Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STÆKKUN EES
Samningurinn um stækkun EES
var undirritaður í gær í Vaduz, höf-
uðborg Liechtenstein. Halldór Ás-
grímsson, utanríkisráðherra ásamt
utanríkisráðherrum Noregs og
Liechtenstein undirrituðu samning-
inn fyrir hönd EFTA-ríkjanna innan
EES. Nú tekur við fullgildingarferli
en stækkunarsamning EES þarf að
fullgilda í öllum núverandi og tilvon-
andi aðildarríkjum ESB til þess að
hann öðlist gildi á sama tíma og
stækkunarsamningur ESB eða hinn
1. maí nk.
Sauðfjárbændur fá styrk
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að
leggja til við Alþingi að greiddar
verði 140 milljónir króna til sauð-
fjárbænda og er miðað við að
greiðslan verði innt af hendi fyrir
áramót. Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra segir að þessi ákvörð-
un sé liður í því að koma til móts við
vanda sauðfjárbænda, en talið sé að
tekjuskerðing þeirra á þessu ári
nemi um 250 milljónum.
Raskar lífi Palestínumanna
Ein af hjálparstofnunum Samein-
uðu þjóðanna segir í nýrri skýrslu að
öryggismúr, sem Ísraelar eru að
reisa til að hindra ferðir hermd-
arverkamanna, muni raska mjög lífi
um þriðja hvers Palestínumanns á
Vesturbakkanum. Einnig er bent á
að múrinn fylgi víðast hvar ekki
hefðbundinni markalínu milli Vest-
urbakkans og Ísraels heldur nái
hann langt inn á palestínsk svæði.
Afleiðingin fyrir marga Palest-
ínumenn er m.a. að þeir verða að
fara um hlið á múrnum til að geta
ræktað jarðir sínar handan við hann.
Lynch hafnar hetjusögum
Bandaríski hermaðurinn Jessica
Lynch, sem varð heimsfræg er fé-
lagar hennar björguðu henni særðri
úr klóm Íraka í miðju stríðinu sl.
vor, vísar í nýrri bók um ævi hennar
á bug ýmsum frásögnum sem yf-
irvöld í hernum komu á kreik um
hetjudáðir hennar. Hún ber íröskum
læknum og hjúkrunarfólki vel sög-
una. Segir hún Írakana hafa reynt
að flytja sig til bandaríska herliðsins
í bíl en orðið að hörfa þegar Banda-
ríkjamenn skutu á bílinn.
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
KIA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2
S í m i 5 4 0 1 5 0 0
w w w. l y s i n g . i s
LÝSING
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
VOLKSWAGEN TOUAREG
5 OG 10 STROKKA DÍSILÚTGÁFUR
GEGN FJARSTARTI
GULLNA STÝRIÐ
MAZDA 3
HARLEY DAVIDSON
UMHIRÐA BÍLA
NÝR OPEL VECTRA
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 31
Viðskipti 12/13 Viðhorf 32
Erlent 14/15 Minningar 32/37
Heima 16 Bréf 40
Höfuðborgin 17 Dagbók 42/43
Akureyri 18 Staksteinar 42
Suðurnes 19 Kirkjustarf 43
Landið 19 Sport 44/47
Daglegt líf 20/21 Fólk 48/53
Listir 22/24 Bíó 50/51
Umræðan 25/27 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
VERÐMÆTI birgða hjá kjúklinga-
búinu Móum er áætlað um 100 millj-
ónir króna. Inni í þeirri tölu er bæði
frystur og ferskur kjúklingur. Ást-
ráður Haraldsson, skiptastjóri Móa,
segist enga ákvörðun hafa tekið um
ráðstöfun birgðanna, en vonast eftir
að geta selt þær ásamt öðrum eign-
um þrotabúsins. Viðræður um sölu
eignanna hafa enn ekki skilað
árangri.
Í fyrravetur var heildarfram-
leiðsla á kjúklingum mun meiri en
sala og fór því umtalsverður hluti
framleiðslunnar beint í frysti-
geymslur. Heldur hefur gengið á
birgðir á síðustu mánuðum.
Ástráður sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki hafa upplýsingar
um hvað birgðir Móa væru miklar í
tonnum talið. Skráð heildsöluverð í
bókhaldi væri hins vegar um 100
milljónir. Lifandi fuglar væru aftur
á móti metnir á 30 milljónir. Hann
sagði að ýmislegt gæti haft áhrif á
þetta verðmat, svo sem flokkun
kjötsins og aðstæður á markaði.
Ástráður sagðist enga ákvörðun
hafa tekið um ráðstöfun birgða og
kvaðst vonast til að hann þyrfti ekki
að taka slíka ákvörðun. Hann sagð-
ist alveg gera sér grein fyrir að ráð-
stöfun þessara birgða gæti haft
áhrif á kjötmarkaðinn í heild.
Ástráður kvaðst stefna að því að
selja þessar eignir þrotabúsins
ásamt öðrum eignum. Það væri síð-
an mál nýs eigenda að taka ákvörð-
un um ráðstöfun birgðanna.
