Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Range Rover TD VOUGE árg. 2003 ek. 15 þ. km. Einn með öllu, 19“ felgur. Verð 9.500 þús. Range Rover 4.4i árg. 2003 ek. 6 þ. km. Einn með öllu, 20“ felgur. Verð 10.900 þús. Til sýnis og sölu á bílasölunni bill.is símar 577 3777 • 893 9500 MARGIR Rússar eru kaldhæðnir í kímni sinni. Eftir einum þeirra er haft, að breyta megi fiskabúri í fiski- súpu, en ekki öfugt! Þessi ummæli eiga við um þorsk og annan botnfisk; ógn- vænlegt er að ekki virðist vera hægt að reisa hann við ef hann er kominn í slæmt ástand. Það er nánast alls staðar sama sagan hvert sem litið er um allt Norður-Atlantshaf varðandi tugi stofna og þótt ekki sé farið út í undirstofna þeirra; nánast óumdeilt er nú að þeir finnast með vissu víð- ast hvar. Ástandið við Færeyjar virðist hvað best, en ekki er vitað hversu djúpt fiskur var sokkinn á síðasta áratug. Ef fiskur verður kynþroska mjög smár eða ungur miðað við það sem var er það nánast óbrigðul vísbending um að hann sé í hættu. Barentshaf er viss ráðgáta, en ekki er vel vitað hvaðan nýliðar koma; veiðar á þorski eru nú aðeins helmingur af því sem var; kyn- þroskaaldur þess hluta fisksins, sem hrygnir við Hálogaland, hefur nú lækkað um 4-5 ár á tæpri öld. Líf- massi í Maine-flóa og á Georgsbanka við Bandaríkin hefur eitthvað skánað eftir alvarlega lægð 1995, en það er ekki þorskur sem er eflst hefur; á miðin er kominn karfi, gulstirtluflyðra og ýsa. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að fyrsti fiskurinn, sem hagnist á óförum þorsks, er ein- mitt ýsa. Í Írlandshafi, Skagerak, Katte- gat, Eystrasalti, Suður-Noregi, Norðursjó; við Bretlandseyjar allan hringinn, Vestur-Grænland sem Austur-Grænland, Kanada og Bandaríkin er þorskur hruninn. Já, þetta er skelfilegt; það er ábyrgð- arleysi að stinga hausnum í sandinn varðandi of snemmbæran kyn- þroska í íslenskum þorski; það ger- ist í vaxandi mæli með hverju ári. Sjómenn þekkja breytingarnar Björn Ævar Steinarsson (BÆS) fiskifræðingur skrifar í Morg- unblaðið 7.11. undir fyrirsögninni: „Þorskurinn þjáist ekki af hungri.“ Í skrifum sínum er hann að andæfa viðtalsgrein við Kristinn Pétursson fiskverkanda (KP) í „Úr verinu“ 6.11. Hann sagði að 4 ára fiskur væri 42% þorsksins í afla á hrygning- artíma 2001 og 2002, en rúmlega 50% í vor sl. og gagnrýnir Hafró harðlega fyrir að taka ekki tillit til þessa og að ungfiskur sé soltinn vegna ætisskorts og sé offriðaður; sveltið framkalli síðan snemmbæran kynþroska; vöxtur minnkar þá og náttúrulegur dauði vaxi í kjölfarið. KP taldi að þetta hefði átt að vera verkefni sérfræðingsins Andrew Rosenbergs, sem fenginn var í tví- gang til að skoða aðferðir Hafró; gögn stofnunarinnar segir KP vera rangar. Þess vegna á að auka veiði- heimildir, segir hann. BÆS segir ofangreindar pró- sentur rangar og fara verði eftir togararallinu; skv. því er 4 ára fisk- ur aðeins 5% kynþroska í ár; hann segir ennfremur að kynþroski þorsks í afla fyrrihluta árs sé of- metinn vegna þess að þá beinist veiðin töluvert í kynþroska fisk, auk þess velja veiðarfæri stærsta fiskinn úr; af þessum ástæðum séu tölur KP rangar. Þetta er skelfilegt. Sjómenn á vertíð hafa semsé veitt vitlausan fisk, sem er ekki í samræmi við rallið. Ætli þessi tilhneiging hafi ekki alla tíð verið? Hefur ekki allt- af verið sótt