Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 6. B.i. 16. Kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.  ÞÞ FBL Síðu stu sýn inga r 3D gleraugu fylgja hverjum miða Yfir 20.000 gestir Stærsta grínmynd ársins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Miða verð kr. 50 0 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.40.  DV  Kvikmyndir.com OPEN RANGE Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun tíma í USA! VIÐAR Jónsson söngvari erlítt þekktur á plötumark-aðnum en hefur þó sungið og spilað út um allar trissur í bráðum hálfa öld! Hann hefur þó bætt þar úr og gefur nú út plötuna Flakkarann með tólf lögum eftir sjálfan sig, fyrir utan eitt sem er amerískt þjóðlag. Diskurinn er hinn vörpu- legasti og segist Viðar hafa viljað vanda sérstaklega til verks, úr því hann hefði loksins komið þessu í gang. Viðar hefur verið mikilvirkur í íslenskum dægurtónlistarheimi í gegnum tíðina þótt hann hafi kannski verið síður áberandi. Hann hóf ferilinn með Geislum í upphafi sjöunda áratugarins en sveitir sem hann hefur m.a. leikið með eru Garðar og Gosar, Ernir, Plantan, Áhöfnin á Halastjörnunni og Kúrekarnir. Flakkarinn er fyrsta plata Við- ars sem út kemur á geisladiski en hann sendi fyrst frá sér tveggja laga plötu, með laginu „Sjóarinn síkáti“, árið 1973. Þá átti hann stóra plötu árið 1977, Viðar Jóns- son, og svo plötu með Ara Jóns- syni árið 1983, Viðar og Ari. Það er valinn maður í hverju rúmi á plötunni; Þórir Úlfarsson, Jóhann Ásmundsson, Sigfús Ótt- arsson, Matthías Stefánsson, Kristinn Svavarsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Dan Cassidy koma m.a. við sögu. Auk þess syngur dóttir Viðars, Edda, með honum í nokkrum lögum. Blóð, sviti og tár? Þessi plata ku hafa verið nokk- uð lengi í vinnslu? „Jú, hún er búin að vera um fjögur ár í vinnslu. Margir lista- mannanna sem koma að plötunni voru mjög uppteknir og það tók tíma að ná þeim saman.“ En þú hefur náð að berja þetta saman á endanum? „Já, og það var svosem ágætt að fá allan þennan tíma því þá gat maður vandað sig því meira. Bæði hvað texta og lög varðar. Ég vandaði mig mikið við textana og lá yfir þeim. Ég vil helst hafa þá nokkuð þokkalega.“ Hljómurinn er afar ljúfur og mjúkur. Hvar er platan tekin upp? „Þetta er tekið upp í Stúdíói Stöðinni en hluti í Stúdíói Kirsu- beri, sem er svona heima- hljóðver.“ En hvað olli því að þú afréðst loks að gefa út plötu? Síðast gafstu út plötu með Ara Jónssyni ’83. „Árið 1992 var ég reyndar á safndiskinum Lagasafnið með þrjú lög. Það var einmitt Stöðin sem gaf þá plöturöð út. En ég hef allt- af verið að semja og samdi gríð- arlega mikið á árunum frá 1990 til 1993. Ég gat hins vegar ekki sinnt þessu nægilega vel þar sem ég var alltaf að spila. En svo fór ég loks- ins í gegnum þetta og hluti af þessum bing birtist á plötunni.“ Þú snertir á nokkrum stílteg- undum, meðal annars kántríinu? „Ég spilaði mikið í Borgarvirk- inu árið 1992 sem er Nelly’s í dag. Þá lék ég eingöngu kántrí. Íslend- ingar eiga það þó til að kveinka sér yfir kántríi þannig að diskinn blandaði ég svolítið með öðru.“ Var það blóð sviti og tár að koma þessu saman? „Jaa … það kom tímabil þar sem vinnan varð feikileg. Það var mikil keyrsla síðustu tvo mán- uðina.“ Breyttur bransi Nú hefur þú verið viðloðandi tónlist heillengi er það ekki? „Ég byrjaði að spila ’61, ’62 þannig að þetta eru orðin rúmlega fjörutíu ár. Síðan ’93 hef ég nær eingöngu verið í tónlist og leikið á hinum og þessum stöðum. Það er nóg við að vera þótt stundum sé þetta basl. En maður er vel þekkt- ur í þessum bransa þó að maður sé fljótur að gleymast hvað plötu- bransann varðar enda langt um liðið síðan ég gaf út. En það er nú eins og það er.“ Hvernig hefur þessi tónleika- og skemmtanabransi breyst, segjum undanfarin tíu ár? „Hann hefur breyst alveg of- boðslega. Allir stóru ballstaðirnir eru meira og minna horfnir. Í gamla daga spilaði maður í Glaumbæ, Sigtúni, Þórskaffi, Röðli, Klúbbnum og ég veit ekki hvar og hvar. Þetta datt niður þegar pöbbarnir komu inn.