Sláturhús Móa ekki afhent
Ferskum kjötvörum
Eins og greint var frá í fréttum
fyrir skömmu var gerður kaup-
samningur milli Ferskra kjötvara
og Landvers, en það fyrirtæki er
eigandi húsnæðisins í Mosfellsbæ
sem sláturhús og kjötvinnsla Móa
er í. Móar gerðu, áður en húsið var
reist, leigusamning við þann sem
tók að sér að byggja það. Kaup-
samningurinn, sem gerður var milli
Landvers og Ferskra kjötvara í síð-
asta mánuði, gerði ráð fyrir að
Landver afhendi Ferskum kjötvör-
um húsnæðið um miðjan nóvember.
Ástráður sagði að húsnæðið yrði
ekki afhent á þeim tíma og óljóst
væri hvaða gildi þessi samningur
hefði.
Hann sagði að stjórnendur
Ferskra kjötvara hefðu ekki sýnt
sér neinn kaupsamning og ekki gert
neina formlega kröfu um að fá húsið
afhent. „Þeir hafa haldið því fram í
samtölum við mig, að það væri ekki
í gildi neinn leigusamningur við
Móa og á þeim forsendum hafa þeir
neitað að sýna mér kaupsamning-
inn. Málið er því í dálítið óljósri
stöðu, svo ekki sé fastar að orði
kveðið.“
Ástráður tók fram að þó að það
væri meiningarmunur á milli for-
svarsmanna Ferskra kjötvara og
þrotabús Móa ætti eftir að koma í
ljós hvort reyndi á þennan ágrein-
ing. Það réðist að nokkru leyti af því
hvernig mál þróuðust á næstunni.
„Það gæti hins vegar reynt á þetta
ef einhver aðili vill kaupa eignir
þrotabúsins og að þrotabúið gangi
inn í þennan kaupsamning sem for-
gangsréttarhafi,“ sagði Ástráður og
bætti við að það væri alveg á hreinu
að Móar hefðu þennan forkaupsrétt.
Þetta kæmi fram með skýrum hætti
í skriflegum leigusamningi Móa um
sláturhúsið á Völuteigi 2 í Mos-
fellsbæ.
Skiptastjóri þrotabús Móa efast um gildi kaupsamnings um sláturhús félagsins
Verðmæti kjúk-
lingabirgða met-
ið á 100 milljónir
VEÐURGUÐIRNIR hristu sig sérdeilis hryss-
ingslega á börnin á leikskólanum Klömbrum
þegar þau klifruðu upp á hól í gær og slepptu
blöðrum út í vindinn í tilefni af evrópska
Comenius verkefninu. Börn víða um Evrópu
slepptu blöðrum upp í loftið kl. tíu mínútur
yfir eitt að íslenskum tíma.
Blöðrurnar fuku yfir Reykjavík í áttina að
Skólavörðuholtinu og í um það bil mínútu var
engu líkara en það væri sautjándi júní og allir
væru að missa blöðrurnar sínar. Vindurinn og
rigningin léku sér við blöðrurnar þegar þær
bárust yfir borgina í vestnorðvesturátt, burt
frá meginlandi Evrópu í humátt til Græn-
lands. Kannski var forsjónin að minna okkur
á að frændur okkar Grænlendingar eru líka
Evrópuþjóð. Hver sem orsökin er var það fal-
leg og skemmtileg sjón að horfa á blöðrurnar
léttar og máttlausar verða leiksoppa veð-
urguðanna og tætast um loftin í leit að
áfangastað.
Blöðrum sleppt út í vindinn
Morgunblaðið/Kristinn
EFNAHAGSBROTADEILD ríkis-
lögreglustjóra hefur ákært 38 ára
karlmann fyrir fjárdrátt og fjársvik
vegna blekkinga í hlutabréfakaupum
með bréf í deCODE, móðurfélagi Ís-
lenskrar erfðagreiningar. ÍE gerir
kröfu um skaðabætur upp á 2,2 millj-
ónir króna með dráttarvöxtum.
Ákærði er sakaður um fjárdrátt
með því að hafa dregið sér hlutabréf í
deCODE þann 17. febrúar 2000 að
verðmæti 8,3 milljónir króna, með því
að setja það í Íslandsbanka að hand-
veði. Segir í ákæruskjali að ákærði
hafi nokkrum vikum fyrr selt bréfið
með rafrænum hætti til Verðbréfa-
stofunnar fyrir 7,7 milljónir króna.
Þá er ákærði sakaður um fjársvik
með því að hafa hinn 17. apríl 2000
blekkt deCODE til þess að ógilda
framangreint hlutabréf sem þann dag
var að verðmæti tæpar 6,6 milljónir
króna og ganga með því í fjárhags-
lega ábyrgð vegna þess, og til þess að
gefa út nýtt hlutabréf í þess stað með
því að framvísa í símbréfi við hluta-
skrá fyrirtækisins skjali sem ákærði
hafði undirritað þar sem hann lýsti
því yfir að hann væri eigandi hluta-
bréfsins og það væri glatað og fór
fram á að fyrirtækið gæfi út nýtt bréf
í þess stað.
Við þingfestingu málsins í gær tók
ákærði sér frest til að tjá sig um sak-
arefnið. Málið verður tekið fyrir 27.
nóvember.
Ákærður fyrir
milljónasvik með
bréf í deCODE