Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30. B.i. 12.
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
SG DV
Allar
sýning
ar
í Kring
lunni
eru PO
WER-
SÝNING
AR!
ll
i
í i
l i
I
Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin!
Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið!
i lli f i f i i !
j i íl i i fi !
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.com
Yfir 200 M
US$ á
5 dögum!.
SG DV
Sýnd kl. 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30. B.i. 12.
Mynd sem kemur skemmtilega á óvart enda
ein stærsta mynd ársins í Bretlandi.
ATH
!
AUK
ASÝN
ING
KL.
6.30
,
og 9
.
Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin!
Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið!
Kvikmyndir.com
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
“Fyndnasta barátta
kynjanna á tjaldinu
um langa hríð.”
„Ein besta
gamanmynd ársins-
fyrir fullorðna“
Sýnd kl. 5.50 og 10.15.
Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómant-
ísk gamanmynd sem bragð er að.
6 Edduverðlaunl
Sýnd kl. 8.
M.a. Besta mynd ársins
Sýnd kl. 5.30 og 10..
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15.
Yfir 2
00 M
US$ á
5 dög
um!.
SG DV
Hvað ertu að hlusta á um
þessar mundir?
Bland í poka eins og vanalega:
Ascii Disco, nýju Hljómaplöt-
una, Belle & Sebastian, Rás 1,
nýsjálenskt döbb, útvarpsþátt
Johns Peels á Netinu o.s.frv.
Uppáhaldsplata allra tíma?
Ég hef ekki myndað mér svar
við þessari spurningu, sorrí.
Hvaða plötu setur þú á á
laugardagskvöldi?
Ég læt róterast The Stooges,
japönsku popphljómsveitina
The Go-Bangs og disk sem ég á
með inúítakerlingum að kveð-
ast á.
Hvaða plötu setur þú á á
sunnudagsmorgni?
Megas – Fram og aftur blindgöt-
una.
Hver er fyrsta platan sem
þú keyptir þér?
Það var annaðhvort Jazz með
Queen eða bláa eða rauða
safnplatan með Bítlunum.
Þetta vil
ég heyra
Gunnar „Dr. Gunni“
Hjálmarsson, tónlistar-,
útvarps- og sjónvarps-
maður
ÝMSIR FLYTJENDUR –
Kill Bill Vol. 1
Það er löngu
ljóst að meiri
smekkmaður fyr-
irfinnst varla
þegar kemur að
því að velja góða
og viðeigandi tón-
listarblöndu en Quentin blessaður
Tarantino. Ég væri sannarlega til í
að lenda í partíi þar sem hann væri
næst græjunum. Sjálfur hefur hann
sagt að þegar að því kemur að velja
tónlist í myndir sínar þá hugsi hann
ekki bara um að finna lög sem selja
heldur líti á tónlistina sem veigamik-
inn þátt í framvindu mynda sinna.
Það skilar sér líka fullkomlega á
plötunum, sem allar – þar með talin
þessi – hafa verið með eigulegasta
móti. Svo er Tarantino náttúrlega
alltaf svo óendanlega svalur að hon-
um tekst meira að segja að gera
lyftulúðann Zamfir hipp og kúl.
VAN MORRISON - What’s Wrong
With This Picture?
Karlinn hefur
laglega náð sér á
strik eftir nokkur
æði mögur ár.
Skýringin er aug-
ljós. Hann er aft-
ur farinn að búa
til þá tónlist sem honum er kærust,
vel sveiflukenndur ritmablús, trega-
blandinn á köflum, með einstaka
rokkabillí innslagi. STARSAILOR –
Silence is Easy
Það kemur fyr-
ir að maður fellur
fyrir plötu, hleður
hana lofi, en sér
svo eftir öllu sam-
an þegar á daginn
kemur að lífdagi
hennar er enginn. Þetta upplifði ég
með frumraun Starsailor. Hlustaði
ekki einu sinni á hana eftir að hafa
fellt dóminn. Hafði ekki snefil af
áhuga á því. Sem betur fer eyðir nýja
platan sumpartinn þessu óbragði,
enda er hún bara ágæt, og fjarri því
að vera eins uppskrúfuð og löðrandi í
plattilfinningu. MARY J. BLIGE -
Love & Life
Jafnvel þótt
Blige sé enn í al-
gjörum sérflokki
sem sálar/R&B
söngkona í dag þá
stenst nýja platan
ekki alveg þær
miklu væntingar sem maður gerði til
hennar. Skýringin er einföld. Lögin
er hreinlega ekki nógu sterk. En
flutningurinn er ómótstæðilegur.
