Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 18
22 vA'wvv VISIR jio r. f j'jjhú .i Mánudagur 27. október 1980. mrmrilff John Leo hittir son sinn, sem hann haföi ekki hugmynd um a6 vaeri til. Vissi ekki um tilvist HVAÐ ms „Ég haföi enga hug-i mynd um tilvist sonar mins fyrr en nú", — sagði ■ John Leo frá Svárdsjö erl þeir feögar hittust i| fyrsta skipti. John Leoeri nú 77 ára gamall en sonurinn, Sune Glenne ' man sem býr i Arlöv á| Skáni er 48 ára. | Þaö var árið 1931 er þau ■ hittust/ John og Hilma/j móöir Sunes. Atvinnu-I leysiö lá eins og mara| yfir ollu og John var einnj þeirra sem ráfuöu um. landiö í atvinnuleit. Loks fékk hann vinnu á bónda-l bæ hjá foreldrum Hilmu.l Þau tvö kynntust og með| þeim tókust ástir. . Eftir nokkra mánuði var ekki þörf fyrir Johnl lengur á bænum og ástin) var farin að kulna. Johnj hélt áfram ferö sinni um landiö i atvinnuleit. Þau' Hilma og hann hittustl aldrei framar og hann| heyrði ekkert frá hennii meir. . Svö gerðist þaö nú i' suman aö John fékk bréf I í pósti. Þaö var frá| Sune/ syninum, sem hanni hafði aldrei þekkt og aldrei heyrt um. I //Síðan mamma 66, hef I ég fundið mig knúinn til| að leita aö mínum rétta. foður. Ég leitaði hans í níu sóknum"/ — sagöil Sune. I Sune kvaöst hafa veriö| á báðum áttum um.hvort. hann ætti að gefa sig fram viö fööur sinn. //Ég' vissi ekki, hvernig hannl mundi taka þessu. En þar | sem hann er ógiftur tók. ég áhættuna. Ótti Sune var ástæðulaus þvi Johnl tók honum opnum örm-| um. | //Það kemur ekki til greina.að ég afneiti mín-1 um eigin syni"/ — sagðil hann. //Nú þegar ég veit | að hann er til, mun sam-i band okkar ekki rofna á meðan ég lifi". • ÞAÐ? SKA-tónlist er fyrirbrigði sem segja má að sé bæði gamalt og nýtt. Tónlist þessi er gömul eða f rá árun- um upp úr 1960 og ef menn muna svo langt, segja sumir að lagið ,,My boy Lollipop" hafi verið fyrsta SKA-lagið. Hljómsveitir eins og Madness, Specials, Beat og Selecter haf a hins vegar hrist rykið af þessu tónlistarformi og ákveðnir hópar fólks úti í heimi haf a tekið ástfóstri við þetta f yrirbrigði sem byggist að mestu upp á því að láta eins og f íf I. Nú er sérstakur SKA-dans kominn f ram og er farið að iðka hann af miklu kappi í sérstökum SKA-klúbb- um í hinum ýmsu borgum Evrópu. Meðfylgjandi myndir eru frá SKA-klúbbi í Hamborg í Þýskalandi og má af þeim sjá hvernig þessi tíska kemur fram í klæðaburði og útliti. Umsjón: Sveinn Guöjónsson Á meðfylgjandi myndaseríu má sjá hvernig menn sveifla sér í SKA-dansinum. Nauðsynlegt er að halda takti eftir tónlistinni og grunnsporið er tekið með ef rihluta líkamans og þú beygir þig f yrst örlítið f ram og síðan beint aftur um leið og þú slærð saman hnján- um með sveiflu. Síðan snýrðu þér í hring og dansfélaginn snýr höfðinu að hægri öxl og hreyfir hægri hönd og hægri fót í takti. Næstsnýrðu þér aðdansfélaganum og þið horf ist i augu. Þú beygir þig örlítið fram og tekur báðum höndum um upphandlegg dans- félagans um leið og þú tekur stutt skref aftur með vinstri og um leið sveif lar þú ef ri hluta líkamans f ram og aftur... Viðsjáum ekki ástæðu til að lýsa þessum fiflagangi nánar enda gerum við ekki ráð fyrir að les’endur skilji í þessu rugli f remur en við...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.