Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 28
en prestarnir töldu að aðeins 10 eða 12 persónur mættu teljast stórefnamenn í landinu og að tekjur þeirra væru í mesta lagi 300 ríkisdalir á mann. Af því fé þyrfti að halda fjölskyldum þeirra uppi, þar á meðal að senda börnin í skóla „og utan- lands til menningar skuli ekki allt niður í barbarísku detta“. Þó að þeir legðu hart að sér myndi þetta aldrei hrökkva fyrir skipi, langt í frá. En á fátækan almúga hefðu þeir ekki samvisku að leggja meira svo að honum taki ekki að leiðast sín fá- tækt og nauð „og mætti falla í þá freistni að vera til friðs að vera hertekinn, upp á von og ævintýr“. Eftir þessa raunatölu bæta klerkar því við að þeir álíti sig raunar litlu bættari að hafa eitt skip sem „leggist í hafnir etc. Því skjótum vér því máli undir miskunn Guðs almáttugs um vora vörn og vernd á móti öllu illþýði.“ Þorsteinn segir að svarbréf klerkanna sumarið 1663 sé makalaust plagg og jafn- vel spaugilegt við fyrstu sýn. „En þegar betur er að gáð koma hér fram meiri raunsæistaktar en ætla má í fyrstu. Land- ið varð ekki varið með einu skipi og jafn- vel þó svo væri var kostnaðurinn of mikill. Hættan var vissulega fyrir hendi en hana varð að vega á móti fyrirhöfninni og lík- legum árangri af ráðstöfunum sem hægt var að grípa til. Augljóslega óttuðust klerkar ekki að konungsvaldið missti áhuga á landinu þó að þeir vísuðu þessari beiðni frá.“ Gagnrýna verndara sína Þorsteinn bendir á að svarið komi í framhaldi þeirrar umræðu sem átti sér stað eftir Tyrkjaránið 1627. „Það var ærin reynsla að byggja á og rökræða því þetta var fyrsta hernaðarárásin á Ísland sem um getur – og er svo enn í dag.“ Þorsteinn, sem hefur rannsakað ítarlega sögu Tyrkjaránsins, segir að árásin 1627 hafi verið vel úthugsuð. Ráðist hafi verið á þrjá verslunarstaði og einn af þeim hafi mátti kalla eina – eða helsta – þétt- býlisstað landsins, Vestmannaeyjar, og að auki hafi verið ráðist að sjálfu stjórn- arsetrinu, Bessastöðum. Atlagan að Bessa- stöðum hafi raunar ekki tekist af ýmsum ástæðum. Annað skip ránsmanna hafi lenti á skeri en auk þess hafi árásin ekki komið á óvart eins og gerðist í Vestmannaeyjum. Segir Þorsteinn að aðalástæðan hafi lík- lega verið varnartilburðir höfuðsmannsins Holgeirs Rósinkrans sem hafi beitt blekk- ingum og undirbúið flótta af mikilli fag- mennsku. Hann hafi raunar verið einn af helstu skipherrum danska flotans og með E er eitthvert samhengi í varnarstefnu Ís- lands? Er hægt að draga einhverjar ályktanir annars veg- ar af beiðni sem Ís- lendingar fengu árið 1663 vegna hættu af Tyrkjaveldi og hins vegar beiðni um stuðning sem Íslendingar fengu árið 2003 vegna hættu af Saddam Hussein? Þessum spurningum velti Þor- steinn Helgason, sagnfræðingur og dósent við Kennaraháskóla Íslands, fyrir sér á fundi um varnarmál hjá Sagnfræðingafélagi Íslands. Árið 1663 gerðu stjórnendur Tyrkjaveld- is samninga við helstu ríki í norðurálfu, Holland og England, en þessir samningar vöktu viðbrögð hjá þjóðum sem stóðu utan bandalagsins. Þetta varð til þess að höfuðsmaður Dana á Íslandi, Henrik Bjelke, sendi Íslend- ingum bréf þar sem sagt er frá samningum Tyrkja við enska og hollenska og yfirvof- andi hættu fyrir Ísland af þeim sökum. Til- laga hans var að Íslendingar leggðu á sig skatt „til að kaupa og kosta varnarskip sem flakki í kringum landið til varatektar og varnar“. Þetta bréf var lagt fyrir prestastefnu Skálholtsstiftis sumarið 1663. Þess má geta að á prestastefnunni voru bæði Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti og séra Hall- grímur Pétursson sálmaskáld. Í stuttu máli var erindi höfuðsmanns hafnað en þó á mjög kurteisislegan hátt. Í svarinu er m.a. beitt fjárhagslegum rökum, „Því skjótum vér því máli undir mis- kunn Guðs“ Þorste brögð Undir í Skálh beiðni kostuð 28 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HAGUR og valfrelsi nemenda eru mörgum hugleikin ef marka má menntagatt.is, umræðuvef