Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 33 í hvítri sól – sem klukknahringing í hvítri sól – hvítasunnusól svo var okkar kynning. Eins og vögguljóð, sungið rauðum rósum yfir opinni gröf slík, ó, slík er þín minning. (Tómas Guðmundsson.) Elsku amma mín, ég þarf ekki að kveðja þig. En ég óska þér farar- heilla á nýjum slóðum, og ég sam- gleðst þér í þínu nýfundna frelsi. Takk fyrir samveruna að sinni, takk fyrir allt sem þú varst mér og alla ástina sem þú gafst mér. Þín Ingunn. Amma var úr efninu sem demant- ar og ský eru búin til úr. Fyrir henni var lögmál fegurðarinnar eina lög- málið sem nokkra þýðingu hafði. Ég man svo vel eftir fallega síða hárinu hennar og góðlega andlitinu, en best man ég þó eftir fasinu sem var svo fullt af náttúrulegum þokka. Hún barst áfram á hrynjandi náttúrunnar sem hún endurspeglaði í skrifum sín- um þegar hún bjó til fyrir okkur lystigarða andans. Ég man eftir hlátrinum hennar, sem aldrei var venjulegur hlátur, heldur straumur sem fyllti heiminn af smitandi gleði og ég man eftir glampanum í augum hennar þegar hún hló eða kjassaði einhvern af sín- um ástkæru vinum úr dýraríkinu. Ég man eftir þegar hún talaði við hest- ana og hundana og kettina og páfa- gaukana og alla hina ástvini sína, og ég man að hún kallaði þá „bévað pakk“, sem í mínum eyrum verður alltaf stærsta ástarjátning sem nokkur lifandi vera getur átt von á að heyra. Ég man eftir henni bograndi yfir blómunum sínum þegar hún var að fegra veröldina okkar. Hennar dýr- mætustu skartgripir spruttu úr moldinni og teygðu rauðu, gulu og bláu andlitin sína á móti henni, sem geislaði svo langtum sterkar en sólin. Hún ræktaði garðinn sinn og gerði hann að skrúðgarði þar sem hverri plöntu, hverju strái fannst það vera elskað. Ég man eftir þegar hún talaði um vini sína orðin og setningarnar. Hún horfði dreymandi út í loftið og fór með ljóðpart eða setningu sem var henni hugleikin. Þá var hún stödd á stað sem hún kenndi mér að væri til. Staðnum þar sem hreystin skín úr andlitum og gleðin felst í einföldu hlutunum sem manni yfirsést allt of oft. Staðnum þar sem árnar glitra og hestarnir kljást í dálítilli lund á með- an fuglarnir syngja deginum ástar- ljóð. Staðnum þar sem fegurðin ríkir ein. Þannig man ég eftir ömmu minni. Hún hét Ástríður og nú býr hún í blómunum og fuglunum og hestunum, og þaðan heyri ég í henni á hverjum degi. Daði. Það sem ég minnist einna helst í fari Ástríðar var að hún kunni svo vel að hrífast af fegurð og láta í ljós gleði. Þetta sýndi hún einna helst þegar hún hreifst af fallegum hest- um og ekki síst þegar hún sá folöld og unghesta sýna listir sínar og bregða á gang. Á sama hátt hafði hún mikið yndi af fallegum bókum og skáldverkum og ekki síst ljóðum sem lýstu mannlífinu í sínum mörgu myndum og stórfengleik náttúrunn- ar. Það fór ekki á milli mála þegar Ástríður kom í heimsókn og var þá oft glatt á hjalla og mikið að ræða og það var eins og heimurinn í kringum þig fengi nýtt gildi. Þau faðir minn töluðu oft um æskuárin og fagran skáldskap, tungumál og það sem var að gerast í umheiminum en þær mamma ræddu um hesta og allt sem þeim fylgdi og vantaði ekki umtals- efnið. Þegar veður leyfði á þessum dög- um var oft farið í útreiðartúra og var það oft mitt hlutskipti að sækja hest- ana. Mér tókst oft að ná einhverjum þeirra, hoppa á bak og reka hin hrossin í horn sem hægt væri að ná þeim. Síðan tókum við bestu hestana, söðluðum þá og riðum úr hlaði og lét- um gamminn geisa. Ástríður átti hest sem hét Nökkvi, hann var mikill