“ En þessi titill, Flakkarinn? „Platan heitir nú bara eftir fyrsta laginu. Ég varð bara fastur á þessu heiti strax. Þótt það megi nú segja að maður sé hálfgerður flakkari, búinn að spila lands- horna á milli í gegnum tíðina.“ Ætlarðu að fylgja plötunni eitt- hvað eftir? „Já, ég var nú að hugsa um það. Maður er nú ekki það þekktur í þessum útgáfugeira þannig að það er eiginlega nauðsynlegt. Þessi plata er nú gefin út af þörf fremur en frægðarþorsta en það er auð- vitað gaman þegar vel gengur.“ Viðar Jónsson gefur út Flakkarann Morgunblaðið/Jón Svavarsson Viðar Jónsson hefur unnið við tónlist í meira en fjörutíu ár. „Hef alltaf verið að semja“ arnart@mbl.is ÞEGAR Erik (Wilson), er rekinn úr skóla fyrir ofbeldi, velur móðir hans þann kostinn að senda vand- ræðagripinn á virtan heimasvistar- skóla. Hann nefnist Stjärnsberg og er einkum sóttur af börnum efnafólks og aðalsmanna. Sögusviðið er miður sjötti áratugurinn og gilda úreltar og mannskemmandi reglur í þessari stöðnuðu stofnun. Hér bergmálar enn um stofur lofsöngur um yfirburði nor- ræna stofnsins og eldri nemendur stjórna þeim yngri af ótvíræðum kvalalosta og beita niðurlægjandi að- ferðum í skjóli aflsmunar og með þög- ulu samþykki skólastjórnarinnar. Svona hefur þetta alltaf verið og þeg- ar nemendurnir eldast og fikra sig upp bekkina geta þeir hefnt sín á ný- liðunum. Erik vill ekki leggja meira á móður sína og reynir að forðast árekstra og brottrekstur í lengstu lög. Ástæðurnar fyrir vandræðum Eriks má rekja til heimilisofbeldis sem hann er einatt beittur af fóstur- föður sínum og brýst út í uppreisn gegn umhverfinu. Hann er bæði greindur og góður íþróttamaður og reynir að nýta sér hvort tveggja í bar- áttunni við óvægið nemendakerfið í Stjärnsberg. Veröldin sem þar er dregin upp er óskiljanlega einföld. Eldri bekkingum virðist allt leyfilegt og grimmd þeirra og pyntingarað- ferðir með slíkum eindæmum að um- hugsunarverður boðskapur myndar- innar missir marks. Síðan þarf ekki nema eitt símtal til að kippa málunum í lag. Slíkar hremmingar eru tíðar í amerískum B-myndum og oftast bet- ur sagðar. Þrátt fyrir góða hluti verð- ur Illskan æ yfirborðskenndari og ótrúverðugri eftir því sem á líður og ristir ekki nógu djúpt þrátt fyrir átak- anlegt efni og góðan leik. Sæbjörn Valdimarsson Milli mjalta og messu KVIKMYNDIR Regnboginn – Sænsk kvikmyndavika Leikstjóri: Mikael Håfström. Aðalleik- endur: Andreas Wilson, Gustaf Skars- gard. 115 mínútur. Svíþjóð 2003. ILLSKAN / ONDSKAN  KRÁREIGANDA, sem segist næstum hafa farið á hausinn eftir að söngvarinn góðkunni Van Morrison aflýsti tónleikum, voru dæmdar skaðabætur í gær að andvirði 40.000 breskra punda, eða 5,1 milljónar króna. Gary Marlow höfðaði mál á hendur Morrison og krafðist 400.000 punda, eða 51 milljónar króna, í skaðabætur vegna þess að tónleikum sem Morrison hugðist halda á The Crown Hotel í Everleigh á Suður- Englandi í ágúst í fyrra var aflýst. Morrison og útgáfa hans neituðu að hafa brotið gegn samningum og segja engan fót fyrir skaðabóta- kröfunni. Marlow, 44 ára, krafðist þess að fá endur- greidda fyrirframgreiðsluna auk tapaðs hagnaðar af miðasölu, sölu á áfengi og tóbaki auk þess að fá fjár- hagslega bættan þann skaða sem orðstír hans hafði orðið fyrir á sviði viðskipta. Dómari við breskan héraðsdómstól fyrirskipaði Morrison að greiða Marlow einungis 40.000 pund og inni í þeirri upphæð er 20.000 punda fyrirframgreiðsla Marlows til Morrisons. Lögmenn Morrison höfðu þá boðið Marlow mun hærri upphæðir fyrir að útkljá mál- ið án afskipta dómstóla. Þá er ekki útséð með að lung- inn af upphæðinni fari í greiðslu málskostnaðar en dómari hefur ekki kveðið upp úr með það hvor aðilinn skuli bera þann kostnað. Engu að síður kom Marlow sigri hrósandi út úr réttarsalnum. „Ég vil segja að ég er alveg í skýjunum yfir því að hafa tekist á við einn af rokkkóngunum og farið með sigur af hólmi,“ sagði Marlow við blaðamenn. Enskur kráreigandi fór fram á skaðabætur Vann Morrison Reuters Lögmenn Morrisons segja hann hafa hætt við tón- leikana vegna þess hve illa þeir hafi verið auglýstir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.