Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. nóvember 1980 13 Lögtræðin og fjölskyldan PERSðNURETTINDI Persónuréttindi eru þau réttindi manna kölluð, sem eru svo persónuleg og nátengd andlegu og líkamlegu lifi þeirra, að þau verða ekki skilin frá þvi. Má þar nefna sem dæmi réttur manna á likama sinum og lifi, frelsi, æru og fleiru. Rétthæfi er hæfi til að eiga réttindi og bera skyldur og samkvæmt islenskum rétti getur hver maður verið réttaraðili — er rétthæfur. Hins vegar eru oft sett sérstök skilyrði i iögum fyrir þvi, að menn geti orðið aðilar að tilteknum réttindum, til dæmis skilyrði um aldur, þekkingu, rikis- borgararéttog fieira. Rétthæfi manna hefst við fæðingu og lýkur við dauða (þó hefur fóstur takmarkað rétthæfi). Gerhæfi Gerhæfi er hæfi til aö ráða sér og réttindum sinum sjdlfur, svo að gilt sé að lögum, það er hæfi til að ráöstafa réttindum sinum sjáifur og skapa sér skyldur upp á eigin spýtur. Til verndar hagsmunum réttaraðila sjálfs svo og þjóðfélagshagsmunum, verður þó að setja það skilyröi fyrir gerhæfi, að viðkomandi hafi náð nægilegum andlegum þroska, þannig að hann hafi skilning á i hverju sú ráðstöfun, sem um er að ræða, er fólgin og hver réttaráhrif hennar eru. Oftast er miðað við ákveðinn aldur, þannig er barn rétthæft, og getur til dæmis dtt eignir, en er algjörlega ófært og óhæft til að ráðstafa þeim — það hefur ekki gerhæfi. Ennfremur má benda á, að geðveikir menn og fávitar eru rétthæfir, en heimilt er að svipta þá gerhæfi, ef þörf kref- ur. Lögræði Lögræði er sú grein gerhæfis, sem mestu máli skiptir. Sam- kvæmt lögræðislögum <nr. 95/1947) er lögræði tvenns konar: sjálfræðiog fjárræði. Sá, sem er bæöi sjálfráða og fjár- ráða er fullráða (1. gr.) Sjálfráða verða menn, karlar og konur 16 ára (nema sviptir séu sjálfstæði áður). 1 þvi felst, að þeir ráöa sjálfir öðru en fé sinu, nema lög mæli sérstaklega fyrir um annað. Sjálfráða maður ræður þvi sjálfur yfir persónu- legum réttindum sinum, persónulegum högum sinum, svo sem dvalarstað sinum og vinnu. Foreldrar eða þeir sem koma i foreldra stað ráöa persónulegum högum barna yngri en 16 ára. Samkvæmt eldri lögum var foreldrum skylt að framfæra börn sin til 16 ára aldurs, en um nokkurt skeið hef- ur meðlagsskylda miðast við 17 ára aldur. Samkvæmt frumvarpi þvi til barnalaga, er nú liggur fyrir Alþingi, lýkur framfærslu- skyldu foreldra er barn veröur 18 ára. Er þvi gert ráð fyrir nú að sjálfráða menn sjdi fyrir sér sjdlfir, nema sérstaklega standi á. (Ef frumvarp til barnalaga nær fram, þá verður að sjálf- sögðu miðað við 18 ár að þvi er þetta siöasta varðar). Fjárráða 20 ára Fjárráða verða menn 20 dra og ennfremur þeir, sem ganga i hjónaband áður en þeir ná þeim aldri, nema þeir séu dður sviptir lögræöi. Fjárrdða maður ræöur einn fé sinu en lögráöamaöur (til dæmis foreldrar) ófjárráða manns fyrir fé hans. Fjdrráða maður getur þvi rdðstafað fjár- munum sinum og réttindum með samningum, hann getur tekið á sig almennar fjárskuld- bindingar og ræður að öllu leyti sjálfur notkun og meðferð eigna sinna. Meginregla lögræðislaganna er sú, að maöur verður að vera fjárráða til að geta ráðstafað fjármunum sinum. Frá þvi eru þó nokkrar undantekningar, er varöa sjálfsaflafé og gjafafé. l- Þannig ræður ófjárráða maður yfir þvi fé, sem hann hefur unn- ið til