skeiðhestur og minnist ég hennar á honum þar sem hann skeiðaði á slétt- um árbökkum Hvítár af miklum krafti. Þarna sat hún og naut lífsins og lét drauma sína rætast á fleygi- ferð á jarpa hestinum sínum. Ég þakka þér, elsku Ástríður mín, fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, fyrir að hafa átt þátt í því að draumar mínir rættust og ég fengi að lifa því lífi sem ég þráði djúpt í hjarta mínu. Fyrir það er ég þér eilíflega þakklát og þakka Guði fyrir þann kærleika sem þú ævinlega sýndir mér, stelp- unni sem allt vildi vita. „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur.“ Gegnum daga bjarta dimma, gekk hún lífsins veg. Hrifin burt til himnasala, hamingjusöm nú er. Leitandi að lífsins gleði leidd af innri þrá. Anda hennar og ástarljóma aldrei gleyma má. Með samúðarkveðju til dætra hennar, barnabarna, ættingja og vina. Guðbjörg Sigurðardóttir frá Hvítárholti. Nú er látin elskuleg Ástríður föð- ursystir mín í hárri elli og södd líf- daga. Ég kynntist henni best þegar við vorum á Hólum í Hjaltadal. Ást- ríður var mikið náttúrubarn, allt lif- andi menn, dýr og jurtir léku í hönd- um hennar. Lýsir það henni best þegar hún gekk í næsta hús og hugs- aði um nýfætt barn í marga mánuði, vegna veikinda móðurinnar. Er barn það nú mikils metinn maður í þjóð- félaginu og vinnur að hugðarefnum hennar, hrossaræktinni. Allur gróð- ur naut hennar hlýju handa og dafn- aði allsstaðar, er mér minnistæðast er hún tók allan gamla garðinn, fyrir framan skólahúsið á Hólum og breytti í augnayndi. Hún elskaði hesta og standa upp úr í mínum huga Blesi sem hún kynntist ung og talaði oft um og svo þeir Börkur og Rökkvi. Ég sé í huga mér þá þrjá taka á móti henni, hún bregður á bak, þeysir um ókunnar slóðir með Krumma flögrandi yfir. Krummi var taminn hrafn úr hreiðri ofan úr Hólabyrðu. Ástríður kom fram með mikilli reisn svo sópaði af henni. Varð henn- ar framkoma tilefni til að ort var ljóð er hún ung að aldri sást á göngu. Reykjavíkurskáldið Tómas Guð- mundsson sá hana þar í upphafi kreppuáranna að morgni hvítasunnu á Hverfisgötu með bjartsýni í augum og reisn í fasi. Varð sýn þessi tilefni þess að kvæðið Svefnrof varð til. Kemur hér erindið sem vel á við á þessum tímamótum í lífsgöngu henn- ar. Síðasta erindið hljóðar svo. Hófatak í heiði í hvítri sól sem klukknahringing í hvítri sól hvítasunnusól – svo var okkar kynning eins og vögguljóð sungið rauðum rósum yfir opinni gröf – slík, ó, slík er þín minning. Þessi unga stúlka var Ástríður Sigurmundardóttir sem gaf skáldinu innblástur til að yrkja ódauðlegt ljóð sem geymir minningu hennar í ókominni framtíð, á það vel við í lok lífsgöngu Ástríðar. Löng og viðburðarík ævi er liðin og má segja að náð hafi yfir frá alda- gömlum tíma til nútíma. Blessuð sé minning hennar. Hvíli hún í friði til göngu nýrra heima. Hennar einlæg bróðurdóttir: Anna Soffía og hinar systurnar frá Hvítárholti. anir. Hann var líka þeim eiginleika gæddur að allt lék í höndunum á hon- um. Hann var því frumkvöðull í eðli sínu. Það ríkti í honum löngun til að starfa sjálfstætt og vera eigin herra. Greiðvikni var honum jafnframt í blóð borin. Því kom ekki á óvart þegar hann tók við rekstri á söluskálanum Skútunni á Akranesi. Söluskálann rak hann með eiginkonu sinni um árabil. Það var ekki alltaf auðvelt, enda er slíkur rekstur flókinn og kostar mikla vinnu og útsjónarsemi. Viðar var ekki maður kyrrstöðunn- ar og keypti hann sokkaverksmiðjuna Trico á Akranesi í lok árs 1992. Það fyrirtæki átti hug Viðars allan og þar fékk hugmyndaauðgi og fram- kvæmdagleði frumkvöðulsins að njóta sín. Þegar Viðar veiktist fyrir rúmu ári voru einmitt sum af nýstárlegum áformum hans í Trico að verða að raunverulegum viðskiptatækifærum. Áfallið var mikið en það skipti þó miklu máli að yngri dóttirin Helga kom inn í reksturinn og tók við hlut- verki föður síns. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Viðar að vera kippt út úr erilsömu lífi athafnamannsins þegar hugmyndir voru að fullmótast og breytast í veru- leika og þegar fjölskyldan var að stækka og hver augasteinninn á fæt- ur öðrum að bætast í hópinn og heillast af afa. En Viðar lét veikindin ekki brjóta sig niður. Eins og ávallt áður lét hann bjartsýnina ráða og gerði allt sem hann gat til að gera fjöl- skyldu sinni og umhverfi sem bæri- legast að takast á við erfiðleikana. Hann var fram til hinsta dags sama sterka ljúfmennið. Með Viðari er fallinn frá drengur góður. Það var ævinlega gott að sækja hann heim, spjalla við hann um alla heima og geima og hlusta á sjón- armið hans sem oft voru bæði íhugul og frumleg. Það var líka víst að hann var ævinlega tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda og gera sitt besta ef vandi knúði að dyr- um hjá samfylgdarfólki hans. Harm- ur og eftirsjá eru efst í huga á þessari stundu en undir niðri býr gleðin og þakklætið yfir að hafa fengið að kynn- ast Viðari og eiga með honum samleið í meira en þrjá áratugi. Far vel, kæri vinur. Megi fjölskyld- an eiga þinn styrk. Þórdís Sigurðardóttir. Vertu blessaður, frændi minn. Ég þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða með þér í þessu lífi. Man eftir ófáum stundum, sem þó hefðu mátt vera fleiri. Ég sakna þess til dæmis að hafa aldrei nýtt tækifæri til þess að veiða með þér. En það er samt svo margt að þakka fyrir, eins og það jákvæða viðmót í fari þínu sem réð ferðinni og hlátursrokurnar sem fylgdu. Þá bjartsýni og hugmynda- auðgi sem þú bjóst yfir og sást m.a. í frumlegum lausnum í öryggisfatnaði og sokkaframleiðslu. Ég man líka eft- ir afstöðu þinni til vandamála, því það snerist ekki um þau heldur tækifærin og lausnirnar og þú varst ekki vitund smeykur við að „kýla“ á hlutina. Mjólkurglasið var alltaf hálffullt hjá þér og ósjálfrátt komst maður á flug við að ræða við þig um ýmis verk- efni. Síðast en ekki síst vil ég þakka fyrir þann einstaka vilja þinn til að hjálpa þeim sem leituðu til þín í stóru og smáu. Ég votta Marsibil, Ásdísi, Helgu og Magnúsi samúð mína. Einar Skúlason. Góður drengur, Viðar Magnússon, verður borinn til hinstu hvíldar í dag. Hann háði hetjulega baráttu við sjúkdóminn sem lagði hann að lokum að velli á aðeins einu ári. Viðar var kvæntur mágkonu minni þegar ég kom inn í tengdafjölskyld- una. Mér er ofarlega í huga hversu vel hann tók á móti mér innan fjölskyld- unnar og vildi allt fyrir mig gera. Síð- ar tók ég eftir því að hann sýndi öllum þeim sem hann umgekkst þessa ein- stöku greiðvikni og hjálpsemi. Þetta meðal annarra kosta í fari Viðars gerði það að verkum að hann eign- aðist ótrúlega stóran hóp kunningja og vina sem sakna hans sárt. Allt frá fyrstu kynnum okkar hélst góð vin- átta með okkur sem aldrei féll skuggi á. Samskipti okkar voru margvísleg. Um tíma gerðum við út litla trillu ásamt tengdaföður okkar og komu þá fram margir af hans góðu kostum, hann var lipur í samstarfi, laginn, duglegur og hugmyndaríkur. Synir mínir áttu alltaf athvarf á heimili hans og um tíma unnu þeir hjá Viðari. Efst í huga eru þó allar góðu samveru- stundirnar í sumarbústað hans og fjölskyldunnar