Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Helga, Freyja, Mána- foss, Richmond Park, Trinket og Laugarnes koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10.30– 11.30 heilsugæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn ef veður leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 13 trémálun. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30, 10,20 og 11.15 leikfimi, kl. 10 vinnustofa gler, kl. 13 handa- vinnuhornið, kl 13.30 trésmíði nýtt og notað, kl. 13. bridge í Garða- bergi, kl. 13.30 opið hús í Holtsbúð spilað og skemmtidagskrá, kl. 16. stafganga frá Kirkju- hvoli. Félag eldri borgara, Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, myndment kl. 10– 16, línudans kl. 11, gler- list kl 13, pílukast kl. 13.30, biljard kl 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda æf- ing kl. 11. Síðdegisdans kl. 14.30, Sighvatur Sveinsson stjórnar. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, gamlir leikir og dansar frá hádegi spilasalur opinn kl. 13 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia. Línudans kl. 17. Dagur vatnsins í Gull- smára. Kl. 10 heimsókn í Gvendarbrunnarhús í Heiðmörk. Dagskrá kl. 14. Afhending vatns- brunns frá Bún- aðarbanka Íslands, Bergþór Pálsson syng- ur. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 9.30–10.30 sögustund, kl. 14.30 spænska, byrj- endur, kl. 15–18 mynd- list. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun pútt á Korp- úlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband og föndur kl. 13. kóræfing og verslunarferð kl. 12.30. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhúsins norðanmegin. Rangæingar – Skaft- fellingar. Spilakvöld í kvöld kl. 20 í Skaftfell- ingabúð á Laugavegi 178. Kaffiveitingar. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. ITC Melkorka fundur í Borgartúni 22, 3. hæð. í kvöld kl. 20, fundurinn er öllum opin. Upplýs- ingar veitir Gunnlaug, s. 581 1172. Slysavarnakonur í Reykjavík. Fé- lagsfundur fimmtud. 13. nóv. kl. 20 í Höllu- búð. Að loknum venju- legum félagsstörfum verður Ingibjörg Þeng- ilsdóttir miðill með skyggnilýsingarfund. Í dag er miðvikudagur 12. nóv- ember, 316. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En sá sem upp- fræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlutdeild með sér í öllum gæðum. (Gl. 6, 6.) Undanfarið hefur veriðkraftmikil umræða um stöðu kynjanna. „Þeir sem berjast fyrir jöfnum réttindum og tækifærum einstaklinga, óháð kynferði, kalla sig gjarnan femínista og boðskap sinn fem- ínisma,“ segir Geir Ágústsson í málgagni Frjálshyggjufélagsins, Ósýnilegu höndinni. Hann útskýrir eina gerð femínisma sem kallast einstaklingsmiðaður fem- ínismi: „Kjarninn í boð- skap hans er að allar manneskjur hafi siðferð- islegan og lögbundinn rétt til að ráða sínu lífi og eigum sínum án af- skipta annarra, en hið opinbera eigi að gæta þess að þetta frelsi sé virt í hvívetna.“     Hann segir muninn áþessari gerð fem- ínisma og þeim hug- myndum sem Íslendingar þekki best vera áherslan á einstaklinginn. Þessi munur sé mikill þó end- anlegt markmið sé það sama. „Fylgjendur beggja stefna telja sig vera að berjast fyrir jöfnum réttindum kynjanna og segjast vilja tryggja að ekki sé mis- munað eftir kynferði. Einstaklingsmiðaður femínismi styður hins vegar ekki lög sem mis- muna eftir kynferði þótt ef til vill halli á annað hvort kynið innan ein- hverra starfstétta,“ segir Geir.     