Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. nóvember 1980 vtsm REAGAN UNDIRBYR STJÖRNARMYNDUN Ronald Reagan Ronald Reagan nefndi i gær á sinum fyrsta blaðamannafundi eftir kjörið, hverja hann heföi skipaö f nefnd til ráðg jafar sér viö myndun rikisstjdrnar. Þeirra á meðal eru Henry Kissinger og þrír demdkratar úr stjtírnarand- stöðunni. Reagan gerði það ljóst, að ekki væri vist, að neinn þessara manna mundi siðan taka sæti i stjórn hans, sem kynnt veröur siöari'þessum mánuði eða i byrj- un desember. En George Bush varaforseta sinn sagöi Reagan mundu veröa mikilvægan mann i stjdminni. A blaðamannafundinum svar- aði Reagan ýmsum spurningum varðandi útanrikismál. Um íran og gisladeiluna sagði hann: ,,Ég vona, að Iranir geri sér ekki grill- ur um, að þeir gætu náð hag- kvæmari samningum með þvi aö biða,” sagöi Reagan og átti við biö, þar til hann tæki viðembætti. Hann sagöi, að vopnatak- mörkunarviöræður við Sovétrikin mundu háöar skilyrðum um framlag Sovétmanna til heims- friöarins og stefnu þeirra gagn- vart Póllandi og öörum rikjum. Meðalþeirra, sem Reagan mun leita ráða til varðandi utanrikis- mál, er Gerald Ford, fyrrum for- seti, en Reagan vék sér undan að svara spurningu um, hvort Kissinger mundi verða utanrikis- ráðherra hans. Kissinger er ekki vinsæll i hægri armi repúblfkana- flokksins, þar sem Reagan grundvallaði fylgi sitt. Demdkratarnir, sem Reagan nefndi sér til ráðuneytis, eru Henry Jackson, öldungadeildar- þingmaöur — mikill andstæöing- ur „detente”stefnunnar —, Ric- hard Stone, fyrrum þingmaður, ákafur stuöningsmaður Israels, og Edward Bennett Williams, lögmaður, sem ákafast beitti sér fyrir landsþing demókrata fyrir þvi, að Carter yrði ekki útnefndur frambjóöandi, þrátt fyrir úrslit forkosninganna. Aðrir nefndir eru Alexander Haig, hershöföingi, og George Shultz, fjármálaráðherra Nixon- stjómarinnar, sem einna likleg- astur þykir til þess að vera utan- rikisráöherra Reagans. — Mario Soares, leiðtogisósialista, neitaði aöverða viöáskorunum um að bjóða sig fram. Forselakosnlnuar í Forlðoal Forsetakosningar Portúgals hafa snúist upp i einvigi tveggja hershöfðingja, eftir að Mario Soares, leiðtogi sósialista, neitaði að verða viö áskorunum um að bjóða sig fram. Antonio Ramalho Eanes, hers- höfðingi og forsætisráðherra, og Antonio Soares Cameiro, hers- höföingi — frambjóðandi hægri- manna, lögðu i gær framboðs- gögn sin fram I hæstarétti. Um hálf tylft annarra fram- bjóðenda þykir eiga svo litinn möguleika á sigri i kosningunum 7. desember, aö með þeim er naumast reiknað. Þeir lögðu þó einnig i gær fram sin framboös- gögn, en þá rann einmitt frestur- inn út. Soares dró stuöning sinn við Eanes hershöfðingja, frambjóð- anda sósialista, til baka fyrir tveim vikum, en lét ekki verða af þvi þó að bjóða sig fram gegn honum. Eanes sagði af sér yfir- stjórn herráðsins i gær og til- nefndi næstæðsta yfirmann hers- ins sinn eftirmann I þvi embætti. Rændu fluðvél og lóru III Kúbu Tveir bræöur, sem segjast fé- lagar f vinstrisamtökum, rændu i gær farþegaflugvél i Venesúela og neyddu flugmennina til að fljúga til Kúbu, þar sem þeir gáfu sigstrax á vald landsyfirvöldum. Þeir höfðu hótað aö sprengja flugvélina i tætlur nema henni væri flogið til Kúbu, eftir aö bætt hafði verið eldsneyti á geyma vélarinnar i viðkomu á hollensku Antillaeyjum. — 1 fyrstu var tal- ið, aö ræningjarnir væru þrir. Farþegaþotan (af gerðinni DC- 9) sneri heim aftur strax i gær- kvöldi meö farþegana 62 og 5 manna áhöfn. Skrópa á afmællshálíð byltingarlnnar Búist er við þvi, að um fimmtán sendiherrar muni láta sig vanta viöhersýningunaá Rauöa torginu i Moskvu i dag til þess að mót- mæla innrás Sovétrikjanna i Afghanistan. Það eru sendiherrar NATO- rikjanna, Astraliu og Kina, sem ekki munu láta sjá sig viö hátiðarsýninguna, en til hennar er efnt f tilefni af þvi, að 63 ár eru siöan bolsjévikkar hófu bylting- una I Rússlandi. Hersýningin þykir likleg til þess aö veröa enn ein endurtekn- ing fyrri slikra hátfðarhalda og fátt nýmæla viö hana. Menn biða þó meö eftirvæntingu ræðu Di- mitris Ustinovs, varnarmálaráö- herra, ef hún skyldi spegla ein- hver viöbrögö Kremlstjórnarinn- ar við kjöri Ronalds Reagan i Bandarikjunum. Eftirmaður Kekkonens Forysta finnska kommúnista- flokksins telur, að hinn vinsæli forsætisráðherra socialdemó- kratanna, Mauno Koivisto, komi ekki til greina sem eftirmaður Kekkonens forseta vegna utan- rikismálanna. Hafa þeir báðir, Arne Saarinen, formaöur kommúnistaflokksins, og Taisto Sinsalo, leiðtogi stalln- ista, opinberlega lýst yfir and- stöðu sinni viö Koivisto sem for- setaefni. Saarinen segir, að fylgi Kovistos sé i ætt við ,,þann vax- andi hægri byr”, sein utanrikis- mafin hafi vakið upp. Af þeirri ástæðu sé óhugsandi, aö Koivisto geti oröiö sameiginlegur forseta- frambjóðandi vinstriflokkanna. Popp-stjarnan Elton John, er litt þokkaður af nágrönnum sin- um. Ekki vegna þess að hann sé að hnýsast I þeirra högum, heldur vegna þess að hann útilokar þá frá sinum. Umhverfís hús sitt hefur hann komiö sér upp þriggja metra há- um múr með gaddavirsstreng ofan á. Lita nágrannarnir á þennan rammbyggilega um- búnað sem einbera móðgun við þá, og vott um ofsóknarbrjálæði. Neyslugrannur Bítlll John Lennon hefði sennilega komist vel af án teknanna af hljómplötum Bitlanna. Hann er að minnsta kosti ekki svo neyslu- frekur I fæöi og klæði. Grænmeti og hrár fiskur er daglegt viður- væri hans, og best kann hann viö sig striplandi nakinn I fbúö sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.