Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 8
8
VtSIR
Föstudagur 7. nóvember 1980
utgefandi: Reykjaprent h.f.
R-amkvæmdastjóri: DavfA Guömundsson.
Ritstjórar:
úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlóa Astvaldsdóttir, Gylfl Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor-
steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Saemundur Guðvinsson, Þórunn
Gestsdóttlr. Blaöamaöur á Akureyri: Glsll Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L.
Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell-
.ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúll 14, simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8,
slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, slmi 86611.
Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein-
takiö. Visir er prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14.
AlDingi og Flugleiðir
Enginn þarf að vera undrandi
á því, þótt almenningur sé orðinn
ringlaður í meira lagi um það
hvað snýr upp og hvað niður í
Flugleiðamálinu. ólafur Ragnar
Grímsson, formaður fjárhags-
nefndar efri deildar Alþingis,
hefur gefið daglega skýrslu í
fjölmiðlum um risavaxnar
skuldabyrðar f yrirtækisins.
Dramatískar lýsingar eru gefnar
á því.hvernig þingmenn sitji agn-
dofa yfir skýrslum starfsmanna
Flugleiða. Samgönguráðherra
snýst í kringum sjálfan sig,
ringlaður og reiður yfir ósam-
hljóða upplýsingum. Spurningar
eru tölusettar, svara er krafist.
Það er því ánægjuleg tilbreytni
að heyra skyndilega frá Eyjólfi
Konráð Jónssyni, alþingismanni,
þar sem hann skýrði hávaðalaust
en skilmerkilega frá því, að
staða Flugleiða væri síst verri en
áður hafði verið skýrt frá.
Ummæli hans voru laus við
pólitískt ofstæki eða fordóma, en
hreinskiptin f rásögn af alvarlegu
ástandi.
Sama máli gegnir um Kjartan
Jóhannsson. Báðir töldu nauð-
synlegt og eðlilegt að af lað verði
sem víðtækastra upplýsinga og
spilin verði lögðá borðið. En við-
horf þeirra gáfu mönnum aftur
von um, að Alþingi íslendinga
væri ekki enn orðið að vettvangi
ábyrgðarleysis og yfirlætis.
Erf iðleikar Flugleiða eru mikl-
ir. Það lá Ijóst fyrir þegar í sum-
ar, enda gat enginn búist við því,
að fyrirtækið segði upp nokkur
Vandi Flugleiða er mikill, en það hefur ekki hjálpað fyrirtækinu að verða leiksoppur i
einhverri pólitiskri refskák á Alþingi. Nú eiga menn að hætta þeim leik og ganga að þvi
að horfast f augu við veruleikann.
hundruð starfsmönnum í einu
vetfangi að gamni sínu. Það var
ekki að ástæðulausu, sem stjórn
Flugleiða ákvað að leggja niður
Atlantshafsf lugið.
Það fór heldur ekki fram hjá
neinum, hver viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar voru. Hún vildi
freista þess að rétta Flugleiðum
hjálparhönd og hafði frumkvæði
að viðræðum við Luxemburgar-
menn og vildi taka til athugunar
ýmsa fyrirgreiðslu sem kynni að
koma að gagni.
Þetta voru eðlileg viðbrögð og
rétt. Engin ríkisstjórn getur setið
aðgerðarlaus, þegar hundruð
manna missa atvinnu sína, þegar
umfangsmikill atvinnurekstur
leggst nánast niður, þegar mikil-
væg samgönguleið við umheim-
inn lokast.
Allar deilur um það, hver hafi
beðið hvern, eða bréfaskriftir og
hnútukast í fjölmiðlum af þeim i
sökum eru út í hött. Þær gera
stjórnvöld hlægileg og almenning
dolfallinn.
Aðalatriðið var og er, hvað
gera megi til lausnar, ef lausn er
þá fyrir hendi á annað borð. Það
hefur heldur ekki hjálpað til,þeg-
ar einn þingmaður í naf ni heillar
nefndar, ef ekki Alþingis alls
veður uppi með valdahroka og
merkilegheit, rétt eins og það sé
tilgangur málsins að niðurlægja
og tortryggja í hvívetna þá menn,
sem veita Flugleiðum forstöðu.
