Vísir - 07.11.1980, Blaðsíða 3
I
FöStuda'gUr' 7. nóvember 1980
VÍSIR
3
Kápur í miklu úrva/i
SEnoum GEcn pústkrúfu
LAUGAVEGI66
SIMI25980
- segir forstjóri SH
Ingibjörg Stephensen tekur fyrstu skóflustunguna aó byggingu fyrir aldraða Seltirninga. Hjá henni
stendur Sigurgeir Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
NOTENDURNIR GETA
EIGNAST ÍRODIRNAR
Hafnar eru framkvæmdir við
ibúöir fyrir aldraða Seltirninga.
Veröa þær sextán talsins, auk
húsvarðaribúðar, i einu húsi. Er
það tvær ibúðarhæðir auk jarö-
hæöar fyrir sameiginlega aö-
stöðu.
Fyrirkomulag á eignaraðild
þessara ibúða er öðruvisi, en al-
mennt gerist, þvi nokkrar þeirra
verða i einkaeign, en hinar verða
leigöar öldruöum.
Akvað bæjarstjórn Seltjarnar-
ness þetta fyrirkomulag, að
undangenginni könnun á vilja
væntanlegra notenda til nokkurra
atriða. 1 könnuninni kom m.a. i
ljós, aö 20 aöilar af 25 óskuðu eftir
að eiga sinar eigin Ibúðir.
Fer það fram meö þeim hætti,
að notandi kaupir ibúðina á
kostnaöarverði, án hlutdeildar i
sameign sem verður i eigu bæjar-
félagsins. Bærinn er eini endur-
kaupsaðili og mun leysa til sin
ibúðir hvenf sem óskað er, á
kostnaðarverði, auk áfallinnar
visitölu og ráðstafa til nýs not-
anda til kaups eða leigu.
Umræddar ibúðir eru allmiklu
stærri, en venja er um ibúðir
aldraðra, en þaö var eitt af þeim
atriðum sem væntanlegir not-
endur lögðu áherslu á I könnun-
inni. Er stærö ibúðanna 56.70 og
95 fermetrar. Byggingartimi er
áætlaður 2 ár.
Þeir sem hafa meö höndum
hönnun ibúðanna eru arkitekt-
arnir Ingimundur Sveinsson og
Gylfi Guðjónsson. —JSS
íbúöabygging tyrir alúraöa Seltirninga batin:
horsKblokkin bækkar i USA:
„Tekur ekkl að
tala um pað”
uppboð á stðð-
hestaslððinnl
Athugasemd
blaðamanns:
Það er laukrétt hjá yfirdýra-
lækni að hvergi er minnst á
krabbameinshættu i þeirri frétt
sem ég skrifaöi um máliö og er ég
honum sammála um að frétt og
fyrirsögn fara ekki saman.
Varðandi hugsanlegan útflutning
til Frakklands vlsa ég til þess að
Gunnar Guðbjartsson sagði að
þar væri þessi vara á háu verði og
þvi góöir möguleikar á sölu ef
útflutningsleyfi fengist.
Ekki náðist til yfirdýralæknis
er fréttin var 1 vinnslu og hefði
verið fróðlegt ef hann hefði látið
fylgja athugasemd sinni ástæður
þess að ekki má flytja út reykt
Tamdir, ganggóöir og alþægir
ljúflingar er lýsing Búnaöar-
félags Islands á nokkrum fyrr-
verandi graðhestum, sem veröa
boðnir upp á Stóöhestastöö rlkis-
ins á Litla-Hrauni á morgun,
laugardaginn 8. nóv.
Aðalaðdráttaraflið er þó stóð-
hesturinn Svartur 777 frá Syöra-
Laugalandi, 12 vetra, frlöur og
ganggóður reiðhestur, segir i
fréttatilkynningu Búnaöarfélags-
ins, og þar er því auk þess haldiö
fram að margur muni bæta rækt-
unsinameð þviaðnota Svart777.
Hinir alþægu ljúflingar eru:
Aldur, 6 v. frá Akureyri
Skilir, 5 v. frá Skáney
Kraftur, 5 v. frd Kröggólfsstöðum
Litli-Núpur 5 v. frá Kirkjubæ
Bárekur 4 v. frá Báreksstöðum
Dreyri 4 v. frd Oddsstööum.
SV
„Þarna er I rauninni ekkert aö
gerast annað en það sem ég sagði,
VIsi fyrir örfáum dögum að
mundi gerast,” sagði Eyjólfur
Isfeld Eyjólfsson forstjóri SH,
þegar Vlsir spurði hann um
verðhækkun á þorskblokk á
Bandarikjamarkaði. Um mán-
aöamótin hækkaöi veröiö úr 105
centum i 110, en jafnframt lækk-
aði ýsublokkin úr 125 centum I
115.
