Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 307. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Harley er lífsstíll Á Íslandi eiga 108 manns Harley Davidson-mótorhjól Bílar 8 Ný túlkun á óperunni Unglingaóperan Dokaðu við frumsýnd í dag Listir 22 Forvarna- faraldurinn Jóhann Á. Sigurðsson segir forvarnir í of mikilli sókn Daglegt líf 20 RICHARD Armitage, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, vísaði þeirri full- yrðingu á bug í gær, að með því að finna lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hægt að binda endi á þá bylgju hryðjuverka sem gætir víða um heim um þessar mundir. „Það er vert að vekja athygli á því að það var aðeins nýlega sem Osama bin Laden og forystumenn al-Qaeda fengu sig yfir- leitt til þess að nefna orðið Palestínu- menn,“ sagði Armitage á blaðamannafundi eftir viðræður í Kaíró við Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins. „Ég hafna því þeirri hugmynd að lausn á átökum araba og Ísraela – eins mikilvæg og hún annars er – myndi verða til þess að binda endi á hryðjuverkaölduna sem hefur beinzt gegn Bandaríkjunum, hagsmunum Vesturlanda og konungdæminu Sádi-Ar- abíu,“ sagði hann. Hryðjuverkamennirnir reyndu vissulega að færa sér átökin á her- numdu svæðunum í nyt en undirrótar hryðjuverka al-Qaeda-liða væri ekki þar að leita. Al-Qaeda sama um Pal- estínumenn Kaíró. AFP. LANDSSÍMI Íslands hf. skoðar nú möguleika á að fjárfesta í búlg- arska ríkissímafyrirtækinu BTC fyrir yfir 200 milljónir króna. Stjórn Símans hefur fjallað um málið og heimilað Brynjólfi Bjarna- syni forstjóra að halda athugun á því áfram. Áhugi Símans er tilkom- inn eftir að Björgólfur Thor Björg- ólfsson fjárfestir leitaði til fyrir- tækisins um samstarf, en hann á aðild að tilboði í kaup á meirihluta í BTC. Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Símans, stað- festir að Síminn hafi fjárfestingu í BTC til skoðunar. „Síminn er á hverjum tíma að skoða ótal tæki- færi,“ segir Orri. „Þetta er áhuga- vert verkefni á kjarnasviði fyrir- tækisins ef af verður, bæði sem fjárfestingarkostur og til að nýta betur mannauðinn innan Símans. Í peningum talið yrði þetta þó alltaf lítil fjárfesting, samanborið við aðr- ar fjárfestingar Símans.“ Orri segir að Símamenn horfi m.a. til þess að geta veitt ráðgjöf við uppbyggingu búlgarska síma- fyrirtækisins, bæði tæknilega og hvað almennan rekstur varðar. „Búlgarski síminn er að mörgu leyti í ekki ósvipaðri stöðu og Landssíminn var fyrir svo sem 15 árum. Við sjáum ýmis tækifæri í því að miðla okkar þekkingu um hvernig megi byggja upp nútíma- legt og arðvænlegt símafyrirtæki.“ Orri segir að fulltrúi Símans hafi farið til Búlgaríu, kynnt sér starf- semi BTC og rætt við stjórnendur fyrirtækisins. Björgólfur Thor átti frumkvæðið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins átti Björgólfur Thor Björgólfsson frumkvæði að því að fá Símann til samstarfs um fjár- festingu í BTC. Frá því var greint í Morgunblaðinu í september að Carrera, fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors, væri næststærsti fjárfestir- inn í Viva Ventures, alþjóðlegum hópi undir forystu bandaríska fjár- festingarfyrirtækisins Advent Int- ernational. Hópurinn hefur boðið yfir 25 milljarða króna í 65% hlut- inn, sem til sölu er í BTC. Drög að kaupsamningi við Viva Ventures liggja fyrir og hafa dómstólar í Búlgaríu komizt að þeirri niður- stöðu að stjórnvöldum beri að standa við samkomulagið sem gert var við fjárfestahópinn. Pólitískar deilur í Búlgaríu hafa hins vegar staðið í vegi fyrir því að málinu sé formlega lokið. Síminn skoðar kaup í búlgarska símanum Stjórnin heimilar forstjóra að vinna að yfir 200 milljóna fjárfestingu MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti forseti Sov- étríkjanna, hefur skráð sjálfan sig sem vörumerki til að koma í veg fyrir að varn- ingur sé kenndur við hann án leyfis. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands- Posten sem segir að for- setinn fyrrverandi hafi fengið sig fullsaddan á því að nafn hans sé notað þegar vörur eru settar á markað, allt frá núðlum til vodka. Kornið sem fyllti mælinn var að andlitsmynd af hon- um var nýlega sett á merkimiða rúss- nesks vodka, Stolichnaya. Áður hafði þýskur vodki verið kenndur við hann. Sjálfum þykir honum sá heiður vafasam- ur, enda stóð hann fyrir herferð gegn áfengisdrykkju í Sovétríkjunum og mikl- um verðhækkunum á vodka þegar hann var forseti. Gorbatsjov skráir sig sem vörumerki Gorbatsjov HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra fagnar ásamt starfsbræðrum sínum, Ernst Walch frá Licht- enstein og Jan Petersen frá Noregi, eftir að búið var að undirrita samninginn í gær. Reuters Fagnað í Vaduz HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist hafa minnkandi trú á að Evrópusambandið fallist á end- urnýjun EES-samningsins. ESB hafi hafnað henni á sínum tíma, en lofað að gera það þegar stækkunar- samningurinn væri í höfn, „[…] en nú er hljóðið í þeim farið að breytast og ég hef minnkandi trú á því að það verði að veruleika, þannig að við verðum að búa við samninginn eins og hann er.“ Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Halldór í gær að aflokinni undirritun samn- ingsins um stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins sem fram fór í Vaduz í Liechtenstein í gær. Halldór segist nú telja mikilvæg- ast að öll ný aðildarríki ESB stað- festi stækkun EES á réttum tíma. Verðum að búa við EES án breytinga Vaduz. Morgunblaðið.  Mikilvægast/4 ÖRYGGISMÚRINN, sem Ísraelar eru nú að reisa, mun valda miklum truflunum á lífi nær þriðja hvers Palestínu- manns á Vesturbakkanum og auk þess munu um 14,5% af svæðinu verða Ísraelsmegin við múrinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunar Sameinuðu þjóðanna er ann- ast samræmingu hjálpar- starfs, OCHA. Að sögn fréttavefjar BBC fullyrða stjórnvöld í Ísrael að stað- reyndavillur séu í skýrslunni. Búið er að reisa um 150 kílómetra af múrnum en hann á að verða nær 700 kílómetrar að lengd. Að sögn SÞ eru að- eins um 11% af mannvirkinu á mörkum Ísraels og svæða Palestínumanna, „Grænu lín- unni“. Megnið af múrnum er inni á palestínsku landi, allt að 22 kílómetra frá Grænu lín- unni. Múrinn verður látinn sveigja inn á palestínskt land til að vernda byggðir land- tökumanna gyðinga. „Á umræddu landsvæði, sem að hluta til er eitthvert frjósamasta jarðnæði á Vest- urbakkanum, búa nú um 274.000 Palestínumenn í 122 þorpum og borgum,“ segir í skýrslunni. „Fólkið mun ann- aðhvort verða að búa á luktu landi – svæðum milli múrsins og Grænu línunnar – eða í hólfum sem verða algerlega umlukt múrnum.“ Einnig er bent á að rúmlega 400.000 Palestínumenn austan við múrinn muni verða að fara um hliðin sem verða á múrnum ætli þeir að komast að býlum sínum eða á vinnustaði vestan við múrinn. „Á að giska 680.000 manns – um 30% Pal- estínumanna á Vesturbakk- anum – munu því verða fyrir beinu tjóni vegna múrsins.“ Palestínumönnum, sem eiga land er fer undir múrinn, hafa verið boðnar skaðabæt- ur. En þeir hafna bótunum, að sögn heimildarmanna af ótta við að ella séu þeir að lýsa samþykki við múrinn og verði því sakaðir um að vera með- reiðarsveinar Ísraela. SÞ gagnrýna öryggismúr Ísraelsstjórnar Reuters Veldur mikilli röskun á lífi Palestínumanna Jerúsalem. AP, AFP. Ísraelskur hermaður á verði við öryggismúrinn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.