Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 27
27 Föstudagur 7. nóvember 1980 AD FARA í SVEIT Hr eiðar St efá nsson: Grösin i glugghúsinu. Reykjavik, Iðunn, 1980. Um langt árabil störfuðu hjónin Jenna Jensdóttir og Hreiöar Stefánsson saman aö ritun bariiasagna. Ávöxtur þeirrar samvinnu er 25 bækur fyrir börn og unglinga sem út komu á árunum 1944 tii 1974. Frá 1975 hefur Hreiöar samiö tvær bækur einn, Blómin blfö (1975) og Mamma min er lögga (1977). NU er komin ein bók til viöbótar frá Hreiöari Grösin f glugghúsinu. Siguröur Helgason skrifar um barnabækur Þessi saga er á margan hátt sérkennileg. Höfundur segir hana I annari persónu og mikiö má vera ef þaö hefur ekki þau áhrif aö sagan höföi sterkar til lesandans en ella. Þaö jaörar viö aö lesandinn hafi þaö á til- finningunni aö hann sé kominn á vettvang sögunnar. Sagan er lýsing á því þegar ellefu ára gamall drengur er sendur I sveit til ókunnugs fólks. Aðstæöur heima hjá honum eru erfiöar og þvi er brugöiö á þaö ráö aö senda stráksa I sveit til aö vinna fyrir mat sinum. Þaö er ekki auövelt fyrir litinn strák aöfara f sveit til ókunnugs fólks á ókunnugan staö. Þaö er ekki auövelt fyrir strák aö skilja hugsunarhátt sveitafólksins sem er á margan hátt óllkur þvi sem hann á að venjast. Þaö tek- ur talsveröan tlma aö laga sig þannig aö alveg nýjum aö- stæöum. En þegar frá llöur sættir drengurinn sig mjög vel viö sveitadvölina og allir reyn- ast honum vel. Hreiöar Stefánsson túlkar i sögunni þau viöhorf sem viöa voru rlkjandi hér á landi skömmu eftir slöustu aldamót. Viöhórfin til vinnunnar eru m.a. fólgin I þvi aö hverja stund beri aö nýta og aö menn eigi aö leggja sig alla fram viö störf sin. Vinnan er undirstaöa þess aö fólk geti eignast mat og klæöi og þá voru llfskjör langt frá þvl aö vera jafngóö og nú er. Persónurnar I Grösin I glugg- húsinueru mjög vel geröar og fullkomlega sannfærandi. Bóndinn er kaldur og hrjúfur á yfirboröinu, en undir niöri er rikjandi góövild gagnvart stráknum. En hann er kröfu- harður I sambandi viö vinnu og gerir bæöi kröfur til sjálfs slns og annarra. Jói sonur ráöskon- unnar er dæmigeröur fyrir þann stóra hóp ungs fólks á Islandi fyrr á tlmum sem höföu hæfi- leika á einhverju sviöi en fengu ekki tækifæri til aö nýta þá. Ráöskonan á bænum er sú manneskja sem reynist drengn- um best. Þegar eitthvað bjátar á kemur hún til hjálpar eftir þvi sem hún getur. Drengurinn Garðar hefur miklar áhyggjur meöan hann er i sveitinni. Litli bróðir hans haföidáiðstuttu eftir fæöingu og um sumariö veikist -annar bróöir hans af taugaveiki og pabbi hans smitast lika. Drengurinn deyr en faöir lifir. En einhvern veginn á drengur- inn bágt meö aö skilja þaö miskunnarleysi sem stjórnar þvi aö bróöir hans deyr. Þessi bók Hreiðars Stefáns- sonar er mjög góö. Honum tekst mjög vel viö aö túlka það öryggisleysi sem drengurinn býr viö. Sögusviöiö er kreppuár- in um 1930. Skuggi kreppunnar er á næsta leiti og flestir þekkja hvaöa áhrif hún hafði á islenskt þjóölif. Skemmtilegt er aö hug- leiöa hversu lítiö þarf til aö gleöja drenginn — súkkulaöi- stykki, smákökur eöa eitthvaö annaö sem er daglegt