menntamálaráðu- neytisins. Þar hafa spunnist frjóar umræður um styttingu námstíma til stúdentsprófs og þó nokkur gagnrýni komið fram á vinnubrögð menntamálaráðuneytisins. Steindór Grétar Jónsson, nemandi við MR, lýsir furðu sinni á þess- um skyndilegu breytingum og veltir því fyrir sér hvort ís- lenskir nemendur séu það vel undirbúnir fyrir háskóla að hægt sé að taka heilt ár í burtu úr framhaldsskólanáminu. „Mér finnst skammarlegt að skyndilega sé þessari skýrslu skellt fram án nokkurrar umræðu um málið. Líkt og samræmd stúdentspróf sýnist mér þessi hugmynd ein- göngu muni valda skerðingu á valfrelsi skólanna og skorða alla í samskonar nám í framhaldsskólum,“ segir Steindór. Skortur á innsýn í starf framhaldsskólanna Andrés Þorleifsson, nemandi við MR, tekur í sama streng og segir að hinn dæmigerða nemanda hljóti að hrylla við þeirri tilhugsun að framhaldsskólarnir verði jafn einsleitir og grunnskólinn. Friðrik Árni Friðriksson, nemandi við MR, vitnar í skólafélaga sína og segir nauðsynlegt að k enda á þessum breytingum. Sjálfur segist ið var við mikla óánægju meðal nemenda o legt að loka á alla kosti nemenda þar til há hefst. Sigrún Árnadóttir, fagstjóri fyrir erlend framhaldsskólana á Austurlandi, talar mál kennara í landsfjórðungnum og segir skýr keim af fljótfærni og skorti á innsýn í starf skólanna í landinu. „Þeir sem hafa lesið að Misjafnar skoðanir almennings á Slæmt skólarnir leitir og Þorsteinn Helgason dós- ent telur að síðastliðin 500 ár hafi verið samfella í varnarstefnu Íslands. Á fundi í Sagnfræðinga- félaginu bar hann saman viðbrögð við Tyrkjaráninu á 17. öld og viðbrögð við beiðni um stuðning við innrás í Írak. Varna því að FÁRÁNLEIKI VERNDARTOLLA Þrátt fyrir að vestræn ríki segistflest vera þeirrar skoðunar aðfríverslun sé af hinu góða er það oft meira í orði en á borði. Jafnvel Bandaríkin, sem leggja meiri áherslu en flest önnur ríki á mikilvægi frjálsra viðskipta í heiminum, hafa síendurtek- ið brotið gildandi samninga um milli- ríkjaviðskipti. Eitthvert mikilvægasta skref sem tekið hefur verið til að styrkja fríversl- un var stofnun Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) og það regluverk sem henni ber að framfylgja. Markmið þeirra reglna var að tryggja að ríki stæðu við skuldbindingar sínar og að hægt væri að vísa málum til óháðrar úrskurðarnefndar ef ríki teldi að brot- ið væri á sér. Þetta kerfi er flókið, stundum svifaseint en hefur þegar upp er staðið reynst betur en margir þorðu að vona. Forsenda þess að sú verði áfram raunin er að forysturíki í heim- inum virði reglurnar og breyti stefnu sinni ef svo ber við. Það kom mörgum á óvart er Banda- ríkjastjórn ákvað í marsmánuði árið 2002 að setja á þunga verndartolla til að hlífa stáliðnaði sínum við erlendri samkeppni. Stálfyrirtæki í Bandaríkj- unum höfðu um árabil barist fyrir slík- um verndartollum án þess að á þau væri hlustað enda ljóst að slíkir tollar ganga í berhögg við reglur WTO. Engu að síður ákvað stjórn George W. Bush að verða við óskum stáliðnaðarins og leggja á tolla er færu stiglækkandi á þremur árum. Frá upphafi lá fyrir að engar lagalegar forsendur voru fyrir þessum tollum og hinar efnahagslegu forsendur voru vafasamar. Ljóst var að tollarnir áttu fyrst og fremst að styrkja pólitíska stöðu Bush í ríkjum á borð við Pennsylvaníu, Vestur-Virg- iníu og Ohio er verða mikilvæg í for- setakosningunum árið 2004. WTO komst í mars á þessu ári að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru ólöglegir. Bandaríkin áfrýjuðu en rök- um þeirra var vísað á bug með end- anlegum úrskurði stofnunarinnar er birtur var á mánudag. Verði tollunum ekki aflétt innan mánaðar má Evrópu- sambandið leggja refsitolla er nema allt að 2,2 milljörðum dollara á banda- rískan varning. Önnur ríki, s.s. Japan og Noregur, hafa einnig leyfi til að leggja á refsitolla. Þessir refsitollar eru þess eðlis að ríkjum er í sjálfsvald sett á hvaða vörur þeir leggjast. Engin krafa er um að