í vertíðarfiskinn eða er fiskurinn nú slyngari en áður við að smjúga í gegn um möskva? Eða er kannski botnvarpa hér öðru vísi en annars staðar? Benda má BÆS á að þetta blindaði einnig Kan- adamenn, sem rýndu í sínar rall- tölur fram í rauðan dauðann fyrir hrunið. Hinn mikli náttúrulegi dauði þar kom ekki í ljós fyrr en notaðar voru merkingar fiska. Þótt KP hafi skjöplast í tölum fyrir 2003, hefur hann haft „fingurinn á púlsinum“ í áratugi; hyglisgáfa hans og tuga sjómanna eða hundr- uða er til að taka mark á; þeir hafa séð lélegan kynþroska smáfisk í vaxandi mæli að undanförnu. KP hefur tekið myndir af smáfiski, sem fannst í maga stórþorsks, 40 cm þorskur, ýsa og steinbítur; allt kynþroska smátittir. Greinarhöf- undur hefur gögn sem eru um þorsk tekinn í Breiðafirði og úti fyrir Vestfjörðum; þau sýna að jafnvel 3-4 ára fiskur er lónandi grunnt á vertíð og finnst þá vænt- anlega lítið í ralli. BÆS væri nær að reyna að finna ástæður þess að svo mikill munur er á kynþroska smáfisks í ralli og í afla á vertíð til að átta sig á alvarleika málsins. Hvað veldur snemmbærum kynþroska? Tilgáta KP um að svelti valdi of snemmbærum kynþroska er ekk- ert ný af nálinni þótt BÆS viti ekki um það að eigin sögn. Ýmsir vís- indamenn hafa talið sig sjá það (Stearns, Crandall, 1984), en of bráðþroska smáfiskur hefur einatt verið að stórum hluta lélegur; sú tilgáta um ástæður hefur nú verið hrakin ýtarlega af vísindamönn- um; sýnt hefur verið fram á að erfða- fræðilegar ástæður eru fyrir mikilli lækkun kynþroskaaldurs; vís- indagreinar þessa efnis skipta nú tugum. Lélegt ástand er því flókin afleiðing en ekki orsök. Í fund- argerðum Alþjóða hafrannsókna- ráðsins í des. sl. og nú í síðasta fréttablaði þess (No 40, sept. 2003) er grein eftir M. Heino, en hann hefur átt samstarf með vísindamönnum af mörgum þjóðernum. Nokkuð ljóst er að stærðarval með netveiðarfærum veldur erfðareki (genetic drift) smám saman; það er búið að sanna í tilraunum með eina fisktegund sem verður kynþroska ársgömul. Erfða- rek í náttúrinni er erfitt að sanna; lít- ill og lélegur kynþroska ein- staklingur getur orðið það af öðrum ástæðum eins og sulti t.d.; til að ráða úr því verða til að koma skilgrein- ingar. Í einum hópi fiska geta verið einstaklingar, sem hafa mismunandi svipgerð; þeir virðast ekki vera eins og hinir af einhverri ástæðu. Ef mis- munurinn erfist og kemur fram í hópi afkomenda er munurinn erfða- fræðilegur, með aðra arfgerð. Til að finna út muninn hafa Heino og sam- starfsmenn notað flókna tölfræði til að aðgreina (disentangle) svipgerð og arfgerð. Með því að reikna út „probabilistic reaction norm“ fyrir fiskstofna má sjá hvort undirhópar í stofni hafa erfðafræðilegan mun eða ekki. Þeir Heino og félagar hafa fundið erfðamun í mörgum fisk- stofnum í Norður-Atlantshafi; þeir fullyrða að vísindamenn og stjórn- endur veiða verði að taka mið af þessu. Örlagadómur Það er sem nauðhyggja eða ör- lagadómur að þróun botnfiska stefni bara í eina átt; vísindamenn hafa sýnt fram á að erfðabreytingum, sem orðið hafa á 25 árum, verði vart snúið við nema á öld með tilteknum erf- anleika; ekki er víst að það geti gerst. Þetta er eins og að missa fingur, einn og síðan fleiri; þeir verða ekki end- urheimtir. Þar sem þetta blasir við er fánýtt að karpa um það hvort helmingur þorsksins, meira