Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. nóvember 1980/ 261. tbl. 70. árg. Þjónar sömdu í nöll Samkomulag náöist i deilu framreiöslumanna á veitingahús- um og veitingahúseigenda kl. 4 i r.ótt. Veröur þvi ekki af áður boðuöu verkfalli framreiðslu- manna,sem átti aö koma til fram- kvæmda um miðnætti á laugar- dag og standa i sólarhring. Skv. samkomulaginu ganga framreiöslumenn inn i 14. launa- flokk kjarnasamnings. Þá fengu þeir kauptryggingu fyrir hverja klukkustund, sem unnin er, um- fram 40stunda vinnuviku. Ýmsar aðrar breytingar voru gerðar i kjölfar samkomulagsins. —JSS Á fundi bókageröarmanna Igær. F.h. Ólafur Emilsson, formaöur HIP, Magnús Einar Sigurðsson, for- maöur Félags bókageröarmanna, Svanur Jóhannesson, bókbindari, og Ársæll Ellertsson, formaður Grafiska sveinafélagsins. Vfsismynd: GVA Bökagerðarmenn boða verkfail 17. növember: .Gætum purtt að setja verkhann á aðra hópa' Kröfur bókagerðarmanna 23-35% - segir Grétar Nikulásson „Fundur stjórnar og samninganefndar veröur hald- inn nú i hádeginu og þá ræöum viö viöbrögö viö verkfallsboðun- inni. Ég er hræddur um, aö sú staða geti komiö upp, aö viö' verðum að setja verkbann á aðra, þvf aö mér viröist aö miðað við þessa hörku veröi þetta iöng deila. Verkbann veröur þvi til umræöu á fundin- um i dag”, sagöi Grétar G. Nikulásson framkvæmdastjóri Félags islenska prentiönaöarins i viötali viö Visi i morgun. 1 gær var ákveðið á sameigin- legum félagsfundi bókagerðar- manna aö boða til verkfalls frá og meö 17. nóvember n.k. Er um ótimabundiö verkfall að ræöa og hafa trúnaðarmannaráð félag- anna samþykkt að verða við þessum tilmælum fundarins. A fundi bókagerðarmanna i gær var 4. kafli kröfugerðarinn- ar einnig tekinn til umræðu, enda mikil óánægja innan HIP með þau samningsdrög varð- andi hann. sem nú liggja fyrir eins og Visir hefur áður greint frá. Kom fram tillaga um, að samningsdrögin yrðu lýst ógild og var hún samþykkt meö 32 at- kvæðum félagsmanna innan HtP gegn 18. Verður trúiega haldinn félagsfundur hjá HiP innan skamms til að ræða þetta mál nánar. Aðspurður um hvernig við- ræður bókagerðarmanna og prentsmiðjueigenda hefðu staðiö, þegar upp úr þeim slitn- aði,sagði Grétar G. Nikulásson, að hinir siðarnefndu hefðu boðið 6% kauphækkun, en þvi boöi hefði verið hafnað. Þetta væri sambærilegt við það. sem aðrir hefðu fengið. „Þær kaupkröfur sem bókagerðarmenn gera og liggja fyrir nema frá 23,5% og allt upp i 35,2%” sagði Grétar. „Samningarnir núna voru nokk- uð sérstakir að þvi leyti.að hluti yfirborgana er tekinn inn i kauptaxtann, þannig að kaup- hækkanir séu á bilinu 16.300 á mánuði, eða 6% á kauptaxtann og útborgað kaup hækki sem þvi nemur. Þeir telja, að þetta ákvæði haldi ekki varðandi innteknar yfirborganir og byggja sin rök á þvi. Til viðbótar þessu eru þeir svo með kröfur um aukin álög vegna ákveðinnar vinnu, svo að þessar kröfur eru ekki til um- ræðu. Það er varla hægt að hugsa til afleiöinga þess, á ný- gerða kjarasamninga, ef gengið væri að þeim”, sagði Grétar. —JSS f morgun kl. 10.00 kom fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar saman til aö ganga frá nefndaráliti varöandi rikis- ábyrgðina til Flugleiða. Nefndin mun mæla með sam- þykkt frumvarpsins I trausti þess, aö geröar veröi ákveönar ráöstafanir, sem m.a. feiast I eftirfarandi: 1 fyrsta lagi, aö hlutafé verði aukið um 20% fyrir næsta aöal- fund, og veröi það þá aukinn hlut- ur rikissjóös. t öðru lagi, aö samtökum starfsfólks verði gefinn kostur á 200 milljón króna hlutabréfaeign, sem stuöli að þvi, aö það nægi starfsfólki til aö fá kjörinn einn mann í stjórn fyrirtækisins. t þriðja lagi, aö aöalfundur veröi haldinn ekki siðar en i febrúar n Jc.,einkum vegna breyt- inga á hlutabréfaeign. 1 fjóröa lagi, að Arnarflugi verði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiöa I Arnarflugi 1 fimmta lagi, aö ársfjóröungs- lega verði gefið yfirlit um fjár- hags- og rekstrarstööuna. ísjötta lagi, aö samdar veröi og samþykktar nýjar reglur um hlutabréfaeign, sem takmarki eignaraöild einstakra aöila. 1 sjöunda lagi, að Atlantshafs- fluginu verði haldið aöskildu fjár- hagslega I bókhaldi fyrirtækisins. Það er rangt, sem fram hefur komið, m.a. i Rikisútvarpinu og Morgunblaöinu, að gert sé ráð fyrir aukaaöalfundi á næstunni, en hinsvegar er samkomulag i þinginu um þetta nefndarálit. Skammtlmalán Landsbankans til Flugleiöa, að upphæö fjórar milljónir dala, nægir til aö fleyta félaginu þar til frumvarp rikis- stjórnarinnar verður afgreitt á Alþingi I næstu viku. Þá veröur nýtt lán tekiö meö rikisábyrgö og skammtlmalániö endurgreitt. — SG Nefndarálit í Flug- leiöamálinu í dag: Breytta hluta- fjáreign og aöalfund í febrúar ’81 Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Kísiliöjunnar: „Tekur fólkið aoelns 2-3 mlnútur að komasl burl” „Við höfum okkar ákveðnu áætlanir um það, hvernig brugðist skuli við eidgosi og þær eru i fuilu gildi”, sagði Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kisiiiðjunnar, I samtali við blaðamann Visis i gær. A forsiðu Visis i gær var greint frá þvi áliti Guðmundar Sigvaldasonar, forstööumanns Norrænu eldfjallastöövarinnar, að yfirvofandi hætta væri á eld- gosi i Bjarnarflagi, en einmitt þar er Kisiliðjan staösett. Sagöi Guömundur, að búast mætti við gosinu nálægt næstu mánaöa- mótum, ef svo héldi fram sem horfði. „Þvi er ekki að neita, aö fólk hefur rætt þetta meira eftir að þessar upplýsingar komu fram, en það hefur enginn ótti gripiö um sig og ekkert fum eöa fát”, sagði Hákon Björnsson. Hann sagðist ekki búast viö þvi, að neinar sérstakar vardðarráöstafanir yröu gerð- ar, enda ættu þær áætlanir, sem fyrir hendi væru að vera full- næg ja ndi. „Þaö veit hver maöur ná- kvæmlega meö hvaöa hætti og 1 hvaða farartæki han.n á að yfir- gefa staðinn, þegar hættumerki er gefið. A æfingum hjá okkur hefur það sýnt sig, að það tekur fólkið ekki nema tvær til þrjár minútur aö komast burt af hættusvæöinu”, sagði Hákon. —P AI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.