vörurnar tengist á einn eða annan hátt stálviðskiptum. Því má búast við að reynt verði að velja varning með það að markmiði að valda Bandaríkja- stjórn eins miklum pólitískum óþæg- indum og mögulegt er. Þegar hefur verið gefið til kynna að tollum verði beint gegn ávaxtasafa frá Flórída (sem verður lykilríki í næstu forsetakosn- ingum), fatnaði og íþróttavarningi. Jafnvel hafa Harley-Davidson-mótor- hjól verið nefnd sem hugsanlegt skot- mark tollasmiðanna. Þessu til viðbótar gæti ESB fengið heimild til að leggja á refsitolla er næmu allt að rúmum fjórum milljörð- um dollara í byrjun næsta árs ef Bandaríkin breyta ekki reglum um skattafslátt til útflutningsfyrirtækja. Því var haldið fram af sumum sér- fræðingum á sínum tíma að Banda- ríkjastjórn væri meðvituð um að toll- arnir stæðust ekki reglur. Hins vegar væri stefnan sú að kaupa sér pólitíska velvild með því að leggja þá á en kenna síðan vondum útlendingum um er nauðsynlegt væri að aflétta þeim. Þegar upp er staðið virðist stjórnin hins vegar hafa tapað á öllum sviðum. Tollarnir standast ekki reglur. Þeir hafa að auki bitnað á bandarísku efna- hagslífi ekki síður en erlendum stál- framleiðendum. Fyrirtæki er fram- leiða úr stáli, hvort sem er bifreiðar, stórvirkar vinnuvélar eða heimilis- tæki, hafa orðið fyrir miklum búsifjum. Samkvæmt rannsókn er gerð var fyrr á þessu ári er talið að allt að 200 þús- und störf hafi glatast í Bandaríkjunum vegna tollanna. Það eru fleiri störf en í stáliðnaðinum í heild og þar að auki mörg hver í pólitískt „viðkvæmum“ ríkjum á borð við Pennsylvaníu. Þá er ótalið það tjón er neytendur hafa orðið fyrir í formi hækkaðs vöruverðs. Loks er ekkert sem bendir til að stuðningur við George W. Bush hafi aukist svo nokkru nemi í stáliðnaðarríkjunum. Þvert á móti virðist sem tollarnir hafi orðið vatn á myllu þeirra er krefjast þess að stjórnvöld haldi uppi verndar- stefnu í viðskiptum. Þær raddir gerast nú æ háværari í Bandaríkjunum að grípa verði til aðgerða vegna hins mikla viðskiptahalla gagnvart Kína. Því er haldið fram að störf séu í mikl- um mæli að færast úr bandarískum iðnaði til Kína. Það gleymist hins veg- ar að bandarískir neytendur eru orðnir háðir ódýrum, kínverskum varningi. Hvernig myndu þeir bregðast við ef verð á fjölmörgum sjálfsögðum neysluvörum myndi hækka stórlega vegna tolla er hefðu það eitt að mark- miði að vernda þrönga sérhagsmuni? Dæmið af stáltollunum sýnir glöggt fáránleika verndartolla. Þeir kunna að vernda einstök fyrirtæki. Sú vernd er hins vegar fólgin í því að fyrirtækjum er gert kleift að viðhalda óhagkvæm- um rekstri í stað þess að hagræða og bregðast við samkeppni. Fórnarlömb tollanna eru fjölmörg en þau eru dreifð og ekki skipulögð í öflug sérhagsmuna- samtök. Við stöndum á mikilvægum tíma- mótum í milliríkjaviðskiptum. Á næstu misserum mun ráðast hvort hægt verði að viðhalda því aukna frelsi sem hefur verið þróast, neytendum um allan heim til hagsbóta. Reglur WTO eru ekki síst öryggisnet fyrir smærri ríki er hafa ekki burði til að efna til viðskiptastríðs við risana í alþjóðaviðskiptum á borð við Evrópusambandið, Bandaríkin og Japan ef brotið er á þeim. Allir eru jafnir gagnvart reglum WTO. Það er hins vegar margt sem bendir til að þetta kerfi kunni að vera í hættu. Í fyrsta lagi er það forsenda þessa skipulags að forysturíki á borð við Bandaríkin virði þá samninga sem gerðir hafa verið og hlíti úrskurðum WTO. Í öðru lagi er hætta á að sér- hagsmunir kunni að koma í veg fyrir frekari samninga. Doha-viðræðunum hefur nánast verið siglt í strand þar sem hin auðugu ríki Vesturlanda hafa ekki treyst sér til að koma til móts við sjálfsagðar kröfur þróunarríkja, t.d. í landbúnaðarmálum. Þá er hætta á stórfelldu viðskiptastríði milli ESB og Bandaríkjanna ef raunin verður sú að grípa verður til verndartolla. Vonandi verða það verndartollarnir er að lokum bíða skipbrot en ekki alþjóðleg milli- ríkjaviðskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.