í Botni í Botnsdal þar sem Viðari leið best og var á heima- velli. Þangað voru allir velkomnir og nutu gestrisni hans ríkulega. Viðar var vel menntaður þó lítt skólagenginn. Hann hlaut óvenjulegt uppeldi í Olíustöðinni í Hvalfirði sem hefur eflaust veitt honum fjölbreytta reynslu og um leið mikla víðsýni. Víð- lesinn var hann og vel að sér í flestum málum. Viðar starfaði við margt bæði til sjós og lands og allt vann hann af miklum dugnaði og ósérhlífni. Síðustu árin var hann með sinn eigin rekstur. Í raun held ég að Viðar hefði notið framhaldsnáms ríkulega ef það hefði boðist. Ég kveð góðan dreng og vin með hlýhug og þakklæti fyrir góð kynni. Hvíl í friði. Elmar Þórðarson. Viðar Magnússon var einstakur maður. Ég hef kynnst mörgu fólki og stendur Viðar upp úr í þeim kynnum. Viðar var mikill athafnamaður, „er við, við og við. Viðar“. Viðar var mikill húmoristi og tók alltaf vel í stuttar hnyttnar sögur um allt og ekki neitt. Alltaf mikill hlátur og samskiptafor- ritið í lagi. Viðar bar öllum vel sögu, sama hver í hlut átti. Fegraði fremur en hitt í heimi þar sem stundum ekki sér til sólar. Mér er minnisstæður sá atburður þegar Viðar kynnti nýja framleiðslu- línu í öryggisfatnaði fyrir álver á al- þjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Undirbúningur var ágætur og framkvæmdin eftir því. Alla vega hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir besta fyrirlesturinn í þeim hópi. Hann hafði fengið ágætiseinkunn frá skóla lífsins og tók þannig arf sinn úr föðurgarði. Ég kveð góðan dreng og votta Marsi- bil, Ásdísi, Helgu, Magnúsi og öðrum aðstandendum Viðars mína dýpstu samúð. Skúli Jóhannsson. Við andlát Viðars Magnússonar, framkvæmdastjóra Trico ehf. og frumkvöðuls á sviði öryggisfatnaðar fyrir álver og málmbræðslur, þá koma mörg ánægjuleg minningabrot fram í hugann; frá Hvalstöðinni og ár- dögum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, þar sem við störfuðum saman. Síðan lágu leiðir okkar aftur saman með samstarfi um þróun og sölu á ís- lensku hugviti til álvera víða um heim með sameiginlegri þátttöku fyrir- tækja okkar í alþjóðlegum vörusýn- ingum og heimsóknum til álvera. En Viðar og fjölskylda hans lögðu í það þrekvirki, miðað við íslenskar að- stæður, að vinna að þróun á örygg- isfatnaði fyrir starfsmenn stóriðju- vera til að bæta öryggi þeirra og forða frá stórslysum vegna hættu á slettum ofurheitra málma. Kom reynsla Við- ars frá störfum hans í Járnblendinu þar að miklu gagni. Þá hafði hann ná- ið samstarf við öryggisfulltrúa Járn- blendifélagsins, Norðuráls og ÍSAL um þróun þessa fatnaðar og naut einnig aðstoðar sérfræðinga Iðn- tæknistofnunar og fleiri aðila. Það er von mín og þeirra sem áhuga hafa á bættu öryggi starfs- manna í málmbræðslum, að fjöl- skylda Viðars fái stuðning íslenskra málmbræðslna og fjárfesta til að nýta lífsstarf hans við áframhaldandi þró- un og alþjóðlega markaðssetningu þessa öryggisfatnaðar, sem þegar hefur staðist ströngustu prófanir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um slíkan fatnað. Við starfsfólk Altech, erlendir vinir og samstarfsmenn Viðars, vottum frumkvöðlinum virðingu okkar fyrir göfugt lífsstarf og sendum Marsibil, eiginkonu hans, börnum þeirra hjóna, fjölskyldu og vinum innilegustu sam- úðarkveðjur okkar. Jón Hjaltalín Magnússon. Með örfáum orðum langar okkur að minnast félaga okkar og skóla- bróður Viðars Magnússonar sem nú er látinn eftir harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Endurnýjun kynna okkar og Við- ars hófst