Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 9 Jólablússurnar komnar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Glæsilegur hátíðarfatnaður Síðir kjólar, síð pils og samkvæmisbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Kringlunni — s. 568 1822 Áttu von á barni Mikið úrval af fatnaði fyrir barnshafandi undirfataverslun Síðumúla 3, s. 553 7355 Opið virka daga kl. 11-18 laugardag kl. 11-15 AÐHALDS-UNDIRFATALÍNA WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Komið í heimsókn á www.holt.is Skoðið verðið á gistingu og veitingum Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasaliHeimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Erum að leita fyrir opinberan aðila að 20 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm síma sölumanna: Ævar 897 6060, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451. Í SKÝRSLU matvælaeftirlits Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur um niðurstöður rannsóknar á örverufræðilegum gæðum íss úr vél árið 2003 kom í ljós að 47% sölu- staða, sem skoðaðir voru í Reykja- vík, voru með ófullnægjandi niður- stöður. Sala á ís úr vél var stöðvuð tímabundið á 7 stöðum í kjölfar end- urtekinnar sýnatöku. Segir í niður- stöðum skýrslunnar, að töluverð aukning hafi orðið frá síðasta ári í til- fellum þar sem kólígerlar fundust. Samskonar verkefni voru unnin árin 2001 og 2002. Könnunin náði til 53 sölustaða íss úr vél í Reykjavík. Far- ið var á sölustaðina og hreinlæti, að- búnaður og ýmis atriði varðandi ís- vélar skoðuð. Einnig var tekið sýni af ís úr vél til örverumælinga. Niður- stöður samantektarinnar sýna að 40% fyrirtækjanna voru með full- nægjandi niðurstöður úr fyrstu sýnatöku, 13% fengu senda athuga- semd og 47% voru með ófullnægj- andi niðurstöður. Í skýrslunni segir, að færri staðir falli nú en áður vegna of mikils heild- argerlafjölda en töluverð aukning virðist hafa orðið í tilfellum þar sem kólígerlar eru eina ástæðan fyrir falli. Virðist það vera meginorsök þess að fleiri staðir falli nú en árið 2002. Heldur fleiri falli nú í fyrstu sýna- tökunum en gerðu árið 2002 og er hlutfallið nú svipað og árið 2001 þeg- ar fyrsta samantektin var gerð. Í skýrslunni segir, að ástæður þessa séu ekki ljósar. Þrátt fyrir að skil- virkara eftirlit hafi skilað árangri á ýmsum sviðum varðandi íssölu í Reykjavík bendi niðurstöðurnar til þess að meira þurfi að koma til svo að örverufræðileg gæði séu innan viðmiðunarmarka. Hlutaðeigandi að- ilar þurfi að taka höndum saman og leita leiða til að bæta örverufræðileg gæði íss úr vél til frambúðar. Um- hverfis- og heilbrigðisstofa Reykja- víkur muni leita eftir slíku samstarfi nú í vetur og fylgja málum eftir með nýrri samantekt á næsta ári. Íssölustaðir í Reykjavík Um helmingur féll á örveruprófi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LANDMÆLINGAR Íslands (LÍ) hafa gefið út geisladisk með Atlas- kortunum, sem margir þekkja sem herforingjaráðskortin. Þetta er í fyrsta sinn sem atlaskortin koma út á geisladiski, en danskir landmæl- ingamenn gerðu þau á fyrri hluta síðustu aldar. Kortin voru lengi vel hornsteinn kortaútgáfu á Íslandi og þykja með fallegustu kortum sem gerð hafa verið af landinu. Magnús Guðmundsson, forstjóri LÍ, flutti í tilefni útgáfunnar stutta kynningu og afhenti síðan Flemming Morch, sendiherra Dana á Íslandi, fyrsta eintakið af kortadiskinum á fundi á Nordica hótelinu. Atlaskortin hafa hingað til verið gefin út á áttatíu og sjö blöðum í mælikvarðanum 1:100 000 en með útgáfu þeirra á geisladiski gefst nú tækifæri til að