TRAVIS –
12 Memories
Síðasta plata
The Invisible
Band hefur orðið
æði illa fyrir
barðinu á tímans
tönn. Eins og hún
var nú hljórituð
fagmannlega af Nigel Goodrich þá
finnur maður eftir á að viss þreyta
hafi verið komin í lagasmíðarnar, að
eitthvað hafi verið farið að rotna. Það
kemur líka óþægilega á daginn hér á
nýju plötunni, sem er með eindæm-
um líflaus og óspennandi. Virkilega
sorgleg þróun á hljómsveit sem enn
iljar manni með The Man Who.
Erlend Tónlist
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Golli
Á TÍMUM sívaxandi markaðshyggju
og peningaplokks hvað tónlistariðn-
aðinn varðar er ekki skrýtið að menn
hugsi sig tvisvar um þegar boðið er
upp á „betrumbættar“ útgáfur og
„auka“ þetta eða hitt. Þeir eru ekki
margir listamennirnir sem gera slík-
ar yfirhalningar þess virði, hvað þá að
eftir einhverju bitastæðu sé að slægj-
ast þegar á annað borð er ráðist í slík-
ar aðgerðir.
R.E.M. er þó hiklaust ein þeirra
sveita sem gera slíkar æfingar fylli-
lega þess virði. Því er aukadiskurinn
sem fylgir með takmörkuðu upplagi
af safnplötunni nýju, In Time 1988–
2003 – The Best of R.E.M., í raun
réttri hvalreki og skyldueign fyrir
aðdáendur. Safnplatan sem slík tekur
til bestu laga R.E.M. frá Warner-
tímabilinu, en sveitin gaf út fyrstu
plötu sína undir merkjum þess árið
1988, Green. Þá var hún búin að vera
heitasta neðanjarðarrokksveit
Bandaríkjanna í fleiri ár, hróðurinn
reyndar borist mun víðar.
Aukadiskurinn er fimmtán laga og
tekur yfir þennan tíma sem sveitin
hefur verið hjá Warner. Hér er að
finna b-hliðar, prufuupptökur, lög af
tónleikum og ýmislegt fleira sem
prýða má safn af þessari tegund.
Einnig fylgir forláta veggspjald sem
ætti að hugnast þeim sem hrifnir eru
af slíku. Þar er að finna fínustu mynd
af piltunum, tekin af Anton Corbijn ef
ég þekki minn mann rétt.
Árið 1987 gaf R.E.M. út plötuna
Dead Letter Office, sem lýtur sömu
lögmálum og téður aukadiskur. Þar
er einnig að finna fimmtán lög og
vöktu ekki síður athygli stórskemmti-
legar og einlægar athugasemdir gít-
arleikarans Peters Bucks sem fylgdu
hverju lagi fyrir sig. Hann end-
urtekur leikinn hér og bætir reyndar
um betur og skrifar einnig at-
hugasemdir við lögin á safnplötunni
sjálfri – það er aðalplötunni.
Rótað í sarpinum
Platan hefst á órafmagnaðri útgáfu
af „Pop Song ’89“, upphafslagi Green.
Hér eru líka tvö „alvöru“ lög sem ein-
hverra hluta vegna fóru ekki inn á
Out of Time á sínum tíma. „Fretless“,
af Until the end of the World-
plötunni, sem inniheldur tónlist við
samnefnda mynd Wims Wenders, er
hérna auk „It’s a Free World, Baby“.
Það lag birtist hins vegar fyrst sem b-
hlið á „Drive“-smáskífunni, svo í
Coneheads-myndinni (geimveru-
myndin geðþekka með Dan Aykroyd)
og loks í Friendsþætti. Lagið „Re-
volution“ er þá einnig fullbúið en það
passaði víst ekki á New Adventures
in Hi-FI-plötuna og var sett í Bat-
manmynd í staðinn (Batman & Rob-
in, 1997)! Lagið „2JN“ hefur þá að-
eins verið til á „Imitation of
Life“-smáskífunni til þessa.
