Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 16
Furðulegur tími á lýsinounum tJtvarpshlustandi hringdi. Loksins kom að því að við iþróttaáhugamenn fengum lýsingu frá iþróttakappleik f hinu „háttvirta” Rikisútvarpi, er Hermann Gunnarsson lýsti frá Norðurlandamótinu i handknatt- leik. En hvað gerist? Lýsingin á fimmtudagskvöld var höfð rétt fyrir miðnætti, og lýsingin á laugardag var eldsnemma um morguninn. Hvaða tilgangi á þetta eiginlega aö þjóna. Á fimmtudaginn var leikið um eftirmiðdaginn eða kl. 17.30 að islenskum tlma, og þá var ekki hægt að hafa beina lýsingu. A laugardaginn var leikið snemma morguns og þá þurfti endilega að hafa beina lýsingu. Hvaö eru þessir menn hjá Cltvarpinu eigin- lega að hugsa, eru þeir eitthvaö ruglaðir eða hvaö? Einstæö mððir í vandræðum Aðalheiður Ingva- dóttir hringdi. Ég bý I Þorlákshöfn og er ein- stæð móöir með eitt barn, fjög- urra ára gamalt. Ég vinn i frysti- húsinu hérna og hef 78 þúsund krónur I fast vikukaup og af þvi verð ég að greiða 106 þúsund á mánuði i bamapössun. Ég hef borið mig upp við hreppsnefndina til að athuga hvort hreppurinn vildi taka ein- hvern þátt i þessari greiðslu en svarið var afdráttarlaust nei. Bamið er hálfan dag á leikskóla oghálfandag hjá „dagmömmu”. Þetta er geypilegur peningur þegar tekjurnar eru ekki meiri en þetta. Ég var að kaupa mér ibúð hérna en veit satt að segja ekki hvernig ég á aö fara að þvi að borga hana eða hvort þaö tekst. Ég veit að viöa er einstæðum mæörum hjálpað þegar svipað er ástatt fyrir þeim og mér, t.d. er það gert á Selfossi. En mér er spurn, hvers vegna er það ekki gert hér i Þorlákshöfn? ísland fyrir íslendinga Gunnar Þórarinsson skrifar: Afrikusöfnun, söfnunarbaukar i gangi um allt land, það m unar um peningana frá Islensku þjóöinni. Eitt hundraö milljónir, tvö hundr- uð milljónir, það eru stórir peningar. En hvað er að ske I hvert skipti og á hverju ári er annað hvort Hjálparstofnun kirkjunnar með sina bauka eða Rauði krossinn með baukana á lofti aö hjálpa hungruðu fólki i Asiu eöa Afriku. Alslandierusvomörg verkefni sem ekki eru til peningar tii hjálpar fleiri tuga heilsustofn- unum sem eru fjárþurfi. Þá má nefna stofiianir fyrir vangefin börn, öryrkjahúsnæði vantar stórlega, geðdeildir og endur- hæfingarstofnanir, eftirmeð- ferðarheimili fyrir slasað fólk, vinnustofnanir fyrir fólk sem ekki getur verið úti á vinnumark- aðinum. Húsnæði I Reykjavik fyrir einstaklinga er ófáanlegt nema úrlausn I nokkrar vikur i neyðarskýlum Reykjavikurborg- ar. Það mætti telja upp fleiri hundruð dæmi, sem frá stofn- unum sem vantar peninga til aö ijúka byggingum fyrir sjúklinga t.d. alkahólista sem hafa aldeilis borgað sitt i rikiskassann og það riflega að rikiskassinn yrði með tómahljóði ef öll áfengissala stöðvaðist. Hvern fjandann erum viö Islendingar að gera, sýna öörum þjóðum i öðrum heims- álfum eitthvert stórveldatákn, Þegar Island og þjóðarbú- skapurinn er svo skuldum vafinn að það tekur mannsaldur að borga allar þær erlendu skuldir sem við höfum fengiö að láni. Hvað hefur það að segja þótt við sendum ndckra matarpakka i magann á þessum milljónum hungraðra úti i heimi. Eins og konan sagöi I ágætri grein i Visi á dögunum, litum okkur nær. Látum striðsþjóðirnar sem geta látið framleiða striðsvélar t.d. eina orrustuflugvél af fullkomn- ustu gerð sem i dag kostar 1—2 milljarða islenskra króna borga brúsann og gefa mat. lslendingar standið einhuga saman og hjálpið öörum i ykkar landi til að útrýma sjúkdómum, það vantar vlsinda- og læknatæki fyrir krabbameinssjúklinga fyrir hundruð milljónir, fyrir utan þennan gifurlega húsnæðisskort á höfuðborgarsv æöinu. Kjörorð mitt er ísland fyrir Islendinga og viö höfum nóg að gera við alla þá peninga sem