skoða þau án þess að skipta þurfi á milli kortablaða. Auk þess er hægt að bæta upplýsingum inn á kortin og prenta út. Kortin geta nýst ferðamönnum vel og eru fyrst og fremst heimild um stað- hætti og örnefni, enda er að finna yfir fjörutíu þúsund nöfn á þeim. Þó er ekki ætlast til að kortin séu nýtt sem vegakort, þar sem þau hafa ekki verið uppfærð frá árinu 1989. Vegakerfið breytist ört og eru upp- færð vegakort gefin út reglulega. Atlaskortin geta hins vegar reynst áhugaverð söguleg heimild um byggðina í landinu, því á þeim má finna fjölda sveitabæja sem farið hafa í eyði. Þúsund mannára vinna Gerð Atlaskortanna var þannig háttað að danskir landmælingamenn mældu og kortlögðu allt Ísland á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Verkið hófst aldamótaárið 1900 með grunnlínumælingum og var fyrri hluti verkefnisins fram til 1920 unn- inn af landmælingadeild danska her- foringaráðsins. Mælingum lauk árið 1939 en útgáfu síðustu kortanna seinkaði vegna seinni heimsstyrjald- arinnar. Kortagerðin hafði gríðarlegt gildi fyrir íslenskt samfélag, oft var unnið við afar erfiðar aðstæður og kostaði verkefnið mikla þrautsegju og um- talsverða fjármuni. Alls er talið að um eitt þúsund mannár hafi farið í verkefnið í heild. Afraksturinn er fjöldi prentaðra korta í ýmsum mælikvörðum, auk ómetanlegra frumgagna, m.a. í formi mælinga- upplýsinga, einstakra kortahand- rita, filmna og loftmynda. Þetta efni er nú varðveitt í safni LÍ. Kortadiskurinn kostar 3.980 krón- ur og fæst hann í helstu bókaversl- unum og öðrum sölustöðum landa- korta um allt land. Atlaskortin gefin út á geisladiski Morgunblaðið/Ásdís Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, fagnar útgáfu Atl- askortadisksins ásamt Flemming Morch, sendiherra Dana á Íslandi. ÍSLENSKAR mjólkurafurðir hafa verið sigursælar á stórri vörusýn- ingu í Herning í Danmörku sem stendur nú yfir. Íslenskir mjólkur- iðnaðarmenn hafa fengið 11 gull- verðlaun fyrir afurðir sínar og þrenn heiðursverðlun að auki sem veitt verða í dag fyrir Dalabrie frá Mjólkursamlaginu á Búðardal og Biomjólk með mangó og apríkósu og Bioþykkmjólk með 6 kornum og ferskjum, hvort tveggja frá Mjólk- urbúi Flóamanna. Íslenskir ostar hlutu 31 verðlaun, þar af 7 gullverðlaun, 9 silfur- og 15 bronsverðlaun. Þá fengu 29 ferskar mjólkurvörur verðlaun, þar af 4 gull, 13 silfur og 12 brons. Alls sendu Íslendingar inn 213 sýnis- horn af 1.500 innsendum sýnis- hornum frá Norðurlöndunum utan Finnlands sem ekki tekur þátt. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Osta- og smjör- sölunnar, telst þetta ágætisárangur og eru Íslendingarnir sáttir við út- komuna. Er þetta í sjötta sinn sem Íslendingar taka þátt í vörusýning- unni en síðast tóku þeir þátt árið 2001 og unnu þá alls 64 verðlaun auk tvennra heiðursverðlauna. „Umgjörð sýningarinnar er mjög glæsileg og greinilega mikill áhugi fyrir henni í ljósi fjölmennis hér,“ segir Magnús. „Þetta er í fyrsta skipti sem sýningin hefur skandin- avískt yfirbragð, en þeir einu sem ekki eru með eru Finnar.“ Íslend- ingar voru fyrsta frændþjóð Dana til að taka þátt í sýningunni en síð- an fylgdu Svíar í kjölfarið, Norð- menn og loks Færeyingar sem taka þátt í fyrsta skipti. Meðal nýjunga á sýningunni er matarrjómi með hveiti sem ætlaður er til sósugerðar. Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar, heiðraði þátttak- endur í gærmorgun með nærveru sinni og setti mjög skemmtilegan svip á samkunduna. Íslenskar mjólkurafurðir sigur- sælar á vörusýningu í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.