sjálfur meö likamlegri eða andiegri vinnu sinni og er það nefnt sjálfsaflafé hans. Maður þarf ekki að vera sjáifráða — 16 ára — til að ráða sjálfsaflafé sinu, heldur geta yngri menn það einnig. Rétt er þó að benda á að ófjárraða manni er ekki heimilt að stofna til skuldar út á sjálfsaflafé sitt. Um gjafafé gilda nokkuð likar reglur, þannig að ófjárráða maður ræður sjálfur þvi fé er hann fær að gjöf, nema gefandi hafi mælt fyrir d annan veg, eða lög kveða sérstaklega á um annað. Sjá heimildarrit: Þóröur Ey jólfsson: Persónu- réttur. HVAÐ KOSTAR 1 LÍTRI AF ! RJÓMA ! GKR.2.529.00 KÝKR. 25.30 HAGDEILD EIMILIS NS Fjá r má la ráðg jöf fyrir fólk Af þeim breytingum sem hafa verið gerðar undanfarið I pen- ingamálum og ýmsum fjármála- legum þáttum þjóðlifsins, ber hæst verðtryggingu inn- og útlána og ný gjörbreytt lög um tekju- og eignaskatt. Fyrir marga eru þessi mál orðin svo flókin að erfitt reynist aö fylgjast með og skilja útreikninga. Lánskjaravísitala — veröbóta- þáttur vaxta — vaxtaaukareikn- ingar — verötryggðir sparireikn- ingar — allt eru þetta nýjar upp- finningar, en snerta þó daglegt llf hvers einstaklings i þessu landi. í aðsigi eru breytingar sem gera enn frekar nauðsynlegt fyrir landsmenn að taka fjármál sin föstum tökum, en þaö er gjald- miðilsbreytingin um áramótin. Möguleíkar sparif járeig- enda Möguleikar sparifjáreigenda eru nú fleiri en áður og betri til ávöxtunar en nokkru sinni. Þó að lágir vextir á sparifé séu alltaf betri en engir, er það fyrst nú, i langan tima, að lánastofnanir geta hvatt til sparnaðar og boðiþ fram þjónustu sina með góöri samvisku.' Auk hinna óbundnu sparisjóösbóka eru möguleikar á 3ja eða 12 mánaða vaxtaauka- reikningum og verötryggöum sparireikningum, en raunveruleg ávöxtun þeirra er alltaf hin sama hversu mikil sem verðbólgan er. Frá Verslunarbanka tslands Mikilvægi sparnaðar Sparnaður, þaö er sá hluti tekna sem er umfram eyðslu, gegnir mikilvægu hlutverki bæði fyrir einstaklinginn og einnig þjóðarbúiö i heild. Astæður þess sem sparar geta verið ýmsar svo sem: frestun á eyðslu nú, til þess að geta eytt meiru síðar, öryggi vegna óvæntra útgjalda eöa tekjurýrnunar og von eöa vissa um hagnað. Fyrir þjóðarbúið er sparnaður- inn mikilvægur vegna þess að án hans er fjármunamyndun óhugsandi. Lántökur eru mögu- legar vegna sparnaðar lánveit- enda og forsenda fjárfestingar er samansafnaður sparnaður ein- staklinga. An nýrra fjárfestinga er hag- vöxtur ekki mögulegur. Sparnaður er þvi einn af horn- steinum hagvaxtarins. Niðsterku EXQUISIT þríhjólin fást i he/stu /eikfanga- verslunum um land a//t Heildsölubirgðir: Ingvar Helgason Vonarlandi v/ Sogaveg, Simi 33560 DDDDDDDDODDDDDODDDDDDDDnDDDDDDDDDDDriflOODDDDD g n □ D □ □ □ D D D D D D D D Því ekki spara verulega? Nýjar skíðavörur — notaðar skíðavörur Allt eftir þínum óskum. D D D D D D D D D D D D D D D D D D g Opið virka daga kl. 10—12 og D 1—6. D D Tökum allar umboðssölu. skiðavörur laugardaga kl. 10—12. aRKADURINN °°°°'GRENSASVEGI50 108 REYKJA VÍK SÍMI: 31290iuuau I Smurbrauðstofan BJORIMirSJN Njálsgötu 49 — Simi 15105 Vissir þú að cjo ep?o!-» öl I i býður mesta úrva/ ung/inga- húsgagna á lægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum ? w»sejc»cjj->Gi !->öl!ir» ^vV/ Bildshöfða 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.