Friðbjörn Orri Ket-ilsson segir í sama blaði að vinnuveitendur vegi og meti einstak- lingana og taki þá ákvörðum sem er best hverju sinni. Þeir há- marki hag sinn með því að ráða þann einstakling sem hæfastur er. Ef fyr- irtæki taki aðra þætti fram yfir hæfni, til dæm- is kyn eða háralit, er víst að næsta fyrirtæki mun ráða þann hæfasta. „Markaðurinn spyr ekki um hörundslit bakarans, heldur hvernig brauðið smakkast,“ segir í til- vitnun Friðbjörns.     Það ætti líka að verakeppikefli allra sem berjast fyrir jafnrétti að tryggja hér sem mesta samkeppni á flestum sviðum. Þá hafa fyr- irtækin ekki sömu tæki- færin til að mismuna fólki. Þeir sem mismuna þurfa nefnilega að bera kostnað af ákvörðun sinni; ráða t.d. son for- stjórans í stað hæfa um- sækjandans. Aukin sam- keppni er því tæki til að eyða mismunun. Það sést líka ef skoðuð er rétt- indabarátta blökku- manna í Bandaríkjunum. Þeir náðu fyrst árangri á sviði íþrótta. Þar eru reglurnar skýrar og samkeppnin tærust. Þeir sem hlupu hraðast unnu. Hefði liðsstjórinn valið son sinn í liðið í stað þess sem hljóp hraðast hefði liðið hans tapað. Kostn- aðurinn af ákvörðuninni hefði komið strax í ljós og árangur liðsstjórans orðið lakari en ella. STAKSTEINAR Einstaklingsmiðaður femínismi Víkverji skrifar... NETVÆÐINGIN í þjóðfélaginuhefur ekki farið framhjá Vík- verja, enda er hann verulega háður þessum nýja fjölmiðli. Ef komast ætti yfir allt efni á Netinu myndi okkur ekki duga ævin til þess. Því ætlar Víkverji að víkja að einu að- skildu efni tengdu netvæðingunni, þ.e. kúnstinni að tryggja sér lén. Sé aðeins litið til ráðherra rík- isstjórnar Íslands þá hafa þeir ver- ið misjafnlega snöggir til. Fremst- an skal þó nefna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem fyrstur reið á vaðið með vefsíðu sína, sem nýverið var kjörin besti ein- staklingsvefurinn. Skaut Björn þar 1.752 öðrum nöfnum sínum í land- inu ref fyrir rass er hann opnaði www.bjorn.is í ársbyrjun 1995. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra keppti við öllu færri nöfnur sínar á þessu sviði, en samkvæmt þjóð- skrá eru aðeins sex konur í landinu með fornafnið Siv, að ráðherra meðtöldum. Aðrir ráðherrar jafn- forsjálir eru Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Valgerður virðist hafa verið fyrst 785 kvenna með að stofna www.valgerdur.is og veffangið www.sturla.is hefðu 144 aðrir íslenskir karlmenn en sam- gönguráðherra getað notað. Þeir ráðherrar sem Víkverji telur að hafi möguleika á að tryggja sér gott veffang eru Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra, sem og arftaki hans um áramótin, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir. Árnarnir gætu þó þurft að slást um slóðina www.arnim.is. SÍÐAN sér Víkverji ekki beturen að aðrir ráðherrar hafi misst af þessari lest, þ.e. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Guðni nokkur Þorbjörnsson virðist hafa slegið landbúnaðarráðherra við, Halldór Kolbeins ljósmyndari hefur tryggt sér www.halldor.is en öllu óljósara er hver ræður yfir léninu www.da- vid.is. Þar má m.a. finna miður fal- legt myndefni. Léninu www.jon.is, sem á sjötta þúsund íslenskra karl- manna hefðu getað nýtt sér, ræður svo yfir hinn landskunni og geð- þekki tónlistar- og sjónvarps- maður, Jón Ólafsson. Kannski þyk- ir einhverjum þessar pælingar Víkverja ekki hafa mikið pólitískt vægi en þarna er þó verið að tala um ákveðna ímynd stjórnmála- manna, sem nú er farið að verð- launa, samanber nýleg auglýs- ingaverðlaun til handa Framsóknarflokknum. Spurning hvort t.d. formaður Framsókn- arflokksins gangi ekki til viðræðna við þennan