Pólitískar deilur leysa ekki
vanda Flugleiða. Sá töframaður
er ekki til, hvorki hjá Flugleiðum
né á Alþingi, sem getur breytt
þeírri staðreynd, að Atlantshafs-
flug er rekið með tapi. Fyrir því
er enginn skynsamlegur grund-
völlur miðað við óbreyttar að-
stæður.
Ef enginn breyting verður þar
á, er ekkert annað að gera en
horfast í augu við þann veru-
leika, og gera ráðstafanir til að
beina umsvifum Flugleiða í aðr-
ar áttir, að öðrum verkefnum,
eftir því sem hægt er. Þetta á
ekki og má ekki gerast í einu
vetfangi. Þess vegna virðist
eðlilegast í núverandi stöðu, að
ríkissjóður veiti Flugleiðum
ríkisábyrgð og greiði þannig fyr-
ir þvf að rekstur haldi áfram
næsta árið. Fyrirtækið hefur þá
umþóttunartíma. annað hvort til
að draga saman seglin hægt og
sígandi, þannig að áfallið verði
sársaukaminna, ellegar hasli sér
völl með öðrum hætti.
Leiðréttlnoarvið Blöndal
„Svo gengur þaö til I heimin-
um, aö sumir hjálpa erroribus
(vitleysum) á gang, og aörir
leitast siöan viö aö útryöja aftur
beim sömu erroribus. Hafa svo
nvorir tveggja nokkuö aö iöja”,
skrifaöi Arni Magnússon.
Ekki dreymir mig um aö út-
rýma öllum þeim firrum sem
vaöa uppi í grein Haraldar
Blöndal: „Eiga dyntir þessarar
konu?”, og á aö fjalla um
Gervasonimáliö (Vlsir, 30.
okt.). Margt af því sem þar
kemur fram er fyrst og siöast
vitnisburöur um sálarlíf
höfundar, („fimmtuherdeildar-
bófar”,,sllkt döt og draslaralýö-
ur”, o.s.frv.). Ekki tel ég samt
rétt aö láta greinina Höa at-
hugasemdalaust út 1 bláinn, þar
sem hún safnar á einn staö
nokkrum þeim vitleysum sem
hjálpaö hefur veriö á gang I títt-
nefndu máli.
Frakkinn Patrick Gervasoni
hefur beiöst hælis sem pólitísk-
ur flóttamaöur á Islandi, fyrst
bréflega og sföan f eigin persónu
á meöan beiöni hans var ennþá
til umfjöllunar hjá ráöu-
neytinu. Hann hefur veriö of-
sóttur af frönskum stjórnvöld-
um i tólf ár, fyrst þegar hann 17
ára strauk af upptökuheimili
þar sem honum haföi veriö
fyrirskipuö vist til 21 árs aldurs
vegna fátæktar foreldra sinna,
og sföar er hann f æröi pólitiskar
ástæöur fyrir neitun á herþjón-
ustu.
Pólitiskir
flóttamenn
Aö slepptum vaöli, er einkum
þrennt sem Haraldur Blöndal
færir gegn þvi’ aö umræddur
maöur hljóti hæli á tslandi. 1
fyrsta lagi, aö viötaka Gerva-
sonis myndi opna sjálfvirka
móttöku á öllum þeim mönnum
„sem af einhverjum ástæöum
vilja ekki gegna herþjónustu.”
Meö sömu rökum mætti telja
okkur skuldbundin aö taka á
móti sovésku þjóöinni eins og
hún leggur sig og veita henni
hæliá meöan hún biöi eftir land-
vistarleyfi i USA. Þótt tsland sé
aöili aö alþjóöasamningi sem
kveöur á um móttöku pólitiskra
flóttamanna, er aö sjálfsögöu
gert ráö fyrir aö hvert einstakt
tilfelli sé skoöaö út af fyrir sig.
Þeir Frakkar sem eru I sporum
Gervasonis, þ.e.a.s. án skil-
rikja, á flótta undan herdóm-
stóli af pólitískum sökum, munu
taldir á fingrum annarrar hand-
ar. Athuga menn annars hver á
hnettinum þeir eru staddir? Cr
þvi aö tslendingar telja sig á
mörkum hins byggilega heims,
hvaöþá um hina sem I kaupbæti
yröu hér flóttamenn?
