Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
NORSKUR sjávarútvegur á í mikl-
um erfiðleikum um þesar mundir og
hefur verið töluvert um það að Norð-
menn hafa haft samband við íslenzk
sjávarútvegfyrirtæki til að kanna
hvort þau hafi áhuga á fjárfestingum
í sjávarútvegi í Noregi. Meðal þeirra
norskra fyrirtækja, sem nefnd hafa
verið í þessu sambandi er Westfish-
Aarsæther.
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri
Brims segir að það lýsi vel ástandinu
í norskum sjávarútvegi að fjölmargir
norskir aðilar hafi haft samband við
íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki til að
kanna áhuga þeirra á fjárfestingu í
Noregi, þar á meðal Brim. Hann seg-
ir hins vegar að hjá Brimi séu menn
ekki að íhuga slíkar fjárfestingar.
Tapið 1,7 milljarðar
Það er norska viðskiptablaðið
Dagens Næringsliv sem fjallar um
erfiðleika Westhfish-Aarsæter, sem
hefur verið eitt af stærri sjávarút-
vegsfyrirtækjum Noregs, og var
með um 10 milljarða íslenzkra króna
í veltu á síðasta ári. Reksturinn hef-
ur gengið mjög illa og nemur tap
tveggja síðustu ára 1,7 milljörðum-
króna fyrir skatta. Í fyrra var starf-
semi Westfish í Vardö lýst gjald-
þrota, en samstæðan rekur ennþá
fiskvinnslu í Kollafirði, Bátsfirði og
Álasundi með samtals 350 starfs-
menn. Samsteypan ræður yfir 7,1
þorskveiðileyfi, sem er dreift á fjóra
báta í Finnmörku. Westfish á einnig
45% í Nordic Sea, sem ræður yfir
veiðileyfum, sem eru dreifð á þrjú
stór skip.
Blaðið segir að fjórir aðilar séu að
skoða möguleg kaup á Westfish og
þar sé fremst í flokki fjárfestingar-
félagið Marinvest, sem er í eigu Nor-
ges Raafisklag. NR er í eigu sjó-
manna og hefur einkaleyfi á sölu á
fiski upp úr sjó í Norður-Noregi.
Framkvæmdastjóri Marinvest segir
að þeir fylgist vel með gangi mála
hjá Westfish, en það séu margir aðr-
ir möguleikar á fjárfestingu fyrir fé-
lagið.
Blaðið segir að eitt stórt íslenzkt
sjávarútvegsfyrirtæki sé meðal
hinna áhugasömu, en nefnir það
ekki. Samkvæmt athugunum Morg-
unblaðsins mun vera takmarkaður
áhugi hjá íslenzkum fyrirtækjum til
að fjárfesta í norskum sjávarútvegi,
þótt hægt sé að komast þar inn fyrir
tiltölulega lágar upphæðir. Skýring
er fyrst og fremst erfitt rekstrarum-
hverfi í norskum sjávarútvegi.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Norskur sjávarútvegur á við mikla erfiðleika að stríða um þessar mundir.
Erfiðleikar í norskum sjávarútvegi
Norðmenn á
höttum eftir fjár-
festum á Íslandi
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
boðar á næstu vikum til kynningar-
og umræðufunda um haf- og fiski-
rannsóknir og ráðgjöf stofnunarinn-
ar í bæjar- og sveitarfélögum við
sjávarsíðuna. Tilgangurinn er að
styrkja tengsl stofnunarinnar við þá
sem vinna við sjávarútveg, útskýra
eðli rannsóknanna, niðurstöður og
ráðgjöf stofnunarinnar.
Þá telur stofnunin ekki síður nauð-
synlegt að vera í lifandi sambandi við
þá sem sækja sjóinn svo virkja megi
þekkingu þeirra í rannsóknunum.
Flutt verða stutt erindi og góður tími
gefinn til fyrirspurna og umræðna.
Fyrsti fundurinn verður haldinn í
Menntaskólanum á Ísafirði í kvöld,
miðvikudagskvöld, klukkan 20.00.
Næst verður fundað á Reyðarfirði
næstkomandi þriðjudag, á Höfn í
Hornafirði á miðvikudag og í Há-
skólanum á Akureyri á fimmtudag.
Annan desember verður fundað í
Höllinni í Vestmannaeyjum, hinn
þriðja í Grindavík og fimmtudaginn
fjórða desember verður fundur í
Stykkishólmi.