brauö hjá núti'ma börnum. Þessi lýsing á kjörum barna á kreppuárum er holl lesning bömum nú 50 árum siöar. Þaö eru bækur af þessu tagi sem réttlæta og styrkja Ut- gáfu barnabóka á tslandi. Siguröur Helgason VÍSIR I Hver er Jón Bald- jvin Hannibalsson? ■ Ritstjóri Alþýöublaðs- ins? — Montinn hroka- gikkur? — Sjónvarps- stjarna? — Framagosi og flokkaflakkari? — Fyrrverandi togara- sjómaöur? — Sonur Hannibals? — Eigin- maður Bryndisar Schram? I Helgarblaöi Visis er langt og skemmtilegt viðtal viö manninn þar sem þessum og ótal fleiri spurningum er svarað. Silli og Valdi Athyglin hefur siöustu dagana beinst mjög aö Sigurliða Kristjánssyni, Silla, vegna stórveglegrar gjafar hans til ýmiss- ar menningarstarf- semi i landinu. Silli, sem lést 1972, var sem kunnugt er annar ' stofnenda og eigenda versiunarstórveldis- ins Silla og Valda sem nú er fyrir bi. I Helg- arblaðinu er upp- rifjun á ævi Silla, fyrirtækinu fræga og rætt er viö nokkra menn sem þekktu og störfuðu fyrir þá Silla og Valda. Island i siðari heimsstyrjöld Þór Whitehead.sagnfræð- ingur, gefur fyrir þessi jól út fyrstu bók sfna I ritröð um tsland I siðari heimsstyrjöld. Helgarblað- ið hefur fengið leyfi til að birta kafla úr bókinni sem fjallar um aðdraganda striðsins og er þar sagt frá komu Berkeley Gages, sendimanns Breta til landsins til að kanna af- stöðu islendinga til stór- veidanna. Gage kynntist vel ýmsum valdamönnum hér* «ÍPiP Framfaramenning- arþj óðf élagsf ræði.. Leikritiö Dags hriðar spor eftir Vaigarö Egilsson veröur bráö- lega frumsýnt í Þjóö- leikhúsinu og á án efa eftir aö vekja mikla at- hygli enda nýstárlegt bæöi að efni og sér- staklega uppsetningu. Helgarblaðið hefur tekið viötal viö aöal- persónu verksins, konu nokkra sem er forseti Framfaramenningar- þjóöfélagsfræöideildar Háskólans.... Morð- mál í stael Annað efni er fjölbreytt að venju. Lif og list segir frá færeyska bókaútgef- andanum Emil Thomsen, Umhverfis jörðina inniheldur pistil frá gömlum nöldrara sem dvelst I Bæheimi, Sérstætt sakamál segir frá Agötu Christielegu morðmáli i Englandi, Sigmar flytur fréttir fyrir sælkera, sagt er frá leikaranum Tom Conti og grein birt um fræga sjónvarpsþætti sem hef jast á Islandi eftir rúma viku, „Centennial", I Helgarpoppi verður Earth Wind 8. Fire- flokkurinn til með- ferðar. Þá verða Helgarpistil I, Hæ, krakkar, Ritstjórnar- pistill, Hringurinn, Sandkassinn og Leiðarinn á sinum stað.... Takið þátt i hinni glæsi- svomœllrSvorthöföi / Hjónabandsbðrn tföiasi mannréttindi Merkilegar upplýsingar mátti lesa i blööum i gær um börn giftra, sem fá nú i fyrsta sinn aðgang aö dagheimilum. Þaö kemur nefnilega I ljós, aö ein- ungis lausaleiksbörn hafa feng- iö vist á dagheimilum til þessa og má segja aö sjaldan hafi frjálsar ástir hlotið aöra eins viöurkenningu. Jafnframt þess- um ósköpum má lesa I Visi aö lesbiur og homma megi finna I hverri fjölskyldu I landinu, væntanlega ef grannt er leitaö. Þetta eru lika mikil tiöindi og varla á færi annarra en helstu visindamanna okkar aö komast aö annarri eins niöurstööu. Þannig er rembst viö aö sanna, dag og nótt aö viö íslend- ingar séum eitt afbirgöilegasta fólk jaröarinnar. 