Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 27
31 Mánudagur 27. október 1980. VÍSLR Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson uröu sigurvegarar i Kaaber-rallinu um helgina. Þeir óku Escort og hlutu 20 min. og 22 sek. i refsitima. Ómar og Jón Ragnarssynir náöu ööru sætinu á Renaultinum sinum meö 20min. og 25 sek. i refsitima. Þriöja sætiö hlutu Eggert Svein- björnsson og Magnús Jónasson á Masdaj þeir höföu 21 min. og 24 sek. i refsistig, og i fjóröa sæti uröu Baldur Hlööversson og Sig- uröur Jörundsson á Skoda meö 21 min. og 46 sek. i refsitima. Eins og af þessu sést, var keppnin mjög jöfn og höföu kapp- arnir orö á aö hún heföi veriö skemmtileg aö sama skapi. Ekin var 600 km leiö viösvegar um Suöurlandsundirlendiö. 17 bilar hófu keppnina, en 12 skiluöu sér i mark. Sá fyrsti sem datt út, festi stuöarahorn i giröingu og valt þrjár veltur. Enginn meidd- ist og er þaö þakkaö þeim mikla og góöa öryggisbúnaöi sem kraf- ist er, aö keppnisbilar séu búnir. Telja má vist, aö viö svona veltu heföi oröiö stórslys viö venjulegar aöstæöur. Vatnskassi fór hjá þeim, sem næstur datt út, sá þriöji snerist i niöurgröfnum vegi, festist á milli baröa og gat sig hvergi hreyft meira. Sá fjóröi lenti út i skurö og aö endingu bilaöi háspennukefliö hjá Mariönnu I Mininum. — SV. MANNLÍF: HVER ER SKRÍTINN? FjölsKyldan og heimllið: „Þaö munaöi bara svona. aö ég sigraöi”. ómar segir ferðasöguna. (Vfsism.: Halldór). Þaö var yfir ýmsar torfærur aö fara í þessu 600 km langa ralli. (Visism.: Halidór). Raddsniddsí KLÁM EÐA FRÆÐSLA? Bragl Jósefsson skrífar: taaithöfði SPARKAD MED DRENGSKAPARAÐFERD Óvænt og skyndilega stefnir f formannaskipti hjá Alþýöu- flokknum. i þeim sviptingum viröist alveg eins og flokkurinn hafi skyndilega uppgötvaö drengskapinn, svo mjög er hann rómaöur af þeim, sem nú stefna til vaida i flokknum. Hefur varla meiri drengskaparmaöur en Benedikt Gröndal veriðuppi í landinu siöan ögmundur bisk- up, samkvæmt vitnisburöi þeirra, sem eru aö keyra hann út úr formennsku fyrir flokkn- um. Auövitaö er ekki aö efa aö Benedikt er drengur góöur, en spurning er hvort hiö hljóöláta áróöursapparat flokksins, sem hefur þagaö i tæpt ár, hefur ekki búiö að of miklum drengskap f garð núverandi rikisstjórnar. Kosningasjokkið og siöan stjo'rnarandstöðuvist viröast hafa aliöupp slikan drengskap f stórskotaliöi flokksins, aö óhjá- kvæmilegt hefur reynst aö lýsa honum einhvers staðaryfir. Þaö lendir svo á veslings Benedikt aö þurfa aö þola þetta kjaftæöi. Er Alþýöuflokkurinn má þó eiga þaö, að hann leysir sin for- ustumál meö leiftursókn, sem helsti leiftursóknarflokkur landsins kann ekki. Foringja- vandamál hans eru alveg eins óleyst nú og þau hafa alltaf ver- iö. og ekki batnar vandamáliö viðsiöustu útvarpsumræöu, þar sem Geir Hallgrfmsson flutti fina ræöu, og einu ræöuna, sem hlustandi var á, haföi þjóðmálin i hendi sér og lagöi þau fram f ljósu og greinargóðu máli, sem allir gátu skilið. Þessi ræöa Geirs er tvfmælalaust sú besta sem hann hefur haldiö á þingi, og veröur ekki annaö sagt en annað tveggja berjist hann glæsilega fyrir pólitfsku Ufi sinu, eöa þá hitt, aö hanr. er vaknaður af einskonar Þyrni- rósarsvefni varfæmi og gætni, sem hefur síundum ætlaö Sjálf- stæöisflokkinn lifandi aö drepa á siöari árum. Geir Hallgrfmssyni er miklu meirivandiá höndum en Bene- dikt Gröndal. Enginn einkavin- ur hans hefur bobist til aö taka viö formennskunni af honum meö linnulausum yfirlýsingum um drengskap. Geir veröur aö fást viö breiöan hóp, sem varpar nokkuö löngum skugga á formannsferil hans, og þess vegna bera aögeröir hans og stuðningsmanna hans keim af einskonar „shadow boxing”. Gunnar skilur réttilega, aö flokkurinn yröi ekki siður klof- inn, reyndi hann viö formennsk- una. Albert Guömundsson og Eggert Haukdal hafa gert sitt til aö halda flokknum saman nú strax Iþingbyrjun. Og nú, þegar Geir er farinn aö tala f þinginu af lifi og þrótti, versnar máliö fvrir andstæöinga hans aö mun. Þannig vega forustumál Sjálf- stæöisflokksins salt frá degi til dags, og veröur ekki séö hver niöurstaöan veröur. Þó er eitt vist, og þaö er, aö Geir Hall- grfmsson veröur aö vinna mikib sáttastarf, eigi hann aö halda flokknum saman, nema menn hans og ráögjafar séu þeirrar skoöunar aö flokkar hafi bera gott af þvi aö klofna. Þá er uppi I erminni enn eitt atriöi, sem getur gerbreytt stöö- unniá landsfundi flokksins. Þaö er sú bónorösferö Framsóknar, sem nú er hafin, vegna þreytu ogvonbrígöa i núverandi stjórn- arsamstarfi. Smiöir þeirra djásna.sem færa á brúöi Fram- sóknar, eru þeir Tómas Arnason og Sverrir Hermannsson. Þeir hittast i Framkvæmdastofnun, ogber aö fagna þvi, ef satt er aö þeir ráögeri undirbúning borgaralegrar stjórnar i land- inu. Framkvæmdastofnunin er þá ekki til einskis. Miöaö viö þau átök, sem undanfarið hafa veriö i Sjálf- stæöisflokknum, verkar undar- lega aö heyra, aö formanna- skipti I Alþýðuflokknum fari fram á grundvelli drengskapar. Alþýöuflokkurinn býr aö sögu sinni i þessu efni, þar sem óbil- gjarnir hópar hafa átst viö löng- um.og hefur flokkurínn klofnaö tvisvar af þeim sökum. Einn óbilgjarn er eftir, en þaö er Björgvin Guðmundsson. Hann hlustar auöheyrilega ekkert á drengskapartaliö, enda eru þeir aö taka viö, sem hon- um eru fjarst skapi, Kjartan Jóhannsson og Vilmundur Gylfason. En sá óbilgjarni mun litiö mega sín gegn margnum, enda munu landsbyggöafulltrú- ar ráöa mestu um kjör forustu- manna á komandi flokksfundi Alþýöuflokksins. Þannig viröist sem drengskaparliöiö ætli aö veröa ofaná I Alþýöuflokknum. Hbis vegar er eftir aö vita hvort nokkur drengskapur veröi afgangs fyrir Sjálfstæöisflokk- inn aö ráöa málum sinum eftir f vor. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.