Fundir um hafrannsóknir
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Festi hefur
fengið 200 milljónir norskra króna,
jafnvirði 2,1 milljarðs íslenskra
króna, í tryggingabætur vegna fjöl-
veiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur
KE 15 sem sökk í Nappstraumen við
Lofot í júní í fyrrasumar. Þetta stað-
hæfir lögmaðurinn Trond Eilertsen
hjá lögmannsstofunni Wikborg Rein í
Osló við blaðið Lofotposten, en stofan
kemur fram fyrir hönd Festar í Nor-
egi.
Að sögn Eilertsen er það Trygg-
ingamiðstöðin í Reykjavík sem greitt
hefur Festi umræddar bætur. Hann
segist hins vegar ekki geta gefið
neina vissu fyrir því að Festi greiði
reikning fyrir kostnaði við björgun
Guðrúnar sem koma muni frá norsku
strandgæslunni eftir að skipinu hefur
verið náð á flot.
„Það er mál sem Festi verður að
gera upp við sig þegar reikningurinn
berst og hvort hann verði í samræmi
við það sem félagið telur sig geta
borgað. Fyrir því er engin trygging
að svo komnu máli,“ segir Eilertsen.
Í Lofotposten er sagt að ýmsir telji
að eigendur Guðrúnar KE hafi dregið
lappirnar við björgun Guðrúnar til
þessa, því þeir myndu græða mest á
því að skipið kæmi aldrei upp af hafs-
botni. Þessu vísar Ásbjörn Helgi
Árnason hjá Festi alfarið á bug í sam-
tali við blaðið. „Útborgun trygginga-
bótanna er eitt og björgun Guðrúnar
allt annað mál. Við höfum gert sam-
komulag við norska ríkið um að það
bjargi skipinu á okkar kostnað,“ segir
Ásbjörn Helgi sem vill ekki segja
blaðinu frá því hverjar bæturnar fyr-
ir skipið hafi verið.
„Ég held það skipti ekki máli í
þessu samhengi, en það má ekki
gleyma því að þetta var nýtt og dýrt
skip og upphæðin var því nokkur,“
segir Ásbjörn Helgi.
Aðspurður þvertekur Ásbjörn fyr-
ir það í Lofotposten að það sé fjár-
hagslegur ávinningur Festar að skip-
ið fái að liggja á hafsbotni. Þvert á
móti sé það hagur félagsins að skip-
inu verði náð upp. Vangaveltur af
þessu tagi séu því fráleitar.
Fengu 2,1 milljarð
fyrir Guðrúnu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær fjóra menn á aldrinum
21-26 ára í 12-18 mánaða fangelsi
fyrir fjölda þjófnaðarbrota á höf-
uðborgarsvæðinu á árinu 2002, en
sum þeirra voru stórfelld. Voru þeir
dæmdir til að greiða 1,3 milljónir
króna í bætur.
Þrír mannanna hlutu 18 mánaða
fangelsi hver og sá fjórði 12 mán-
aða fangelsi.
Samkvæmt dómi héraðsdóms
nemur verðmæti þýfis í innbrotum
og þjófnuðum mannanna um 10,6
milljónum króna. Lögðu þeir sig
einkum eftir tölvum og tölvubúnaði
í fjölda innbrota. Í einu innbrot-
anna, í tölvuverslun í Reykjavík,
var verðmætið 6,4 milljónir. Þá
spenntu þeir upp peningaskáp í fyr-
irtæki í Hafnarfirði í september í
fyrra og höfðu á brott með sér 1,6
milljónir í peningum og tæplega 1,2
milljónir í peningum tóku þeir í inn-
broti í verslun í Hafnarfirði í maí í
fyrravor.
Brotin frömdu mennirnir oftast
tveir eða fleiri saman. Auk þess
voru þeir í sumum tilvikum, einn í
senn, dæmdir fyrir hylmingu. Þá
voru þeir einnig dæmdir fyrir
þjófnaði á bílum og nokkur umferð-
arlagabrot. Að mati dómsins gaf
málið tilefni til að víkja enn einu
sinni að því vinnulagi lögreglu að
gera almennt ekki hljóðupptökur af
lögregluyfirheyrslum yfir grunuð-
um og vitnum þar sem misræmi var
á milli lögregluskýrslna og dóm-
skýrslna.
Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson
héraðsdómari. Kári Hrafn Kjart-
ansson fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík sótti málið. Verjandi eins
þess sem 18 mánaða dóm fékk var
Sigmundur Hannesson hrl. Hilmar
Ingimundarson hrl. var verjandi
hinna þriggja.
12 til 18 mánaða fangelsi
fyrir stórfelld þjófnaðarbrot
GÉRARD Starck, alþjóðlegur
sendifulltrúi Rauða krossins, lést
bílslysi í Kyrgyzstan en hann heim-
sótti landið á ævintýralegri ferð
sinni um heiminn með það markmið
að tengja starfsemi Rauða krossins
og Rauða hálfmánans út um allan
heim.
Gérard var 57 ára aldri og ferð-
aðist mestmegnis á mótorhjóli en
undanfarin sex ár hefur hann heim-
sótt 148 deildir í fimm heimsálfum.
Hann hóf ferðalagið í október árið
1997 með það eitt að leiðarljósi að
breiða út boðskap Rauða krossins
og Rauða hálfmánans um mannúð
og frið um heim allan.
Hann hefur oft komist í hann
krappan og hefur lent í um það bil
60 slysum á ferð sinni. Helsta hug-
sjón hans var að ýta undir frið með
því að opna augu fólks fyrir öðrum
menningarheimum og gera fólki
kleift að ferðast.
Gérard kom til Íslands í apríl sl.
og staldraði við í fimm daga. Hann
bar Íslandi vel söguna þó hann
kvartaði undan því að myndatökur
gætu reynst erfiðar vegna veður-
farsins.
Sendifulltrúi Rauða krossins lést í mótorhjólaslysi
Vildi tengja ólíka menn-
ingarheima saman
Heimshornaflakkarinn Gérard
Starck á mótorhjóli sínu í Taílandi.
MEÐAN beðið er eftir að fá eina með öllu, eða því með-
læti sem hver kýs á sína pylsu, er nóg að skoða. Sú er í
það minnsta raunin við Bæjarins bestu, sem eru í hjarta
Reykjavíkur, miðbænum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Beðið eftir bitanum
UM 40 manns hafa óskað lögfræði-
aðstoðar vegna endurgreiðslukröfu
á hendur sænska netsölufyrirtækinu
Sprinklenetwork sem starfað hefur
hér og í fleiri löndum. Gylfi Gylfason,
lögfræðingur á lögfræðiskrifstofunni
Lögborg, fer með málefni fólksins
sem sumt hefur lagt frá 90 þúsund
krónum upp í 10 milljónir í fyrirtæk-
ið. Fyrirtækið hóf starfsemi hér á
landi í maí sl og hafa um 300 Íslend-
ingar keypt sér aðgang að verslunar-
starfsemi undir hatti fyrirtækisins.
Óánægja fór að gera vart við sig
meðal fólks þegar sjálf verslunarvar-
an skilaði sér illa eða alls ekki eftir að
fólk hafði lagt fé í fyrirtækið. Gegn
því að kaupa sér aðgang að fyrirtæk-
inu fyrir 90 þús. kr. átti fólk að geta
byrjað verslun með ýmsa vöruflokka
og fengið umboðslaun af þeim við-
skiptum sem færu í gegnum þá til-
teknu verslun. Þessu fylgdi svokall-
að sprinklekort, þ.e. afsláttarkort í
verslunum og þjónustufyrirtækjum
sem gilti sem aðgangskort að net-
versluninni. Ennfremur stóð fólki til
boða að kaupa hlut í fyrirtækinu fyr-
ir 2 milljónir króna að lágmarki.
Gylfi Gylfason segist hafa átt vin-
samleg samskipti við sænska tals-
menn fyrirtækisins í gær. „Þeir
halda því enn fram að þeir muni
borga þessa peninga,“ segir hann.
„Ég lít svo á að þeir hafi hlaupið á sig
í síðustu viku með að endurgreiða á
þeim tíma sem þeir töluðu um, þ.e.
föstudag í síðustu viku.“ Í reglum
fyrirtækisins er kveðið á um endur-
greiðslur til þeirra sem vilja hætta
þátttöku í starfseminni. Segir Gylfi
að Svíarnir hafi viljað endurgreiða
fyrr en reglurnar kveða á um. Til
stendur að talsmenn Sprinklenet-
work komi hingað 22. nóv. til að
kynna fyrirtækið og segir Gylfi að
þeir vilji vera búnir að lægja öldurn-
ar fyrir þann tíma.
Vilja 30 milljónir
endurgreiddar