1 raun veröur alveg óskiljanlegt hvernig viö förum aö þvl aö timgast meö gamla laginu. Kinseyskýrslan benti t.d. ekki til þess aö I hverri fjölskyldu I Bandarlkjunum mætti finna eina lesbiu og einn homma, og er hún þó itarleg- asta skýrsla sinnar tegundar, sem gerö hefur veriö i heimin- um. Hina snjöliu rannsóknar á islensku kynlifi munar hins veg- ar ekkert um aö staöhæfa af- brigöi þveröfugt viö niöurstöður Kinsey, og þaö f landi sem er svo nýkomiö inn i tuttugustu öldina, aö ætla má aö brengiun- armálin hafi enn ekki heltekið hana. En fyrst svona er komiö er kannski ástæöa til aö kveöja til starfshópa til aö ráöa fram úr vandanum. Ekki getum viölátið fjölskyldur vera aö velkjast í gömlum rótgrónum heföum fyrst slikur fjöldi lesbia og homma er I landinu. Best væri aö leysa upp allar gamlar regl- ur, breyta hjúskaparlögum f samræmi viö niöurstööur og flytja inn Guatemala-börn i staö þeirra, sem ekki munu fæöast hér á næstu áratugum af skiljanlegum ástæöum. Má í rauninni segja aö barnainn- flutningurum Svlþjóö, þar sem barnahöndlarar liggja undir ámæli frá Austurlöndum um aö vera barnaræhingjar, sé þegar f fullum gangi, væntanlega vegna faraldursins sem greinarhöf- undur lýsir i Vísi. Auk þess eru fluttir inn stæöilegir blökku- menn til aö fylla I sköröin, en engin teljandi athugun hefur veriö gerö á öfuguggahætti mebal þeirra. Dagvistunarmálin hafa eöli- lega beinst aö þvi aö leysa vandamál þeirra, sem kjósa fremur aö eiga börn i lausaleik en viðhafa sjálfsagöar og eöli- legar varnir áöur en lesbiskar tilhneigingar yfirþyrma her- skapinn. Nú er stokkiö til um þaöbil sem veriö er aö sanna ab hér sé yfirleitt lltiö aö finna af nýtilegu fólki til barneigna og afnumin sú regla aö halda dag- heimilum opnum einungis fyrir börn sem fædd eru utan hjóna- bands. Auövitaö var fyrir löngu vitaö, a.m.k. vinstra megin I pólitikinni, aö hjónabönd voru ekki annað en „háöungarhaft á villidýrum”, eins og segir i vlsu frá nitjándu öld. En aö svona væri illa komið fyrir okkur tslendingum hefur vlst engan grunaö Fram aö þessu hefur veriö álitiö aö þjóöhagsáætlanir um dræma mannfjölgun stöfuöu af fólksflótta til útlanda, sem innflutningur á blökkumönnum og Asiubúum hefurekki megnaö aö jafna. Hvar Gervasoni kem- ur Rin i þetta mál skal ósagt lát- iö, enda hefur ekki veriö rann- sakað tii hvers hann er nýtur eftir aö hafa neitað herþjónustu I einhverju slökkviiiöinu IFrans og eftir eins og hálfs árs vist I Kristjaniu I Kaupmannahöfn. Nú er vitaö mál, aö þeir sem eiga ekki fyrir meölögum meö börnum sinum, hafa varla lagt dagheimilum til mikib af þvl skattfé, sem tii þeirra rennur. Hjónabandsbörn, sem hefur veriöhaldiöutandyra,hafa lagt flest allt fé til dagheimila hing- aö til i gegnum foreldra sina. Þessar hjónabandsbyggingar voru aö sjálfsögöu notaðar tii aö gæta lausaieiksbarna, enda er þaö i samræmi viö aöra rök- hyggju i landinu. En miöaö viö upplýsingar i Visis-grein er nokkur von til þess aö fækka megi dagheimilum á næstunni, og hefur þá hinn isienski Kinsey til nokkurs starfaö og skrifaö. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.