fyrir um áratug þegar við störfuðum saman í undirbúnings- nefnd fyrir nemendamót fyrrverandi nemenda við Gagnfræðaskólann á Akranesi. Það voru fagnaðarfundir þegar þessi hópur hittist að nýju og minningarnar um gamla skólann og skólafélagana svifu um þegar lagst var á eitt um að gera þessa stund end- urfundanna sem eftirminnilegasta. Á þeim stundum komu eiginleikar Viðars bersýnilegast í ljós. Hann gerðist leiðtogi hópsins, boðaði til fundar á vinnustað sínum og viðraði hugmyndir sínar sem okkur oft á tíð- um fannst að ekki gætu gengið upp. „Þetta verður ekkert mál“, var þá við- kvæðið hjá Viðari sem rauk í símann og eftir nokkur símtöl var allt komið á fullt við að koma hugmyndum hans í framkvæmd. Hann og kona hans, Marsibil Sig- urðardóttir, buðu síðan á degi endur- fundanna öllum árgangshópnum af miklum myndarskap í fyrirtæki þeirra Trico hf á Akranesi. Síðla síðasta vetrar hittumst við öll aftur á heimili Siggu Karenar og eig- inmanns hennar Guðjóns Sólmunds- sonar og áttum eftirminnilega og óg- leymalega stund saman þar sem Viðar var hrókur alls fagnaðar og full- ur baráttuhugar. En þá var hann far- inn að kenna sér þess meins er hann barðist við til hinstu stundar. Við viljum að lokum þakka þér kæri vinur fyrir góðar og eftirminni- legar stundir. Genginn er drengur góður. Við viljum votta fjölskyldu Við- ars, foreldrum og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigþór, Sigríður Karen, Ólöf Hannesar, Hrefna Grétars, Helga Jóna og Þráinn. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Þyrli Fréttin um fráfall félaga okkar, Viðars Magnússonar, kom mönnum ekki á óvart. Það virtist sýnt að hverju stefndi í glímu hans við ósigr- andi sjúkdóm. En Viðar bauð erfið- leikunum byrginn og með bros á vör og sínum sérstaka hlátri mætti hann til leiks í Kiwanisklúbbnum Þyrli, allt fram til þess síðasta. Hann var ákveð- inn í því að láta ekki bugast fyrr en í fulla hnefana. Það er öllum sárt að sjá á eftir góð- um félaga hverfa yfir móðuna miklu á besta aldri. Fyrir okkur Kiwanis- félagana er mikil eftirsjón að Vidda og hann skilur eftir ófyllt skarð í röð- um okkar. Hann var virkur og áhuga- samur félagi . Naut hylli í klúbbnum fyrir alúðlegt viðmót og jákvæða framkomu í öllum störfum sínum á vegum klúbbsins. Ekki verða þau öll rakin hér, af svo mörgu er að taka, en þess getið, að hann gegndi störfum forseta í tvígang. Í fyrra sinn starfs- árið 1989-1990 og hið síðara 2001- 2002. Fyrir þetta allt skulu honum hér færðar sérstakar þakkir frá Þyrils- félögum. Á lífsleiðinni mátti Viðar þola með- byr og mótlæti, en það er vart ofsög- um sagt að mesti styrkur hans á því sviði hafi verið eiginkona hans, Marsi- bil Sigurðardóttir, og stóð hún við hlið hans gegnum þykkt og þunnt og naut Kiwanisstarfið þess í ríkum mæli. Henni eru því færðar samúðar- kveðjur, börnum þeirra, öldruðum foreldrum Viðars og öðrum aðstand- endum, sem eiga um sárt að binda. Viðar tók sér margt fyrir hendur um dagana, enda bjó hann yfir fjöl- þættum hæfileikum og hugmynda- auðgi. Var sérlega ánægjulegt að verða vitni að því hve miklum árangri hann náði á þeim sviðum, sem hann helgaði krafta sína síðustu ár og hlaut m.a. opinbera viðurkenningu fyrir frumkvæði að nýjungum í fram- leiðslu. Því sárara er það öllum vinum hans, að kallið skuli koma þegar björt framtíð virtist blasa við og þau Marsi- bil horfa fram á veginn vonglöðum augum. Megi sá sem öllu ræður blessa minningu Viðars Magnússonar. Guðmundur Vésteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.