Þá eru hér tónleikaútgáfur af
„Turn You Inside Out“ (ansi rokkuð),
„Country Feedback“ og „Drive“
(fönkútgáfa!). „The One I Love“ er
strípað niður, leikið á kassagítar og
píanó. Upptakan var gerð fyrir út-
varpsþátt árið 2001.
„Leave“ (af New Adventures …),
„Chance“ (upprunalega b-hlið af
„Everybody Hurts“-smáskífunni) og
„Why Not Smile“ (af Reveal) eru öll í
breyttri útgáfu. „Chance“ er t.d. sett í
undirfurðulegan „döbb“-búning.
„Beat a Drum“ og „The Lifting“
koma af tveimur síðustu plötum sveit-
arinnar (Up (’98) og Reveal (’01)) og
eru hér í prufuupptökum.
Undarlegasta lagið er þó efalaust
„Star Me Kitten“, sem sjálfur Willi-
am Burroughs raular!? Undarlegt …
Meira hnossgæti
arnart@mbl.is
R.E.M, um það leyti er Green kom út.
Aukalögin á In Time 1988–2003 – The Best of R.E.M.
FÆREYSKA söngkonan Eivör
Pálsdóttir og hljómsveit hennar
Krákan halda tónleika í Kaffileik-
húsinu í kvöld. Tónleikarnir hefjast
klukkan 21, miðaverð er 1.500 kr.
og forsala er í 12 tónum á Skóla-
vörðustíg. Á efnisskránni eru m.a.
lög af nýútkominni plötu Eivarar,
Krákunni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eivör Pálsdóttir hefur hlotið lof
fyrir frammistöðu sína á tónleikum.
Eivör í Kaffi-
leikhúsinu
Oasis hefur upptökur á nýrri plötu í
byrjun næsta árs, að því er fram
kemur á netsíðunni nme.com. Upp-
tökustjórar plöt-
unnar verða þeir
Death in Vegas-
liðar Tim Holmes
og Richard Fear-
less. Útlit er því
fyrir að ný plata,
sú fyrsta frá
Heathen Chem-
istry sem kom út
árið 2002, komi út seinni hluta næsta
árs. Liðsmönnum Oasis og Death In
Vegas hefur verið vel til vina um
nokkurt skeið og Liam Gallagher
léði þeim Vegas-mönnum rándýran
barka sinn í laginu „Scorpio Rising“
sem finna má á síðustu plötu þeirra.
Fyrr á árinu tilkynnti Noel Gallagh-
er NME að tilbúin væru þrettán ný
lög fyrir væntanlega Oasis-plötu;
hann ætti fimm þeirra, Liam sex og
Gem tvö. Noel og Gem fluttu eitt
þeirra, „Stop The Clock“, á tón-
leikum fyrr á árinu …
The Offspring kynnir til sögunnar
nýjan trommara á sjöundu plötu
sinni Splinter sem kemur út í desem-
ber. Heitir sá nýi Josh Freese og
hefur áður leikið með Perfect Circle
og Vandalas … Norah Jones syng-
ur öll lögin á nýrri
blúsrokkplötu
bandaríska gít-
arleikarans Pet-
ers Malicks og
hljómsveitar
hans. Platan heit-
ir New York City,
inniheldur sjö lög
og hefur fengið
fínustu dóma. Þess má og geta að nú
er nýkomin út sérstök viðhafn-
arútgáfa af metsöluplötu Noruh Jon-
es Come Away With Me. Er um tvö-
faldan disk að ræða, því meðfylgjandi
er mynddiskur sem hefur að geyma
upptöku frá tónleikum hennar í New
Orleans … Kylie Minogue segist í
viðtali við þýska
blaðið Der Spieg-
el stórhneyksluð
á hversu upptek-
inn poppbransinn
er af kynlífi og
nekt. Sjálf hefur
ástralska söng-
konan verið
ófeimin við að
sýna hold sitt en segir framferði sitt
þó ekki komast í hálfkvisti við nýj-
ustu hiphop-myndböndin sem mörg
hver fái hana til að roðna …
POPPkorn