Næsti tálmi sem Haraldur
rekur tærnar i, er aö „þeir tim-
ar geta komiö upp, aö Islending-
ar setji lög um herskyldu. Þaö
er þessvegna ekkert sem skilur
á milli okkar og annarra þjóöa
sem hafa herskyldu og beita
henni.”
neöanmals
Vegna greinar Haraldar
Blöndal lögfræöings í Vísi
fyrir nokkrum dögum
tekur Pétur Gunnarsson
rithöfundur upp hansk-
ann fyrir Gervasoni, og
sakar Harald um ofsókn-
ir á hendur saklausum
einstaklingi.
Herdómstólar
i Frakklandi
Hér mun átt viö stjtírnar-
skrárákvæöiö um varnarskyldu
sérhvers vopnfærs manns ef aö-
stæöur krefja. Hvernig i dauö-
anum kemur þaö málaleitan
Gervasonis viö? Þar er einmitt
kveöiö á um þá tegund vopna-
buröar sem hann hefur lýst sig
fylgjandi (viötal i Morgun-
blaöi), en þaö er aukaatriöi —
aöalatriöi er neitun hans aö
þjóna hernaöarmaskinu sem
erpólitiskt misbeitt. I þvi sam-
bandi ber aö hafa I huga, hvern
þátt franski herinn hefur átt I aö
brjóta á bak aftur verkföll i
Frakklandi, hernaöarihlutun
Frakka i öörum löndum, nú siö-
ast i Tchad, misbeitingu her-
dómstóla á friöartimum og póli-
tiska innrætingu á meöan her-
skyldu stendur. Einmitt þessar
ástæöur neitar kerfiö aö taka
gildar. Andófsmönnum á þess
um grundvelli stendur hvorki til
boöa skógarhögg né heimatrú-
boö, heldur eru þeir dregnir fyr-
ir herdtímstól.
Þeim sem hvá viö málaleitan
Gervasonis og spyrja: Er ekki
Frakkland lýöræöisriki sömu
geröar og Island?, vildi ég
benda á aö ekkert lýöræöisriki
heimilar jafn viötæka beitingu
herdómstdla á friöartimum og
Frakkland. Herdómstóll þýöir
afnám réttarrikis eins og viö
þekkjum þaö, stikkfri sem opn-
ar upp á gátt fyrir gerræöisleg-
um málatilbúnaöi og dómum
sem þurfa ekki aö styöjast viö
rökstuddar forsendur. Neitun á
persónuskilrik jum, ofsóknir
vegna andófs gegn pólitiskri
beitingu hersins, dómur upp-
kveöinn af herdómstóli — allt
eru þetta atriöi sem skipa
Gervasoni á bekk meö pólitiskt
ofsóttum mönnum.
Þriöja og siöasta röksemd
Haraldar Blöndal gegn Gerva-
soni, er tilvisun til vensla is-
lands og Frakklands vegna
samveru i Nató. „Gervasoni
veröur jafnframt aö gera sér
grein fyrir þvi, aö viö erum
bandamenn þjóöar hans og aö
franskurherertilbúinn aö verja
meö vopnum sameiginlega
hagsmuni islands og Frakk-
lands, sem og annarra Vestur-
landa, og þar meö þær hugsjón-
ir, sem hann vill ekki verja
vopnum.”
Lægsta tegund
þrælahalds
Nú er ekki nema hugnæmt aö
Haraldi Blöndal skuli renna
blóöiö til skyldunnar — en er
ekki fulllangt seilstaö eigna Is-
lendingum hugsjónir sem
Gervasoni „vill ekki verja
vopnum”: beitingu hervalds I
verkföllum, hernaöarbrölt I ný-
lendum, gerræöislega herdóm-
stóla og annað I þeim dúr? Ætli
iviö fleiri Islendingar tækju ekki
undir meö Halldóri Laxness og
kölluöu slika hermennsku:
„lægstu tegund þrælahalds sem
mannkyniö þekkir.”
Óbrjáluö réttlætisvitund hlýt-
ur aö sjá i Gervasoni mann sem
er ofsóttur fyrir sakir sem eru
engar sakir á Islandi. Þess-
vegna ættum viö aö láta hann
njóta sjálfsagöra réttinda og
raunar knýr mál hans á um aö
réttarstaöa útlendinga á Islandi
sé glöggar ákvöröuö. Þaö er
óþolandi aö pólitfskir flótta-
menn eigi móttökur sinar undir
þvi hvort þeir falla i kramið hjá
hernaöarbandalögum eöa ekki.