eða minna, sé orðinn erfðabreyttur eða ekki. Ef menn rýna bara í ralltölur er voðinn vís. Sá fiskur sem breyst hef- ur rjátlast neðan af stofnunum, eins og kartöflusmælki, og þetta er ekk- ert öðru vísi hér en annars staðar; spurningin er bara hversu langt þró- unin er komin og hvað unnt er að gera til að stöðva hana og snúa við í ljósi þeirrar þekkingar, sem þegar liggur fyrir. Rússnesk fiskisúpa Eftir Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. FLOKKARNIR vinstra megin við miðju íslenskra stjórnmála hafa lokið landsfundum sínum. Fyrstu landsfundum að loknum kosningum til Alþing- is. Kosningum sem mörkuðu þau þáttaskil að einn flokkur gnæfir yfir svið- ið á vinstri kantinum og setti það sögulega strik í bæk- urnar að rjúfa 30% múrinn. Fyrstur íslenskra jafnaðarflokka. Sá dapurlegi tími er liðinn að 3-4 flokkar hími hver í sínu horni félagshyggjunnar með klærnar hver í öðrum í stað þess að sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum. Okurvextir og almannahagsmunir Samfylkingin er orðinn sá valkostur vinstrimanna sem til var stofnað og um leið burðarás allrar stjórnmálaumræðu í landinu. Skýrast kom það fram þegar að viku eftir landsfund flokksins og dagana sem landsfundur VG fór fram hverfðist meginumræða fjölmiðlanna um Samfylkinguna og þær framsæknu hugmyndir sem fram komu á landsfundi hennrar. Örvænt- ingarfull hróp VG um að þeir væru eini valkosturinn til vinstri voru í besta falli veik og hjáróma. Samfylkingin er eini valkostur vinstrimanna enda hreyfiafl alls þess sem lítur að almannahagsmunum í samfélaginu. Hvort sem um ræðir aðild- arumsókn að Evrópusambandinu til að freista þess að lækka okurvexti bankanna á lánsfé og lúxusverðið á matvælum. Eða til að tryggja viðgang og framtíð heilbrigðiskerfisins þar sem réttlæti og jafn aðgangur er mark- miðið og þjóðinni forðað frá hinni amerísku leið Sjálfstæðisflokksins. Eitt heilbrigðiskerfi fyrir alla Hið djarfa útspil formanns Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum hefur vakið mikla athygli eins og von er þegar þungt er stigið til jarðar í þunga- miðju þjóðfélagsins. Um leið hefur það valdið misskilningi og útúrsnúningi hjá t.d. vinstrigrænum sem einsog alltaf eru sjálfkrafa á móti öllu umræðu- laust. Í sinni einföldustu mynd ætlar Samfylkingin að ræða heilbrigðismálin fordómalaust og leita allra leiða til að efla heilbrigðiskerfið. Gera það hæg- kvæmara og fá meiri og betri þjónustu fyrir fólkið í landinu fyrir minna fé. Við jafnaðarmenn ætlum að tryggja jafnan aðgang í einu kerfi fyrir alla. Ameríska leiðin Við ætlum að bjarga heilbrigðiskerfinu frá tveggja kerfa hugmyndum sjálfstæðismanna. Amerísku leiðinni. Leið óréttlætis og forréttinda þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir þá efnaminni. Út á það gengur landsfundarsamþykkt Samfylkingarinnar og þær hugmyndir sem formað- ur flokksins, Össur Skarphéðinsson, kynnti í ræðu sinni á fundinum. Það verður einungis gert með því að skoða allar leiðir að markmiðinu. Við vitum hvert við ætlum og munum, óhrædd við afturhaldið, kanna alla mögulega kosti til þess. Hinir geta verið sjálfkrafa á móti og útnefnt sig sem valkosti til þessa og hins. En valkostirnir verða oft að engu ef menn þora ekki öðru en að vera sjálfkrafa á móti öllu sem til framfara horfir. Eini valkostur