ljósmyndara. Morgunblaðið/Þorkell Lénið www.bjorn.is hefðu um 1.750 Birnir getað nýtt sér. The Match Ísland-Holland, frábær leikur Á STÓRA sviði Borgarleik- hússins er um þessar mund- ir boðið upp á frábæra skemmtun sem áhugamenn um fótbolta og aðrar íþrótt- ir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Og auðvitað ekki heldur unnendur góðs leik- húss. Íslenski dansflokkurinn sýnir þar verk eftir hol- lenska danshöfundinn Lonneke Van Leth sem hittir glæsilega í mark. Sýn- ingin er fyndin og frískleg, kröftug og mjög erótísk á kafla. Hún er meistaraleg blanda af hráum alþýðleik fótboltans og nútímalegri danstækni eins og hún ger- ist best. Hollensk brú yfir síki sem skilur að tvær skyldar greinar, dansinn og fótboltann. Og ekki spillir fyrir að úrslitin í leiknum, Ísland-Holland, eru með hagstæðasta móti fyrir „okkur“. Fótboltamenn og -konur, sjáið ykkur sjálf í nýju ljósi! Áhorfendur, hleypið tilfinn- ingunum út eins og á góðum kappleik! Æpið ef þið hríf- ist, púið, ef þið verðið fyrir vonbrigðum. Á undan The Match eru tveir styttri dansar, báðir spennandi verk með óvænt- um uppákomum og vel leiknir. Ágætisupphitun fyrir aðalmálið, sjálfan landsleikinn, Ísland-Hol- land, þar sem flottir strákar og flottar stelpur spila sam- an í liði. Meiriháttar. Kúl. Takk fyrir skemmtunina! Áfram Ísland-Holland! Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Þakkarverð grein FALLEG og sterk í hóg- værð sinni, fagnaðarrík og opnandi sýn inn í heim Guðs er greinin hans séra Úlfars á Eyrarbakka í Morgun- blaðinu laugardaginn 8. nóv. Bara fyrsta setningin er eins og lausnarorð inn í löngu staðnaða umræðu þar sem vantrúin, efinn og nið- urrifsandinn höfðu sett áhrifagjarnri hugsun okkar mannanna stólinn fyrir dyrnar. Framhaldið hjá greinarhöfundi stendur allt undir þeim væntingum sem upphafið vekur, og er þá mikið sagt. „Á allraheilagramessu 2003“ eru orð eins sjáand- ans enn í langri lærisveina- sögu kristninnar. Hafi séra Úlfar þökk fyr- ir, og mættu sem flestir lesa þessa grein, læra af henni og taka anda hennar sér til eftirbreytni. Jón Valur Jensson. Trico-sokkar FÓLK er oft að kvarta und- an sokkum með stífri teygju en margir eiga erfitt með að komast í og ganga í þannig sokkum. Ég vil benda fólki á að Trico-sokkarnir frá Vík í Mýrdal eru ekki með þann- ig teygju. Er ég búin að ganga í sokkum frá þeim í heilt ár og er mjög ánægð með þá. Vil ég benda fólki á að þessir sokkar fást í Hag- kaupum í Skeifunni. Kristín. Tapað/fundið Skinnhanski týndist BRÚNN skinnhanski með loðkanti týndist í miðbæn- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 690 3170. Dýrahald Norskur skógarköttur fæst gefins NORSKUR skógarköttur, 9 mánaða loðin gulbrún læða, fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 554 7787 eða 694 6875. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 gimsteinn, 8 málmi, 9 slæmur, 10 haf, 11 dimm- viðri, 13 hirði um, 15 reiðtygi, 18 aulann, 21 ótta, 22 sárið, 23 flýtinn, 24 gullhamrar. LÓÐRÉTT 2 talar, 3 byggi, 4 spjóts, 5 reyfið, 6 guðs, 7 stífni, 12 kvendýr, 14 fag, 15 höfuð, 16 gamla, 17 þekktu, 18 óskunda, 19 stétt, 20 nákomna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 2 Lárétt: 1 þraut, 4 þylur, 7 kofar, 8 raust, 9 tap, 11 rýrt, 13 ótta, 14 ógnun, 15 þarm, 17 nóta, 20 hin, 22 felli, 23 ómyrk, 24 rautt, 25 tætir. Lóðrétt: 1 þokar, 2 aðför, 3 tært, 4 þorp, 5 laust, 6 rotta, 10 agnúi, 12 tóm, 13 ónn, 15 þefur, 16 rellu, 18 ólykt, 19 arkar, 20 hitt, 21 nótt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.