Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 22
1 g 1 n ' « r 22 • * * ‘ • t ' «1 ' « ' * 4 ' \ ♦ * « • I VÍSIR Föstudagur 7. nóvember 1980 íkvöld Myndlist Sigriöur Björnsdóttir sýnir i List- munahúsinu viö Lækjargötu. OpiB 9-6. SigurBur Thoroddsen sýnir i Listasafni alþýBu Svavar GuBnason sýnir i Lista- safni Islands.opiB 13.30-22. Finnski grafiklistamaBurinn Penti Kaskipuro sýnir i anddyri Norræna hússins. morgun, laugardag og sunnudag i Regnboganum. Japansku myndlistarmaBurinn Yuki Kishi sýnir teikningar á Mokka. Mexikanski arkitektinn Jose Luis Lopez Ayala sýnir teikningar i Eden, HveragerBi. Danski hönnuBurinn, Poul Henningsen, sýnir lampa i versluninni Epal, SiBumúla. Skemmtistaðir HollywoodVinsældalistinn kosinn, diskótek og Haukur Mortens og Rut Reginalds koma fram. DjúpiB Blues Company skemmta og þeir eru: GuBmundur Ingólfss., Magnús Eirikss., Pálmi Gunnarss., og SigurBur Karlss. óöal Diskótek frá kl. 22.30. Skálafell Tiskusýning Módel samtökin sýna fatnaö frá verslununum Viktoriu og Madam. Jónas Þórir leikur á orgel. Hótel LL Vinlandsbar opinn. Blómasal er boBiB upp á sælkera- matseöil. Hótel Saga Astra- og Mimis bar opnir. Klúbburinn Tvenn diskótek og hljómsveitin Hafrót. Tiskusýn- ing. Borgin Opiö frá 21—01. Hljómsveitin Utangarösmenn skemmta. Leikhús í dag Leikfélag Kópavogs: Þorlákur þreytti kl. 20.30 Leikfélag Reykjavikur: Rommi kl. 20.30. ÞjóöleikhúsiB: Könnusteypirinn pólitiski kl. 20. Matsölustaðir Hlíðarendi: Góður matur, fin þjónusta og staðurinn notalegur. Múlakaffi:Heimilislegur matur á hóflegu verði. Esjuberg: Stór og rúmgóöur staður. Vinsæll um helgar, ekki sist vegna leikhorns fyrir börn. Vesturslóö: Nýstárleg innrétting, góður matur og ágætis þjónusta. Hornið: Vinsæll staður, bæöi vegna góðrar staösetningar og úrvals matar. I kjall- aranum — Djúpinu eru oft góðar sýningar (Magnús Kjartansson um þessar mundir) og á fimmtu- dagskvöldum er jazz. Torfan: Nýstárlegt húsnæði, ágæt staðsetning og góður matur. Lauga-ás: Góöur matur á hóflegu verði. Vinveitingaleyfi myndi ekki saka. Arberg: Vel útilátinn heimilis- legur matur, þokkalega góður. Verði stillt i hóf. Askur, Laugavegi: Skemmtilega innréttaöur staður og maturinn prýöilegur — þó ekki nýstár- legur. Grillið: Dýr, en vandaður mat- sölustaður. Maturinn frábær og útsýnið gott. Naustið: Frægt matsöluhús, sem aftur er á uppleið eftir mögur ár. Magnús Kjartansson spilar „dinnertónlist”. * Hótel Holt: Góð þjónusta, góður matur, huggulegt umhverfi. Dýr staður. Kentuvky Fried Chicken: Sér- sviðið eru kjúklingar. Hægt að panta og taka með út. í sviösljósinu Hef alltaf verlð sælkeri" 99 segir Yngvi i Hafnarbúðínni. sem veröur yfir- sæikeri á sælkerakvdidi í H-100 á laugardagskvöldíö „Jú, blessaður vertu, ég hef alltaf verið sælkeri, raunar allt of mikill sælkeri, eins og þú getur séð á vaxtarlaginu”, sagði Yngvi Ragnar Loftsson, kaup- maöurá Akureyri, i samtali viö Visi.