„Annars finnst mér þetta svo
litils virði, að það tekur þvl ekki
að tala um það. Þaö sem gerist
þarna núna er að veröið á Banda-
rlkjaverði er að jafnast á viö
Evrópuveröið, eins og ég sagði
ykkur aö mundi gerast. Ég á ekki
von á að hér sé nein verösveifla á
feröinni, en ég á von á að verðið
veröi jafnt beggja vegna hafs-
ins,” sagði Eyjólfur ísfeld.
Eins og fram kom 1 frétt Vísís á
þriðjudaginn var, hefur verð á
þorskblokk veriö um 15% hærra I
Bretlandien I Bandaríkjunum, að
undanförnu, en Eyjólfur spáði þá
aö veröið mundi jafnast, því að
öllu jöfnu héldist það nokkuö I
hendur.
SV
Ekki att vtð
Síldarútvegsnefnd
,,Ég átti ekki við Sildarútvegs-
nefnd þegar ég talaði um „stóru
Athugasemd
1 dagblaðinu VIsi, föstudaginn
31. október birtir einhver blaða-
maður er auökennir sig með
. bókstöfunum S.G. æsifrétt er ber
yfirskriftina „Banna útflutning
hangikjöts vegna krabba-
meinshættu”.
Hvergi er þó I fréttinni sjálfri
minnst á krabbamein eða
krabbameinshættu. Fellur þvi
fyrirsögn og frétt alls ekki saman
og verður þetta tæplega flokkað
undir vandaða fréttamennsku, að
ekki sé meira sagt.
I frétt þessari er taliö að yfir-
dýralæknir hafi synjað um
útflutning á hangikjöti til
Frakklands. Ekki kannast ég við
að hafa verið beðinn um að fjalla
sérstaklega um útflutning á
hangikjöti til Frakklands.
Ekki hefur viðkomandi blaöa-
maöur S.G. heldur haft fyrir þvl
að leita upplýsinga hjá mér um
þetta efni, og mér vitanlega ligg-
ur ekkert fyrir um það að
krabbameinshætta fylgi neyslu
hangikjöts.
Staöhæfing blaösins i fyrir-
sögn: „Banna útflutning hangi-
kjöts vegna krabbameinshættu”
er þvl alröng og óskammfleilin,
og þjónar þeifn eina tilgangi að
vekja tortryggni og ótta viö ágæta
og þjóölega matvöru.
Verður sllk „fréttamennska”
vart talin hinu gamla og virta
blaði „VIsi” til mikils álitsauka.
Með fyrirfram þakklæti fyrir
birtinguna.
Páll A. Pálsson,
yfirdýralæknir.
sölusamtökin” I fréttaviötalinu
við Visi”, sagði Ottar Yngvason,
framkvæmdastjóri Islensku út-
flutningsmiðstöövarinnar, þegar
blaðamaöur hafði samband viö
hann.
Tilefnið var aö nokkurs mis-
skilnings hefur gætt vegna fréttar
VIsis siðastliðinn föstudag, þar
sem greint var frá haröri gagn-
rýni Óttars Yngvasonar á „stóru
■ sölusamtökin”, en að sögn óttars
átti hann fyrst og fremst við Sölu-
miðstöð hraöfrystihúsanna, þó
væru Sjávarafurðadeild Sam-
bandsins og SIF einnig inni I
þeirri mynd. Gagnrýni Óttars
beindist þvi ekki aö Sildarútvegs-
nefnd. —P.M.
Austflrðingar
efna til veislu
Hið árlega Austfirðingamót
verður haldið að Hótel Sögu I
kvöld og verða þar heiðurs-
gestir þau Bjarni Þóröarson
fyrrverandi bæjarstjóri og kona
hans Hlif Bjarnadóttir.
Einar Rafn Haraldsson og
Gunnlaugur ólafsson munu
flytja gamanmál en veislustjóri
veröur Sigurður ó. Pálsson
skólastjöri á Eiöum.
Það er Austfirðingafélagið I
Reykjavik sem heldur mótið að
venju og ágóöa af mótinu verður
variö til stofnunar sjóös við
Menntaskólann á Egilsstööum.
Skal veita viöurkenningu þeim
nemendum sem leggja mest af
mörkum I félags- og menn-
ingarmálum innan skólans.
— SG
HUSGAGNASYNING
laugardag
og
sunnudag
Sjá nánar i
Helgarblaói
á morgun
V/S/S
□
Y F O
□CJ
Reykjavíkurvegi 66 —
Hafnarfirdi Sími 54100