fáanlegir eru til að byggja upp okkar land sem er i minum skiln- ingi vanþróað á mörgum sviöum. Grein þessi gæti veriö langtum lengri en nóg I bili.. „VIÐ VILJUM DALLAS” 6160—6235 skrifar: Ég skrifa þetta bréf einfaldlega til þess aö koma með ábendingu til Sjónvarpsins. Allir vita um öll þau kvartanabréf sem birst hafa allsstaðar i' sambandi viö lélega dagskrá sjónvarps ogútvarps. Ef ráðamenn sjónvarpsins hafa raunverulega áhuga á að bæta dagskrá og koma þá um leið til móts viö almenning aö þá eiga þeir um leið að hlusta á lýðinn. Fyrirsögnin segir alla söguna. Og Sjónvarpið gæti slegið tvær flugur i einu höggi með þvi að kaupa sápuþættina „DALLAS”. Þar er allt sem reyfarar geta yfirleitt boðið upp á. Spennandi sögu- þráður, skemmtileg meðferð, öfundog afbrýöi, mannvonska og manngæska! Allt á einum stað, i hverri viku! Nú þegar hafa yfir 50 þættir veriö gerðir af seriunni og eru þeir gifurlega vinsælir um allan heim. Til dæmis eru mörg ár siðan ameriskur þáttur hefur slegið jafn vel i gegn og þátturinn hefur gert i BRETLANDI. í þættinum er að finna lægstu og háleitustuhvatir mannsins og allt þar á milli! Slæmi maöur þátt- arins er hinn ógurlegi „J.R.” (leikinn af Larry Hagman) en góði gæinn er hins vegar hinn ungi og rómantiski „BOBBY” (leikinn af Patrick Duffy). Þátturinn f jallar um völd, græögi og spillingu plús alls kyns einka- mála ýmissa fjölskyldna. „J.R.” vinnur allan sólarhringinn við aö leggja lif annarra i rúst en hann er vinsælasta persóna þáttarins oger það mikið i mótsögn við hinn góöa og fyndna NELSON flotafor- ingja (sem Larry Hagman lék einnig) i þáttunum um „DIsu i flöskunni”. Sem sagt: Eitthvaö fyrir alla fjölskylduna og þjóðina! Og svo blðum við bara eftir hvað sjónvarpið gerir. HtJRRA! — 5150-6235. Enn um hornin á víKlngunum R.K. skrifar. Ég hef dálitið verið aö kynna mér sögu norrænna vlkinga, og hef komist aö þeirri niðurstöðu að þeir hafi að öllum likindum ávallt haft horn á hjálmum sinum, og ég held að þaö sé ekki til neins fýrir einhverja menn eða konur úti I bæ aö vera aö halda öðru fram. Mér finnst þaö þvi rétt hjá þeim áHótelLoftleiöum að hafa homin á hjálmunum sinum, þvi það er eins og áður var. Þeir loftleiöa- menn vekja lika athygli á þvi I leiöinni aðþeir eru dálitið gamal- dags I hugsunarhætti og hafði ég ansiárimikiðgaman af þvi. Nasst finnst mér aðþeir ættu aðklæðast skikkjum og bera sverð og önnur vopn er þeir bera matinn fram fyrir gesti sina. Einhver sem kallar sig „borg- ara” skrifaði I lesendasiöu VIsis að vikingamir hefðu ekki haft horn nema á 4.-8. öld. Ég held að þetta sé ekki rétt þvi þeir voru ekki bara „horny” heldur voru þeir lika með horn að minu mati. Textun íslenska sjónvarpsins Árni hringdi: Er meiningin aö taka þaö fyrir hjá Sjónvarpinu aö setja islensk- an lestexta við þær íslenskar kvikmyndir sem framleiddar verða i framtiðinni eins og gert er i lok fréttanna á hverju kvöldi? Mig langar mjög mikið til þess að fá áö vita þetta þvi ég vona innilega aö svo verði gert. Ég er ekki nema með hálfa heyrn og þetta háir mér ansi mikiö er ég horfi á Islensktefni i Sjónvarpinu. Ég á mun betur meö að fylgjast með erlendum myndum þvi texti fylgir þeim alltaf. „Engin ákvörðun” Við höföum samband við Bjöm Baldursson hjá Sjónvarpinu og hafði hann þetta um máliö að segja: „Þetta hefur verið til umræöu en þaö hefur engin ákvörðun verið tekin i' þvi máli ennþá. Ég held ég geti sagt að þetta verði ekki gert alveg á næstunni. Það er þrýstingur frá Útvarpsráði að þetta verði gert við þær islenskar myndirsem eru tilbúnarmeö ein- hverjum fyrirvara en sem stend- ur er ekki tækjakostur fyrirhendi þannig að þetta sé hægt. Sjónvarpiö sýnir „Lööur” um þessar mundir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.