim breytingum að botnkóti fyrirhugaðs húss að Smiðjuvegi 76 verði lækkaður um 2 metra; þök Smiðjuvegar 74 og 76 verði flöt; ásýnd húsa nr. 68-72 komi fram á sneiðmynd og undirgöng undir Smiðjuveg verði sýnd á uppdrætti á móts við aðalstíg. Samhliða deiliskipulaginu var auglýst breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 sbr. upp- drátt í mkv. 1:10.000 dags. í apríl 2003. Aðal- skipulagsbreytingin hlaut staðfestingu um- hverfisráðherra 7. október 2003. Skipulags- stofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 12. nóv- ember 2003. Hnoðraholt. Lóð undir tækjahús og fjarskiptastaur Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 26. júní 2003 samþykkt tillögu að nýrri lóð fyrir tækjahús og fjar- skiptastaur í Hnoðraholti, nánar tiltekið norðan við spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 19. febrúar til 19. mars 2003 með athugasemdafresti til 2. apríl 2003. Engar athugasemdir og ábend- ingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipu- lagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gild- istöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2003. Vatnsendi. (F-2 reitur). Breytt deiliskipulag. Lóð undir tækjahús og fjarskiptastaur Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 3. apríl 2003 samþykkt til- lögu að breyttu deiliskipulagi á sk. F 2 reit í Vatnsendalandi. Í tillögunni felst heimild til að reisa tækjahús og fjarskiptastaur við Vatns- endaveg á mörkum F-reitar og fyrirhugaðrar grunnskólalóðar á Norðursvæði Vatnsenda. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 12. febrúar til 12. mars 2003 með athuga- semdafresti til 26. mars 2003. Engar athuga- semdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofn- un hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki at- hugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 12. nóv. 2003. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreindar deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudög- um frá 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. R A Ð A U G L Ý S I N G A R JÓLAMERKI Thorvaldsensfélags- ins er komið út. Félagið hefur gefið út jólamerki í 90 ár. Að þessu sinni prýðir merkið myndin „Englar“ eftir Þröst Magnússon og grafískur hönnuður er Robert Gulliermette. Allur ágóði af sölu merkjanna fer til styrktar veikum börnum. Örk með 12 merkjum kostar 300 kr. Jólamerkin eru til sölu á öllum pósthúsum landsins, í Thorvald- sensbazarnum, Austurstræti 4 og hjá félagskonum. Á heimasíðu félagsins www.thor- valdsens.is er hægt að skoða jóla- merkin. Einnig er hægt að panta jólamerki á netfangi, thorvaldsens- @isl.is. Jólamerki Thorvald- sensfélagsins ATHUGASEMD frá Jóhönnu Harð- ardóttur, formanni Félags eigenda og ræktenda Landnámshænsna: „Í viðtali við Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing í Morgunblaðinu 10. nóvember kemur fram að hann álíti að landnámshænur hafi nær þurrk- ast út á Íslandi í móðuharðindunum. Sjálfsagt hafa hænur verið hætt komnar á þessum tíma eins og önnur dýr og menn, en þær lifðu sannan- lega af eins og annar búpeningur á Íslandi að svínum undanskildum. Friðrik lætur að því liggja að þær lit- skrúðugu hænur sem hann kallar „íslenskar hænur“ séu að stærstum hluta blanda af „brúnum ítölum“ sem hafi komið til landsins í byrjun 20. aldar. Hann vitnar einnig í Stefán Aðalsteinsson erfðafræðing og segir að niðurstaða úr vefjarannsókn hans hafi sýnt að landnámshænur hafi verið nánast útdauðar hér á landi. Hér fer Friðrik beinlínis með rangt mál. Ég hafði samband við Stefán Aðalsteinsson og hann staðfesti að við skoðun á vefjasýnum hefði hvergi komið fram neinn skyldleiki við neina aðra hænsnastofna á hinum Norðurlöndunum og einna helst hafi skyldleika verið að leita til hins forna, norska hænsnastofns sem heitir Jaðarhænur. Friðrik G. Ol- geirsson má hafa sínar skoðanir á nafni félagsins okkar og tilgangi þess. Hann má einnig véfengja að landnámshænur verpi vel þótt sú staðreynd skipti minnstu máli fyrir eigendurna. Ef hann ætti sjálfur slíkar hænur gæti hann þó vitað að við góðar aðstæður verpa þær eggi á dag á varptíma og halda því áfram árum saman, ólíkt öðrum hænsn- um.“ Í athugasemdinni segir Jó- hanna ennfremur: „Fyrir hönd fé- lagsins vil ég vinsamlega biðja þá sem skrifa um landnámshænur og félagið sem nýlega var stofnað um ræktun þeirra að leita sannleikans hjá sérfræðingum áður en þeir munda öxina til slátrunar.“ Frá formanni Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.