vinstrimanna Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. UMMÆLI Össurar Skarphéð- inssonar á landsfundi Samfylking- arinnar um markaðsvæðingu í heil- brigðiskerfinu komu skemmtilega á óvart. Með þeim tók hann í raun undir stefnu Heimdallar og Sjálf- stæðisflokksins í heilbrigðismálum. Slíkum stuðningi ber að fagna enda er mikil þörf fyrir endurskipulagningu á kerfinu. Það voru undirrituðum mikil vonbrigði þegar Framsóknarflokknum var eft- irlátið heilbrigðisráðuneytið sl. vor, enn eitt kjörtímabilið en það hefur undanfarin tólf ár verið undir þeirra stjórn. Á þeim tíma hefur hægt þok- ast í þá átt að kostir einkaframtaks- ins séu nýttir innan geirans. Vandi heilbrigðiskerfisins og stjórnmálamanna Heilbrigðiskerfið snertir allar fjölskyldur í landinu á einn eða ann- an hátt. Þrátt fyrir það var lítið sem ekkert fjallað um málefnið í kosn- ingabaráttunni fyrir sl. alþing- iskosningar. Það lítur út fyrir að stjórnmálamenn hafi takmarkaðan áhuga á að finna lausn á úrlausn- arefnum heilbrigðiskerfisins þar sem þau eru oft ekki álitin auka vin- sældir. Vandamál heilbrigðiskerf- isins aukast hins vegar stöðugt og stafa m.a. af því að kerfið er rekið á föstum fjárlögum frá ríkinu. Þrátt fyrir lögin fara heilbrigðisstofnanir ítrekað fram úr fjárheimildum og reglulega birtast fréttir af kröfum um aukinn fjárstuðning ellegar verði deildum lokað. Kostnaðurinn við heilbrigðis- og tryggingakerfið eykst stöðugt og nemur nú þegar um 40% af útgjöldum ríkisins þrátt fyrir að íslenska þjóðin sé ung í sam- anburði við flest önnur þróuð ríki. Því má fastlega reikna með að heil- brigðiskostnaður þjóðarinnar aukist á næstu áratugum verði ekkert að gert. Hærri meðalaldur er þjóðinni dýr og því verður að finna skipulag sem nýtir betur þá fjármuni sem til þessa mikilvæga málaflokks renna. Hvað leggja ungir sjálfstæðismenn til? Heimdallur leggur til að ríkið auki samstarf við einkaaðila um rekstur heilbrigðisþjónustu og nýti þannig kosti einkaframtaksins innan geir- ans. Með því að mæla fyrir auknu samstarfi ríkis og einkaaðila (einka- framkvæmd) í heilbrigðiskerfinu er ekki verið að leggja til breytingar á almannatryggingakerfinu. Þess vegna er rangt að halda því fram að einkaframkvæmd muni leiða af sér tvöfalt kerfi, eitt fyrir þá efnameiri og eitt fyrir þá efnaminni. Með einkaframkvæmd er þáttur kaup- anda og seljenda heilbrigðisþjónustu (sem í dag er oftast í báðum tilvikum ríkið) aðskilinn og skapað eðlilegt rekstrarumhverfi. Þar með fær heil- brigðisstarfsfólk aukið sjálfstæði, aukna ábyrgð og hvata til að gera betur. Einnig er líklegt að kostn- aðarvitund innan heilbrigðiskerf- isins aukist ef rekstraraðilar eiga á hættu að bera hallann af illa rekinni starfsemi. Ennfremur mun nýting á tækjum, búnaði og starfskröftum aukast. Á þennan hátt er hægt að nýta jákvæða eiginleika og orku ein- staklingsframtaksins, sjúklingum og skattborgurum til framdráttar. Sú staðreynd að stærsti flokkur vinstrimanna á Alþingi hefur tekið undir sjónarmið ungra sjálfstæð- ismanna er ánægjuleg. Það eykur líkurnar á að meirihluti Alþingis verði hlyntur auknu samstarfi ríkis og einkaaðila um rekstur heilbrigð- isþjónustu, þjóðinni til heilla. Sjónarmið Heimdallar fær óvæntan stuðning Eftir Atla Rafn Björnsson Höfundur er formaður Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.