Það er þó ekki víst aö allir Akureyringar þekki manninn undir fullu nafni, en ef við tölum um Yngva i Hafnarbúðinni, þá ættu flestir að átta sig. Yngvi verður yfirsælkeri á sælkera- kvöldi i H-100 á Akureyri á laugardagskvöldið og hann var spuröur um matseöilinn. „Við byrjum á aö bjóða fólk- inu upp á kokteil, en i forrrétt verða „demantar undirdjúp- anna”, sagöi Yngvi, „Eins og nafnið bendir til er um aö ræða fiskrétti, þar á meðal rækjur og humar I skel með tilheyrandi meölæti. Siöan kemur kjöfcseyöi enf aöalrétt veröur hryggur, og að sjálfsögðu aö hætti kaup- mannsins. Með honum veröur tilheyrandi grænmeti, blómkál, rósenkál og gulrætur, aö ó- gleymdri bernaisesósunni. Til að bæta meltinguna verður svo „GrandMarniér”desert,en þar er um að ræða kaffi með rjóma og örlitlu likjörstári i, Þú sérð aö matseöillinn er ekkert rusl og til að kóróna allt saman, þá er þaö Rúnar Gunnarsson, einn albesti kokk- urinn norðan fjalla, sem sér um matseldina”, sagði Yngvi. Sælkerak völdið byrjar klukkan hálf átta á laugardags- kvöldið. Að sögn þeirra Baldurs og Rdnars í H-100 verður hdsið lokað á meðan borðhaldið stendur. Sögðu þeir félagar, að þegar V®ru margir búnir að bóka sig á Sælkera- kvöldið og færu þvi að verða siðustu forvöð að panta. G.S./Akureyri Hér er Yngvi i Hafnarbúðinni við afgreiðslu (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ’ Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. I4-22J ] Sala og skipti auglýsir: Seljum þessa dagana m.a. kæli- skápa, kókkæli, kertakrónu sér- smiðaða, stóran antik.spegil með boröi, antik sófasett, barna- vagna, regnhlifakerrur, vöggur, hlaðrúm, svefnbekki, hjónarúm, verkfæri, vaska, o.fl. Tökum vör- ur i umboössölu. Sala og skipti Auöbrekku 63, simi 45366. Ljós - Sófaborö. Ljósakróna og vegglampi i gam- aldags stil (en samt nýlegt) til sölu. Einnig sófaborö úr eik. Uppl. i sima 52567 e.kl.5. Funktsuðuvélar til sölu. 7 kgw-amper og 14 kgw-amper. Uppl. hjá Ragnari i sima 83470. Steríóbekkur úr palesander til sölu,lengd: 1.30 cm, hæð: 44 cm. Verð kr. 45 þús. Upp. i sima 54393. Litil bráöabirgðaeldhúsinnrétting til sölu Verð kr. 30. þús. Uppl. i sima 76087 e.kl. 18. Húsgögn Nýiegt sófasett til sölu, 4ra sæta sófi og tveir stólar, vin- rautt dralon-pluss áklæði. Uppl. i sima 34819. rr Sjónvörp rc'] Nýtt 20” Philips litasjónvarpstæki til sölu gegn staðgreiðslu. Tækifærisverð. Uppl. i sima 82129 (Hlj6mt«ki Iiátalarar til sölu. Af sérstökum ástæðum eru tveir Pioneer HPM 100 hátalarar til sölu. Frábær tóngæði. Uppl. i sima 99-5195 milli kl. 19 og 22 á kvöldin. Ferguson kassettutæki með útvarpi og 2x20 V hátölurum. Uppl. i sima 15731. Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50 auglýsir: Hjá okkur er endalaus hljómtækja- sala, seljum hljómtækin strax, séu þau á staðnum. ATH. mikil eftirspurn eftir flestum tegundum hljómtækja. Höfum ávallt úrval hljómtækja á staðnum. Greiðslu- skilmálar við allra hæfi. Verið velkomin. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50. Simi 31290. P.S. Ekkert geymslugjald, allar vörur tryggðar. Sendum gegn póst- kröfu. Heimilistæki Strauvél til sölu. AEG-strauvél, nýleg og litið not- uö,er tilsölu. Er meö 65 cm vals. Nánari upplýsingar i sima 42612. með góðu undirlagi, 50 ferm. til sölu. Tækifærisverð. Uppl. i sima 20932 Verslun v_______ Max auglýsir: Erum með búta-og rýmingarsölu alla föstudaga frá klr 13-17. Max hf. Armúla (gengið inn að austan- verðu). Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15, miðhæð, simi 18768. Bókaafgreiðslan verður opin framundir jól á venjulegum tima 4-7. Einnig opið 9-11 árdegis. Útsala á gömlum kjarabókum og fleiri bækur á kjaraverði. Einnig vill útgáfan benda á Greif- ann af Monté Christo o.fl. góöar bækur. Vetrarvörur Vetrarsportvörur. Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50auglýsir: Skiðamarkaðurinn á fulla ferö. Eins og áður tökum við i umboðssölu skiði, skiðaskó, skiðagalla, skauta o.fl. Athugið höfum einnig nýjar skiðavörur i úrvali á hagstæðu verði. Opið frá kl. 10 til 12 og 1 til 6, laugardaga frá kl. 10-12. Sendum i póstkröfu um land allt. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50, simi 31290. Til sölu: Nordica smelluskór nr. 7 1/2 á kr. 20 þús. Sanmarco smelluskór nr. 9 á kr. 20 þús., 45 litra Ergans bakpoki á kr. 20 þús. og svartir skautar nr. 34 á kr. 12 þús. Uppl. i sima 31483. Hjól-vagnar Tvb’ 10 gira karlmannsreiðhjól til sölu. Seljast á góöu veröi. Uppl. i sima 92-1539 Hjól-vagnar Til sölu stór og hlýr barnavagn, Verð 90.000. Upplýsingar i sima 72448 eftir kl. 7 á kvöldin Reiðhjól DBS Apche Cross 3ja gira sem nýtt til sölu. Uppl. i sima 32585 Fyrir ungbörn Til sölu hoppróla Sindico, rimlarúm og gæru- skinnspoki. Allt vel með farið. Uppl. i sima 22181 Barnarúm óskast tii kaups. Uppl. i sima 34758. Tapad - f undid Lituð gleraugu töpuðust i vesturbæ Hafnarfjarð- ar. Finnandi vinsamlega hringi i sima 50985 eða 51985. Ljósmyndun Myndatökur i lit af börnum. Passamyndir i lit. Pantiö tima. Postulinsplattar til sölu frá Snæfellsnesi, Bolungarvik og listaverkaplattar. Stækka og lita gamlar myndir. Ljósmyndastof- an Mjóuhlið 4. Opiö kl. 1-7, Simi 23081. (---------' Hreingerningar Þrif-Hreingerningaþjónusta. Tökum að okkur hreingerningar og gólfteppahreinsun á ibúðum, stigagöngum o.fl. Geri föst verð- tilboð. Strekki og lagfæri teppi. Einnig húsgagnahreinsun. Uppl. hjá Bjarna i síma 77035. Hreingerningar. Geri hreinar ibúöir, stigaganga, fyrirtæki og teppi. Reikna út verðið fyrirfram. Löng og góð reynsla. Vinsamlegast hringið i sima 32118. Björgvin. Hólmbræður: Teppa- og húsgagnahreinsun með öflugum og öruggum tækjum. Eftir að hreinsiefni hafa verið notuð, eru óhreinindi og vatn sogaö upp úr teppunum. Pantið timanlega i sima 19017 og 77992. Olafur Hólm. Gólfteppaþjónusta. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitæki og sogkrafti. Erum einnig með þurrheinsun á uilar- teppi ef þarf. Það er fátt sem stenst tækin okkar, Nú eins og alltaf áður, tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. af- sláttur á fermetra á tómu hús- næði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. _______________ll Sumarbústaóir Sumarbústaðarland ca. 7 ha gott sumarbústaðarland i Grimsnesi til sölu. Góð kjör, ef samið er strax. Uppl. i sima 82809 milli kl. 11 og 5. Kennsla Grunnskólanemendur — mennta- skólanemendur Kennari tekur að sér aukakennslu i ensku og sænsku. Uppl. I sima 75305. Einkamál ) Fimmtugur maður óskar eftir iifsförunauti. Lifskjör þokkaleg, eignir þó nokkrar. Æskilegur „valkostur”: Geðgóð, snotur og nokkuð heimakær. Barnleysi ekki skilyrði. Tilboð ásamt mynd, merkt „framtið” sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 11. þ.m.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.